Tíminn - 07.12.1918, Side 3
TIMINN
243
sverð af vorum þegnum« — mælti
Hákon konungur gamli, er kann
stóð yfir grefti Arons Hjörleifs-
sonar.
Mega þeir sem unna landbúnað-
inum íslenzka mæla á sömu lund
yfir gerfti Jón prófessors, en eink-
anlega smábændurnir hér í kring
um Reykjavík.
Kvæntur var hann í*órdisi Toddu,
dóttur Ben. S. Þórarinssonar kaup-
manns. Var jafnræði með þeim
hjónum, þar eð hún var eigi síður
en hann, hin skörulegasta og at-
orkumesta í sínum verkahring.
Urðu þau bæði burtu kvödd mjög
jafn snemma, því að hann dó 9.
f. m. en hún 12. s. m. Áttu þau tvö
börn, son og dóttur, sem bæði lifa.
Tr. P.
, Kjötí*alaii.
Skýrsla útflutningsnefndar um
kjötsöluna sem blöðunum var gef-
inn kostur á að birta, á að vera
fyrirboði annars meira. Hér eftir
á það að vera regla að almenn-
ingur geti hvenær sem er fengið
fulla og afdráttarlausa skýrslu um
það, og það af hálfu þeirra manna
sem með fara, hvernig oss er stjórn-
að og kvernig gætt er hags al-
mennings.
Það er spor í áttina að hér á
landi sé fullkomlega frjálslynt
stjórnarfar sem stigið er með skýrslu
útflutningsnefndar, því að það er
öllum kunnugt, að hingað til hafa
stjórnarvöldin oft verið helzt til
seinlát og treg að leggja öll plögg
á borðið fyrir almenning. Sú venja
á nú að vera endanlega brotin.
Má segja að ekki þurfi að þakka
það sem rétt er gert. En með hlið-
sjón af því að svo oft er undir
höfuð lagst að gera það og í þessu
tilfelli venja að gera það ekki, er
grynninga. Sumar helztu hafnar-
borgirnar, svo sem Hámborg og
Bremen, liggja við skipgeng fljót,
góðan spöl frá sjó. Aðrar, svo
sem Danzig og Stettin, við innhöf,
sem siglt er inn í gegnum mjóa
ósa. Hér var þvi engin þörf á
stórum flota til strandvarna, enda
hafði Bisinarck að eins látið
smíða grunnskreið og smá skip.
Herforingjaráðið og þingið þýzka
var í fyrstu andstætt aukningu
flotans og taldi það beina ögrun
við England. Þá kom ungur og
óþektur sjóforingi, Tirpitz að nafni,
til keisarans, og kvaðst sjá ráð til
þess að auka flotann án þess að
ofþyngja ríkissjóði með útgjöldum.
Keisarinn félst á ráð hans og
skömmu síðar varð Tirpitz gerður
að ílotamálaráðherra, og hélt hann
því embætti í næstum 20 ár.
Tirpitz og keisarinn stofnuðu nú
í félagi flotafélagið þýzka (Flotten-
verein), sem mest hefir unnið að
því, að auka flotann, bæði með
frjálsum samskotum og með því
að vekja þjóðina til meðvitundar
um nauðsyn flotans til þess að
ástæða til að þakka það að út-
flutningsnefnd gaf þessa rækilegu
skýrslu og lagði hana undir dóm
þjóðarinnar.
Skýrslan gerir svo ljósa grein
fyrir öllum gangi málsins, að
hverjum meðalgreindum manni er
hægt að átta sig. Þess vegna gerist
þess engin þörf að reifa málið hér.
Ástæða er þó til þess að undir-
strika þau tvö atriði viðvíkjandi
verðinu:
Aðj nefndin færir gild og glögg
rök fyrir því, að hún gerði
samninginn við hr. Berléme um
að selja honum kjötið á kr. 192,00
tunnuna og
I að afleiðingin af þvi að forsætis-
ráðherra fór að blanda sér í mál-
ið er fyrst og fremst sú að kjöt-
verðið hækkaði upp í kr. 210.00
fyrir tunnuna.
Út af ummælum eins blaðs
hér í bænum, skal þess getið, og
það getur Tíminn haft eftir út-
flutningsnefnd, að það er með
öllu ósatt að forsætisráðherra
hafi á nokkurn hátt bundið hend-
ur útflutningsnefndar um að leita
tilboða í kjötið, hún hafði alveg
óbundnar hendur af hans hálfu og
varð ekki var við neinar hindranir
af hans hálfu í þá átt.
Rétt er að minna á það í þessu
sambandi, hver aðstaða íslenzkra
bænda hefði verið nú í haust, um
að fá verð fyrir vörur sínar, hefði
landsstjórnin ekki verið búin að
koma því skipulagi á um verzlun-
ina sem nú er, og þá ekki sízt
hefðu bændur ekki verið búnir að
koma sér upp samvinnufélagsskap.
Bændur hefðu staðið algerlega
varnarlausir gagnvart kaúpmönn-
um. Óvíst með öllu hversu háan
skatt þeir hefðu orðið að greiða af
því verði sem fengist hefði. Og
allar líkur til að miklu lægra verð
hefði fengist. Er þvi meiri ástæða
til að geta þessa, þar eð það blað-
vernda sjóverzlun Þjóðverja og ný-
lendur þeirra út um heim.
Þessi starfsemi bar svo góðan
árangur, að 1914 var þýzki flot-
inn orðinn, næst á eftir enska
flotanum, hinn sterkasti floti í
heimi.
Jafnframt þessu juku Englend-
ingar herflota sinn, og herskipa-
smíðin varð að nokkurskonar
kapphlaupi milli þessara þjóða.
1912 reyndu Englendingar (Hal-
dane lávarður) að miðla málum
og koma því til leiðar, að hvorug
þjóðin smiðaði herskip eitt ár
(naval holiday), en Þjóðverjar
neituðu, og samkepnin harðnaði.
Á þessum árum var að koma
augsýnileg breyting á kugarfar
keisarans og þeirra manna, er
mestu réðu á Þýzkalandi. Keisar-
inn virðist framan af stjórnarár-
um sínum hafa haft einlægan vilja
á að varðveita friðinn, en nú fór
sú skoðun oft að koma í ljós, hjá
honuin og öðrum stjórnendum
þýzka ríkisins, að Þýzkaland
myndi ekki vikja úr vegi fyrir ó-
friði, ef hann væri samkvæmur
ið, sem eitt hefir gert kjötverðið
að árásarefni, hefir alla tíð spyrnt
fótum við öllum aðgerðum lands-
stjórnarinnar um að bæta verzlun-
ina á stríðstimunum. Og er þetta
einn liðurinn í þeirri baráttu.
Hiö^ ísienzka garöyrkjuíélag.
Það var stofnað árið 1885 og
gekst fyrir því hinn ötuli förmuð-
ur garðyrkjunnar hér á landi,
Schierbeck landlæknir. Starfaði fé-
lagið vel og gerði töluvert gagn
næstu árin og má eflaust þakka
því það meðfram hve áhugi manna
á garðrækt jókst um það leyti.
(Jm aldamótin urðu aðal starfs-
menn félagsins (Þ. B. og E. H.)
um leið helztu starfsmenn Búnað-
arfélagsins og 'varð afleiðingin af
því sú að Garðyrkjufélagið lagðist
niður sem sjálfstætt félag, en störf
þess komu undir Búnaðarfélagið.
Nú hefir félagið verið end-
urreist og gengust fyrir því þeir:
Einar kaupm. Árnason, Einar
Helgason og Sigurður Þórðarson
fyrv. sýslumaður. Var haldinn
fundur 1. þ. m. lögin endurskoðuð
og kosnir í stjórn: Hannes Thor-
steinsson bankafulllrúi, formaður
og meðstjórnendur Einar Helgason
og præp hon. Skúli Skúlason.
Fyrsta grein laganna hljóðar svo:
»Mark og mið félagsins er að
efla garðrækt hér á landi. Af þessu
mun félagið styðja eftir föngum
með því: a. Að sjá um að félagar
geti íengið gott og nægilegt fræ til
útsæðis, jurtir og runna, tilbúin
áburðarefni, verkfæri o. fl. er að
garðyrkju litur. b. Að afla þekk-
ingar á þvi, með reynslu, hverjar
tegundir og hver afbrigði, bezt
þrífast hér á Jandi og hverja að-
hagsmunum ríkisins. Alþýzki flokk-
urinn hafði sigrað. Raddirnar fjölg-
uðu, sem heimtuðu stríð og land-
vinnipga. Þýzkaland treysti á sinn
ágæta her og flota, og hinar stór-
feldu framfarir þess í flestum at-
vinnugreinum glæddu þá tilfinn-
ingu hjá þjóðinni, að landið væri
of lítið, og hún yrði að auka það,
með hernaði, ef ekki yrði hjá því
komist.
Árið 1906 kom Marokkómálið
til sögunnar. Frakkar og Spán-
verjar höfðu sölsað mikinn hluta
landsins undir sig. En nú reis
Þýzkaland upp á móti þeim. Vil-
hjálmur hafði árið áður farið til
Marokkó og bundist vináttumál-
um við soldáninn þar, og jafn-
framt reynt að útvega þar þýzk-
um auðmönnum ýms forréttindi.
Út úr þessu hófust miklar deilur,
bæði England og Ítalía studdu
Frakkland að málum og keisar-
inn lét undan síga. Á friðarfundi
í Algeir var málunum ráðið til
lykta i svipinn. En þaj með var
það á engan hátt úr sögunni.
Nokkrum árum síðar reis það
ferð skuli við hafa, til þess að
ræktun þeirra lánist sem bezt, og
enn fremur að sjá um að þessi
þekking útbreiðist meðal almenn-
ings í ræðu og ritum, eftir því
sem efni og ástæður leyfa. c. Að
glæða áhuga landsbúa á garðyrkju
með sýningum og verðlaunum eð-
ur á annan hátt«.
Árstillag er 2. kr., eða 20 kr.,
æfitillag.
»Telja sér lítinn yndisarð að
annast blómgaðan jurtagarð« —
lagði Jónas í munn Eggert Ólafs-
syni og hafa þau orð um of reynst.
sannmæli um okkur íslendinga
hingað til. Hið endurreista Garð-
yrkjufélag mun einkum vilja auka
blómrækt og trjárækt, en Búnaðar-
félagið hafi í sinni hendi forystu
um ræktun nytjajurta. Vill Tíminn ,
mæla hið bezta með því að menn
gangi í félagið og styðji það.
Fimtugsafmæli
átli prófessor Haraldur Níelsson
siðastliðinn laugardag og í haust
voru tíu ár íiðin síðan hann bjTrj-
aði kenslu í guðfræði. Lærisveinar
hans við háskólann allir, eldri og
yngri, ætluðu að velja afmælisdag-
inn til þess að færa honum gjöf,
sem er silfurbúin biblía, í hans
eigin þýðingu; en veikindin löfðu
verkið um nokkra daga. Lærisvein-
ar hans á vélstjóraskólanum færðu
honum að gjöf silfurbikar og i 600
kr. í gulli. Og sóknarnefd safnað-
ar hans færði honum 2100 kr. að
gjöf.
Séra Haraldur er jafnvinsæll *
sem kennari og prédikari. Hann
er tvímælalaust áhrifamesti prédik-
arinn á landinu og einhver allra
bezti kennarinn. Hann er fæddur
andlegur leiðlogi og á þjóðin mikið
undir að fá að njóla hans lengi.
upp aftur, keisarinn sendi herskip
til Marokko og allur heimurinn
bjóst nú við ófriði. Samt sem áð-
ur tókst að varðveita friðinn. Voru
til (þess ýmsar ástæður. Tirpitz
vildi ekki stríð, því þýzki flotinn
var enn of veikur, en hinsvegar
voru mörg stór skip í smíðum.
Meiru réði þó auðvald Frakka.
Þeir áttu stórfé inni í þýzkum
bönkum og fyrirtækjum og nú
drógu þeir það heim. Við það
komst mikil ringulreið á þýzk
fjármál og verðfall mikið varð á
kauphöllinni í Berlín. Þegar sem
næst lá ófriði, kallaði keisarinn
forstjóra Ríkisbankans og nokkra
aðra helstu fjármálainenn landsins
á sinn fund og spurði þá, hvort
ríkið væri reiðubúið, hvað fjár-
málin snerti, til þess að leggja út
í stríð við Frakka og Englendinga.
Þeir kváðu nei við. Þá sagði keis-
arinn: »Næsta sinn, er eg kalla
ykkur hingað, verðið þið að hafa
annað svar á reiðum höndum.«
Eftir nokkurt þóf létu Þjóðverj-
ar undan síga. Marokkomálinu var
ráðið til lykta í nóv. 1911 Frökk-