Tíminn - 07.12.1918, Page 4
244
TIMINN
Þá er það ótalið að hann hefir
leyst af hendi mesta vísindaverkið
sem unnið hefir verið á íslandi á
þessari öld, sem er þýðing gamla
testamentisins af frummálinu. Mun
það verk halda nafni hans á lofti
um aldur og æíi og þótt ekkert
væri annað.
Timinn vill taka undir með Ein-
ari H. Kvaran, að það er furða
að Kaupmannahafnarháskóli skuli
ekki hafa gert hann að heiðurs-
doktor fyrir það verk og eins hitt
»að íslenzkir guðfræðingar skuli
ekki, svo kunnugt sé, hafa gert
neina gangskör að því að fá því
sjálfsagöa réttlætisverki framgengt«.
Onllkorn.
Mundi það vera tilvijun að þeir
tveir skjaldsveinar sem risið hafa
upp til þess að verja síldarkaup
þingmannanna eru báðir prestar?
Eða mundi hitt búa undir, að vilja
sækja til þeirra fyrirgefning synd-
anna? Og er það ekki eftirtektar-
vert fyrirbrigði að tveir þjóðkirkju-
prestar skuli láta hafa sig til slíkra
verka? — Er Jóns jBrandssonar
áður getið og er hann úr sögunni.
Hinn er síra Arnór Árnason í
Hvammi í Laxárdal — bróðir
Árna frá Höfðahólum — og vegur
hann fram á vigvöllinn í síðustu
ísafold.
Við gullkornin í grein hans er
þessi klausa kend. '
Ljómamestu gullkornin eru þessi:
Alt tap sem bændur hafa haft
af því að kaupa síldina hærra verði
af síldarþingmönnunum, er lands-
stjórninni að kenna, en alls ekki
þingmönnunum.
Almenningur hefir litla ástæðu
til að þakka stjórninni fyrir »rögg-
semi« hennar, o: fyrir það að hún
seldi síldina á 15 kr. tunnuna.
Aftur á móti hefir almenningur
ástæðu til að vera síldarþingmönn-
unum þakldátur fyrir þeirra útveg-
un og fyrir það að þeir seldu
síldina á 20 kr., 5 kr. dýrari.
Svo mörg eru þau orð og verð-
ur ekki fleiri gullkorna getið.
Hann mun ekki vera í vafa um
það Arnór prestur hverjum beri að
þakka að markaðurinn fyrir af-
urðir bænda hefir batnað stórkost-
lega síðasta áratuginn og vöru-
vöndun að sama skapi. f*að er ekki
að þakka félagsskap sem bændur
hafa stofnað sín á milli, sláturfé-
lögum og kaupfélögum. Nei, nei,
nei. f*að er kaupmönnum að þakka
sem borguðu þær vörur svo miklu
lægra verði.
f*eir léku sér að því guðfræðing-
arnir á miðöldunum, að sanna
það rökfræðilega að hvítt væri
svart og að ljós væri myrkur. J?eir
kunnu að fela veilurnar a. m. k.
fyrir ósnotrum. Og þeir gerðu þetta
einungis að gamni sínu. — Síra
Arnóri ferst það svo hönduglega
sem hver getur séð sem les grein-
ina og hann virðist gera það í
fullri alvöru.
Að leilislokum.
Konungur staðfesti sambandslög-
in 1. þ. m. og gaf út um leið úr-
skurð um íslenzkan siglingafána.
Er með því endi bundinn, í bili
a. m. k., á þá löngu baráttu og
hefir endað með fullkomnum sigri
íslendinga.
í tilefni af því stofnaði lands-
stjórnin til hátíðahalds hér í bæn-
um þennan dag. Var fáninn dreg-
inn við hún á hádegi á stjórnar-
ráðshúsinu og um leið um allan
bæ og heilsaði danska varðskipið
honum með 21 fallbyssuskoti, en
það er hið ytra virðingarmerki
sem sýnt er fána fullvalda ríkja.
Ræður fluttu fjármálaráðherra
— í fjarveru forsætisráðherra —
yfirmaðufinn á varðskipinu og
forseti sameinaðs þing. — Meðal
íslendinga í Kaupmannahöfn var
og stofnað til liátíðahalds. Og
kveðjuskeyti fóru landa á milli.
Veikindin og manndauðinn ný-
afstaðni hér í bænum, olli því að
minni hátíðablær var yfir deginum
og lítil hrifning í mönnum. Er það
ekki nema eðlilegt. Munu menn
engu að síður alment skilja það
hve afleiðingaríkt það er, og á að
verða, sem nú hefir fengist. —
Skiftir það nú mestu fyrst í
stað hvernig landsstjórn og vænt-
anlegu þingi fer úr hendi að fram-
kvæma það sem framkvæma þarf
út af staðfesting Jaganna, að á
öllum rétti sé haldið, en elcki
stofnað til óþarfa embætta og út-
gjalda sem þola bið. —
Öll blöðin láta það í ljós í sam-
bandi við þessi tímamót, að nú
sé undir lok liðin gamla pólitiska
flokkaskiftingin, og verði nú nýtt
að koma í staðinn. Iíannast les-
endur þessa blaðs við það, að á
það hefir fyrir löngu verið bent
hér í blaðinu og er vel að það
virðist nú alviðurkent.
Fréttir.
Tíðin. Sama blíðviðrið alla vik-
una, hlýindi með hægu regni öðru
hvoru. Hefir góðviðri sjaldan komið
sér betur, og ótalin mannslífin sem
bjargast fyrir það nú í veikind-
unum.
Skipaferðir. S t e r 1 i n g fór héð-
an 5. þ. m. vestur og norður um
land til Húsavíkur hlaðinn vörum
í liaust var mér dregin kind
með blaðstýft aftan lögg framan
hæðra, stýft vinstra. Ef einhver í
nærliggjandi sveitum vantar kind
með þessu marki, bið eg hann
skrifa mér og lýsa kindinni.
Skáney í Borgarfirði.
Bjarni Bjarnason.
og á að taka kjöt sem hann fer
síðan með til Noregs. — Fálk-
inn fór beina leið til Hafnar um
helgi. — Charkow, leiguskip
landsverzlunarinnar, kom 5. þ. m.
hlaðið vörum frá Ameriku. —
Kolaskip nokkur hafa komið hing-
að nýlega.
Veikindin, Þrjátíu voru sagðir
dánir úr drepsóttinni í Árnessýslu
um miðja vikuna og margir mikið
veikir. Þó hefir veikin ekki komið
á nærri alla bæi, enda verjast allir
sem varist geta. Fimtán voru þá
sagðir dánir í Rangárvallasýslu.
Læknirinn þar, Guðmundur Guð-
finnsson, liggur mjög þung haldinn.
í Útskálaprestakalli voru sagðir
dánir tutlugu og sjö og víðast á
Reykjanesi hefir drepsóttin orðið
álíka skæð.
Heiðursmerkjum urðu þeir
sæmdir nefndarmennirnir íslenzku
og ráðherrarnir þegar sambands-
lögin gengu í gildi. Hlutu þeir
riddarakross Bjarni Jónsson frá
Vogi, Einar Arnórsson og Þorsteinn
Jónsson, en Jóhahnes Jóhannesson
átti hann fyrir og fekk nú heið-
ursmerki dannebrogsmanna. En
kommandörkross af 2. gráðu var
það sem féll í hlut ráðherranna. —
Þykir þetta víst við eiga.
Ritstjóri:
Trygrgvi Þórhallsson
Laufási. Sími 9,1.
Preotsmiðjan Gutenberg.
um í hag. En dýrt urðu þeir að
kaupa það, því þeir urðu að láta
af hendi við Þjóðverja stórt land-
svæði af nýlendum slnum í Kongo.
Þó Þóðverjar hefðu þannið auk-
ið veldi sitt, fanst þeim samt, að
þeir hafa borið lægri hlut. Al-
þýzki flokkurinn varð ákaflega
reiður, og margir af helztu mönn-
um þjóðarinnar sögðu að þetta
yrði að vera í síðasta sinn, sem
Þýzkaland viki fyrir Englandi. —
Næsta sinn skyldi til skarar skríða
— og svo varð.
Meðan á þessum deilum stóð,
barðist keisarinn stöðugt fyrir
aukning herbúnaðarins, bæði á sjó
og landi. í þeim málum gekk alt
vel, en út á við gekk sem fyrrum alt
illa. Austurríki var veikt, saman-
borið við stærð og íbúatölu og
þar voru sífeldar óeirðir, og öll
stjórn í óreiðu. Eina ríkið, sem
hélt trygð við Þýzkaland og Aust-
urriki var Tyrkland. Stjórnarbylt-
ingin þar breytti engu i þeim efn-
um. Næstum því öll ríki í heimi,
er nokkuð kvað að, voru orðin
Þýzkalandi óvinveilt. Tímarnir voru
breyttir frá því er Bismarck stýrði
Þýzkalandi. Hann hafði jafnan ör-
ugga bandamenn, er hann háði
sin stríð, en hafði einangrað ó-
vinina, svo að þeir áttu hvergi
hjálpar að vænta.
Vilhjálmur hefir hlotið að vita
að Þýzkaland yrði að berjast ná-
lega bandamannalaust, ef til ó-
friðar kæmi. Eu hann trúði og
treysti á her sinn og flota og
á dugnað og htyðni þjóðarinnar.
Því leyfði hann Austurríki að hefja
ófriðinn við Serbíu, sem kom
heimsstyrjöldinni á stað.
Hér skulu ekki rakin upptök eða
gangur ófriðarins mikla. Enda er
þar margt, sem enn er leynt, og
því lilt hægt að skrifa þau. Eins
er mjög erfitt að dæma um fram-
komu Vilhjálms síðan stríðið hófst.
Segja má að lítið hafi á honum
borið. Hann hafði ekki herstjórn
á hendi og margir rithöfundar —
ekki sízt þýzkir — hafa haldið
því fram að hann hafi litlu ráðið
og siðasiliðin tvö ár nálega alls
engu. Öll völdin voru komin í
hendur Ludendorfs og herforingja
hans.
Jafnframt því, sem ófriðurinn
drógst á langinn, minkaði keisara-
dýrkunin á Þýzkalandi. Blöðin
gátu hans sjaldan og ekki að neinu
merkilegu. Frelsiskröfur alþýðunn-
ar urðu ávalt sterkari og ákveðn-
ari. Loksins ætlaði Vilhjálmur að
slaka til, en það kom of seint. —
Hvorki herinn né þjóðin treysti
honum lengur. Keisarinn, sem ráð-
ið hafði yfir einu voldugasta riki álf-
unnar, varð að yfirgefa aðalher-
húðirnar og flýja af landi brott
með fáeinum fylgdarmömnum.
Fáir menn hafa orðið að reyna
hverflyndi hamingjunnar í svo ríku-
legum mæli sem Vilhjálmur keis-
ari. Enginn þjóðhöfðingi á síðuslu
öldum hefir haldið tign sinni og
veldi eins á lofti eins og hann.
Euginn hefir átt betri her að ráða
og fáir hafa verið voldugri í sínu
ríki. Eftir að hafa baris í 4 ár og
unnið hvern sigurinn á fætur öðr-
um, hrynur alt til grunna á skömm-
um tíma. Ósigrar á öllum víg-
stöðvuin, bandamennirnir eru
neyddir til að yfirgefa hann og
biðja um frið. Loksins verða Þjóð-
verjar sjálfir að gefast upp. Flot-
inn mikli, augasteinn keisarans,
er afhentur Englendingum. Jafn-
aðarmennirnir, sem keisarinn hat-
aði af lífi og sál, hrifsa undir sig
öll völdin, stuðningsmenn og stjórn-
arstefna keisarans er allsstaðar
brotin á bak aftur.
Og sjálfur situr hann í nokk-
urskonar varðhaldi i framandi
landi. Enginn veit enn hver kjör
Vilhjálmi verða búin í framtíðinni.
Enn er eftir síðasti þátturinn i
sorgarleiknum.
Hallgr. Hallgrimsson.