Tíminn - 05.03.1919, Qupperneq 3
T í M 1 N N
59
auðugan garð að gresja — í þessu
efni — og úlbreiða þá félags-
kyggju hér.
Eg veit, að bændur eiga við ýnisa
örðugleika að etja t. d. með láns-
heimildir til stærri fyrirtækja. —
En það o. fl. eiga þeir að lagfæra
sjálfir, og þvi er lífs-spursmálið
fyrir þá að vakna, hugsa sjálfir
og framkvæma. Pað heimtar hinn
nýi tími.
15. jan. 1919-
Jön H. Porbergsson.
^amgöngur'
Mttir
Jón Á. Guðinund8son.
III.
Heildar strandferða-kerfi getur
verið á margan hitt fyrirkomið,
og sennilegt að reynslan ein geti
skorið úr því hvernig það verður
haganlegast.
Mín hugmynd er þessi:
1. Að allri strandlengiunni sé skift
á milli 7-9 flóabáta, sem ann-
ist allan flutning á þessum
svæðum, út frá aðalhöfnum þar
sem strandskipin koina við.
Stærð þeirra sé beinlinis miðuð
við flutningsmagn hvers svæðis.
Þeir séu vel úlbúnir til flutn-
ings á allmörgum farþegum, og
séu í stöðugum flutningum
mestan hiuta ársins. Af því að
flutningsþöríiri er mjög misjöfn,
séu haust og vor sem mest
beinar ferðir út frá aðalböfn-
inni til einstakra hafna, en þess
á milli strandferðir með mörg-
um viðkomustöðum. Áætlun
flóabálanna sé sniðin eftir ferð
um strandskipanna, þannig að
þeir inættu þeim á aðal höfn-
unum. — Auk þess mætist flóa-
bátarnir tveir og tveir á enda-
hötnum sínum.
2. Að auk »Sterling« verði fengið
annað skip að svipaðri stærð
tit strandfeiðanna. Það sé hrað-
skreilt og með stóru farþegarúmi.
Þau fari hringferðir hvort á
móti öðru, á hverjum 14 dög-
um með viðdvöi í Reykjavík,
og snúi þar við í hverri íerð.
Sterling komi að eins á eina
liöfn á hverju flóabáta-svæði til
vöru- og fólksflutninga, en auk
’ þess á ísatjörð, Akureyri og
Seyðisfjörð aðallega til fólks-
flutninga, og hafi þar því mjög
lilla viðdvöl. Hkt skipið haíi
nokkuð fleiri viðkomustaði, sem
svari þvi sem það er hraðskreið-
ara, og hefir fljótari afgreiðsiu
sökum minni vöruflutninga.
3. Hafnir þær, sem verða viðkomu-
staðir standskipanna séu valdar
með það fyrir augum: a) Að þar sé
trygg höfn og greið innsigling,
svo skipin eigi sem minst á
hættu að teppast vegna óveðurs.
b) Að þar sé greitt um upp- og
útskipun. c) Að þangað sé til-
tölulega mest flntningsþörfin.
d) Að þangað sé sem minstur
krókur fyrir strandskipin. e) Að
höfnin sé sein næst miðju svæði
llóabátanna, svo ílutningar með
þeim verði sem stystir, því að
sama skapi mega þeir bátar
vera minni. Þó mun réttast, ef
því verður við komið, að skifta
á um fleiri hafnir, þó án þess
að *samræinið við flóabátana
raskist.
4. Að millilandaskipin, að minsta-
kosti meðan þau eru ekki stærri
en nú gerist, koini og öðru
hvoru til ísafjarðar, Akureyrar
og Seyðisfjarðar, svo að þangað
þyrfti lítið að flytja af vörum
frá Reykja vík.
5. Að fullnægja flutningsþörfinni
vor og haust með því að strand-
skipin fari þá 3—4 ferðir hvert
með nokkuð færri viðkomu-
stöðum.
Á þennan hátt mun strandferð-
unum komið í gott horf, og flutn-
ingstækin nægiieg, að minsta kosti
lyrst um sinn. Framlag landssjóðs
þyrfti í rauninni ekki miklu meira
það sem nú er, því eins og kunnugt
er, hefir Slerling ekki flutt nema
nokkuru hluta vörumagnsins. En
eins og sannað er hér að framan,
verða flutningarnir ódýrari ef við-
komustöðum er fækkað, og flutn-
irigur með flóabátunum miklu ó-
dýrari milli smáhafnanna, heldur
en allir þeir krókar yrðu strand-
skipunum. Og svo þegar þess er
gætt, að að eins nokkur hluti af vör-
um þyrfti að umskipast. Að sjálf-
sögðu gæti ekki þetta íyrirkomu-
lag staðist alt árið, að minsta
kosti ekki kringuin alt land, og
því nauðsynlegt að haga flutning-
uin og ferðum nokkuð eftir því,
þó þeim væri hagað eitthvað í
líkingu við tillögur mínar, þann
hluta ársins sem venjulega er ís-
laust.
Sökum þess að ekkert hérað vili
veiða fyrir því að borga tvöfld
farmgjöld, er það eðlilegt að þessu
fyrirkomulagi verði illa tekið, þó
það í rauninni sé það ódýrasta
fyrir heildina. Með áskorunuin og
allskonar gauragangi reynir hvert
hérað að toga strandskipin til sin,
og þeir, sem ekki eiga þess kost,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir reyna
að fara fram hjá flóabátunurn og
aukakostnaði þeirra, með því að
leigja sérstök skip, sem fara beina
leið. En það dregur frá flóabát-
unum svo að heildarílutningarnir
verað dýrari.
En er það líka ekki ranglátt að
einstaka héruð skuli þurfa að
boiga tvötalt eða þrefalt farmgjald
á vörum sínum, þegar önnur fá
þær allar með einföldu farmgjaldi?
Og þegar grundvöllurinn fyrir
þessu ranglæti, er kerfi, sem mið-
ar til að gera heildaiflutninginn
sem ódýrastan, er það augljóst að-
farmgjöld og fargjöld eiga að vera
jatn há fyrir það þó skift sé um
skip. Að eins upp- og útskipunar-
kostnaður á umskipunarstaðnum
má bætast við farmgjöldin.
Fyrirkomulagið yrði þá þannig
að öll jarm- og fargjöld grða borg-
uð á þeim stað, sem ferðin byrjaði,
en þaa skip, sem tœkja við til á-
/ramhaldandi flutnings fengja ekkert
af flatningsgjaldinn.
Til þess að koma þessu hagan-
lega fyrir væri best að öll skipin
væru landssjóðs eign, eða leigð af
honum. Þau munu líka krefjast
töluverðs landssjóðsstyi ks, og þá
beinast að landið kosti þau að öllu
leyti. Einstakir menn vilja eins og
eðlilegt er fá ágóða af rekstri sin-
uin, og því óheppilegt að þeir kosti
slrandferðir sem þurta landssjóðs-
styrk. Nokkuð af styrknutn verður
þá sem ágóði rekslursins, en slík-
an ágóða þarf landsjóður engan.
Það er þá alls ekki óframkvæm-
anlegt, að fella burtu aukafarm-
gjöldin, þó nokkuð af flóabátunum
sé t. d. gert út af af eislaka hér-
uðnm. Mætti með þetta fyrir aug-
um hækka styrkinn, og setja setn
skilyrði, að báturinn yrði að fara
eftir fastri áætlun sem stjórnarráðið
semdi, og flytja ókeypis bæði fólk og
farm, sem hann tæki við af slrand-
skipunum eða öðrum flóabátum,
en aítur á móti hefði hann full
flutningsgjöld, fyrir það, sem hann
flytti af stað, hvert sem það ætti að
fara innanlands.
Einnig mætti í stað þess borga
flóabátunum ákveðiun hluta af
öllum farm- og fargjöldum innan-
lands — miðað við þann flutuing
sem þeir hefðu flutt.
Hér er eingöngu ált við innan-
landsflutningsgjöld. því eins og nú
í raun og veru fengið einveldi. Og
hún beitti valdi sinu óspart.
Óteljandi tilskipanir voru gefnar
út, og hver nefndin á fætur annari
sett á stofn. — Reyndist þetta all-
misjafnt og sögðu sljórnar-andstæð-
ingar, að enginn gæti Iengur áttað
sig á öllum þessum tilskipana-graut
stjórnarinnar, og að svo væri komið,
að skifta mætti þjóðinni í tvo flokka,
þá sem sljórnin hefði settínefndir
°g þá, sem enn þá væru utan við
þær, og innan skamms myndu
flokkarnir verða álíka fjölmennir!
Hér skal enginn dómur lagður
á dýrtíðar-pólitík stjórnarinnar, en
eitt er víst, að hún hefir kostað
Óhemju fjár, og því fer fjarri, að
það sé mestmegnis stjórninni að
þakka, að Danniörk hefir verið
betur birg af matvaelum, en önnur
Norðurlönd. Orsökin er miklu
fremur sú, að Danmörk er að heita
má öll einn akur, og meiri hluti
þjóðarinnar vinnur að því, að fram-
leiða matvæli. — Það er ekki að
undra, þó akrarnjr dönsku gæfu
meiri mat, en fjöllin og skógarnir
í Sviþjóð og Noregi.
Guðsfriðurinn stóð ekki lengi.
Árásir hófust á stjórnina úr ýms-
um áttum. Henni var borið á brýn,
að hún drægi taum borgaranna,
en legði allar byrðirnar á bænd-
urna. Mun nokkuð vera hæft í því,
þótt ef til vill hafi full-mikið verið
gert úr þessu. Enn fremur var
stjórnin áfeld fyrir, að hún gæfi
sínum stuðningsmönnum tækifæri
til þess, að græða óhindrað offjár,
stnndum á miður heppilegan hátt.
Það var sagt, að hún setti alt of
seint hámarksverð á ýmsar nauð-
synjavörur, og leyfði of lengi okur
á þeim. Svo þegar hámarksverðið
loksins kæmi, þá hyrfi varanjaln-
an af markaðinum.
Mörgum Dönuin þóttu Gvðing-
arnir ráða of miklu, og að stjórnin
hlynti að þeim á allar lundir. —
Sömuleiðis komu hér kirkjumál
nokkuð til greina. Margir af belstu
mönnum »radíkala«-flokksins eru
ákveðnir vantrúarmenn, en danska
þjóðin er í heild sinni fremur trúuð
og kirkjurækin, einkum bændurnir.
Tvent var það þó, sem öðru frem-
ur veikti álit stjórnarinnar. Hún,
eða helstu merin hennar, höfðu í
tíma og ótíma prédikað frelsi og
þjóðræði. Og svo varð hún neydd
til þess, að gefu út hver þvingun-
arlögin á fætur öðrum. Sljórn Zahles
síðustu árin hefði í rauninui verið
algerð harðstjórn, og hún hefir
skert einstaklings-frelsið, meira en
nokkur önnur dönsk stjórn hefir
gert, síðan þingstjórn var innleidd
í Danmörku.
Hitt inálið var friðarstarfsemi
»radíkala«-flokksins. Hann hafði
ahnenna afvopnun framarlega á
stefnuskrá sinni. En nú varð ráðu-
neyti flokksins knúð til að byggja
víggirðingar og skotgrafir og halda
mikluin hlut hersins undir vopnum
Sjállur friðarpostulinn Peter Munch
varð að láta bæta og stækka virkin
í kringum Kaupmannahöfn á allar
lundir, og hann hafði þó oft áður
sagt, að þau væru einskis virði
og ættu að leggjast niður. Svo
undarlegt var háð forlaganna, að
einmitt Munch, sem mest og best
hafði talað á móti fjárveitingu til
herbúnaðar, varð til þess að eyða
meira fé í herkostnað, en nokkur
annar danskur hermálaráðherra á
síðari tíinum.
Síðastliðið vor fóru fram kosn-
ingar til danska þingsins. Var þá
all-mikið kapp i mönnum, en svo
fóru leikar, að stjórnin fékk 72 af
140 sætum í Fólksþinginu, en það
svarar til neðri deildar Alþingis hér.
Þó var þessi sigur stjórnarinnar
því að þakka, að hennar ilokkur
og jafnaðarmenn gengu lil kosu-
inga saman og studdu hvor annan,
en hægri- og vinstrimenn gengu
til kosninga hvor í sinu lagi, og
keptu hvorir við aðra. — í Lands-
þinginu fengu stjórriar-andstæðingar
öílugan meiri hluta, sem mest var
því að þakka, að það er kosið
með nokkuð öðruvisi tilbögun en
Fóiksþingið. Annars má vart í
milli sjá um styrkleik flokkanna.
Stjórnin þurfti of fjár til her-
varna og dýrtiðar-ráðstafana, og
hefir því rikið danska orðið að taka
stórkostleg lán. Stjórnar-andstæð-
ingar voru óánægðir með margar
af ráðstöfunum stjórnarinnar, og^
þegar hún nú um nýársleytið krafð-
ist heimildar til þess, að taka 100