Tíminn - 15.05.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.05.1919, Blaðsíða 4
128 TIMINN - aðarsamt einstaklingnum — og mörgum of vaxið -t- að sækja skólavist í fjarlægt hérað, þá er öllum kunnugt um það hvilíkt menningarafl góðir skólar eru í sínu héraði. Það er svo alkunnugt, að um það þarf ekki að ræða. Enda er sjón sögu ríkari hve landshlutarnir keppa fast um, að fá skólastofnanir i sín héruð. — Norðlendingar hafa um langan aldur verið best settir i þessu efni. Þeir hafa nú gagnfræða-, bænda- og kvennaskóla. Austfirðingar hafa nú ný-verið fengið fullkominn al- þýðuskóla. Sunnlendingar standa öllum landshlutum betur að vígi með að notfæra sér Reykjavikur- skólana, og hafa auk þess ýmsa fleiri skóla (Hvanneyrar, Hvítár- bakka, Fíensborgar) suma mjög góða. Vestfirðingar eru einir afskiftir. Er nú lími kominn til þess, að unna þeim fulls jafnréttis í þessu máli. Síðari árin hefir dofnað j'fir gagnfræðaskóla-hugm}’ndinni, en öðrum skóla-hugmyndum skotið upp. — Tel eg það réttmætt, því gagnfræðaskólarnir munu nú búnir að Iifa sitt fegursta. Sérskólar ýmsir, svo og unglingaskólar hafa útrýmt þörfinni fyrir íleiri skóia af því tagi. En kröfum Vestfirðinga um skóla- stofnanir, verður haldið vakandi þrátt fyrir það. Þeir þurfa nú að fá: góðan sjófrœðisskóla á Isafirði og lýðháskólann að Núpi aukinn. Það lætur að líkindum, að jafn- mikill útvegsbær og ísafjörður er orðinn, þarf að eiga vel upplýsta sjómannastétt. Bátarnir gerast þar æ stærri, og útgerð öll dýrari með ári hverju. Þótt þingið færi að rýmka um réttindi smá-skipstjóra- prófsmanna, vegna þess að allur þorri vélbáta er nú orðinn yfir 30 lestir, og meira prófs skipstjórar eigi fyrri hlut til að gerast slcip- fyrir fimra hundruð árum. Og enn í dag er sú stofnun bóiverk aftur- haldsins og þröngsjmisins. — En frjálslyndi og rannsóknarandi er smitandi og guðfræðistofnun Mú- hameðsmanna er nú ekki ósnortin af því, fremur en aðrar. Kóraninn og erfikenningarnar eru nú seltar undir sömu smásjá rannsóknar- innar og biblían og trúargreinar kristinna manna. Það er óséð hver endi verður á þeim rannsóknum. En það er ekki óhugsandi, að Múhameðsmenn eigi eftir að eign- ast, og það áður en Iangt líður, sinn Lúter og þá byltingu, sem slíkum manni }'rði samfara. Og sú bjdting myndi hefjast á Egypta- lsndi. Afli. Alstaðar fréltist um góðan afla. Hafa þilslcipin aldrei veitt betur en nú. Þilskipið Valljr hefir t. d. fengið meiri afla en nokkurt þilskip hefir áður fengið, sem sé 102 þús. á vertíðinni. stjórar á þeim, þá er það vitan- lega nej’ðarúrræði. Sama og menta- skóla-stúdentum væri veitt réttindi til prestsembætta eða sýslumanna, vegna þess, að nógu inargir guð- fræðingar eða lögfræðingar væri eigi fyrir hendi. Sumir munu ef til vill ætla, að ísfirsku skipstjóraefnin gætu sótt stýrimannaskólann í Reykjavík. En sú leið er seinfarin. Skólinn er nú svo eftirsóttur, að eigi nánda- nærri allir komast þar að. Hann fullnægir lítið meira, en þörfum Sunnlendinga. Auk þess fer oft svo, að þeir sem sækja þennan skóla úr öðrum landsfjórðungum ilengj- asl syðra, fá þar síðan fasta skip- stjórastöðu og koma ekki í átt- hagana aflur. En með þvi móti skapasl aldrei svo mentuð sjó- mannastétt á Vestfjörðum, sem vera þarf. — Enn fremur er það vitan- legt, að slikir skólar ná til fleiri en nemenda sinna, hafa mentandi áhrif á sjómannastéttina í héraði sinu j’fir höfuð. Þetta mál hlýtur því að verða áhugamál allra Vestfirðinga. Þá er aukning lýðskólans að Núpi. Þar hefir nú i rúman áratug verið haldið uppi skóla, sem kunnugt er. Al-kunnugt er, að skólinn hefir á sér ágætisorð, það sem hann nær. En hann er of lítill, að húsrúmi og kenslukröftum. Þar er þegar mikill stofn að skóla, sem má og á, að endurbæta og fullkomna. — Er engin von til þess, að vel mentir kennarar fáist til lengdar, til að sinna kensluslörfum, þar sem alt verður að sitja við frumbýlings- baslið. Það sem gera þarf er fyrst og fremst þetta. VestQarða-sýsiurnar þrjár (Barðastranda-, ísafjarðar- og Stranda) verða hvor í sínu lagi, að leggja skólanum fjárstj’rk þann er þær megna, til þess að þær geti öðrum fremur talið hann sinn skóla. Landssjóðs-styrkurinn verður að sjálfsögðu að aukast svo, að fjár- skortur kyrki ekki nauðsjmlegar umbætur. Hitt er aftur vafamál, Ijvort einstakur maður á að reka | skólann, eður sýslurnar og lands- sjóður í sameiningu. Meðan þess góðkunna manns, sem nú rekur skólann og meðkennara hans njTt- ur við, mun rekstur skólans best kominn í þeirra höndum. En Vest- firðingum verður að skiljasl það, að hann orkar einn ekki, að lialda skólanum uppi. Þeim verður að vera aukning skólans sameiginlegt áhugamál. Er raunalegt til þess að vita, ef sá góði %rundvöllur, sem þarna er Iagður, verður að engu i framtíðinni, eins og svo oft hefir átt sér stað um skóla vora, sem liafa króknað út af fyrir tóm- læti þeirra, er njóta áttu ávaxta þeirra. Engum vafa er það undir- orpið, að Vestfirðingum er meiri þörf á slíkum skóla, en þótt þeir fengju einhvern yfirborðs-fróðleiks- skóla í einhvern kaupstaða sinna. — Vekjandi þjóðlegir unglinga- skólar verða í framtiðinni besti varnargarðurinn fyrir miður holl- •um útlendum áhrifum, og öflug- asta stoð þjóðernisins. Sérskólarnir koma á eftir. Þessir leggja fylsta og besta grundvöllinn. Þessar tvær skólastofnanir, sem nefndar hafa verið, ættu að vinna í samræmi að aukinni menning Vestfirðinga. Önnur býr mennina undir að etja betur kappi við náttúröflin. Hin tendrar eld, máls og menn- ingar. Þær fullnægja bæði sveita og sjávarmönnum, þvi Vestfirðingar eru hvorttveggja. Þegar þessir skólar eru komnir á fastan rekspöl vilja Vestfirðingar teljast vel settir i fræðslumálum. Vestfirðingur. Kréttir. Tíðin heíir verið afbragðs góð það sem af er þessari viku, eru tún nú sem óðast að byrja að grænka hér um slóðir. I Sbipaferðir. S t e r 1 i n g kom frá útlöndum og norðan um land 11. þ. m. og flutti fjölda farþega. — Lagarfoss kom frá Vesturheimi sama dag. — B o t n i a er væntan- leg um helgina og G u 11 f o s s er sömuleiðis á leiðinni. Skipaúrekstur. Vestan Jökuis rákust tveir mótorbátar á nýlega, Ulfur, úr Reykjavík, og ísfirskur bátur. Laskaðist ísfirski báturinn svo, að lllfur varð að draga hann hingað. Útiiutningsnofnd auglýsir nú til sölu innanlands töluvert af blaut- um saltfiski sem hún hefir ekki fengið viðunandi boð í frá útlönd- um. Slysför. Vigfús Jósefsson skip- stjóri á »Rán« fanst örendur í sjónum við liöfnina 12. þ. m. Látin er 11. þ. m. frú Kristín Blöndal, ekkja Lárusar sýslumanns á Kornsá. Hún lést á Hvannej'ri við Siglufjörð hjá dóttur sinni, konu séra Bjarna Þorsteinssonar. Þjófnaður. Unglingspillur á 16. ári hefir orðið uppvís að því og játað að hafa stolið 800 kr. úr bankabók annars manns. Fénu hafði hann einkum eitt í bifreiða- akstur og á kaffihúsum. 70 biíreiðar. Svo segja kunnugir að alls munu koma til landsins í vor um, eða a. m. k. 70 nýjar bif- reiðar. „Flenging. flenging“ sagði klukkan á Grenihlíð við Þorbjörn forðum. Það var hörm- ungar tilhugsun. — »Flenging, flenging«, sagði klukk- an nýlega við einn ritstjórann hér í bænum. Hann hlej’pti einum Baldvin Einarsson silít.ví;! asmiðnr. Laugaveg 67. Reykjavik. Sími:648 A. Hauðíjármark Geirs Benedibtssonar, Hólma- boti í Hraunlirepp í Mýrasýslu, er: Blaðstýft aftan hr. og sýlt v. Drengur getur fengið að læra skraddaraiðn ^ hjá Guðmundi Bjarnasyni hlæðskera. Aðalstræti 6. Reybjavíb. Smáskrijtir Varlans færej’skt tímarit, kemur út árlega í 9 heftum. Flytur sögur, kvæði og ýmsan fjölbreyttan fróðleik. Kostar hér á landi 3 krónur árgangurinn. Zingakrossnr færeyskt vikublað, blað sjálfstæðis- mannanna. Kostar hér á landi 6 krónur árgangurinn. Ritstjóri Timans tekur á móti pöntunum hvors tveggja ritsins og annast útsending. Bækur og ritföug1 kaupa menn í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar andbanningnum að í blaði sínu, án þess húsbóndinn vissi nokkuð af. í næsta blaði kom kröftug grein á móti frá húsbóndanum, og fleng- ingin var sú, meðal annars, að í enda greinarinnar þakkaði hús- bóndinn ritstjóranum fyrir það, með hve mikilli velvild hann hefði tekið við greininni! — »Flenging, flenging«, syngur klukkan enn yfir ritstjóranum. Nú hefir hann gefið þeim ummælunum rúm um fossa- málið, sem hann fær áreiðanlega bágt fyrir, þá er húsbóndinn kein- ur heim. Kálfur ú undan kú. Nýlega var mikill tvíveðrungur í »Visi«. í aðalblaðinu er sagt frá þeirri frétt, að »Tíminn« hafi birt og látið bera út um bæinn álit minni hluta fossanefndar. En í auka- blaðinu — kálfinum — sem fj’lgdi, stendur löng skammaklausa yfir því, að »Tíminn« skuli ekki hafa staðið við orð sin og birt álitið. Verður af því ráðinn sá lærdómur, að stundum fæðist kálfur á undan kú. — Ritstjóri: Tryggyi i*órhall880u Laufási. Síini 91. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.