Tíminn - 10.05.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.05.1919, Blaðsíða 2
122 TIMIN N hœglega viljað til að þeir vœru illa birgir. En það var mjkomin ng sending. Og það hefir áreið- anlega bjargað mörgum manns- lifum. . . . Tvær blaðsíður . . . Einn af líinum allra áköf- ustu og blind-œstustu bannmönn- um okkar, er góður kunningi minn. Eg verð að segja það, að eg hafði skemtun af þvi, þá er hanii var orðinn frískur, að heyra hann segja frá því, að það var koníakkið, sem hafði bjargað hon- um. Pegar er hann fann til veik- innar, sendi hann eftir töluverð- um skamli, og tók hann inn. Honum liafði orðið stórkostlega gott af því. Hann varð friskur að minsta kosti. Og, eins og eg vísl gat um áður, jafnvel hinir rótgrónuslu bindindis menn meðal lœkna, ráðlögðu hiklaust koníakk handa sjúklingum sínum. Og líka þeir fullyrða það, nú eftir á, að i mörgum tilfellum var það það (o: koníakkið) og það algerlega eitt sem bjargaði sjúklingum frá dauða. Pað hefir því sgnt sig, einnig á þessu sviði, hvílíkt stórkostlegt vindhögg bannið er, sem slíkt. Faðir minn sálugi vgr — þar eð hann var ráðherra á þeim tíma, er bjmnhreifing var öflug — sá, sem kom banninu á á ís- landi. En eitt er eg viss um, og það er þetta, að vœri hann nú á lífi og sœi, hversu þetia alt hefir fullkomlega mishepnast, þá myndi hann verða fgrstur manna iil þess að játa það«. 113 — Hver er það? — Hálfdán nefnir hann aldrei með nafni. — Er hann nokkuð betri, hver sem hann er? — Og er þetta nokkuð meiri þjófnaður, en að ginna fossana út úr skammsýnum eigendum? — Hagnýta sjer skammsýni þeirra. — Fer jeg ekki gersam- lega eins að? — Hagnýti jeg mjer ekki skammsýni Hálfdánar, Björns og allra hinna? — Auðvilað. — Jú. — Jeg get gert þetta með góðri samvisku, — eða — eða — ja, hvern andskotann varðar mig urn samvisku. Geti jeg ekki friðað hana, svo drep jeg hana. — Samviska! — Ja, svei! — Samviska í fjármálaheiminum!! — Sú er víst ekki á horleggjunum!! —Nei, —hana get jeg friðað, — vesling þann. — Jeg stel alls ekki. — Hvað kemur þetta samviskunni við? — Nei. — Jeg fer. — Tek rögg á mig. — Drýgi dáð. Er þetta ekki dáð? Hvað er talið dáð nú á tímum? — Að afla peninga. — Hver er dáð- ríkastur? — Sá sem slægvitrastur er. — Þjóðbætur! — Jafnrjetti! — Mundi alt koma fýrir eitt. — Eru ekki allir, æðri sem lægri, með sama markinu brendir? — Eru fátæklingar betíi? — Iss! — verri. — Þar er öfundin í ofanálag! — Nei. — Hið eina skynsamlega, eina göfuga, er að afla auðæfa! — Og nú er hliðið að Ijúkast upp. — I Ameríku mun jeg fljótlega margfalda þessa S/ff. Heiðdal: Hræður II. 8 . H4 aura. — Peningar! — Voldugu peningar! Alt fæst fyrir ykkur. — Kærleikur fæst fyrir peninga. Ást fæst fyrir peninga. Lýðhylli fæst fyrir peninga. Lotning fæst fyrir pen- inga. Blessun guðs?! — ja, — að minsta kosti ef menn eiga að miðla henni. — Já. Nú sje jeg þetta!: Skynsömustu, — hygnustu mennirnir voru þeir, sem geymdu ástina á peningunum best og dýpst í sálinni, menn- irnir, sem voru gegnsýrðir af peningaást, hver taug, hver hreyfing, hvert einasta blik augans. — Peningar! — Jeg fer. — — Hjer eru klærnar, veröld. Jeg er hygg- inn eins og þú —! Karl kveikti sjer í nýjum vindli, stóð á fætur og tók að ganga um gólf. — En leiðinlegt var nú að fara og hafa ekki enn komið að Vatnsenda, siðan hann kom frá Ameríku. — Pabbi! — Hvað mundi hann segja um þetta? — Var hann þjófur? Efnaður var hann. — Hafði hann stolið? — Nei. — Hann hafði ekki stolið. — Fvert á móti. í stað þess miðlað. — Hann ól Karl upp án meðgjafar. — Gaf móður Karls líka þetta, sem faðirinn var neyddur til að greiða. — Nei. — Pabbi hans var ekki þjófur. — Hann aflaði þó fjármuna. Hann tók fje að láni. Hann var hygginn í fjármálnm. Hafði hann þá engu stolið? Stolið á ábyrgð rjett- IPgT’ Bókin kemur út eftir helg’ina. II. Það er ekki neitt tiltökumál þótt aðkomumenn, sem hér hafa dvalist á íslandi, segi sitt af hverju um landið og landslýð sem er til hnjóðs og ósóma. Við erum því vanir íslendingar. Sú saga erjafn- gömul sögu landsins. Við kippum okkur því ekki upp við það þótt Wellejus sá, blaða- snápurinn danski, sem hér dvald- ist um hríð í fyrra, og Morgun- blaðið tók svo miklu ástfóstri við, gerist nú förunautur Hrafna-Flóka og Blefkens og riti skammir og ósóma um ísland, þar sem hann fær inni. Það þykja ekki tíðindi þótt hundur gelti á næsta bæ. Við svörum Wellejusi með þegjandi fyrirlitning og setjum haun á bekk með Knúti Berlín og öðrum því- líkum íslands-»vinnum« suður þar. En þá er okkar eigin landar setjast á sama bekkinn verður okkur ver við. Frést hefir, þótt ritstjóri Tím- ans hafi ekki getað séð það, að ritstjóri ísafoldar hafi borið eitt- hvað til baka af þeim ummælum sem prentuð eru hér að framan. Einar Arnórsson var þá ráðherra. Setti hann Eirík Einarsson frá Hæli til að gegna embættinu. Stóð svo í tvö ár. Líkaði öllum vel hans ráðsmenska, nema aðkomu- gestum þeim, sem fyr eru nefndir. Við þá neyddist sýslumaður til að eiga sífeldar útistöður, til að við- halda lögum og reglu i héraðinu. Það þótti furðu sæta hve lengi Einar Arnórsson dró að veita sýsl- una. Lék grunur á að honum hefði komið til hugar að geyma sér hana, er hann léti af ráðherradómi, en fundist tekjurnar rýrar er til kom. Dráttur þessi var fgrsta van- rœkslan, þótt eigi væri að fundið af sýslubúum, af því aö sá gegndi embættinu, sem allur þorri Árnes- inga vildi að við því tæki til langframa. Að lokum fór svo, að það varð hlutskifti Jóns Magnússonar að veita embættið. Um það sóttu a. m. k. þrír ntjög álitlegir menn: Eiríkur Einarsson, Ólafur Lárus- son, núverandi lagakennari og Magnús Jónssön frá Úlfljótsvatni. Var hinn síðastnefndi Árnesingur að ætt, hafði framast vel erlendis, og gegnt alllengi vandasömu starfi í Kaupmannahöfn. Hverafþessum þrem mönnum, sem fengið hefði sýsluna myndi hafa verið fær um að halda virðingum og vipsældum Sig. Ólafssonar, og var þá vel fram úr ráðið. En J. M. fór ekki þessa götu, heldur veitti embættið Guðm Eggerz. Var það samkvæmt hinum gömlu »Kansellí«-reglum. G. E. var elstur starfsmaður i landsins þjónustu af umsækjendunum. Og eftir skrif- stofureglunum var það nóg. En fram hjá hinu var gengið, að sam- búð G. E. við Múlsýslinga gaf ó- tviræða bendingu um það, að hann væri ekki heppilegt yfirvald handa Árnesingum eins og þá var komið málum. Þar með var gerð önnur gfirsjónin, og meiri hinni fyrri. Menn þurfa vel að gæta að þvi, að meðan »Kanselli«-reglan er óbrotin, þá eru valdastöður veittar án tillits til mannkosta og hæfileika. Prófaldur og svo kölluð embættisár látin ráða. Þess vegna fengu Húnvetningar Jón lækni og Boga Brynjólfsson, sem þeir ekki vildu, þeir teknir fram yfir land- fræga úrvalsmenn. Þess vegna er Haldór Georg læknir Vestfirðinga og Bjarni Johnson sýslumaður Dalamanna. Þess vegna eru vanda- sömustu embættin aðallega skipuð mönnum á hnignunaraldri, sem síst eru færir um að gegna þeim. »KanseIlí«-veitingarnar eru erfa- synd frá einvaldstímanum, sem stjórnarráðið og alþingi, yfirfult af lögfræðingum, hefir haldið við, til óbætanlegs tjóns fyrir þjóðina. Eina afsökun þessarar veitingaað- ferðar eru hin ófullkomnu launalög, þar sem flutningur milli embætta er eina leiðin til bættra launakjara. Lögstirfin og smásálarskapur al- mennings í launamálinu hefir þannig fóstrað þenna versta óburð íslensks stjórnarfars, — »Kansellí«- veitingar. Guðm. Eggerz byrjaði embættis- færslu sína með því að koma ekki í tæka tíð, til aðx taka við sýsl- unni. Var Eiríkur Einarsson þvi »settur« eitthvað einn mánuð fyrir Guðmund, en á meðan var sýslu- maðurinn á einhverju kolavinslu- ferðalagi fyrir sjálfan sig, um vest- urland. Þá mun og Eggert hrepp- stjóri Benediktsson hafa verið »settur« um stund, eftir að Eirík- ur skilaði plöggunum. Þegar sýslu- maður kom loks alfarinn austur, fór að bóla á ókyrð þeirri, sem einkent hefir hann hin síðari ár. Hann virtist eiga mjög erfitt með að festa sig við starfið og búsetu eystra. Litlu síðar komst hann i fossanefndina og hefir siðan dvalið utan sýslunnar að mestu og ekki gegnt embættinu. Nú víkur sögunni að manni þeim er Páll heitir Jónsson, lög- fræðingur að nafnbót. Hann hafði numið lög í Höfn, og staðnæmst. þar um nokkurra ára bil við skuld- heimtu og þesskonar iðju. Ekld mun hann hafa þótt vaxa af þeim verkum. Hann kemur út til ís- lands fyrir nokkrum árum, og legg- ur lag sitt við braskaraflokk þann í Árnessýslu, sem fyr er getið. Gerð- ist hann lögvitringur þeirra og hafði ærið fyrir stafni í málaferl- um og fjárheimtu. Er almenningi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.