Tíminn - 09.04.1919, Page 1

Tíminn - 09.04.1919, Page 1
TÍMINN að minsta kosii 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AFGREIÐSU i Rtgkjavík Laugave# 18, sími 286, át um land i Laufási sími 91. III. ár. Reybjavífe, 9. ápríl 1919. 21. blað. Þegar kreppir að. t*aö er eftirtektavert að lesa um það, undir hvaða kringumstæðum aamvinnufélagsskapur festir rætur meðal manna. Það er nálega und- antekningarlaust, að byrjunin er gerð nndir hinum sömu kringum- stæðum. Þegar allra mest kreppir að, grípa menn til þess úrræðis, til þess að bjargast frá tortíming. Fyrsti vísirinn til samvinnufé- lagsskapar meðal bænda — eink- um stærri bænda — sprettur upp á Þýskalandi upp úr sjö ára stríðinu. Samvinnulánsstofnanirnar þýsku, sem hafa reynst öflugasti styrkur smábændanna þar i landi, koma upp stuttu eftir Napóleons- atríðin. Samvinnufélagsskapurinn meðal danskra bænda hefst fyrir alvöru á erfiðustu árunum sem danskir bændur áttu á siðastlið- inni öld, þá er þeir urðu neyddir til að breyta búskaparlaginu, stunda kvikfjárrækt í stað akur- yrkju. Kaupfélagsskapurinn, i sinni fallkomnustu mynd, befst hjá vef- urunum í Rochedale, upp úr verk- falli. — Og það mætti nefna miklu fleiri dæmi. Neyðin er ef til vill besti kenn- ari mannkynsins. Þegar um það tvent er að velja, að duga — finna ný ráð — eða drepast, þá verða einhverjir til þess að finna ný ráð. Styrjaldarástandið hefir gefið samvinnustefnunni byr undir báða vængi um heim gjörvallan. Á Frakklandi, Sviss, Englandi, Úng- verjalandi og Canada t. d. kveður það heróp við um land alt, og í fjölda blaða, að stofna félagsskap á samvinnugrundvelli á öllum svið- um framleiðslu- og viðskiftalífsiris. Og það er talin ein allra brýnasta og alvarlegasta skylda stjórna og þinga, að styðja slíkan félagsskap, bæði með fiæðslu og »agitation« og með löggjöf. í öllum löndum sem til hefir spurst hefir hreyfing- unni vaxið geysilega fiskur um hrygg. — það er á allra vitorði að hið sama er uppi á teningnum hér á landi. Samvinnustefnunni hefir aldrei unnist jafnóðfluga fylgi og síðustu árin. Aldrei hafa verið stofnuð jafnmörg og jafnþroska- væuleg samvinnufélög, og þeim eldri vex fiskur um hrygg, svo mjög að undrum sætir. Og það mælti nefna það dæmi, sem Ijósan vott um ástandið, að á fundi þeirr- ar embættismannastéttarinnar hér * bænum, sem einna verst er hald- af hinu opinbera, kennarastétt- arinnar, kom það fram sem eitt aðalráðið til þess að verjast dýr- tíðinni, og hlaut einhuga fylgi fundarmanna: — að stofna kaup- félag. Samhliða verða krQfurnar há- værari að hið opinbera geri miklu meira en hingað til um að styðja þennan félagsskap, með löggjöf og fræðslu — og verður að því vikið hér í blaðinu síðar. i t / Austur og Yestur-Islendingar. Það var vakið máls á því fyrst hér í blaðinu hinn 25. jan. síðast- liðinn, að stofnaður yrði félags- skapur hér í landi til þess að halda við sambandinu milli Austur- og Vestur-íslendinga. Síðan hefir málið mikið verið rætt. Kand. theol. Sigurbjörn Á. Gíslason studdi málið þegar ein- dregið bæði hér í blaðinu og í öðru blaði og margt annað hefir orðið til þess að greiða götu málsins. Vestur-íslendingar hafa, sem kunnugt er, stofnað þjóðernisfélag hjá sér með mjög almennri þátt- töku, og er ítarleg stefnuskrá þess birt í vestanblöðunum. Hermann Jónasson ritar í Lögréttu um meiri samvinnu og hjá ritstjóra þessa blaðs liggja smágreinar úr bréfum frá Jóni Jónssyni frá Sleðbrjót, sem koma út í blaðinu á næstunni, sem stefna í sömu átt. Og nú hefir verið haldinn und- irbúningsfundur hér í bænum til stofnunar slíks félags, sem að ofan greinir. Voru það sjö menn sem undirbjuggu og boðuðu til þessa fundar þeir: Benedikt Sveinsson bankastjóri, Einar H. Kvaran rit- höfundur, Guðm. Finnbogason pró- fessor, Sigurbj. Á, Gislason kand. theol., Sveinn Björnsson yfird lögm., Tr. Þórhallsson ritstjóri og Por- steinn Gíslason ritstjóri. Undirtektir manna undir slíka félagsstofnun voru nálega undan- tekningarlaust afbragðs góðar. Fundurinn var að visu ekki fjöl- mennur, en iniklu fleiri en voru þar, höfðu lýst yfir fullu fylgi sínu um félagsstofnunina. Mætti nefna alla ráðherrana, sem alla alþingis- menn sem til hefir náðsl, fulltrúa ílestra meiriháttar félaga í bæn- um og leiðandi menn allra póli- tiskra flokka. Rað er endanlega trygt að fé- lagið verður stofnað og að það verður öflugt og mannmargt. Fundarboðendum var falið að semja lög og boða til endanlegs stofnfundar. Síðan Eimskipafélag íslands var stofnað hefir enginn félagsskapur hérlendur átt að fagna jafn al- mennu og alhliða fylgi bér i bæ. Mun verða lögð áhersla á að halda félagsskapnum utan og ofan við innlend deilumál, til þess að í hon- um geti starfað allir vinir Vestur- íslendinga. Nánar vérður ekki sagt frá mál- inu fyr en félagið verður endan- lega stofnað. Sigurjón Jóhannesson á Laxamýri. Um það leyti sem drepsóttin mikla herjaði höfuðstaðinn og Suðurland, andaðist einn hinn nafn- kunnasti bændaöldungur á Norður- landi, 87 ára gamall. Það var Sig- urjón á Laxamýri. Hann var land- frægur maður fyrir margra hluta sakir. Hann hafði búið því nær hálfa öld á einhverju glæsilegasta höfuðbóli sem til er á ísjandi, og búið þar með þeirri rausn og myndarskap, að nú fyrst eru marg- ar þær endurbætur, sem hann kom í verk á Laxamýri á miðri bú- skapartíð sinni, að verða almennar í átthögum hans. Hann var dáður mest af samtíðarmönnum sínum fyrir óvenjulegt fjör og þrek í orði og verki. Þeim eiginleikum átti hann að þakka, að hann varð ein- friðarjunðurinn mikli. Síðustu mánuðina hafa fulltrúar Bandamanna setið á ráðstefnu í höll utanrikis-ráðuneytisins franska í Quai d’ Orsay í París. Á þessari ráðstefnu átti ekki að eins að semja friðinn við óvinina, heldur einnig að marka ákveðnar Iínur fyrir alt viðskifta- og stjórnmálalíf heims- ins í framtíðinni. Seint þykir mönnum ganga starfið hjá friðar-höfundunum, enda er úr mörgum vandamálum að ráða og við marga erfiðieika að berjast. Pað hefir ' líka verið þjóðunum full-ljóst, og þær hafa því nær eingöngu sent stórmenni, sína helstu foringja, á friðarfundinn. Aldrei í veraldarsögunni hefir jafn-mikið stórmenni, jafn-margra þjóða verið saman komið á ráð- stefnu og nú. Á Vínarfundinum fræga 1814—15, sem helst má nefna til samanburðar, voru það sannarlega ekki mikilmennin, sem mestu réðu. Verk þess fundar voru hver efnaðasti bóndi á Norðurlandi. Síðar mun mörgum Ijúft að minn- ast hans fyrir það, að hafa átt þann son, yngstan af 13 börnum, sem nú ber hötuð og herðar yfir öll hin yngri skáld hér á landi, og líklegastur til að ávinna sér meiri frægð hjá öðrum þjóðum, en nokkrum öðrum íslenskum lístamanni hefir auðnast fyr eða síðar. Sigurjón var fæddur að Breiðu- mýri í Reykjadal, en fluttist ungur að Laxamýri með föður sínum og óx þar upp. Um eitt skeið bjuggu þrfr bræður á Laxamýri, en innan skamms eignaðist Sigurjón alla jörð- ina. Fengu bræður hans aðra stað- festu. Honum var jörðin síst of stór. Venjulega hafði hann þar að auki útibú á ýmsum minni jörðum þar í grendinni. Kona Sigurjóns hét Snjólaug Porvaldsdóttir. Hún var ættuð af Árskógsströnd, systir Baldvins á Böggversstöðum, föður Guðjóns, hins annálaða áhuga og gáfumanns, sem andaðist írá ný- byrjuðu þýðingarmiklu dagsverki. Snjólaug var gáfu- og hugsjóna- kona. Átti hún marga skáldroælta menn í ætt sinni, og var skyld Jónasi Hallgrímssyni lengra fram. Tókust með A þeim hjónum ástir góðar. Bjuggu þau rausnarbúi miklu. Sigurjón friðaði æðarvarpið beiur en titt var áður, og óx það um helming á hans dögum. Lax- veiðina stundaði hann af miklu kappi og byrjaði arðsamari veiði- unnin af krýndum smámennum og ókrýndum miðlungs-mönnum, enda varð árangurinn efeki lang- varandi. Engu skal spáð um hversu heilla- vænlegar og örnggar ráðstafanir þessa fundar verða. Tímarnir eru orðnir ærið breyttir, og óróa bylt- ingar liggja í loftinu. En flestir munu verða sammála um það, að ef þeim mönnum, sem nú sitja á friðarfundinum í Quai d’ Orsay, tekst ekki að koma friðsamlegu skipulagi á heiminn og tryggja friðsama og frjálsa framþróun, þá muni það ekki vera öðrum fært. Af friðar-fulltrúunum ber vitan- lega mest á þeim þrímenningun- um, Wilson, Lloyd George og Clemenceau, en þótt þeir séu i hæstum setti, þá munu það þó engu að sfður vera aðrir fulltrúar, sem mest verkin vinna. Skal nú sagt gjör frá þeim helstu. Af hinum ensku fulltrúum er Balfour utanríkis-ráðherra elstur og frægastur. Hann er kominn af skoskum höfðingjum í föðurætt, en móðir hans var af ensku aðals-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.