Tíminn - 12.02.1919, Page 2
TI M IN h
irnir vildu ekki skera hann sundur,
en vörpuðu hlutkesti um hann. Jó-
hannes nærðist hinni fátæklegustu
fæðu, engisprettum og villihunangi.
Við vitum til þess, að Jesús sat
oftar en einu sinni veislur hinna
ríku, þáð er engin sögn til um það,
að hann hafi hafnað veisluboði,
hverjir sem gestirnir voru. Jó-
hannes flýði hinn spilta heim,
hann en ekki Jesús er fyrirrennari
einsetumannanna og munkanna,
hann lét mennina leita sig uppi.
Jesús lifði meðal íjöldans. Hann
kallaði mennina til sin eins og
hæna kallar á unga sína.
Boðskapur Jóhannesar var fólg-
inn í kröfum um uppfylling ein-
stakra boðorða siðalögmálsins, ná-
kvæm hlýðni við einstök boðorð
þess var honum æðsta mark lífsins.
Hann var þröngur og þur siðalær-
dómur. Jesús aftur á móti flutti
boðskapinn um hið nýja líf í guði,
að þeir sem lifðu því, gætu lifað
frjálsu og glöðu lífi, sem þá sjálf-
krafa og eðliiega yrði vilja guðs
samkvæmt, hann færði lærisveina
sína til sjálfrar uppsprettu þessa
lífs, þareð hann hét að gefa þeim
lifandi vatn, og vatnið sem hann
gæfi þeim myndi verða að lind,
sem sprytti upp til eilifs lífs.
Svo mikið bar á milli, og við
vitum það af orðum Jesú, að hann
var sér þess fyllilega meðvitandi,
að mikið bar á milli, og boðskap-
ur Jóhannesar var ófullkominn,
því að hann segir, að hinn minsti
í himnaríki sé Jóhannesi meiri.
Svo mikið bar á milli og þó
rétti Jesús honum bróðurhönd og
lét það vera sitt fyrsta verk, að
þiggja skírn af honum.
Hér má því nema annan höfuð-
lærdóm, sem frelsarinn gefur læri-
sveinum sinum með skírn sinni.
Jesús Kristur dæmir menn og
málefni ekki eftir því hvaða að-
ferðir þeir hafa til þess að vinna,
heldur eftir andanum sem knj’r
þá og þvi marki sem þeir stefná
að. Og andinn sem knúði Jó-
hannes var fölskvalaus alvara og
einlæg sjálfsafneitun, og markið
sem hann stefndi að var siðferði-
legt lif lýðsins.
Aldrei hefir skýrara letri verið
skráður í bók sögunnar lærdóm-
urinn um umburðarlyndi, víðsýni
og frjálslyndi í trúarefnum. Jesús
litur ekki á áhaldið sem mað-
urinn vinnur með, ekki á vinnu-
brögðin, ekki á varirnar, sem bera
fram bænina, ekki á prðalag pré-
dikarans, ekki á trúarsetningar eða
játnihgar — heldur á hjartað, sem
knýr til verksins, á andann, sem
á bak við er og stjórnar.
Jesús Kristur myndi ekki fást
um það hvort hann væri við guðs-
þjónustu í hinu skrautlegasta óg
mikilfenglegasta guðs-húsi hér á
jörð, Péturskirkjunni í Róm, eða
í íslenskri sveitakirkju, hann myndi
kunna jafnvel við sig í samkomu-
húsum kvekaranna og hjálpræðis-
hersins, hann myndi jafnfús hlýða
á ræður hins katólska, gamal- og
ný-guðfræðings lútersks 0, s. frv. —
ef mennirnir, sem væru að þjóna
guði á þessum stöðum, tilbæðu
hann í anda og sannleika.
Jesús Kristur reis öndverður
gegn prestavaldinu gyðinglega,
hann átti enga samleið með
prestahðfðingjum Gj'ðinga. Hann
rétti Jóhannesi skírara bróður-
höndina. Merkjalínan er glögg.
Reir fylgdu helgi-valdsstefnunni,
hann spámanns-stefnunni.
Ef við látum þessa framkomu
Jesú Krists gagnvart Jóhannesi
skírara, kasta ljósi ýfir sambúð
okkar kristinna manna í trúarefn-
um, í okkar landi, nú á þessum
timum, um hið marg-umtalaða
mál rúmgóð þjóðkirkja — þá Ieikur
enginn vafi á því hverju sá myndi
svara, sem tók höndum saman
kreQist ekki meira en ykkur er
boðið. Þið sem eruð hermenn,
kúgið ekki né svíkið fé út úr nein-
um, látið ykkur nægja piála ýkkar.
Boðskapurinn var laus við allar
helgisiðareglur. Hann var alvarleg-
ur siðalærdómur. Hann var endur-
tekinn hinn gamli boðskapur Míka
spámanns: »Hvað heimtar Jahve
annað af þér en að gera rétt, á-
stunda kærleika og framganga í
lítillæti fyrir guði þínum«.
Fulltrúar helgivaldsins hefðu
fegnir viljað taka fyrir kverkar Jó-
hannesi skfrara þegar í stað. En
samvizka íjöldans vaknaði við rödd
hrópandans. Menn fundu hina hei-
lögu alvöru í boðskap hans. En
vegna fólksins þorðu þeir það ekki
fyrst í stað, fulltrúar helgivaldsins,
að leggja hendur á siðbótarmanninn.
Þessar tvær andstæðu megin-
stefnur í átrúnaðinum eru þannig
báðar til á Gyðingalandi, um það
leyti, sem Jesús Kristur kemur
opinberlega fram. Að helgivalds-
stefnunni stóð hið voldugasta vald
sem til var með þjóðinni, presta-
valdið. Að hinni stefnunni stóð
einn maður, einkennilegur í hátt-
um, umsetinn af hættum, varinn
til þéssa af hálf-vaknaðri samvisku
fjöldans.
Jesús Kristur lætur það vera
hina fyrstu opinberu framkvæmd
sína, að velja milli þessara tveggja
stefna. Fyrsta opinberlega sporið
sem hann stígur, áður en hann
byrjar að flytja hoðskap sinn, áður
en hann gerir eitt einasta krafta-
verk — það er þetta, að fara á
fund Jóhannesar skírara og þiggja
skírn af honum.
Petta er eftirtektavert.
Um leið og Jesús tók skírn Jó-
hannesar sagði hann sig í flokk
með honum og stefnu hans — nm
leið sagði hann helgivaldsstefnunni
stríð 'á hendur. Hann lét það verða
Ritfregnir.
Selma Lagerlöf: Föð-
nrást. Reykjavík 1918.
Dr. Björn Bjarnasön
þýddi. Sig. Kristjáns-
son gaí út.
Selma Lagerlöf mun vera fræg-
ust allra nú lifandi norrænna
skálda. Svo mun og vera hér á
landi, að allir þeir sem nokkur
skil kunna að gera á góðri bók
og lélegri hafa miklar mætur á
þessari sænsku skáldkonu. Allmörg
af hinum eldri riturn hennar hafa
áður verið þýdd á íslensku. En
fyrir margra liluta sakir er líklegt,
að þessi bók afli Selmu Lagerlöf
mikilla vinsælda hér á landi.
Sögu hetjurnar eru eiginlega
ekki nema þrjár: Jón og Katrín,
bláfátæk húsmannshjón í Verma-
landi og Klara dóttir þeirra. Bók-
in er i tveim köflum. Annar um
bernsku Klöru, meðan hún er barn
og unglingur í kofa foreldranna.
Hinn um sorgir þeirra og veikindi
eftir að augasteinn þeirra — einka-
sitt fyrsta verk, að gera það. Var
mögulegt að sýna það áþreifan-
legar í verkinu lívort væri a.
m. k. nær því að vera rétt guðs-
þjónusta, í augum hans? Eg held
ekki.
í augum kristinna manna á því
enginn vafi að leika á því, hvor
stefnan er sannur kristindómur.
Þeir hafa dómsúrskurð frelsarans
um það. Kristindómurinn er ekjý
framkvæmd helgiathafna í hvaða
mynd sem þær koma fram, ekki
það sem mönnum nú á tímum er
hættast að villast á, sem sé ekki
viðurkenning þessara eða hinna
trúargreina, ekki það, að fylgja
gamalli eða nýrri kirkjukenning,
engin ytri tákn eða guðhræðslu-
merki.
Kristindómurinn er líf, frjáls
sambúð guðs og manns, hann er
þetta: að gera rétt, ástunda kær-
leika og framganga í lítillæti fyrir
guði sínum — eða allra fegurst
og andlegast orðað af frelsaranum
sjálfum: að tilbiðja föðurinn í anda
og sannleika.
Líf Jesú Krists og kenning lætur
engan vafa leika á um það, hvora
stefnuna hann telur réttari. En
einna áhrifarikastur er þessi fyrsti
úrskurður hans, er hann sagði sig
í flokk með Jóhannesi skírara,
sem einn, aleinn, stóð gegn öllu
helgivaldinu.
Jesús Kristur rétti Jóhannesi
bróðurhöndina alveg afdráttarlaust
og þó var langt frá þvi, að hann
ætti að öllu leyti samleið með Jó-
hannesi, eða væri honum sammála
um kenning hans og lifsferil, í
einstökum atriðum.
Jóhannes var meinlætamaður.
Jesús var það ekki. Jóhannes var
klæddur hinum harða kufli úr
úlfaldahári, en kirtillinn sem Jesús
bar þegar hann var krossfestur
var svo dýrmætur, að hermenn-
barnið, er horfið í burtu úr for-
eldrahúsum i ejund og spillingu
stórborgarinnar.
Jón Andrésson húsmaður er
umkomulaus smælingi. Enginn
hefir sýnt honum innilega velvild.
Hann veit varla hvað það er að
finna lil — fyr en Klara litla
nýfædd spriklar i fangi honum.
Þá er eins og strengur slitni í huga
hans. Föðurástin vaknar. Og ást
hans verður því sterkari fyrir það
að allur sá ylur sem honum var
í brjóst laginn hverfur í einn far-
veg. Skáldið fylgir baminu skref
fyrir skref öll æskuárin og sýnir
í einu, óendanlega umhyggju og
fórnfýsi föðursins, sem hvarvetna
vakir eins og verndarengill yfir
barninu, og hinsvegar myudar
sænskt sveitalíf yndislega umgjörð
um hina einföldu æfisögu þrenn-
ingarinnar i kotinu. Eg held að
hver sá er les með athygli fyrstu
100 blaðsíður bókarinnar sjái í
anda furðu glögglega bæði sænska
náttúru og þjóðlíf: Vótnin, hæða-
drögin, skóginn, bænda og hús-
mannabýliny námuþorpin, aðals-
höllina, stóttamuninn, vesaldóm
smælinganna, yfirlæti heldri mann-
anna. Þar sést heilt þjóðlíf í töfra-
skuggjá einfaldra en skáldlegra
lýsinga.
Með þroskaárum Klöru riður
ólánið í hlaö. Faðir hennar hefir
óviijandi orðið voltur að glæp, og
það er landsdrottinn hans sem
ódæðið hefir framið. Afbrotamað-
urinn leggur hatur á gamla Jón,
þolir ekki návist hans. Reynir með
ranglátri skuldakröfu að flæma
hann burt úr kotinu. Útbyggingin
Irefir tilætluð áhyif á foreldra Klöru.
Þeim finst. að þau geti ekki lifað,
ef þau missi kofann. Einkabarnið
getur ekki horft á bágindi þeirra
aðgerðalaus. Hún býðst til að yfir-
gefa foreldraliúsin, og freista gæf-
unnar í Stokkhólmi. Reyna að
vinna þar fyrir fé til að lúka skuld
þeirra við landeigandann, áður
foreldrunum yrði kastað út á
gaddinn.
Hún fer. Peningana tekst henni
að fá. En þá heíír hún orðið að
gjalda sæmd sinni og hamingju.
Hún getur ekki komið heim, ekki
einusinni skrifað heim. Árin líða.
Gömlu hjónin þrá tinda barnið
sitt, treysta því’að það komi aftnr,
einkum hann. Hugur hans snýst,
eingöngu um dótturina. Vonin verð-
ur honum að veruleika. En um
leið hefir hann mist vitið. Glataða
aleigan, einkabamið, fyllir hug
hans bæði í vöku og svefni. Smæl-
inginn í kofanum er gæfumaður
að eigin dómi, líka eftir að hann
hefir mist það eina sem var hon-
utn nokkurs virði. Draumsjónir
veikindanna eru líkn hans, eftir að
^eruleikinn er orðinn að gróður-
lausri eyðimörk. Loksins kemur
Klara heim. Faðir hennar deyr.
Og frá gröf hans leitar týnda
barnið til fjarlægra héraða, þar
sem enginn veit hvað á dagana
hefir drifið. Síðari hluti bókarinn-
ar er harla dapurlegur. Enginn
les þann kafla sér til ánægju.
Það er sorgarbafsbotn. Þangað kafa
menn til að skilja mannlegt hjarta,
en ekki sér til gleði. Ekki svo að
skilja að endalok sögunnar séu í
ósamræmi við byrjunina. Siður en
svo. Lifsspekin í Föðurást er und-