Tíminn - 12.10.1918, Side 3

Tíminn - 12.10.1918, Side 3
TIMINN 211 að sama brunni um fortíð Isafold- ar og nútíð. Endurminningar Tryggva Gunnarssonar Árið 1873 fór eg eigi á alþingi. Gránufélagið leyfði mér það ekki, en i minn stað fór varaþingmað- urinn, Erlendur Goltskálksson í Garði. Þá urn þingtímann bjó Jón Sigurðsson til lög Pjóðvinalélags- ins og standa þau óbreytt enn þann dag í dag, þótt þau eigi nú ekki að öllu leyti vel við. Samskotin til Jóns Sigurðssonar gengu ágætlega þetta ár og nokkuð kom næsta ár, en svo leit út fyrir að algerlega ætlaði að taka fyrir þau, eins og oftar vill ganga hjá inum okkur íslendingum. Þegar eg kom á þing 1875 sá eg að svo búið mátti ekki standa og að Þjóðvinafélagið mvndi ekki endast til að greiða Jóni fé, eins og til hafði verið stofnað. Menn keyptu liarla dræmt bækur félags- ins, þó voru lögð upp ein 1500 af almanakinu og voru þó óseld 200 til 300 — nú er upplag þess%600. — t*að var hörmulegt að vita hvernig farið var með Jón Sigurðs- son. Honum var hælt á hvert reypi, en ekkert gert til þess* að láta honum líða vel, eða sjá fyrir að hann gæti lifað áhyggjulitlu lifi. Eg átti þá marga góða vini meðal þingmanna, og fékk því áorkað hjá meiri lilula þingmanna, að við skyldum búa til heiðurslaun handa Jóni. Eg held það hafi verið eg, sem bar málið fram á þinginu. Var því þar vel tekið og mælti enginn á móti fyrir alvöru nema Bergur Thorberg. Jón Sigurðsson gekk út meðan á umræðum stóð. Ræðurnar gengu heldur vel. Dálitill þéttingur var í Bergi, þó beindist hann eigi að Jóni persónuiega. Eg hafði sagt Jóni frá að eg ætlaði að bera þetta mál fram, en liann hafði heldur talið það úr. Nú, þegar hann heyrði um andmælin, ritaði hann mér bréf og bað mig taka málið aftur, fyrst það sætti mótmælum. Eg sagði honum að það gæti eg ekki, þvi að eg ætti eigi frumvarp- ið lengur, það væri nú orðið þings- ins eign. Svo fór að frumvarpið var sam- þykt Og varð að lögum. Jón fékk sín 3200 kr. árlegu heiðurslaun. Þjóðvinafélagið losnaði við þá byrði sem það hafði lagt á sig, byrði sem ætlaði að reynast þvi ofvaxin, af því að þjóðin þekti eigi skyldu sína, en hinsvegar lélt fyrir alla þjóðjna að bera. Mér hefir oft sárnað hvernig ís- lendingum fórst við Jón Siguiðs- sop. Ný félagsrit seldust svo lilíð að þau báru sig ekki og voru lögð niður. Höfðum við Jón Sigurðsson og Ásgeir kaupmaður Ásgeirsson eldri haft ráðstefnu um málið og komist að þeirri niðurstöðu og jafnframt ákveöið að stofna nýtt tímarit. Ætluðum við að það myndi auðveldara að útvega þvi marga nýja kaupendur, en að fjölga kaupendum Nýrra félagsrita að mun. Retta nýja tímarit var nefnt Andvari og kom fyrst út 1874, undif nafni Pjóðvinafélagsins. Um leið og þetta gerðist ánafn- aði Jón Sigurðsson Þjóðvinafélag- inu það sem óselt var af Nýjum félagsritum. t*á datt mer ekki i hug að þau myndu seljast. Þau voru þá geymd á hanabjálkalofti i Amalíuborg. Konungur hafði léð þar geymslupláss fyrir þau. Þar lágu þau þangað til eg fiuttist til Reykjavíkur. Tók eg þau þá með mér og flutti þau þangað. Þegar heim kom taldi eg þau upp úr kössunum. Reyndust þá 200—300 eintök óseld af flestum árgöngun- uni, meira að segja af 16. árgang- þar sem ritgerðin móti prófessor Larsen er í. Voru af því ári óseld 275 eintök. Haíði þó upplagið aldrei verið nema 6—700 eintök. Eigi var nú áhugi lands- manna að kynna sér stjórnrétt- indamál vort meiri en þetta. moi m. Hálfum mánuði eftir að lokið var aðalfundi Eimskipafélagsins síðastliðið vor, birti blaðið Frón, hina nafnfrægu grein, sem fyr var að vikið. Hét hún: »Eimskipafé- lag Islands og eiturormnrinn Fáfnira. Þar er þess fyrst getið, að stjórn- endur Eimskipafélagsins sem bú- seltir eru í Vesturheimi (Bíldfell og Árni Eggertsson) hafi i fyrravetur orðið þess varir, að þangað voru komnir tveir legni-erindrekar, mjög áfjáðir í að kaupa hlutabréf fé- lagsins að mönnum þar vestra Árni og Bíldfeil löldu skyldu sína að vara menn við að selja bréfin en engu að síður varð leyni-erind rekum þessuin allvel ágengt um kaupin. Grunur lagðist á, þegar í stað, að menn úr stjórn- félagsins, hér heima, myndu eiga þátt í ráðagerð þessari og fjáríramlögum. Aðferð erindrekanna vakti gremju meðal landa veslra, svo sem von var. Árni og Bildfell ætluðu að korna á aðalfundinn, en gátu það eigi sökunr óhentugra skipaferða. Sendu þeir þá Sv. Björnssyni, for- manni félagsins símskeyti þar sem spurt er um: 1. Hversvegna »erindrekunum« hafi verið veittur aðgangur að bókum félagsins? 2. Hvort meiri hluti íslenzka hlut- liafa æski þess að Vestur-íslend- ingar hætli hlutdeild sinni í fé- laginu. Ut af fyrirspura þessari spunti- ust á Eimskipafélagsfundinum all- snarpar umræður og tóku einkum svari Vestmanna bankastjórarnir Benedikt Sveinsson og Magnús Sig- urðsson, sem fóru með atkvæði fyrir hönd Vestur-íslendinga. Enn- fremur Sig. Eggerz ráðherra. Hr. E. Claessen varð mest fyrir svörum hinumegin. Lýsti hann þvi yfir að félagsstjórnin »sem slika ætti engan þátt í leynikaupunum. Hefði heldur ekki veitt sendisvein- unum aðgang að bókum félagsins, enda hafi mátt fá vitneskju um nöfn hluthafa i blöðunum vestra. En við umræðurnar, gægðist upp hjá hr. E Claessen að sumir úr stjórn félagsins væri sjálfir, sem einstaklingar virðriðnir leyni-erind- isreksturinn um hlutakaup vestra, þó að stjórnin »sem slik« væri það ekki. Viðvikjandi siðari lið fyrirspurn arinnar var borin upp lillaga frá Sig. Eggerz þess efnis að fundur- inn teldi áframhaldandi sainvinnu við Vestur-íslendinga æskilega. Sú tillaga var samþykt með 9733 atkv. gegn 7761. Þá var borin upp og samþykt með 11666 atkv. gegn 6076 tillaga frá Pétri Ólafssyni útgerðarmanni þess efnis, að fundurinn teldi æski- egt að allir hlutir í félaginu yrðu eign hér búseltra manna og skor- aði því á stjórnina að greiða fyrir sölu hluta, sem Vestur-íslendingar kynnu að vilja selja, og bjóða þá út hér. Til skýringar þessum undarlegu atkvæðagreiðslum bætir blaðið því við, að mikill hluti atkvæðanna hafi verið i fárra manna höndum, einmitt þeirra, sem riðnir vora við undirróðarinn gegn Vestmönnum. Dæmdu þeir þannig um þeirra eigin sök. Niðurlagsorð Frónsgreinarinnar eru þessi: »Síðastliðið haust var stofnað leynifélag hér i bænum til þess að að kaupa í kyrþey hlutabréf Eim- skipafélagsins meðal íslendinga Vesturheimi (og víðar). Félagið var látið heita eftir eiturorminum Fáfni, sem drap föður sinn sofanda vegna gullsins, lagðist á dyngjuna og lét vaxa undir sér, en unni enguin öðrum eyri af — í stjórn félagsins eru þeir helztir: Eggert Claessen, stjórnandi Eimskipafélags íslands, formaður og Jón Þorláksson stjórnandi Eimskipafélags íslands, gjaldkeri. Fyrsta afrek nFáfn- isa var að ráða Ögmund Sigurðs- son, skólastjóra í Flensborg til hlutabréfkaupa vetrarlangt meðal Vestur-íslendinga. För hans var ger út skörulega í mjög »vísinda- legum tilgangi« til þess að »kynna sér skólamál i Bandaríkjunum«. í stað hans var ráðinn til Flens- borgar herra Steinþór Guðmunds- son guðfræðiskandidat, og kaupið greitt af »Fáfnis-bóIi«. Vestra náði hr. Ögmundur í hr. Stefán Stefáns- son leiðsögumann, er sendur hafði verið vestur með nokkra hesta í haust frá Sláturfélagi Suðurlands. Réð hann Stefán til liðs við sig og var hann síðan mest í frammi um bréfakaupin. Farið var með ráða- brugg þetta eins og inanns morð, bæði hér og vestanhafs, en í það mund sem kaupin voru fastast sólt vestra, varaði »stjórn Eimskipafé- lagsins« menn hér heirna við þvi að selja bréf sfn nema eftir leið- beiningum stjórnarinnar. — Eitt hundrað þúsund króna voru þegar handbærar til hlutafjárkaupa vestra, og tvö hundruð þúsund tiltaddleg- ar í viðbót, þegar með þyrfti. — Árangurinn hefir orðið sá, að »Fáfnir« hefir náð undir sig hluta- bréfum að vestan fyrir sem næst 27 þús. króna að nafnverði. Hvað hann hefir klófest hér á landi er ókunnugt enn þá.« Tveim dögum eftir að umrædd grein kom út, rilar hr. E. Claesen varnargrein fyrir þá Fáfnismenn, sem birtist í næsta blaði Fróns. Fylgdi greininni athugasemd frá blaðsins hálfu og yfirlýsing frá hr. St. Guðmundssyni, um að hann hefði á engan hátt verið við rið- inn Fáfnismál. Hr. E. C. þverneitar þvf, að hann eða Jón Þorláksson séu í stjórn »Fáfnis«. »En við höfum báðir«, bætir hann við, »ásamt mörgum öðrum, lagt fram dáiítið fé til kaupa á hlutabréfum, sem Vestur-ísJendingar kynnu að vilja selja, og fáum eigi séð að það sé aðfinsluvert, enda hefir aðaifundur félagsins tjáð sig hlyntan þeim kaupum með yfirgnæfandi meiri- hluta«. Síðan hverfur hr. E. C. frá aðal- efninu, að hárfínum útreikningum á atkvæðagreiðslunni á síðasta að- alfundi. Tilgangurinn, sá að þvæla um smáatriði, en láta lesendur gleyma höfuðalriðunum: Fáfnis- málunum. Rökleiðsla hr. E. C. er þá þessi: Hlynt hlutakaupum i Vesturheimi voru 11666 atkv. Á móli' að eins 852, því að fjármálaráðherrann, sem var i bandalagi við umboðs- menn V.-ísl„ hafði 4000 atkv. en hvor þeirra 1000 atkv. auk 224 atkv. sem búið var að afhenda þeim áður en þeir fengu umboðin að vestan. Grein sína endar hr. E. C. þannig: »Loks skal eg taka það fram, að mér er ekki kunnugt uin nein samtök um það, að kaupa hluta- bréf félagsins hér á landi, og hefi ekki átt þátt í neinum slikum sam- lökum. Sama þori eg að fullyrða um Jón Þorláksson. Aðdróttanir þær sem greinin hefir inni að halda í því efni, eru því algerlega stað- Iausar«. í athugasemdunum bendir Frón á, að ef talin séu frá þau atkvæði sem V.-ísl. áttu vis, þá hefði orð- ið að draga [ frá hinurn atkvæði »Fáfnis« og siQaliðs hans. Telur Frón liklegt, að þá hefðu reynst fremur fá atkv. þeirra »ó- hlutdrægu«. Yfirlýsing St. Guðmundssonar rekur lestina. Neitar hann allri hlutdeild í verkum »Fáfnis« og vitund um þau. Gerir ráð fyrir aö Ö. S. sé og án saka, en býst við að hann geri þá hreint fyrir sínum dyrum. — Þessi gögn eru þá fram komin í málinu. Auðséð er á orðalaginu um kaupin vestra, þar sem kallað

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.