Tíminn - 15.05.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.05.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN að minsta kosti 80 blðð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AfGRElÐSLA i Reykjavik Laagaoeg 18, simi 286, át um land í Laufási simi 91. III. ár. Ifceykjavífe, 15. maí 1919. ~08í blað. X „ZSmi fyrir tönn“. Þjóðir og kynflokkar hafa venju- lega fylgt þeirri reglu, er lokið heiir styrjöldum, að heimta auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. — Nú er nýlokið hinu mesta stríði, sem þjáð hefir heiminn. Sigurveg- aramir hafa sett sína kosti. Eru aðalatriði þeirra birt í síðasta blaði. Margir menn höfðu vonað, að þetta stríð endaði mjög með öðr- um hætti, en hin eldri stríð. Að mennirnir myndu verða vitrari af reynslunni. Byrja friðarríkið með því, að fyrirgefa. Að minsta kosti vænst, að þess sæist einhver vottur. Vafglaust verða margir þessara manna fyrir vonbrigðum. Þúsund ára ríki friðarins er sýnilega ekki mjög nœrri enn. Að vísu ber friðarfundurinn vott þess, að valdsmenn bandaþjóðanna vilja sneiða hjá sumum gömlu skerjunum. En þá koma blindsker og boðar í staðinn. Þegar dæmt er um úrslit stríðs- ins ber að líta á þær tvær freist- ingar, sem biða á vegi sigurvegar- ans. Fyrst þá, að hrifsa lönd frá óvinaþjóðinni og beinar skaðabœtur eða herkostnað. — Landrán hefir löngum orðið tilefni til þjóðahat- urs og nýrra slyrjalda. Þjóðernis- tilfinningu margra manna hefir þá löngum verið misboðið, og þeir sem fyrir óréttirium urðu, beðið óþolinmóðir tækifæris um hefndina. — í öðru lagi að vinna óbeinan hagnað með verslunar-sérréttindum eða einhliða fjármála-samningum. Þessi leiðin er nýrri, en engu síður hættuleg. Sá er munur á þessum tveim aðíérðum, að landránið er einkar vel fallið til að gleðja her- skáa þjóðhöfðingja og þóttafulla aðalsstétt, en hinir ósýnilegu fjötrar viðskifta-ánauðarinnar erU óska- fylling nútíma-auðkýfinganna. Miðveldin höfðu báða þessa á- galla sameiginlega. í Austurríki var ekkert allsherjar þjóðerni til, held- ur var fjölmorgum kynþáttum haldið saman bæði með hervaldi og viðskiftafjötrum. í Þýskalandi var að vísu eitt þjóðerni lang- sterkast. En á landamærunum að austan, norðan og suðvestan bjuggu þjóðflokkar, sem hrifsaðir .höfðu verið með ránshendi og haldið með járnhendi. Þá skorti Þjóðverja eigi heldur auðvaldsmenningu. — Sigur þeirra mjmdi hafa leitt til hinna mestu öfga á báðum svið- um. Þeir myndu hafás\lagt undir veldi sitt víðáttumikil lönd, að ó- vilja þeirra þjóða, sem þar bjuggu, *>g Jjggja órækar sannanir fyrir, að sá var tilgangur þeirra. Þar að auki myndu auðmenn þeirra hafa verið óvanalega vel færir til að sníða heiminum viðskifta- fjötrana, þar sem eigi skortir ranglætið. Nú lauk stríðinu í samræmi við óskir alls þorra manna í smáþjóða- löndunum. Eigi þarf lengur að óttast landrán og herveldi Miðveld- anna, sem ægilegast þótti. Munur- inn á stríðsheyjendum var sá, að í Miðveldunum var bœði pólitisk og fjárhagsleg kúgun. Sigur þeirra hefði sett tvennskonar misrétti í há- sætið. í Frakklandi, Englandi og Bandaríkjunum hefir önnur tegund þessarar kúgunar verið brotin á bak aftur. Engu þessars ríkja gæti komið til hugar nú að innlima Svissland, Belgíu, Holland eða Dan- mörku og uppræta þjóðernið. Hin vestrænu stórveldi eru komin á það stig að viðurkenna sjálfsá- kvörðunarrétt hvítu þjóðanna í orðí og að mestu Ieyti á borði. Sigur þeirra hefir losað um flest hin óeðlilegu bönd sem þjáðu undir- okað þjóðerni í Norðurálfu. Finnar, Suðurjótar, Elsassbúar, Pólverjar, Bæheimsmenn, Ungverjar, Suður- slavár, Rúmenar í Sjöborgalandi og ftalir við Adríahaf, allir þessir þjóðflokkar fá annaðhvort bið lengi þráða pólitiska sjálfslæði, eða þá að sameinast þeirri þjóðarheild, sem þeir hafa þráð að lifa með. Þetta eru mikil og góð úrslit. Þau fœkka ágreiningsatriðum í heimin- um. Þau eru hinn góði gróður, sem sprottið hefir upp úr blóð- akri heimsvíganna. Samt hafa Bandamenn brotið þessa reglu með þvi að taka Saar-héraðið af Þjóð- verjum, einkum af því að eftir 15 ár, á atkvæðagreiðsla að skéra úr urn framtíð héraðsins. Auðséð að iðnaðarburgeisar Frakka hafa þar hönd í bagga. Er það verk óverj- andi. Og þar sem alt ranglæti hefn- ir sín, er iandrán þetta líklegt til að leiða tií nýrra víga og óham- ingja síðar meir. Fégjöldin eru að vísu mikil, en þó eru þau ekki verst. Sjálfur herskatturinn er ekki þyngri byrði á hvern Þjóðverja heldur en útsvörin eru nú á Reyk- vílcingum. Þá eiga Þjóðverjar og að bæta það sem þeir hafa spilt fyrir öðrum þjóðurn á landi og sjó. Þar gildir reglan tönn fgrir tönn. Sama má segja um það er Frakkar tryggja sér kol í Þýska- landi, meðan námur þær sem Þjóðverjar hafa spilt, eru að kom- ast í Iag. Osgnilegu fjötrarnir eru stórum verri, og skortir þar ekki miðaldagrimdina. Af þvi tagi eru afsöl Þjóðverja til handa Bretum viðvíkjandi Egyptalandi, fríversl- unarsvæði í hafnarborgum . Þjóð- verja, meðan eigi gilda samskonar ákvæði í löndum Bandamanna. Þó er skiparánið einna verst af öllum ákvæðum. Það skilyrðið munu »milliliðir« bandamannaþjóða hafa sett i samninginn, svo og skilyrðið um skipabyggingarnar, til að setja varanlegan hemil á keppinautana í Þj'skalandi. Hin 14 skilyrði Wilsons forseta voru hugsjónir þess manns, sem bæði var hafinn yfir þjóðerni, kúgun og viðskiftastyrjöld. Friðar- samningarnir sýna, að honum hefir að mestu leyti, en þó ekki til fulls, tekist að leiða bandamenn sína að settu marki um fyrri kröfuna. En viðskifta-styrjöldina og fjár- málakúgun samherja sinna hefir honum ekki tekist að hindra. — Þar er bersýnilega stofnað til fram- tíðarvandkvæða. Þó að þjóðernis- styrjöldin sé um garð gengin, þá virðist margt benda til, að fésýslu- höfðingjar Bandamanna séu að skapa sér svipaða aðstöðu í fram- tíðinni, eins og hinn liergjarni þýski aðall bjó sér, ineð sigrum og landráni Bismarcks 1864—’7l. Kafli úr áliti Sveins alþm. Olafssonar. Með þingsályktuninni 15. sept. 1917 voru fossanefndinni fengin þessi 4 atriði til úrlausnar: 1. Að athuga hverjar breytingar nauðsynlegt er að gera á gild- andi fossalöggjöf. 2. Að afla sem ítarlegastra skýrslna um fossa í landinu og nota- gildi þeirra. 3. Að athuga hvort tiltækilegt sé að landið kaitpi vatnsafl og starfræki það. 4. Að athuga hvort og með hvaða kjörum rétt sé að veita fossa- félaginu »ísland« og öðrum fé- lögum, er umsóknir kunna að senda, lögheimild til að starf- rækja fossa hér á landi. Um hvert þessara atriða má langt mál rita, en hér verður að eins stuttlega að þeim vikið. Þau fela í sér miklu víðtækara verk- efni, vandasamara og alvarlegra en alment hefir verið álitið. Fossanefndin í heild sinni hefir aldrei ákvarðað sig um þau, og vissulega er afstaða nefndarmanna til 3. og 4. atriðis talsvert mis- munandi. Þegar néfndin klofnaði 5. febr. næstl. voru þessi atriði að öllu órædd. Þótt minni hlutanum hafi eigi auðnast að verða sammála um þau, þá finn eg mér skylt að svara þeim, frá mínu sjónarmiði og tek þau hér öll í upphaflegri röð. 1. atr. Með frumvörpum til vatnalaga og sérleyfislaga er leyst úr 1. atriði á þann veg, sem eg tel mega við hlíta og föng hafa verið til á afmörkuðum starfstíma og mikils til of stuttum. Frumvörpin marka skýrt skoðun minnihlutans um eignarumráðland- eiganda yfir vatninu og fara að því leyti beint í bága við þá stefnu, sem virðist vaka fyrir meiri hluta nefndarinnar og olli klofningi liennar, að veita ríkinu kauplaust alræði yfir vötnum og vatnsorku á löndum einstakra manna. Eg tel þá aðferð eigi að eins ólöglega, heldur óholla og hættu- lega. Hún fer þvert í bága við gildandi lög og réttarmeðvitund þjóðarinnar. Hún er líkleg til að verða pólitiskt vopn í höndum ó- hlutvandra manna, ef þeir kæmist að stjórn vatnamála, og að gera vötnin að prangara-varningi slíkra manna og gæðinga þeirra, og hún hlýtur að skapa óöld af þrætum og málaferlum í landinu, ef lög- Ieidd verður. Að leggja með lagaboði umráð vatnanna á löndum einstakra manna kauplaust undir umráð ríkisins er löglaust spor í áttina að afnámi eignarréttar einstaklingsins alment, spor, sem samtíðin er eigi viðbúin að stíga og sem umturna mundi þjóðfélagsskipuninni frá rótqm. Afnám eignarréttar er að vísu til eins og framtiðarhugsjón einstakra raanna, en hvergi lögfest, og lil þess að taka við þvílíkri réttarbót þarf líklega nýja og endurbœtta út- gáfu af núverandi kynslóð. 2. atr. Eg hefi í ritgerðinni: Sala orkuvatna og greining þeirra um landið, svarað þessu atriði að nokkru. ítarleg úrlausn þess fæst eigi að sinni og virðist elcki mjög áríðandi í svip. Fyrst um sinn verður að styðjast við getgátur meðan vatns mælingar og lands vantar og ætti sú vissa að nægja hverjum manni, að vatnsaflið er yfirgnæfanlegt um langan tíma til þeirra riota landsmanna, sem fyrir- sjáanleg eru. Hins vegar er nota- gildi tossanna að nolckru undir því komið, hverjum kaupum lands- menn sæta á útlendu Ijósmeti og eldsneyti, sem fossarnir annars gæti veitt. 3. atr. Það er tæpast íímabærl, að taka ákvörðun um það, hvort ríkið eigi að kaupa aflvötn og starf-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.