Tíminn - 09.04.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.04.1919, Blaðsíða 3
T1M I N N 95 J3ær\da5kóliriri á Hólum kennir: A. Bófelegar greinir: Móðurmálið, sögu, stærðfræði, eðlis-, efna-, grasa-, líííæra- og jarðfræði, jarðyrkju, garðyrkju, trjárækt, búfjárfræði, búfjárlækningar, mjólkur- og hagfræði. Auk þessa dráttlist, landmælingar, söng og leikömi. B. Verklegar greinir: Smíði, alla jarðabótavinnu, svo sem vinnu með kestum, sléttun, skurða- og flóðgarðagerð, girðingu, garðyrkju og fl. Skólinn heíir gott húsrúm, mikil kensluáhöld og ágætt bókasafn. Hann hvetur nemendur sína til dugnaðar og framtakssemi og venur þá við að koma fram og starfa sem sjálfstæðir menn. Umsóknir sendist til undirritaðs. Hólum í Hjaltadal 20. marz 1919. S. Sigurðsson. lega), og fá vneiri afurðir, meiri tekjur. — En hér er það fóðrið, sem dregur takmarka-Iinuna. Forðagæslulögin skipa fyrir um góðan ásetning, en þau segja ekk- ert fyrir um fóðrunina eða hag- nýtingu fóðursins. Fjármönnunum er einum ætlað að ráða'því, hvernig þetta 15—20 miljóna króna verð- mæti, sem fóðrið hefir, er notað. Pó vila allir, að það gagnar eigi að hafa mikið fóður, ef illa er á haldið. En lítið fóður getur orðið notadrjúgt I höndum hirðumanns- ins. Rannsókn fóðurefna og fóðurtil- raunir eru bráð-nauðsynleg við- fangsefni. Árangur þeirra á að verða bændum til leiðbeiningar. Að um- bótum í þessum efnum verður vikið síðar. Alt ber hér að sama brunni, ef vel á að verða: Pað þarf að afla meira fóðurs, svo hœgi sé að hafa fleira og betra búfé. V. Hvað hefir verið gert annars- staðar, til að afla meira fóðurs? Saga búfjárræktarinnar er í flest- um löndum lík í aðal-dráttunum. Búféð gengur að meira eða minna leyti sjálfala; fóðurbirgðir eru litlar. Búféð fær sultarfóður, og fellir liggur fyrir dyrum, ef nokkuð bjátar á. Með auknu fóðri er farið að fóðra betur; viðhaldsfóður er oft látið nægja, eö afurðafóður, þar sem lengst er komið. Samhliða því eru gerðar umbætur á búpen- ingsræktinni með kynbótum o. fl. Gefur búpeningsræktin þá meiri arð en áður. — Leiðirnar, til að ná þessu takmarki, eru fleiri. Aðal- áherslan er viðast hvar lögð á það að afla meira fóðurs. Að því er stutt með umbótum í jarðyrkju- og nýyrkju. Þessu er komið í fram- kvæmd með hagfeldum lánum, notkun betri verkfæra, tilraunum og leiðbeiningum fyrir bændur í öllu sem að jarðyrkju lýtur. — Vegir og samgöngur hafa verið bætt á marga vegu, svo að bændum veitist sem léttast að flytja að og frá heimili sinu, eftir því sem þörfin krefur. Með þessu skapast skilyrði til að flytja fóður frá einum stað til annars, eftir því sem hentast þykir. Og notkun kjarnfóðurs hefir þótt arðvænleg, jafnvel þó þnrft hafi að flytja það frá einni heims- álfu til annarar. — í nánu sam- bandi við þessar umbætur stendur hátt verð á búpenings-afurðum. Þetta stafar að mestu af breyting- um á atvinnuvegum manna, stækk- un bæja, auknum iðnaði, og að nokkru af tollvernd ríkisstjórna. Á þennan hátt hefir búpeuings- ræktin orðið arðvænleg, svo að jarðyrkju-umbæturnar hafa svarað kostnaði. — Fyrir framan mig liggja skýrslur um kjötverð á Þýskalandi frá því um miðja 19. öld. Það fer einlægt smá-hækkandi. En um mið- bik aldarinnar er það þó álíka hátt og það hefir verið hér á þessum stríðsárum1) — og menn óskapast yfir — og þó eru vinnulaun þá á Þýskalandi mikið lægri, en þau eru hér nú. Einn mikilvægur þáttur í betri fóðrun og ræktun eru kaup á kjarnfóðri. Sérstaklega hafa Danir gert mikið að þeim, einkum á síð- ari áratugum siðustu aldar og fram að þessum tíma. Með því er tvent unnið: betri fóðrun búpenings og meiri og betri búpeningsáburður. En þar með fylgir betri ræktun landsins. Danir þurfa þó að sækja 1) Vissulega væri ísland hið hið besta land í heimi, ef það gæti fram- leilt ódýrari búfjárafurðir, en hægt er að gera annarstaðar, og borgað þó hærra kaup, en tiðkast í öðrum lönd- um við sömu vinnu. Þetta hefir þó viðgengist fram að síöustu árum. En hvern arð bændur alment hafa úr býtum borið, veit eg eigi. En hitt er mér ljóst, að ef arðurinn hefði verið meiri, mundu og umbæturnar á jörð- unum hafa orðið stórfeldari. mest kjarnfóður sitt til annara landa, að miklu leyti i aðrar heimsálfur. — Síðustu árin fyrir stríðið voru fluttar lil Danmerkur um 900 miljónir punda af kjarn- fóðri, mest olíukökur. Til þess að tryggja kjarnfóðurverslunina, bafa verið sett sérstök lög, sem ákveða, að seljandi skuli ábyrgjast, að var- an sé að þyngd, mæli og næring- argildi, eins og sagt er; en ef til brestur, getur kaupandi gert skaða- bótakröfu. En efnarannsóknar- stöðvar segja til um næringargildi kjarnfóðurs, þegar æskt er. 1 fyrstu var kjarnfóðurverslunin í höndum kaupmanna. En um aldamótin risu upp sérstök félög, sem hafa þetta verkefni með hönd- um. í Danmörku eru þrjú aðal- fóðurkaupfélög. Þau eru: Jgdsk Andelsselskab for Indköb af Foder- stoffer. Stofnað 1898. Kaupir árlega fóðurefni fyrir 23,5 miljónir króna. Öernes Andelsselskab for Indköb af Foderstoffer. Stofnað 1901. Kaupir árlega fóðurefni fyrir 5 milj. kr. Fgns Andels-Foderstofforretning. Stofnað 1901. Kaupir árlega fóður- efni fyrir 3,5 miljónir króna. Af þessu sést, að hér er eigi um nein smáræðis kaup að ræða. Grundvallaratriði þessa félagsskap- ar eru hin sömu og í öðrum sam- vinnufélagsskap. Einstaklingarnir mynda deildir, sem svo mynda eitt aðalsamband. Starfsfé er fengið með sameiginlegri ábyrgð, eða fjár- framlögum, sem oftast eru miðuð við búpeningseign, t. d. 2 kr. fyrir hverja kú. — Félagar eru skyldir að taka alt sitt kjarnfóður hjá fé- laginu að minsta kosti í 5 ár. Um Ián er vart að tala, heldur venju- lega um borgun innan mánaðar. Félagið reynir að ná sem bestum og tryggustum kaupum á kjarn- fóðri og gerir útvegun þess sem kostnaðarminsta, t. d. með því að komast í bein sambönd við fram- líka hafa verið laus við metorða- og valdagirnd — x). Við árslok 1905 lagði hann niður völd, þó hann enn hefði meiri hluta í neðri máisstofu þingsins, og frjálslyndi flokkurinn tók við völdum. Um nokkra hrið var Balfour nú íoringi stjórnar-andstæðinga, en svo lagði hann þau völd niður móti vilja flestra flokksmanna sinna og Bonar Law varð eftirmaður hans. Alt virlist benda á, að stjórn- málabraut hans væri á enda. — Hann dró sig út úr baráttunni og var farinn að falla í gleymsku hjá þjóðinni, en þegar ófriðurinn hófst og vandræðin steðjuðu að, kom nafn lians aftur á allra varir. Þegar Asquith myndaði sam- steypuráðuneyti sitt 1915 var Bal- four gerður að flotámálaráðherra og þegar Lloyd George ári síðar fékk æðstu völdin i sínar hendur varð Baifour utanríkisráðherra Englands og hefir verið það síðan. 1) Þess má geta, að Balfour hefir verið boöin lávarðstign, en hann ekki viljað þiggja. Enginn maður hafði ráðist jafn grimdarlega á Balfour og einmitt Lloyd-George, en nú var eins og alt undangengið hatur væri gleymt og virðist þeim hafa vel samið. Aðalverk Balfours, sem utanríkis- ráðherra var sambandið milli Eng- lands og Bandarikjanna. Fór hann sjálfur til Ameríku og bar sú för, eins og kunnugt er hinn besta árangur. Balfour er að mörgu leyti ein- stakur i ensku stjórnmálalifi nú á dögum. Hann hefir löngum verið einrænn og farið sinna ferða og aldrei hirt um dóm blaðanna eða almennings. »Eg geri það sem mér sýnist og þér segið það sem þér viljið, mér stendur það alveg á sama«, sagði hann eitt sinn í þing- inu og eftir þessari reglu hefir hann lifað. Hann er einn af hin- um siðustu fulltrúum gamla skól- ans i enskri pólitik. Háskólagengnu mennirnir af aðalsættum sem stýrt hafa Englandi siðan á Miðöldum eru nú óðum að hverfa af þing- inu og úr valdastöðunum. Versl- unarmennirnir eru komnir i þeirra stað. Lausafé í stað’jarðeigna. — Bonar Law er ágætt sýnishorn af hinum nýju valdhöfum. Hann er prestsonur frá Canada og er hinn fyrsti nýlendumaður, sem komist hefir til æðstu valda á Englandi. Hann tók ungur að fást við versl- un fyrst í Canada og seinna rak hann járnverslun i Glasgow og hefir grætt of fjár, enda var hann talinn einn af slyngustu verslunar- mönnum Englands. Bonar Law kom á þing árið 1900 og fékk brátt orð á sig sem færasti maður þingsins i öllum málum er verslun snertu. Hann var einnig allgóður ræðumaður og mun það hvorttveggja bafa valdið því að hann var gerður að formanni íhaldsflokksins er Balfour fór frá. Þegar ófriðurinn hófst beitti-Bon- ar Law sér fyrir það að Ihalds- flokkurinn skyldi láta öll deilumál við stjórnina liggja i þagnargildi, þangað til friður yrði saminn. Hann tók sjálfur sæti sem nýlendu ráðherra í samsteypustjórn Asquiths og siðan var hann ijármálaráðherra hjá Lloyd-George og gengdi þvi embætti til ófriðarloka. Það féll í hans hlut, sem Qár- málaráðherra, að semja tvívegis hin stærstu fjárlög, sem enn hafa verið samin í heiminum. Tókst honum það svo vel, að þau voru samþykt því nær óbreytt i báðum þingdeildum, Bonar Law er í flestu ólikur Balfour. Hann er fyrst og fremst verslunarmaður, ávalt reiðubúinn til að semja við andstæðingana. Var það sagt að hann skyldi sjá um öll þau mál á friðarfundinum er snertu verslun Englendinga og mun það ærið starf. Englendingar sjálfir fara ekki með alt umboð breska rikisins á friðarfundinum. Allar hinar stærri nýlendur hafa líka fulltrúa sina þar. Laug frægastur þeirra full- trúa er Louis Botha hershöfðingi, forsætisráöherra Suöur-Afríku. Botha er kominn af frönsknm ættum og var auðugur bóndi og jarðeignamaður i Transwaal. Hann tók snemma að fást við stjórnmál og varð brátt einn af helstu leið-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.