Tíminn - 07.12.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.12.1918, Blaðsíða 2
242 TIMIN N land með póstum. Og heilbrigðis- ráðherra lagði mikla áherslu á það við ritstjóra Tímans að hann a. m. k. sendi út yfirlýsing lækn- anna samtímis blaðinu. En svo seint var ráðherra á ferðinni að blaðið var þá komið á póst. Og ekkert varð úr því að blaðið yrði gert upptækt. II. Af þessu sem nú hefir verið sagt má draga ýmsar ályktanir. í. Það er tvímælalaust landlækn- irinn sem er aðalmaðurinn í öllu því sem gerst hefir. 2. Aðstaða hinna lseknanna er óljósari. Þó virðist hiklaust mega ráða það, bæði af því að enginn fundur var haldinn í Læknafélag- inu og af ummælum G. H. í Læknablaðinu, að a. m. k. sum- um hafi verið ókunnugt um orða- lag yfirlýsingarinnar og það skiftir miklu máli. Það virðist alveg á- reiðanlegt um G. H. Og það mun óhætt að ganga út frá því um fleiri. Atriðið sem G. Cl. nefnir — að sveltan gæti orðið oflöng, fengju sjúklingarnir lungnabólgu, eða berklaveiki og þar af leiðandi langvarandi hita — mun vera það sem þeim þótti viðsjálvert. Þangað til annað kemur fram munu flestir vilja trúa því, um suma læknana a. m. k„ að svona standi á þéim mótsetningum sem hér eru á ferð- inni. 3. Um landlækni þarf ekki að gera ráð fyrir slíku. Honum mun hafa verið mjög vel kunnugt orða- lagið og hefir að líkindum .ráðið þvi. En eitt er mjög eftirtektarvert. Landlæknir Iætur þetta ekki bitna á Þ. Sv. — Því að landlæknir heíir ekki gert eitt né neitt tihþess að hindra hann í að beita sinni »skaðlegu« aðferð, livorki í Barna- skólanum né annarstaðar. Þetta bitnar á Tímanum. Tíminn átti ekki að fá að komast út um landið. Er það tilviljun að Tíminn er eina blaðið af þeim sem víða ber- ast út um landið, sem hispurslaust hefir ráðist á alla frammistöðu landlæknis í drepsótlarmálinu, flett ofan af mistökum hans og lagst á móti öllum ráðum hans. Þar liggur fiskur undir steini. Árásin á ráð Þ. Sv. var af hálfu landlæknis a. m. k. meðfram á- tylla til þess að geta í bili tekið fyrir kverkar mótstöðumanninum o: Tímanum, til þess að geta frem- ur haldið áfram þeirri stefnu sem hann hefir haldið og vill halda enn, af því hann vill ekki viður- kenna að hann hafi gert rangt er hann hleypti veikinni í land og leyfði henni að »rasa út sem fyrst« hér í bænum. Á þennan hált einan verður það skýrt að landlæknir stimplar að- ferðir Þ. Sv. »skaðlegar« og leyfir honum þó að nota þær eins og hann vill í barnaskólanum og hvar sem er. En vill á hinn bóginn Iáta kné fylgja kviði þar sem það blað á í hluí sem vítt hefir framkomu hans. III. Það mun varla hafa komið fyrir á íslandi fyr, að svo gersamlega hafi verið tekið fram fyrir hend- urnar á embættismanni í hans eigin verkahring, sem gert hefir verið við landlækni nú,- Hann fékk að ráða tvennu: að drepsóttinni var slept hér á land og að ekkert var gert til að hefta óðfluga útbreiðslu hennar hér í bænum. Síðan hefir alt sem gert hefir verið í heilbrigðismálunum bæði af hálfu hins opinbera og af ein- staklingum, verið gert þvert ofan i vilja landlæknisins. Hvert einasta ósýkt heimili í landinu reynir að verjast. Með því gera þau í verkinu uppreisn gegn landlækni. Nálega öll þjóðin áfellir hann fyrir það sem hann hefir gert og breytir nú þvert ofan í það sem hann nu vill vera láta, i þeim málum sem undir hann heyra. Getur nokkur embættismaður glatað meir trausti alþjóðar? Þeirri spurningu hlýtur forsætis- ráðherrann að spyrja sjálfan sig — æðsti yfirmaður heilbrigðismál- anna — þegar hann kemur heim úr utanförinni. Og jafnframt hinni: Hvað á að verða um þann em- bættismann sem svo glalar trausti þjóðarinnar? Þangað til forsætisráðherrann kemur heim verður ekkert gert, sem sé svar við þessuin spurning- um. Þess vegna verður því slegið á frest að ræða það nú. t Jón Kristjánsson prófessor. Hann fæddist í Hafnarfirði 22. apríl 1885. Eru foreldrar hans bæði á lífi, Krislján Jónsson dómstjóri og frú Anna Þórarinsdóttir, pró- fasts í Görðum, Böðvarssonar. Eru þær ættir alkunnar. Hann gekk i Reykjavíkurskóla haustið 1897 og útskrifaðist úr honum vorið 1904 með I. einkunn. Sigldi til Khafnar, las lög og tók lagapróf vorið 1909 sömuleiðis með I. einkunn. Var skipaður prófessor við lagadeild háskólans þá er hann var stofnað- ur, og gengdi því starfi til dauða- dags. Hér verður ekki vikið að starfi Jóns prófessors við háskólann, því að um það var mér ekki sérstak- lega kunnugt. Var það starf og ekki aðalstarf hans. Fór hann og ekki í felur með það, að áhugi hans var allur annarstaðar. Gat hann þess við mig alveg nýlega, að hann vildi hverfa frá prófess- orsstarfinu þegar hann gæti, og gefa sig þá allan við þeim störf- um öðrum sem hann hafði með höndum. Reynist það löngum svo, að nátt- úran er náminu ríkari. Uppeldið í Reykjavík, latínuskóla- og laga- námið í 12 ár, gat ekki lcæft nið- ur arfinn frá þingeysku bændun- um í föðurættina. Háskólaprófessorinn í lögum varð brátt einhver áhugamesli, fram- kvæmdamesti og hagsýnasti bú- forkur í Reykjavík. Hann tók land til ræktunar inn við Öskjuhlíð, reisti þar íbúðarhús, fjós og hlöðu, var þar öllurn stundum og vann þar sjálfur að hverju sem fyrir kom. Nú seinast seldi hann þá eign og keypti jörð upp í Mosfells- sveit, rak þar bú og var byrjaður á miklum umbótum á jörðinni. Áhugi Jóns á búskapnura var alveg einstakur. Og þekking hans var orðin sérlega góð um það livernig búskapur verður rekinn hér á landi með hagsýni. Og liann vildi einkis láta ófreistað um að rétta við landbúnaðinn. Foryslan i landbúnaðarmálum, t. d. stjórn Búnaðarfélags íslands, og ýms önnur störf, verða að vera i höndum manna búsettra í Reykja- vík. Er því bændastéltinni íslenzku hin mesta nauðsyn á því, að hér í bænum sé gott úrval áhugasamra manna í þeim efnum, með góðri þekkingu, sem hægt sé að fela ýms-af þeim störfum. Er það ekki ofsagt, að Jón prófessor háfi verið einn af hæfustu og líklegustu inönn- um til þess að takast slík störf á hendur með tíð og tíma. Var hann þegar hann lést varastjórnarnefnd- armaður í Búnaðarfélagi íslands. íslenzka bændastéttin í heild sinni hefir því rnist mikið við fráfall hans. Aðalstarf Jóns prófessors og það sem lengst mun halda nafni hans á lofti, var þó ekki húskapur hans sjálfs, heldur starf hans, einkan- lega síðustu árin, sem formaður í Mjólkurfélagi Reykjavíkur. Heíir það félag og starf Jóns i því hlotið allómilda dóma, eins og kunnugt er, en það er rangt. Félagið er fyrst og fremst stofn- að fyrir smábændurna í kring um Reykjavík, til þess að þeir gætu komist af. Mjólkurframleiðendum í Reykjavík sjálfri var alls engin þörf á félaginu. Hingað til hafa þeir verið í þvi sér til skaða, en einungis vegna félagsskaparins. Það voru smábændurnir kring um bæ- inn sem ekki gátu komist af án félagsskaparins. Eg álli tal við Jón lieitinn skömmu áður en hann dó um Mjólkurfélagið. Aðaldrætlirnir í því sem hann sagði þá um félagið, uin það sem hann og stjórn félags- ins ællaði að láta félagið gera voru þessir: Félagið er ekki búið að gera nema, lítið af því sem það á að gera. Annað aðal atriðið er eftir, sem sé það að tryggja bæjar- búum það að fá ekki annað en góða og ósvikna vöru, að flokka vöruna eftir gæðum og láta hana af hendi undir slröngu eftirliti og svo að fullnægt sé fylstu kröfuia um hreinlæti og lieilnæmi. Þfti‘ta er stjórn félagsins að undirbijfá. y Undirstaðan undir því að þetta gæti orðíð var sú að mjólkurfram- leiðendur væru í slíkum félags- skap og öll mjólk á einum stað í höndum þess félags. ÓtaJin er önnur starfsemi félags- ins sem eru sameiginleg innkaup félagsmanna á fóðurbæti og síðast á flestum nauðsynjavörum. Stefnir félagið meira og meira í áttina að verða fullkomlega í sama sniði og í‘ sama anda rekið og samvinnufélög bænda út um land: hvorttveggja í senn kaupfé- lag neytenda og sölufélag fram- leiðanda. Er það öldungis víst að félagið hefir þegar gert mikið gagn og bætt mjög þau bágu kjör sem smábændurnir kringum Reykjavík áttu við að búa. Er það verk Jóns heitins fremur en nokkurs annars. Þetta starf Jóns prófessors var því af hans hálfu unnið sem ó- eigingjarnt starf, enda fékk hann mjög litla borgun fyrir alla þá miklu vinnu sem hann lagði á sig fyrir félagið. Hann sá að þetta þurfti að gera og gerði það þess vegna. Hann hafði það að engu þótt starfið væri misskilið og hann yrði fyrir aðkasti af hálfu sumra samferðamannanna.Forsjóninleyfði honum ekki að sýna það áþreifan- lega i verkinu að hann var líka að vinna fyrir þá sem misskildu starf hans. Jón Kristjánsson bar það utan á sér að hann var hinn mesti á- huga og starfsmaður. Eg man ekki til að eg sæi hann nokkurntíma ganga hægt — væri hann einn á ferð — hann hafði altaf svo mikið að gera, var altaf allur við starfið og hlifði sér hvergi. Hann var einn þeirra manna sem alt benti til að verða mundi einn af helztu forystu- mönnum þjóðarinnar i verklegum efnum og reynast á hverju sviði hinn nýlasti og bezti drengur. »Hér hefir látist eitt hið bezta löíöingjar ófriðar^jóðanna. (Niðurl.) III. Tilhjálmur II keisari. Nokkrum árum eftir að Vil- hjálmur kom til ríkis, gaf ame- ríkumaðurinn Mahan út hið fræga rit um áhrif sjóveldis á veraldar- söguna (Influence of Sea-Power upon History). Þetta rit hefir verið kallað örlagabók Vilhjálms keisara. Við lestur bókarinnar varð Vil- hjálmur gagntekinn af þeirri hugs- un, að ekkert ríki gæti orðið veru- Iega voldugt, nema það ætti öfl- ugan herskipaflota. — »Framtíð Þýzkalands liggur á hafinu« eru hin frægu orð hans og tók hann nú að vinna að því af‘ ölium kröftum, að koma upp herskipa- stól. Bæði Bismarck og Moltke höfðu verið algerlega andstæðir aukning flotans, enda eru strendur Þj'zka- lands að miklu leyti sjálfvarðar fyrir árásum herskipa, vegna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.