Tíminn - 19.04.1919, Síða 1
TÍMINN
■að minsta kosli 80
blöð á ári, kostar 5
krónur árgangurinn.
AFGMIÐSLA
i Reykjavik Laugave§
lt, simi 286, át um
land i Laufáti simi 91.
III. ár.
Reykjavík, 19. apvíl 1919.
26. blað.
Byitingar.
Mörgum manni er torskilin gála
hversu mikinn byr rússneska bylt-
ingin hefir fengið. af því að sögur
þær, sem borist hafa af framferði
byltingarmanna gera það ólíklegt
að slíkt framferði aflaði vina og
stuðningsmanna. Samt er raunin
sú, að uppreistarmenn hafa meg-
inhluta landsins á sínu valdi, hafa
skapað öflugan her og hrakið her-
sveitir bandamanna á fjölmörgum
vígstöðvum. Harka og sigursæld
Bolsevika á sér eitt fordæmi: Ham-
farir franskra byltingarmanna 1793
—94, ógnarárið svo kallaða.
Allir vissu að bandamenn ætl-
nðu að senda nýjan her til Rúss-
lands og kúga Bolsevika til friðar.
Ekkert hefir verið tíðara umtals-
efni íhaldsblaða enskra, franskra
og amerískra, heldur en nauðsyn
slíkrar herferðar. Samt hefir ekk-
ert verið gert til að framkvæma
þá hugmynd. Ástæðurnar eru vafa-
laust margar. Vesturþjóðirnar eru
þreyttar á ófriði og langar ekki i
ný, blóði stokkin æfintýri. Allir
vita af gamalli reynslu, að það er
ekki áhlaupverk að taka Rússland
herskildi, síst þegar þar er þjóðar-
uppreist. En veigamesta ástæðan
er þó sú, að bandaþjóðirnar þora
ekki að treysta hersveitum sínum.
I*ær eru ekki hræddar við rúss-
neskt blý og púður, heldur við
rússneskar hugmyndir. Að Bolse-
vikar myndu heilla hug og sál
vestrænu hersveitanna. Samskonar
ótti neyðir suma ihaldsmenn á
Vesturlöndum til að unna Þjóð-
verjum mildari friðarkosta heldur
en annars var gert ráð fyrir. þá
uggir að ef Pjóðverjar verði fer-
lega grátt leiknir, þá gerist þeir
Bolsevikar, geri samband við Rússa
og flýti för uppreistarinnar inn í
herbúðir sigurvegaranna.
Sú staðreynd, að# kunnugum
mönnum þykir hætta á að alþýð-
an í Þýskalandi, Frakklandi, Eng-
landi og Bandaríkjunum verði
hugfangin af rússnesku byUing-
arkenningunum, bendir á, að mál-
um hafi verið blandað í frásögn-
um um Bolsevika. Það er gersam-
lega óhugsandi að alþýðan i flest-
um hinum elstu og mestu menn-
ingarlöndum hefði ákveðna hneigð
til að aðhyllast stefnu sem ekkert
væri nema glæpa- og gripdeilda-
trú. Gagnstæð ályktun kastaði ó-
bærilegum skugga á undanfarið,
óralangt starf menningarþjóðanna
Til hvers hefði þá verið unnið.
Saga eldri byltinga getur ef til
vill brugðið nokkru ljósi yfir það
mannlega í uppreistum samtiðar-
innar. Hvað var byltingin franska
1789 nema krafa hinnar vaknandi
borgarastéttar um það, að hún ætti
að njóta almennra mannréttinda
til jafns við aðalsmenn og presta ?
Þá sagði einn af forkólfum borg-
aranna: — Hvað er þriðja stétt?
— Ekkert. — Hvað á hún að
verða? — Alt. Og til þess að vinna
þennan sigur var öll Norðurálfan
blóði roðin. Byltingin 1830 var
einskonar árétting á kröfum þriðju
stéttar, og þar með hafði hún feng-
ið óskum sínum framgengt. í næstu
byltingu 1848 og 1871 kemur fjórða
stétt, öreigarnir, í fyrsta sinn fram
á sjónarsviðið með sínar kröfur:
Sameignarrikið. Þeim mistekst al-
gerlega í þau skifti. En síðan hefir
iðnaðarframförin bæði aukið vald
öreiganna og auðkýfinganna. Og
Ieyndardómur Bolsevika-sigursæld-
anna liggur sennilega í því, að
þeirra fagnaðarboðskapur, sam-
eignarrikið og hrun auðvaldsins, er
fjórðu stétt jafnhugleikið nú, eins
og þriðju stétt var fyrir rúmri öld
síðan að hætta að vera ekkert og
verða alt.
Ógnarárið franska var grimdar-
þrungið ský, en hvildi að eins
stutta stund yfir heiminum. Vænt-
anlega tekst mannkyninu og í þetta
sinn að láta spretta upp úr rúst-
um og blóðvaðli einhver lífvænleg
fræ, þó að miklu sé fórnað til
einskis.
^rossant/lntniegnr.
Frá landbúnaðarráðuneytinu
danska, fyrir hönd húsmannafélag-
anna í Danmörku, hefir stjórnar-
ráðinu borist fyrirspurn um hvort
það geti komið til mála að í ár
varði safnað saman hestum og
þeir seldir í einu lagi beint til fé-
laganna, líkt og var í fyrra. Láta
félögin mikla ánægju í ljósi yfir
gæðum hesta þeirra sem þau
fengu þá.
Það er búist við að verðið
verði jafngott og í fyrra og að
hægt muni vera að selja fjölda
marga hesta, a. m. k. 5—6 þús-
und.
Vegna ýmissa erfiðleika, einkum
um flutning, er það talið mjög
æskilegt, ef ekki óumflýjanlegt, til
þess að kostnaður verði ekki of
mikill, að geta notið aðstoðar ís-
lensku og dönsku stjórnarinnar.
Og það væri mjög gott að geta
byrjað útflutninginn sem fyrst.
Auk þessara hesta handa hús-
mönnunum muni verða hægt að
selja töluvert af reiðhestum fyrir
hátt verð. Var innflutningur þeirra
ekki leyfður í fyrra vegna fóður-
skorts, en nú er sú ástæða ekki
lengur til.
Húsmannafélögin eru mjög áfram
um að kaupa beina leið, annað-
hvort af stjórninni, eða frá bún-
arfélaginu og kaupfélögunum. —
Þetta eru góð tíðindi, en að vísu
ekki óvænt, því að ekki var ann-
að sennilegra.
Mun mega telja það fullvíst að
saman fari vilji íslenskra bænda
og húsmannanna dönsku um það,
að vera ekki að hleypa neinum
óþörfum milliliðum upp á milli
sín. Hefir það helst til lengi við-
gengist að óhæfilega rnikið af sann-
virði hrossanna rynni í vasa al-
óþarfra milliliða.
Hefir það og marga kosti aðra
en þann að losna við milliliða-
skattinn, að framleiðandi selji beint
þeim sem notar. Það ætti að búa
sem best í haginn fyrir vöruvönd-
unina og þar með hækkað verð.
Það er sjálfsagður hlutur að
verða við óskhúsmannannadönsku,
að selja þeim hrossin beint.
Gafst það ágætlega í fyrra að
landsstjórnin léti útflutningsnefnd
fara með það mál. Hefir síðan
merkur bóndi úr Húnavatnssýslu
ritað um það hér í blaðið að því
skipulagi yrði haldið og sýslufund-
ur Skagfirðinga samþykt áskorun
í sömu átt, sem og hefir birst hér
í blaðinu.
Það virðist því liggja alveg beint
við og vera almennur vilji hrossa-
eigenda, sem landsstjórnin mun
hafa í hyggju að gera, að gefa út
bráðabirgða heimildarlög um einka-
sölu landsstjórnarinnar á hrossum
til útflutnings, enda skipi hún þá
nefnd til þess að reka það starf.
Hún hefði runnið í aðra vasa
160 kr. uppbótin í fyrra, ef öðru-
visi hefði verið um hnútana búið
með hrossasöluna.
í dynibilviku.
____ \
Blaðinu hefir borist eftirfarandi
fyrirspurn:
í Morgunbl. í dag, sé eg að
stúdentar auglýsa dansleik í kvöld.
Er eg sá þessa dirfsku féll mér
allur ketill i eld og leyfi mér því
að biðja yður, herra ritstjóri, að
gefa mér upplýsingar um hvort
helgidagalöggjöfin sé úr Iögum num-
in, eða ef ekki svo, hvers vegna
að slíkt hneyksli líðst óhengt,
að danssamkomur séu leyfðar í
dymbilvikunni. Ef eg man rétt
stendur í helgidagslöggjöfinni að
engin danssamkoma megi standa
lengur en til miðnættis aðfaranótt
sunnu- og helgidags. Hér virðist
þess ekki vera gætt, enda mun
þetta ball standa undir morgun.
Hvar er annars lögregla þessarar
vesælu borgar?
16/i.—’19. N. N.
Tíminn hefði gert þetta mál að
umtalsefni, þótt engin fyrirspurn
hefði borist.
Fyrirspyrjanda skjátlast, þá er
hann hyggur að þessi dansleikur
ríði í bága við skráð lög. Dagur
er á milli. Dansleikurinn er háður
á þriðjudegi í dymbilviku, en ekki
á miðvikudegi, sem hefði varðað
við lög.
En fyrirspyrjandi hefir algerlega
á réttu að standa um aðalatriði
málsins.
Það er höfuðhneyksli að stúd-
entar háskólans skulu stofna til
dansleiks i dymbilviku.
Það eru óskráðlögíkristnumlönd-
um að stofna ekki til slíks fagnaðar í
dymbilviku. Það er skylda þeirra
sem slíkum fagnaði veita forstöðu
að taka það tillit til helgustu til-
finninga mikils þorra manna, að
dagsetja slíkan fagnað • á öðrum
dögum.
Það er hliðstætt dæmi að í lög-
um Rómverja var enginn skráður
bókstafur til um refsing við föður-
morði. Þjóðfélagið rómverska gerði
ekki ráð fyrir slíkum atburðum.
Fyrirspurnin og ummæli ótal
manna hér í bæ, bera vott um
hvernig þetta hefir mælst fyrir.
Vitanlega er gáleysi um að kenna,
en það er ófyrirgefanlegt. Og þess
er að vænta að það komi ekki
fyrir aftur. —
En í sambandi við þetta er
fjdsta ástæða til að minnast á
annað, sem mjög er að fara í vöxt
hér í bænum og er orðin hin mesta
óhæfa. Það er helgidagavinnan og
margvísleg misnotkun helgidagsins.
Vítti Guðmundur skáld Guðmunds-
son það hvað eftir annað í Frétt-
um í sumar, með festu og að réttu.
Þótt ekki sé á það litið að sá
dagur er fyrst og fremst helgaður
guðsþjónustu og þeir menn sem
nota hann til þess eiga skilyrðis-
laust heimting á að þeir séu ekki
hindraðir eða truflaðir, og þótt
ekki sé á það litið að hér er
breytt þvert ofan í anda helgidaga-
löggjafarinnar, þótt bókstafinn
megi lögum teygja í það endalausa
— þá er þó á hitt að líta, að
þjóðfélaginu er það tvímælalaust
til hins mesta óhags að áfram
sæki i þetta horfið. Það er niður-
drep fyrir starfsþrek einstakling-