Tíminn - 20.10.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.10.1918, Blaðsíða 3
TIMINN 215 mennirnir, tala tvisvar til þrisvar á dag. í hverju einasta leikhúsi* og hverju einasta kvikmyndahúsij kveður rænumaður sér hljóðs á hverju einasta kvöldi, og leiðir rök að því hvers vegna menn eigi að skrifa sig fyrir láninu, hversvegna Bandaríkin séu í stríðinu og að frjálslyndu stjórnarfyrirkomulagi sé hætta búin í heiminum, meðan Þjóðverjar séu ósigraðir. Hoover, yfirbryti Bandaríkjanna, á yfir að ráða heilum her ræðu- manna, sem nefndir eru »fjögra mínútna mennirnir«. Þeir ferðast fram og aftur um landið, koma á alla mannfundi, og segja mönnum í síuttu máli, — á fjórum mínútum — hitt og þetta um striðið, orsakir þess og markmið. í sumar leit úr fyrir að Banda- ríkin hefðu of lítið af hveiti. Þá lofuðu matsöluhúsin því að láta gestina ekki fá hveitibrauð fyr en eftir 15. september og bakarar og kornsalar lofuðu að láta ekki hveiti af hendi án þess að selja um leið 25% af öðru. Árangursins var áður getið i hinni stórkostlegu aukning á hveiti- fiutningum til Bandamanna. Samskonar »agitation« hefir ver- ið hafin meðal verkamanna í her- gagnaverksmiðjunum og á skipa- smíðastöðvunum. Á hverju kvöldi fara ræðumenn út á skipasmíðastöðvarnar, halda ræður fyrir verkamönnunum og gera þeim ljósar ástæðurnar til þess að þeir eigi að líta á þetta verk sitt sem heilagpt verk. Einn af helztu prestunum í New York veitir þessu verki forstöðu og hefir leyst það prýðilega af hendi. Síðast þegar ríkislán var boðið Út í Bandaríkjunum, var það á- berandi hve margir 'verkamenn lögðu fram fé. skipshöfnum þeirra skipa er sökt væri, yrði bjargað. Út úr þessu gengu endalaus skrif milli Berlinar og Washington, en ekki tókst að ná neinu samkomulagi. í febrúar 1917 hófu Þjóðverjar hinn »ótakmarkaða kafbátahern- að«. Wilson lét óðara slita sendi- herrasambandi við Þýzkaland og hótaði hernaði ef amerískum skip- um yrði sökt aðvörunarlaust. Leið ekki á löngu áður en það var gert, og sagði hann þá Þjóðverjum stríð á hendur. Stjórnin þýzka virt- ist taka hersögninni rólega, og blöðin gerðu hið mesta gys að Ameríku, herlausu landi, sem nú ætlaði að berjast við hinn sigur- sæla her Þjóðverja. En þó heyrð- ust einnig aðrar raddir, sem sögðu að Wilson myndi verða Þjóðverj- um þungur í skauti. Má hér sér- staklega nefna Maximilian Harden, hinnvfrægasta blaðamann Þýzka- lands. Hann skrifaði svo i blað sitt »Die Zukunft«. »í fyrsta sinn í sögu heimsins fer voldugt stór- veldi í ófrið án þess að ætla að krefjast landvinninga, skaðabóta í fyrra þegar Bandaríkin gengu í stríðið logaði alt i ófriði og verkföllum milli verkamanna og 'vinnuveitanda. Nú hefir alveg skift um og ríkir þar nú fullkom- inn friður. , Það er ekki því einu að þakka ’að ríkið vakir yfir því að laun verkamanna séu réttlát, heldur og hinu að ríkið hefir snú- ið sér beint til verkmannanna sem frjálsra borgara í frjálslyndu landi og beðið þá um að vinna og vinna vel, til þess að framleiða það sem framleiða þarf handa þeim sem berjast og um leið útskýrt fyrir þeirn, hversvegna striðiö er háð og hversvegna sigur er nauðsynlegur. Vonbriflði ui Eimskipaféiagið. IV. Síðan upp komst um atferli Fáfnismanna i Vesturheimi hafa fáir eða engir óhlutdrægir menn mælt því bót. Hafa menn þóst sjá, að með þessu væri hafin styrj- öld í Eimskipafélaginu, stefnu- breyting vis, ef Fáfnismenn sigr- uðu, og það með þeirn hætti, að hinn upprunalegi tilgangur félags- ins yrði að lúta í lægra haldi. Þessar ályktanir dregnar afbyrjun Fáfnismála. Engum mun koma til hugar að jafn skynugir menn, eins og forkólfar Fáfnis, leggi út í fyrir- tæki, sem svo mjög hlaut að orka tvímælis, nema verulega mikill hagnaður væri i aðra hönd, og verður nú að líta á það. Fyrst er þess að geta, að það er á venjulega kaupmannsvísu mjög gróðavænlegt að kaupa hlutabréf E. í. nú sem stendur, fgrir nafnverð eða minna. Skipa- leysið í heiminum leiðir af sér hækkandi verð slíkra hlutabréfa. eða nokkurs herkostnaðar þótt því verði sigurs auðið. Heldur ætlar það að berjast fyrir hugsjónum og fyrir því, sein það og foringi þess skoðar sem réttindi mannkynsins. Vér verðum að gera öruggar ráð- stafanir gegn þessuin nýja óvini, því hann mun reynast oss hættu- legur«. Líkt þessu var álit llestra hlutlausra þjóða. Gamalt máltæki segir að fyrst reyni á hreysti kappans þegar á hólminn sé komið. Svo reyndist og hér. Bandarikin áttu því nær engan her, en með framúrskarandi dugnaði og harðfylgi tókst Wilson á hálfu öðru ári að vígbúa og senda til Frakklands hátt á aðra miljón her- manna. Var það hið mesta hættu- spil að senda herinn yfir Atlants- haf, því að þýzkir kafbátar voru í annari hvorri öldu að kalla mætti, en engu að síður heíir að eins 3 eða 4 herílutningaskipum verið sökt. Er þessi herflutningur eitt- hvert hið mesta þrekvirki, sem unnið hefir verið í stríðinu, en lík- lega má þakka enska flotanum, að Þar að auki eru hlutabréf E. í. enn betri eign fyrir það, að stjórn Eimskipafélagsins hefir varið mfög miklu af striðsgróða félagsins til að borga stofnskuldir þess. Kemur j það sér einkarve! fyrir Fáfni, að gróði undanfarinna ára legst þannig að talsverðu leyti á ból lians. Má og vera að þar gæti búmannlegrar framsýni frá hálfu E. C. og J. Þ. Lengra fram undan getur þó blasað við hinum nýju húsbænd- um E. í. enn þá eftirsóknarverð- ari hlunnindi. Pað er valdið gfir siglingum til landsins og verzlun- inni. Ef fáeinir kaupmannasinnar hafa yfirtök á íslenzku eimskip- unum, að stríðinu loknu, geta þeir stutt að því að beina verzluninni á áeðlilegar brauiir; halda uppi valdi milliliðanna, en niðri frjáls- um verzlunarsamtökúm almenn- ings. Þegar menn athuga það, að Fáfnir er að mjög miklu leyli kaupmannafélag, liggur þessi skýr- ing ekki fjarri. Surnir fésýslumenn láta sér furðu-ant um þann mál- staðinn, þótt ekki séu þeir bein- línis kaupmenn. Má í því efni benda á orð Jóns Þorlákssonar í Lögréttu, er hann kallaði samtök hinna verstu fjársvikara »sam- vinnu/élöga, auðsýnilega í þeim tilgangi einum, að ófrægja sjálfs- eignarverzlun almennings. En þó að Fáfnismenn taki ekki beinlínis upp þá stefnu, að herja á samvinnustefnuna, þá er það þó nokkurn veginn augljóst, að samtök þeirra rniða að því, að gera Eimskipafélag íslands að sjálfseign nokkurra stórgróðamanna í stað þess að það ætti að vera sjálfseign islenzku þjóðarbrolanna beggja megin Atlantshafs. Og í stað þess að efla alþjóðarheill með því að halda farmgjöldum niður við heilbrigt lágmark, getur nú gróðafýkn nokkurra fjárafla- manna gert félagið að »trust«. eða I miklu leyti, hve vel hann hefir tekist. Heima fyrir átti Wilson við als- konar erfiðleika að stríða. Mikill hluti af þjóðinni var ófriðnum andvigur. Háskalegust var þó mót- sp3’rna stóreignamanna, en þeir eru margir af írskum og þýzkum ætt- um, eða Gyðingar og voru harð- snúnir andstæðingar Wilsons. Járn- brautarkonungarnir settu upp flutn- ingsgjöld, svo vöruflutningar tept- ust að miklum mun, og allar sam- göngur innanlands fóru í glundroða. En Wilson svínbeygði andstæðinga sína. Hann byrjaði með því að leggja allar járnbrautir ríkisins undir stjórnina og svifti eigendur þeirra öllum umráðum yíir þeim. Síðan tók hann fjölda af verk- smiðjum og öðrmn framleiðslu- fyrirtækjum undir sína stjórn, en braut vald auðmanna á bak aftur. Virðist svo sem þeir hafi nú að fullu beygt sig fyrir honum, því að eftir skeytum er hingað hafa bor- ist nýlega, hafa auðmenn, sem áð- ur voru honum andstæðir, lofað kúgunarhring, sem heldur farm- gjöldum óeðlilega hátt, eins og Sameinaða félagið danska, sem illræmdast var orðið. Uppljóslrun Fáfnismála helir fært íslendinguin heim sanninn um það, að Eimskipafélag íslands var bygt á rangri skoðun urn eðli íslenzka þjóðlífsins. Menn héldu, að þegar þjóðinni lcegi mikið á, gætu allir staðið saman eins og bræður, án þess að líta á eigin- hagsmuni. Sú von hefir reynst tál. Sumum nafnkendustu fjáraíla- mönnum landsins hefjr orðið um megn, að vita þennan eina reit friðlýstan og hafinn yfir eigin- gjarna baráttu um fé og völd. Og fátt er betur fallið til að færa mönnum heim sanninn um það, að slík allsherjarsamtök, sem áttu sér stað með stofnun E. í. geta ekki blessast til lengdar, nema þar sem samherjarnir eru andlega skyldir. Lömb og ljón eiga ekki samleið svo að báðum sé fylgdin góð. Almenningsálitið er líklegt lil að áfella þunglega þann hóp ,af mönn- um, sem riðinn er við Fáfnismál, en þó einkum þá menn sem bæði eru stuðningsmenn Fáfnis og trún- aðarmenn í stjórn Eimskipafélags- ins. Um þá alla gildir hið sama, að þeir hafa með framkomu sinni sundurskift friðnum í E. í., vakið deilur, sem hljóta að vinna félag- inu tjón og landinu í heild sinni. Valdabarátta Fáfnismanna í Eim- skipafélaginu hlýdur fyr eða síðar að leiða til gagnsóknar frá hálfu þeirra manna, sem halda vilja fast við hinn upprunalega tilgang fé- lagsins. Af þeim deilum, og öllum málavöxtum, hlýtur að spretta sú trú, að öllum almenningi sé ekki til neins að halda áfram að leggja »spariskildinga« sína í ný hluta- bréf. Sú trú, sem flutti Qöll þegar félagið ver stofnað, hættir þá að að lána ríkinu stórfé til að kosta herbúnaðinn. I öllum þessum málum hefir Wilson sýnt hinn mesta skörung- skap og má vafalaust telja hann einn hinn mesta höfðingja vorra tírna. Þótt hann sé ekki til ríkis borinn, heldur eigi upphefð sína undir atkvæðaseðlunum, þá má kalla hann ílestum fremur, þjóð- höfðingja. Hin volduga Bandarikja- þjóð hlýðir nú að fullu og öllu forystu hans, og hann hefir leitt hana til sigurs. En nú á hann annað verkefni fyrir höndum, sem ef til vill er engu vandaminni, og það er, að koma á friði, sein verði varanlegur, og hagstæður fyrir stórar og smáar þjóðir. Nú á hann að sýna hversu mikil alvara hefir legið bak við hin fögru orð í þing- ræðu hans 2. apríl 1917, er hann varði gerðir sínar og lýsti þeim hugsjónum, sem höfðu knúð hann og ráðunauta hans til þess að segja Þjóðverjum stríð á hendur. H. Hallgrimsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.