Tíminn - 10.05.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.05.1919, Blaðsíða 3
TÍMINN 123 En það er lítil eða engin afsökun. ' Þessi uramæli eru komin út um öll Norðurlönd og ritstjóri þess blaðs á íslandi borinn fyrir, sem eitt sinn var mest íslenskra blaða og eimir vafalaust eitthvað eftir af þeim orðrómi enn ytra. Ritsljóri ísafodar var skyldugur til að gæta þess að slíkt kæmi ekki fyrir. Sem ritstjóri átti hann allra síst að láta blaðasnápana dönsku leika á sig. Það er hægur- inn hjá að hafa gætur á hvað þeir selja á prent eftir viðtali við menn, með því blátt áfram að heimta að fá að líta yfir það. Og þeir kunna að færa eitthvað í stýlinn, en þeir búa ekki til frá rótum, þeir eru ekki nógu kunn- ugir til þess. í aðaldráttum munu ummælin vera rétt höfð eftir rit- stjóra ísafoldar. Það þarf ekki að fjölyrða um þau. Þau dæma sig sjálf. Tveir íslenskir ritstjórar hafa gert ættlandi sínu sama ósómann á þessum vetri. Hefir áður verið get- ið ummæla Vilh. Finsens ritstjóra Morgunblaðsins. Þeir eru dæmdir hart fyrir það af löndum sínum heima og að verðleikum. Það flýgur mörgum manni í hug vísan hans Þorsteins Erlings- sonar: Danskurinn hefir Iianda peim hlandforir sem að aldrei þrjóta. ltafmagnsmál Reykjavíkur. — Rafmagnsnefnd hefir nú verið falið að annast framkvæmd rafmagns- stöðvar-byggingarinnar og fullgera samninga við Kirk verkfræðing um forstöðu verksins. „Crnllfoss^ er á heimleið frá Vesturheimi, úr síðustu ferð sinni þangað, um sinn. fátt kunnugt um þá starfsemi nema það, að yfirdómurinn mun hafa sektað Pál þennan oftar fyrir ósæmilegt orðbragð fyrir rétti, held- ur en alla aðra lögfræðinga til samans. Hvernig sem á því stóð hafði Guðmundi Eggerz unnist tími til, að því litla leyti sem hann dvaldi i sýslunni, að kynnast töluvert Páli þessum og ef til vill íleirum þeirra félaga. Byrjaði nú skjótt undirspil það, sem síðan hefir stað- ið látlaust frá hans hendi, að koma Páli að sem settum sýslu- manni í Árnessýslu siðan G. E. komst í fossanefndina, seint á ár- inu 1917. En af skiljanlegum ástæð- um vildu sýslubúar alls ekki fá hann fyrir yfirvald. Til þess var alt of augljóst samband hans við þá menn i sýslunni, sem lögreglan þurfti sérstaklega að hafa hemil á. Fór svo að eigi tókst að fá Pál settan, heldur hlaut Bogi Brynj- ólfsson hnossið. Hann var óreglu- samur i meira lagi og þótti Árnes- ingum litill »Kallaðarnesbragur« á embættisfærslu hans, einkum er kaupir háu verði Ólafur Jónsson, Elliðaey. Ath. Umboösmaöur minn í Reykja- vík er hr. Tómas Tómasson, slátrari. Heiidsala. Smásala. Söðlasmíðabúðin Laugavegi 18 B. Sími 646. Stærst og fjölbreyttast úrval af reiðtj'gjum, aktýgjum, og öllu tilheyrandi s.s. allskonar ólum, beislum, töskum o. fl. Klyftöskurnar orðlögðu. Af járnvörum: Beislisstangir, úr járni og nýsilfri, munnjárn, taumalásar, istöð og allskonar hringjur, einnig svipur, keyri, hestajárn, o. m. fl. — Ennfremur stærri og smærri tjöld úr á'gætu efni, vagna-yfirbreiðslur, fisk- ábreiður og hestateppi. Fyrir söðlasmiði: Hnakk- og söðulvirki, plyds, dýnustrigi, hringjur, beislissíangir, ístöð, taumalósar, keyri,leður, skinno.fi. Sérstaklega er mælt með spaöahnökkum ensknin og íslensknm. Stöðug viðskifti í öllum sýslum landsins. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega. Byrjunarviðskifti verða undantekningarlítið stöðug viðskifti. Söðlasmíðabúðin Laugavegi 18 B. Sími 646. Heildsala. E. Krixtjánsson. Smásala. Að eins nokkur orð um: Dráttar- vélar til jarðyrkju. Eg sé í íslensk- um blöðum að þið heima viljið gera alvöru úr því að reyna þessi tæki á íslensku þúfunum. Það er gleðilegl að svo verði gert, en hilt er eigi síður illa farið ef eitt er fé og áhuga, til þess að reyna vélar sem á engan hátt eiga við íslensk skilyrði. Hér í Noregi hefir notkun mótorplóga aukist mjög 2—3 síðast liðin ár, tala þeirra skiftir nú víst hundruðum, flestir key'ptir frá Ameríku, en nú er í ráði að setja á fót mótor- plógaverksmiðju innanlands. Um þá mótorplóga sem notaðir eru hér í landi, hygg eg að mér sé óhætt að segja að þeir séu undan- tekningarlaust óhæfir til nýyrkju á íslandi. Raunar má með þeiin plægja það sem slétt er í ísl. tún- unum og óþýfðar harðvellisgrundir; en íslendingar þnrfa aðallega að fá vélar sem geta plœgt, eða tœtt sundur þúfurnar, móana, höllin, börðin, hálll'únar hallandi mýrar. Hinir algengustu mótorplógar ganga á bjólum og á þeim kom- ast þeir ekki þverfótar í þýfinu. Vél sem getur »flotið« jdir þúfurnar þarf að vera af líkri gerð og hinar ensku orustuvélar »tanks« — und- ir bjólunum er »skriðfeldur« (breið keðja) og á honum flýtur vélin yfir hvað sem er, eða því sem næst. En þó við fáum vélar af þessari gerð, þá er spurning hvort vana- legir plógar (af vanalegri gerð) eru heppilegir til, i sambandi við dráttarvélina, að vinna þýdið. — Plógarnir geta ekki skorið það sundur í plógstrengi. Allir íslend- ingar þekkja hnausaflögin og hve erfitt er að herfa þau, en krappa- þýfi verður aldrei plægt öðruvísi en í hnausa, við fyrstu plægingu. Áður en stríðið byrjaði var á stöku stað í Ungverjalandi og Þýskalandi farið að nota jarðyrkju- vélar sem gerðu alt í einu, plægðu og herfuðu eða réttara sagt tættu og rifu sundur jörðina. Á þessum vélum eru engir plógar — þær snúa ekki moldinni þannig að það sem upp var komi niður; það er járnás með ótal klóm eða spöðum, sem, um leið og hann snýst, tætir sundur jarðveginn — óplægðan. Gætum við fengið slíkar vélar sem flj’tu yfir þýfið og rifu það sundur um leið! —• Þá væri gátan ráðin. Á síðasla ársfundi hins norska nýræktarfélags: »Ny jord« var tölu- vert rætt um að gera tilraunin með að nota mótorafl við nýræktun1), og nú nýlega ritaði »landbrúks- direktör« Bjaanes um málið og taldi til að ríkið kostaði tilraun- irnar, leist honum helst að þær yrðu gerðar á Jaðri undir forystu 1) Það hefir aldrei verið reynt hér í landi. kom til Ólafsvallamálanna, þar sem sýslumaður reyndi að ná undir ætt sína einni verðmætustu þjóðjörð sem til er á landinu, þó að það mistækist fyrir tilstilli al- þingis. En meiri hluta sýslunefnd- ar hafði Bogi með sér til. þessa verks, og mun sá blettur seint máð- ur af. Svo ilt þótti þetta Ólafsvalla- mál á þingi, að engir neina Pór- arinn á Hjaltabakka og Jón á Hvanná vildi ljá þvi fylgi. Þegar Boga var veitt Húnavatns- sýsla, var hreppstjóra setning i Árnesýsslu. Gegndi þá embættinu Jón nokkur í Mundakoti, reglu- samur sæmdarmaður. Ekki var honum falið að gera nema sum sýslumannsverk, og mun hann hafa geymt meginið af plöggum sýsl- unnar undir lás. Olli þetta sýslu- búum margfaldra óþæginda. Gátu þeir ekki tímunum saman fengið afrit einfaldra skjala, hvað þá úr- skurði og dóma. Um þetta leyti bættust tveir sýslumenn í hópinn. Steindór Gunnlaugsson og Sigurð- ur Lýðsson, »settir« nokkra daga hvor til að gegna sérstökum verk- um fyrir Guðmund Eggerz. Þor- steinn Þorsteinsson frá Arnbjargar- læk átti um það leyti að fara austur »settur« en veiktist og varð ekki úr. Þá kom til skjalanna Magnús Gislason lögfræðingur frá Búðum í Fáskúðsfirði. Hefir hann gegnt embættinu um nokkurra mánaða skeið, en mun hafa til- kynt stjórninni siðustu dagana í april, að hann gæti ekki Iengur dvalið þar eystra. Minni hluti fossanefndar hafði um þetta lejdi lokið sameiginleg- um störfum sinum. Sveinn í Firði hafði skilað öllu verkinu fyrir sitt leyti, en Guðm. Eggers kvaðst eigi geta lokið sínu staríi fyr en um miðjan júní eða siðar. Vantar nú enn sýslumann um tíma. Jón Magn- ússon var þá erlendis og gegndi Sigurður Jónsson störfum hans. En í raun og veru befir komist það lag á í tíð núverandi stjórnar, að þegar einhver ráðherra er Qar- verandi, er skrifstofustjóri hans ráðherra í þeirri deild á meðan, þótt annar beri nafnið. Er þetta ekki einungis venja heldur óskrif- aður samningur. Skrifstofustjór- arnir hafa þvi sömu aðstöðu hver gagnvart sínum yfirmanni, eins og landritari hafði fyr. Það liggur í augum uppi, þegar svo stendur á, að það getur verið mikil stjórnar- farsleg áhœtta, að skrifstofustjóri eigi sæti á alþingi. Hægurinn þá hjá, fyrir valdagjarnan skrifstofu- stjóra, að bregða fæti fyrir j'fir- mann sinn, án þess að mikið beri á. Skrifstofustjórinn á dómsmála- skrifstofunni er Björn Þórðarson lögfræðingur,reglumaður hinn mesti og af kunnugum mönnum álitinn fyrirmyndarmaður í sínu starfi. Til hans kasta kemur nú að bæta úr valdsmannsleysi Árnesinga. Til hans snýr Guðm. Eggerz sér nú og biður um, að fá að senda Pál Jónsson austur, ekki sem settan sýslumann, heldur sem aðstoðar- mann, eða brot úr sýslumanni. Samkvæmt almennum mæli- kvarða, þeim sem gildir í daglegu lífi manna milli, var sjálfsagt að neita þéssu. Páll Jónsson átti hvergi að koma nærri neinni opinberri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.