Tíminn - 04.11.1918, Síða 4
228
T I MI N N
og 340 gr. meltanl. reiknuð kolvetni.
(En »reiknuð kolvetni« nefni eg
kolvetni fóðursins -j- fitan X 2).
Síldarmjöl.
Fóðurlilraunir hafa verið gerðar
á landbúnaðarháskólanum í Nor-
egi með síldarmjöl. Þar rejmdist
það jafn-gilda góðum olíukökum.
— Hér á landi hafa þeir félagar
Andrés í Síðumúla og Bjarni á
Leifslöðum reynt það á móti rnaís,
og reyndist að eins betra.
Þessum tilraunum ber þá vel
saman og sýna, að gott síldarmjöl
er ágælt fóður. Samkvæmt efna-
rannsókn ætli i bezta síldarmjöli
að vera um 800 gr. meltanl. í einu
kg. eða helmingi betra en góð taða.
En eftir innlendu tilraununum ætli
síldarmjöl að hafa talsvert meira
gildi. Þykir mér sennilegt, að svo
sé líka, þegar síldarmjöl er gefið
með beit og lakara heyi, þvi þá
notist fóðrið — tréefnið í heyinu
— betur.
Sennilega ber mest á þessu, þeg-
ar fremur lítið er geíið af kraft-
fóðrinu. Pá er það sem fóðarbœtir.
En sé mikið gefið af kraftfóðrinu,
svo það verði talsverður hluti fóð-
ursins, fóðuraaki, spari það ekki
hlutfalslega eins mikið hey.
Væri gaman að vita hvort nokk-
ur hefði veitt þessu eftirtekt.
Annars er þetta stór-merkilegt
atriði fyrir okkur, og þyrfti að
rannsakasí sem fyrst.
Gott síldarmjöl á að vera ljóst
á litinn, alveg þurt, fínt sem hveiti
og með þægilegri, óskemdri íisk-
lykt.
Sé það dökt á litinn með fúlli
brækjuljrkt, er það lítt hæft til
fóðurs og ætti ekki að kaupast.
Skepnur læra fljótt að eta gotl
síldarmjöl, en nálega aldrei þegar
það er skemt, og sízt tómt. Bezt
mun það vera harida mjólkurkúm,
og vegna þess það er mjög köfn-
unarefnisríkt ætti að mega gefa
með því úthey að einhverju leyli
og spara þá töðuna.
Ekki mun ráðlegt að gefa kúm
meira en I lil mesta Jagt 2 kg. á
dag, eigi að nota mjólkina í smjör,
skyr og osta. Hestum mun vera
óhætt að gefa 1—l1/2 kg. á dag
vg sauðfé V» kg. eða jafnvel ögn
meira. Hvað skepnan þoiir að éta
mest af góðu síldarmjöli, veit eg
ekki, kviðfylli verður skepnan þó
alt af að hafa. Og rétt er það á-
valt að fara varlega, byrja með
lítið og smá bœta svo við, þegar
um mengt og einhæft fóður er að
ræða.
Allar meiri háttar fóðurbreyt-
ingar þurfa að standa yfir viku-
tíma minst.
Sildarmjölið mun vera bezt að
gefa stórgripum afmælt og þurt í
döllum. Éinnig má lika bleyta það
jafnóðum og gefið er. Séu jötur
eða garðar góðir, — steyptir, úr
tré eða hörðum leir — mundi eg
jafnvel blanda mjölinu sem bezt
saman við heyið í jötuna, einkum
handa sauðfé. Eta skepnur þá ná-
lega alt sem fj'rir þær er borið.
Söltuð síld.
í vetur mun söltuð sild verða
aðalfóðurbætirinn hjá fjöldanum
og er því leitt að geta ekki gefið
fullnægjandi upplýsingar um liana.
Fóðurrannsóknir á síld eru eng-
ar lil svo eg viti, hvorki innlendar
né útlendar, og dómar manna hér
á landi mjög mismunandi. Sumir
hefja hana til skýjanna. Meta hana
til fóðurs sem þrí- og fjórfalda við
töðu, aðrir álíta hana lítið betri
en töðu, og þann ílokkinn fylli eg.
Minsta kosli er varlegra i óviss-
unni að meta hana heldur of lágt
en of hátt, því það góða svíkur
ekki.
Hvað segir efnarannsóknin? Til
eru allmargar efnarannsóknir á
saltaðri sild, innlendar og útlend-
ar. Þeim ber aldrei samau. Tvær
hefi eg nýfengið lrá Efnarannsókn-
arstofu landsins. t*ar er þurefnið
53°/o með 40.?% meltanl. eggja-
hvíta og 14.5°/o meltanl. fita. Þetta
samsvarar í lkg.af sallaðri síld: 216
gr. meltanl. eggjahvíta og 77 gr.
meltanl. íitu, eða 216 -j- (77 X 2)
— 370 gr. af nmeltanl. lcolvetnuma.
Ekki er þetta álitlegt. Nær ekki
töðunni með 400 gr.
Nú vil eg þó meta I kg af síld
5—600 gr. meltanl. Rk. Eftir þvi ættí
1 síldarslrokkur (100 kg síld) eklci
að jafngilda meiru en 125 kg af
góðri töðu. Rollufóður í meðalvetri
hjá góðum fjármanni. —
Eg tel víst að líkt megi segja
um síldina og síldarmjölið, að sé
litið gefið af henni, þá kryddi hún
fóðrið, skerpi meltinguna og jafni
næringarhlutföllin, svo beit og lak-
ara hey étist meir og notist betur.
En eigi að gefast mikið af henni,
svo hún beint komi í fóður slað
til muna, megi menn vara sig að
ælla hana tnikið betri en góða
töðu.
Síld er ekld eius skemlileg lil
meðferðar og síldarmjöl, og oft
verður að afvatna hana, til þess
að kýr og jafnvel aðrar skepnur
éti hana með lyst. En þá gengur
það venjulega vel. Afvatnið má
nota saman við sinu, ryk- og
mygluhey.
Síld er vafalaust ágælt fóður
handa sauðfé og hrossum, sérstak-
lega með beit og iélegu heyi, eins
og nú er víða. — Vafalaust væri
heillaráð að byrja snemma að
gefa hestum 2—3 sildar á dag
með beilinni. Mundu þeir lengi
bala með það. Ánum okkar gefum
við xji—Vs og inest V2 síld á dag
með beitinni og svipað með inni-
stöðu.
Sumir hæla því mjög að sjóða
síldina í graut og hella soði og
síldarmauki yfir heyið i garðan-
um. Geri þá síldin sömu verkan,
vegna fitunnar og lýsi, i hart og
myglað hej\
En það koslar eldivið.
Eg heíi heyrt getið um mann,
sem átti að gefa kúnni sinni 30
síldar á dag! Eg hefi gefið kú um
lengri tíma 8 síldar á dag. En
mundi mega gefa öllum kúnum í
fjósinu svo mikla síld, ef strokka
ætti rjómann? Eg efast um það.
Eigum við að segja 4 — 5 síldar á
dag. Þá erum við búnir að fá
100—130 gr. af íilu í viðbót við
fituna í heyinu eða liinu fóðrinu,
og þá munu kýrnar tæplega melta
svo mikla fitu, eftir því sem
Kellner segir: »0.5—0.7 gr. handa
fullorðnum skepnum og 1 gr. mest
handa ungviðum, er melta fituna
betur, fyrir hvert kg af lifandi
þunga skepnunnar«.
En er nú nokkurt vit í þvi að
kaupa síld, fáist golt síldarmjöl?
Eg held tæplega. í einum síldar-
strokk er 100 kg af síld. Þessi
sild sem við nú höfuin er fremur
smá. Þarf 4 í kg, er því nærri
400 í stroknum. Annars 300 af
vænni hafsíld. Auk þess eru 25
kg vatn og 5 kg salt. Utan um
þetta er svo ca. 30 kg af lélegu
timbri. (Ný og þur síidartunna
vegur 16 kg).
Svo er nú venjulega helmingur
af síldinni vatn, undir 70°/oinýrri
sild. í siidarmjöli venjulega að eins
8—14°/o, en að vísu minna af fitu.
Það keinur þá upp úr dúrnum,
að við erurn að velta og baxa með
margfaldan þunga af síldarmjöli í
vatni salti og timbri.
Þokkalegar aðfarir dýrtíðarárið
1918, í öðrum eins samgöngu- og
flutningavandræðum.
Það er svipað og með smala-
strákinn hjá Molbúum. Hann var
of stórfættur til þess að reka úr
túninu. En þá var ráðið, að láta
6 menn rogast með stráksa!
(Niðurl.)
Halldór Vilhjálmsson.
Fréttir.
Nýjar bæknr. Má öllu verjast,
dýrtiðinni ekki síður en öðru, og
bókaútgéfendurnir hafa nú aftur
fylst áræði og verður bókaútgáfa
í haust sízt minni en í meðalári,
og haft er það á orði, að bóka-
markaðurinn hafi aidrei verið jafn-
góður og nú. Var njdega getið for-
lagsbóka Sigurðar Kristjánssonar
og verður þeirra nánar getið. Auk
þess hafa Tímanum verið sendar
þessar bækur: Hrœður /., eftir Sig-
urð Heiðdal, útgefandi félagið Hljm-
ur, Tvœr sögur, eflir Hnldu, bóka-
verzlun Arinbj. Sveinbjarnarsonar
gefur út, og loks ný kvæðabók:
Undir Ijú/nm lögum, eftir Gest, og
hefir dr. Alexander Jóhannesson
búið undir prentun, en Þorsteinn
Gíslason er kostnaðarmaður. Er
það merkasta bókin, hin prýðileg-
asta að öllum frágangi og girnileg
ílits. Verður þessara bóka allra
getið nánara jafnóðum og rúm
leyfir. — Fjórða bókin hefir hinn
lengsta titil, sem til mun vera á
íslenzkri bók, en fyrsta orðið er
r>Bónorðsbréf«, og Jætur hvorki höf-
undur né kostnaðarmaður nafns
getið, en kennir sig við Kolbein
unga. Frágangur er mjög »dýrtíð-
arlegur« og innihald sem titill
er í húsi Natan & Olsen Rej'kjavík,
herbergi 21, Sími 27 A.
Annast hún sjó- og sttíðsvá-
tryggingar (aðalumboð á íslandi
fyrir Dansk Merkur. Grön&Witzke)
eldsvoðatrj’gging á húsum, bús-
hlutum, vörum, fénaði og skipum
(umboð fyrir brunabótafélagið
National), enn fremur líftryggingar.
Símið eða skrifið Vátryggingar-
skrifstofunni í hvert sinn er þér
þuríið að tryggja.
Virðingarfylst.
Guðbrandur Magnússon.
vísar. »Úr ástabáli fyr sálast« kvað
Jónas, og er hér á ferðum »for-
inálabók« á því sviði, sem vera
má að einhverjum »stýri priks«
spari fjörtjón.
Fossanef’ndin. Eftir tillögum
fossanefndar hefir stjórnarráðið
skipað Einar prófessor Arnórsson
nefndinni til aðstoðar. »Vits es
þörf þeims víða ratar«.
tír bréfi, úr Rangárvallasýslu 21.
þ. m.: Feikna rigning síðastliðna
nótt og fram undir kvöld i dag.
Askan alveg skoluð af grasinu, en
víðast húð í rót, og bót hefir það
verið í máli, að töluvert hefir blás-
ið úr þúfum áður en vætti. Hér
eru því ekki enn teljandi skemdir
af öskufallinu. Er því góð von um
að menn þurfi ekki að farga hér
i neðanverðri sýslunni, vegna ösku-
fallsins, nema meira bætist við.
Aukafnndur Eimskipafélags ís-
lands var haldinn 26. þ. m. Var
bæði fásóttur og ómerkilegur.
Meira eh hinir.
Er það ekki oft svo fyrir lönd-
um þeim er nám stunda, hvort
það er verklegt eða vísindalegt, að
markið er frekast það bara að vita
og geta ögn ineira en hinir; þeir
er komið geta til greina sem keppi-
nautar, en skeyta minna um að
öðlast þá kunnáttu og þroska er
þarf til þess að geta heitið full-
numa í sinni grein.
Háir það mjög framkvæmdum
og gerir alt smástígara, er þéir
sem forgöngu hafa vaka frekar
yfir því að enginn standi þei'm
framar, í stað þess að leitast við
að fá alla þá kunnáttu og aðstoð
sem frekast er unnt, til þess að
komast »áfram, lengra, ofar, hærra«,
eins og Indriði á FjalIL kvað.
Ritstjóri:
Tryggvt Þórlmllsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjau Gutenberg.