Tíminn - 10.05.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.05.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN að minsta kosii 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AfGUWSU i Re§kjamlc Laugaveg 18, simi 286, út nm lcnd i Lanfási sirni 91. III. ár. Reykjavík, 10. raaí 1919. blað. h r fnHarskilmálarnir. Miðvikudaginn 7. niaí var full- trúum í’jóðverja á friðarfundinum birl uppkast að friðarsamningun- um, eins og fulltrúar bandamanna höfðu geugið frá því. Fer hér á eftir útdráttur úr þeim, eftir þeirn fregnum, sem hingað hafa borist: Samningauppkastið tekur fram þau skilyrði, sem bandamenn og þeirra sinnar setja af sinni hálfu fyrir því, að þeir semji frið við Þýskaland, og gerð eru til þess að koma á þeim alþjóðareglum, sem bandamenn hafa orðið ásáttir um til þess að varna stj'rjöldum á komandi tímurn og vera mann- kyninu lil blessunar. Þess vegna eru í þeim sáttmál- inn um þjóðabandalagið, og lögin um alþjóða verkamannalög, sem áður hafa birst. þýskaland á að fallast á, að upp- hafnir sé samningarnir frá 1839, þar sem Belgía var viðurkend hlut- iaust ríki, og á nú að viðurkenna drottinvald Belgíu yfir Moresnet, í Belgíu og nokkrum hluta þess í Þýskalandi og á þýskaland að láta af hendi tilkall til Eupen og Malmedy i hendur Belgíu. Landamærin Frakklands megin verða þau sömu sem voru 18. júlí 1870, með tilskildum réttindum í Saar-héraði. Frakkland fær þannig Elsass og Lothringen. Ekki má þýskaland hafa nein- ar víggirðingar eða vígi á 50 km. breiðri skák austan Rínarfljóts, né hafa vopnað iið eða nokkurs kon- ar tæki lil að greiða fyrir herút- boði á því svæði, og engar her- æfingar fremja þar. Kolanámurnar í Saar-héraði fá Frakkar, en nefnd, sem alþjóða- bandalagið skipar, á að stjórna héraðinu. Eftir 15 ár á alþýðu-atkvæði að skera úr um frámtíð Saar- héraðsins. Þýskaland viðurkennir fullkomið sjálfstæði hins þýska hluta Aust- urríkis, og einnig ríkis Tchekkó- slava og landamæri þess Þýska- landsmegin verða þar sem landa- mæri Bælieims voru 1914. Þýskaland Iætur af hendi við Pólland mikinn hluta Austur- Schlesíu og Pósen og þann liluta Vestur-Prússlands, sem er vestan við Weichsel. Þýskaland afsalar i hendur stór- velda bandamanna öllum nýlendu- eignum sínum, ásamt öllum rétt- indum, sem þeim fylgja. Það afsalar sér enn fremur öll- um réttindum og forréttindum í Maroccó. Þýskaland viðurkennir verndar- vald Breta yfir Egiptalandi og af- salar sér, frá 4. ágúst 1914, öllum samningum, sem það hefir gert við Egiptaland. Þjrskaland skuldbindur sig til þess, að láta afskiftalausa alla samninga, sem Bretland kann að gera um Egiptaland við önnur ríki. Þýskaland felst á að framselja Stórbretalandi þau réttindi, sem Tyrkjasoldán hét því, um frjálsar siglingar um Súes-skurðinn. Ákvarðanir eru settar um eignir tilheyrandi Þjóðverjum, er hafa borgararétt i Egiptalandi, og eru þær líkar reglum þeim, sem setlar eru um sama efni í Maroccó og öðrum löndum. Ensk-egipskar vörur, sem send- ar eru til Þýskalands, skulu sæta sömu meðferð, sem breskar vörur. Vígin og hafnirnar í eyjunni Helgóland og Dúne skulu ónýtast, og eiga Þjóðverjar að vinna að því og bera kostnað af því. Upp í hernaðar-skaðabætur skulu Þjóðverjar greiða bandamönnum einn miljarð sterlings punda í skuldabréfum, er falli í gjalddaga ekki síðar en 1. maí 1921, og á fáum næstu árum fjóra miljarða sterlingspunda. Vextir af skutdum Þjóðverja skulu vera 5%>, og greiðslur þær, sem ekki verða greiddar í gulli, mega greiðast með j öðrum verðmætum eignum, versl- unarvörum eða verslunarréttindum og einkaleyfum. Þjóðverjar viðurkenni rétt banda- manna til bóta fyrir kaupskipa- tjón það, sem þeir hafa beðið af völdum ófriðarins »tonn fyrir tonn« og samþykkja að láta af liendi við þá öll kaupskip sín 1600 smá- lesta og stærri, helming þeirra, sem eru milli 1000 og 1600 smá- lestir/ og fjórða hluta ails botn- vörpunga- og fiskiskipaflota síns. — Enn fremur skulu Þjóðverjar skyldir að byggja kaupskip fyrir bandamenn i skipasmiðjum sínum, þó ekki meira en 200 þús. smál. á ári í næstu 5 ár, og komi fult endurgjald fyrir.. Þjóðverjar skulu »endurreisa« þau héruð, sem orðið hafa fyrir spjöllum af hernaðarframkvæmd- um, láta af hendi kvikfénað og vélar og nauðsynlegt efni til endur- reisnarinnar, alt þó með hæfilegu tillili til þarfa þeirra heima fyrir. Bæta skulu þeir að fullu hervirkin i Löven og sldla aftur öllum hand- ritum o. s. frv. Þýskaland á að láta kol af hendi við Frakkland um næslu tíu ár, sem svarar því, sem minna vinst úr frönskum námum, vegna skemda á þeim, og á að leyfa Frökkum, ítölum og Belgum mikla kolatöku. í hafnarborgum Þýskalands skulu vera svæði handa öðrum þjóðum til frjálsrar verslunar og viðskifta án tillits til þjóðernis. Þýskaland á að leyfa í löndum sínum frjálsa flulninga á farangri manna og varningi, frá löndum bandamanna og leigja Tchekkó-Slövum svæði í höfnum Hamborgar og Stettin. Ivilarskurðurinn skal vera opinn öllum kaup- og herskipum allra þjóða, sem eru í ófriði við Þýska- land. Til tryggingar þvi, að sáttmál- inn verði lialdinn, og honum full- nægt, halda bandamenn landinu fyrir vestan Rín og brúarstöðvun- um fyrir austan hana í 15 ár, og hafa þar her. Ef skilmálarnir verða samviskulega uppfyltir, láta banda- menn löndin af hendi smátt og smátt, og ef þeir verða uppfyltir að fullu og öllu á skemri tíma en 15 árum skulu bandamenn þegar í stað verða á brott með her sinn úr þýskum Iöndum. Þjóð- verjar eiga að bera kostnað allan af setuliðinu. Samningarnir ganga í gildi í öll- um alriðum gagnvart hverri ein- stakri þjóð, þegar þeir hafa verið samþyktir. Sýslumannaíeilan í ýtrnessýsln. Um nokkur undanfarin ár hefir verið allmikil óánægja i Árnessýslu út af ýmsum atriðum í sambandi við ineðferð sýslumannsembættisins og réttarfars í héraðinu. Einn af siðari þáttum þess máls er það, er sýslunefndin sagði af sér nú nýverið, og munu þó varla öll kurl komin til grafar enn. Mál þetta er töluvert flókið, og kemur fleirum við en Ánesingum, því að margir þeir ágallar, sem mest þyk- ir kveða að austanfjalls, eru lik- legir til að leiða til svipaðra vand- kvæða í öðrum héruðum. Og ef þjóðin skilurtil fulls Árnesingamál- in þá er hún að fróðari um réttar- farið í landinu yfirleilt, og veit að víðar þarf hendi til að taka áður en viðunanlega er ráðið fram úr um stjórnarfar héraðanna. Það er upphaf þessara mála, að á síðustu árum, sem Sigurður Fréttaburdur. llitstjóri Ísaí'oldar, staddur í Danraörku, segir fréttir firá íslandi. I. í danska blaðinu »Faaborg Avis«, frá 10. mars síðastl., standa þau ummæli eftir Ólaf Björnsson, rit- stjóra ísafoldar, sem hér fara á eftir í þýðingu. Getur hann þess fyrst hvernig »spánska veikin« barst til lands- ins, liversu margir veiktust og dóu og segir því næst: »En eitt varð mönnum þar Ijóst, og það var það, að koní- akkið var eina björgin og guði sé loj jgrir að Igfsalarnir átlu það. Hugsið yður, hvílík skelfing, ef hinir a’.stu bannmenn liefðu unnið sigur, þeir er á sinni tið börðusl fyrir því, að jafnvel lyfjabúðirnar mættu ekki hafa áfengi, lil þess að lála af hendi eftir lyfseðli lœkn- is. Lœknarnir á íslandi, já jafn- vel þeir af þeim sem eru argástir bann-œsingamenn, eru þess öld- ungis fullvissir, að hefði svo verið komið, þá hefði miklu, miklu fleira jólk farist i sóitinni. Pað vildi nú svo vel til, að einmitt á þessum liœltulega iima, áttu lyfsalarnir töluverðar birgðir af fyrsla flokks lconíakki. Var það tilviljun ein, það gai alveg eins ÓJafsson í Kallaðarnesi var sýslu- maður Árnesinga lók að bóla á hættulegu braski og fjárprangi í sýslunni. Stóðu að því nokkrir Reykvíkingar, sem sumpart fluttu búferlum austur og sumpart ráku »zdm< sína frá höfuðstaðnum. Urðu aðkomumenn þessir brátt harla óvinsælir austanfjals og þótlu hinir mestu vágestir. Byrjaði með komu þeirra hin saunarlega Sturlungaöld í sýslunni, sífeld málaferli og róst- ur. Skal fátt um þau mál sagt að sinni nema það eitt, að braskara- hópur þessi naut minni virðinga en unt er að gefa ókunuugum hugmynd um, nema með löngum frásögnum. Sig. Ólafsson liafði gegnt em- bætti sínu með rausn og skörungs- skap í fornurn stíl. Hann var hvers inanns liugljúíi í héraðinu, þar til Reykvikingar þessir komu til sögunnar. Þótti honum mein- mikið uð þeirra framferði, og með því að hann var þá hniginn að aldri, lél hann af sýslunni, ef til vill lítið eitl fyr heldur en annars myndi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.