Tíminn - 29.03.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.03.1919, Blaðsíða 2
82 TI M I N N Alþýðuskólinn á Eiðura. Þeir sem ætia sér að stunda nám við hann skólaárið 1919—1920, sendi mér að Eiðuin skriflegar eiginhandar umsóknir fyrir 15. júlí. Skal þess gelið jafnframt, hvort umsækjandi vill taka þátt i náms- skeiði i búnaði eða heimilisiðnaði áður en skólaárið byrjar. Nám- skeiðið hefst 29. sept. en skólinn þegar að því loknu, 20. okt., og stendur til 10. mai. Inntökuskilyrði eru þessi: 1. Að umsækjandi sé fullra 17 ára áð aldri. Þó getur skólastjóri veitt undanþágu frá því, ef honum þykir ástæða til og umsækjandi er ekki yngri en 16 ára. 2. Að hann sé ekki haldinn af neinum næmum sjúkdómi eða öðr- um likamskvilla, sem geti orðið hinum nemendunum skaðvænn. 3. Að siðferði hans sé óspilt. 4. Að hann hafi hlotið mentun þá, sem heimtast til fullnaðarprófs í lögum 22. nóv. 1907 um fræðslu barna. Vottorð um þessi atriði, frá presti um aldur og siðferði og iækni um heilbrigði, fylgi umsókninni, enn fremur yfirlýsing frá manni, er skólastjóri telur gildan, um það, að hann gangi í ábyigð fyrir öllum skuldbindingum umsækjanda við skólann. Nemendur fá ókeypis: keuslu, ljós og hita. Að öðru leyti verða þeir að kosta sig sjálfir, m. a. að leggja sér til rúmföt. Þess er vænst, að matarfélag geti þegar komist á. Kenslugreinar verða: íslenska, saga, stærðfræði, náttúrufræði, nátt- úrusaga, landafræði, íélagsfræði, bókhald, teikning, handavinna, leik- fimi og söngur. Eun fremur geta rnenn átt kost á tilsögn í ensku og dönsku. Að öðru leyti er hér vísað til reglugerðar skójans, sem kemur út um þessar mundir í B-deild stjórnartiðindanna. Stykkishólmi 15. mars 1919. A.smundur Quðnnnidsson. að þakka, takist að berja hann niður, það væri með öllu vonlaust án þeirra. Að ætla sér að stofna sjóði fyrir verkalýðinn, í trássi við verkalýðs- félögin, væri glapræði. Þvi fé væri ver en á glæ kastað. Því gæti orðið varið til þess að styrkja þá menn sem ekki vilja vera með í heil- brigðum félagsskap stéttar sinnar. Verkalýðsféiögin erp hinn eini og rétti aðili um að stjórna og ráða skipulagi þessara sjóða. iiriiíairii e r lii. Það er gamall og góður siður, þá er einhverju háu marki er náð, að reisa minnismerki. Voru til forna ristar á þau rúnir, er sögðu frá at- burðinum. Margur sögufróðleikur hefir varðveist síðari tiinum vegna þessa góða siðar. Við íslendingar höfum náð háu marki, sem við höfum kept að um ianga hríð. Eftir nálega þriggja mannsaldra baráttu böfum við náð viðurkenning um frelsi og fullveldi. Það kemur mörgum í hug að reisa minnismerki á áfangastaðnum. Mönnum dettur margt i hug. Einum það að stofna islenskar orður og titla. Öðrum annar enn fánýtari og dýrari hégómi. En fyrirmyndin er til frá forfeðr- unum. Það er skrásetning viðburð- arins, saga baráttunnar um að ná markinu. Eina sjálfsagða minnismerkið um það að hafa unnið í sjálfstæð- isbaráttunni er það, að láta hæfan mann rannsaka og rita rækilega sögu sjálfstæðisbaráttunnar, til 1. des. 1918. Það væri um leið saga Jóns Sigurðssonar, enda snerist allur fyrri hluti sögunnar um hann. Auk þess sem þetta væri hið eina rétta og sjálfsagða minnis- merki, yrði það þjóðinni vafalaust mjög holt að fá skráða sögu sína siðuslu öldina. Er þessari tillögu skotið fram til umræðu, og alþingi í sumar ætti að veita fé til undirbúnings og framkvæmda. \ Færeyingar eru að slofna innlent eimskipaféiag. Forgöngumaður fé- lagsins, Andreas Ziska, dvelst hér nú i bænum, miili Botníuferða og kynnir sér starfsemi Eimskipaíé- lags íslands. Hafnarfjarðarbryggjuna liefir keypt Ólafur Davíðsson útvegs- maður i HafnaIfirði., Kaupverðið 550 þús. kr. Kaflýsing hfá bændurn. — Mæling á vatni, upplýsingar um kostnað og annað er lýtur að raf- stöðvum stórum og smáum önu- umst við. Skrifið okkur og biðjið um upp- lýsingar. Við svörum tafarlaust. H.jf. Rafmagnsfélagið Hiii og Ijós. Vonarstræti 8. Reykjavík. Xaip/élag jjorg/irSmga. Kaupfélag Borgfirðinga hefif ný- lega haldið aðal-fuud sinn. Þar var skýrt frá starfi þess síðastliðið ár, lagðir fram reikningar þess endurskoðnðir, rætt um næsta árs framkvæmdir o. s. frv. Eg hef alla tíð litið svo á, að ekkert væri heppilegra fyrir gott málefni en að verða þekt. Mótþrói móti stefnum og straumuin í þjóð- lífi okkar, stafar oft og eiriatt hvað helst af því, að þeir sfem standa móti, hafa ekki kynt sér inálefnið til hlitar. Þetta á ekki hvað síst við um kaupfélagsskapinn. Fyrir því ætla eg nú að senda þér, Tírni góður, ofurlitla skýrslu um kaup- félag Borgfirðinga, svo menn geti af henni séð hinn sannverulega árangur af starfi þess siðastliðið ár. Eg er að vona að aðrir sendi þér líkt, frá öðrum féiögum, og þá ættu þær skýrslur, frekar mörgu öðru, að geta sýnt mönnum árangurinn af starfi íélaganna. Árið 1918 séldi K. B. útlenda vöru fyrir .........lcr. 621548,78 og er það sú lang-mesta umsetn- ing, sem félagið hefir haft. Þessar vörur voru ekki allar keyptar af félagsmönnum, og því skiftist ágóði ekki á þær allar, heldur einungis þann liluta þeirra, sem félagsmenn hafa keypt og borgað á árinu. XJtan úi* lieimi. Kússland. Bolschevickar létu nýlega taka af lífi fjóra rússneska stórhertoga og um 170 aðra pólitiska fanga. Var þetta talin hefnd fyrir það, að Kósakkar höíðu tekið af lífi Krylenko hershöfðingja Bolsche- vicka. Hann hafði laumast inn í her Kósakka í von um, að hafa áhrif á skoðanir þeirra. Stórher- togarnir urðu allir vel við dauða sinum. Einn þeirra var sjúkur og kominn að fótum fram. Létu Bolschevickar bera hann á hand- böiuin inn á aftökustaðinn og skjóta hann liggjandi. Pólverji nokkur komst vestur á bóginn úr Rússlandi í febrúar. Sagði hann, að Trotsky gæfi sig því nær eingöngu við að koma skipulagi á herinn. Hann ber ein- kennisbúning hermanna, ferðast mikið, en sést lítið á almannafæri, nema þegar hann ávarpar fjöl- niennar samkomur við og við, eða þýtur um strætin í Moskva í hrað- fara bifreið. Um Lenin er sagt, að hann sé orðinn trúdaufur á framtíð byltingarinnar. Geri jafn- vel ráð fyrir, að annað skipulag muni komast á í Rússlandi innan skamms. Byltingarmenn hafi gert til- raun, sem hugsanlegt sé að mishepn- ist. Keisarastjórnin hafi arfleitt bylt- inguna að mörgum sérfræðingum, sem múgurinn verði að taka i sína þjónustu. Myndir og listaverk hafa verið flutt úr Petrograd til Moskva og litlu eða engu spilt. Sneinma i þessuin mánuði var ailsherjar fundur rússneskra bylt- ingarmanna í Pétursborg. Trotsky hélt þar ræðu og sýndi fram á, að út á við væri nú mesta hættan um garð gengin. Bandamenn treyst- ust ekki til að senda her inn í Rússland. I stað þess sendu þeir verkamanna-fulltrúa á jafnaðár- mannafundinn í Bern, til að semja við Bolschevicka. — Hershöfðingi noklcur sagði á þeim fundi, að fjögur verk biðu hersins: 1. Að kasta bandamanna-hernum út á skip sín við Hvítahafið. 2. Finna Svartahafslöndin. 3. Reka óvinina austur yfir Uralfjöll og 4. Skapa aftur hin fornu landamæri milli Rússlands og Þýskalands. Þetla skyldi takast, hvað sem það kostaði. Um sama leyti voru kvaddir í herinn 47 ára hermenn og yngri, en herforingjar alt að 55 ára. PóHand. Kosningar fóru fram í febrúar. Þar voru þrír flokkar: Þjóðræðis- menn, jafnaðarmenn og Gyðingar. Um styrkleika flokkanna í bórg- unum má gera sér hugmynd af kosningunni í Varsjá. — Atkvæði greiddu 287,000 manna. Þjóðræðis- menn hlutu 150,000, jafnaðarmenn 42,000 og Gyðingar 74,000. ísveit- unum hafa Þjóðræðismenn alger- lega yfirhönd, og eru þess vegna langsamlega i meiri hluta í þinginu. Foringi þeirra heitir P.aderewski, snillingur mikill og óeigingjarn. Búist við, að hann inuni verða forseti Pólverja. Ekki una Þjóð- verjar því vel, er Pólverjar leggja undir sig austurhlula landsins, og reka svo fornra harma. Barátta hefir staðið um hertogadæmið Posen. Hafa Pólverjar náð undir sig fjór- urn timtu hlulurn héraðsins, en hinu halda Þjóðverjar, enda mun það hafa verið orðið al-þýskt. — Friðarfundurinn ráðgerir, að Pól- verjar skuli fá höfn nokkra við Eystrasall, þó líklega ekki Dauzig. PýHkaland. Eitt af slórblöðunutn í Berlín hefir komið á ílugpóstferðum milli helstu borga á Þýskalandi. Sendir ílugmenn með blaðið i allar áttir snemma- morguns svo að kaup- endur í borgunum fái blaðið með morgundrykknum. Þjóðþingið í Weimar liefir samið við flugféiag eilt, að draga að því blöð hvaðan- æva úr landinu. Hefir félagið fjöl- rnarga flugmenn í sinni þjónustu og sinna þeir engu nenin þessum dagblaðaflutningi. Á þinginu í Weimar var Ebert kosinn forseti. En mjög er vald hans á völtum fótum. Skömmn siðar byrjuðu verkföli mikil meðal kolnámumanna og járnbrautar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.