Tíminn - 22.05.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN
að minsta kosli 80
blöð á ári, kosiar 5
krónur árgangurinn.
AfGREWSLA
i Reykjavik Laagavcg
18, simi 286, út am
land i Laafási simi 91.
III. ár.
Rcykjavík, 22. raaí 1919.
40. blað.
éf
Jakob Hálfdánarson,
Eftirmæli.
Um sál þína hugsjónir breiddust sem
[blóm
og brostu mót komandi degi.
F>ú hræddist ei samtíöar harðan dóm
né hindrun á óruddum vegi.
Pví framundan skein þér hið skæra
[blys
sem skuggarnir slökkva eigi.
fú hélst út í stríðið með hreina lund,
þinn lijör var skýlaus og fagur.
Og söm var þin aðferð alla stund,
og æfin einn starfadagur.
Ei fága þarf skugga af skildi þeim
er skilar þinn æfihagur.
Svo margl var unnið og mikið strítt
að mœtti í sögur færa.
Um þína hvílu er þakkarhlýtt,
af því mætti æskan læra:
Að hreinasta gullið, sem gefst á jörð,
er göfgandi starf og æra.
Minn söngur berst skamt, eg sé og veit
þér sungið mun fegra kvæði
í verkum þinum og þroslcaleit
því það eru framtiðargæði.
Pær grundir tala er gafstu mál,
og geyma þitt duft i næði.
. Hulda.
íslands getið
á friðarmótinn í I-*a,rís.
í fyrra mánuði fór sendinefnd
frá Danmörku til Parísar til þess
að skýra frá afstöðu þjóðarinnar
viðvíkjandi Suður-Jótlandi. — í
nefnd þessari voru nokkrir menn
úr helstu stjórnmálaílokkunum á-
samt nokkrum Suður-Jótum.
í ferð þessari var þeim Munch
hermálaráðherra og Neergaard rík-
isþingsmanni boðið á fund á frið-
armótinu ásamt fulllrúum annara
hlutlausra smáríkja álfunnar, til
þess að, gefa þeim tækifæri til að
segja álit sitt á frumvarpi því,
sem er þar var lil meðferðar, um
stofnun alþjóðasambands, einkum
um hluttöku smáríkja í hinu fyr-
irhugaða sambandi.
Á fundi þfessum kom meðal
annars til umræðu, hvort smá-
ríki þau, er í sambandinu yrðu,
þyrftu að halda her. Vildi Munch
hermálaráðherra halda því fram,
að heppilegast væri og sanngjarn-
ast, að smáríkin þyrftu ekki
að taka þátt í hersóknum þjóða-
sambandsins, er það kæmi til
greina að herferð þyrfti að gera á
hendur einhverju ríki, er óhlýðn-
aðist boðum og fyrirskipunum
sambandsins. Hann leit svo á, að
smáríki gætu lýst því yfir að þau
væru og myndu ætíð verða hlut-
laus með öllu, og þyrftu því held-
ur ekki að leyfa neina herflutninga
gegnum lönd sín.
Breski ráðberrann, Robert Cecil,
varð til þess að andmæla Munch.
Áleit hann, að enda þótt smáríkin
þyrftu ekki að taka þátt í her-
sóknum til annara ríkja, gætu
þau eigi látið af öllum herbúnaði,
þar eð þau yrðu að leyfa banda-
mönnum sínum hergöngur um
lönd sín, ef svo bæri undir.
En Munch, sem vildi losna við
alíár herskyldur og kvaðir fyrir
smáríkin, tók þá Island til dæmis
um algjört hlutleysi, þar sem hin
fullvalda þjóð hefði lýst því yfir,
að svo yrði framvegis, og um
engan herbúnað væri þar að
ræða.
Nánara umtal um ísland er oss
eigi kunnugt um.
I{ æda
við uppsögn kennaraskólans.
.... Þegar skólinn var settur
í haust, voru ekki komnir. nema
23 nemendur, en þeim fjölgaði svo,
að alls komu 35, 17 eldri og 18 nýir.
Einn þeirra hætti snemma vetrar, til
að stunda annað nám, en var hér þó
líka, þegar hann gat komið því við,
og 6 aðrir utan skóla fengu að vera
í’sumum greinum lengri tíma eða
skemri, með því að húsrúm var
nóg. Hér voru því stundum fullir
40. Af heilsubresti urðu 2 að hætta
og 1 hætti við próf, en því hafa
lokið 31 alls; þar af 19 kennara-
prófi. Til að standast það, þurfti
nú ekki nema 44 stig, því að
stjórnarráðið gerði þá undantekn-
ingu undan ákvæðum prófreglu-
gerðar, að próf skyldi í þetta sinn
telja fullgilt, þó að slept væri prófi
í handavinnu. Þau, sem undir
prófið gengu, hafa því öll staðist
prófið, og það furðu vel — bæti eg
við — eftir öllum ástæðum.
Fullur helmingur af þeim, sem
útskrifast, komu í haust í 3. bekk
án þess að liafa verið í 2. bekk.
Flest höfðu þau að visu notið til-
sagnar okkar kennaranna í fyrra
haust áður en skóli byrjaði, rúm-
an mánaðartíma, í því, sem okkur
þótti þyngst og erfiðast að bjarg-
ast fram úr á eigin spýtur. —
Þeir 10 nemendur, sem hlupu
þannig yfir 2. b., hafa þvi í vor
orðið að taka bæði fyrri og síðari
hluta burtfararprófs, og gefur að
skilja, að þeir hafa haft nóg að
hugsa og gera í vetur. Til þess
að spara eldsneyti var engin mið-
stöðvarhitun í skólanum í vetur.
Einungis tvær kenslustofur notaðar.
Hitt alt kalt. En þær voru notaðar
til kenslu frá 8 f. h. til 6—7 e. h.
Fyrra hluta dags handa 3. b. og
æfingab., en síðari hluta handa
1. og 2. b. Þessu fylgdi sá kostur,
að þeir 3. bekkingar, sem hlupu
yfir 2. b., áttu þess kost, að vera
a. n. 1. í báðum bekkjum, og not-
uðu það sumir svo kappsamlega,
að mér var um og ó, hvort ekki
væri ofboðið þolinu, oft 8 st. á
dag, en sem betur fer, hefir það
ekki komið að sök. — Auðvitað
heimtaði eg þetta ekki af þeim,
en eg gat ekki heldur fengið af
mér, að banna þeim það; minti
einungis á, að vara sig á ofraun.
Hinir, sem voru í 2. b. í hitt eð
fyrra, stóðu líka ver að vígi en
vant er, að því leyti, að meira
gleymist á 2 sumrum og 1 vetri,
heldur en á einu sumri. Sumir
þeirra komust ekki heldur hingað
fyr en seint og síðar meir vegna
sóttarinnar og samgönguleysis. —
Og þegar nú hér við bætist, að
skólinn varð að liætta alveg nær
3 vikur vegna sóltarinnar, og bæði
námsfólk og kennarar lömuðust
frá eftir það lengri og skemri tíma
meir en við höfum átt að venjast
áður, — sjálfsagt mest af völdum
hennar — þá veit eg, að menn skilja,
hví eg segi, að mér þyki prófið
hafa gengið furðu vel eftir öllum
ástæðum, og auðsælt, að hér hefir
ekki verið slegið slöku við námið.
Óneitanlega bendir það lika í sömu
áttina, er allir 3. bekkingar, þrátt
fyrir dýrtíðina, báðu um að lengja
skólatímann, svo sem hægt væri.
Við kennararnir urðum vitanlega
með ánægju við þeirri bón, og
héldum uppi kenslutímum með
þeim 4 st. á hverjum degi, jafn-
framl því, sem prófið stóð yfir í
1. og 2. bekk, alt fram að sumar-
deginum fyrsta. — En þó að tak-
mörkun húsnæðisins kæmi sér að
sumu leyti vel hér í vetur, fylgdu
henni mikil óþægindi og kenslu-
spjöll, svo að ekki er takandi í
mál, að una henni framvegis, þó
að sparað geti nokkur hundr. kr.
Það er tæplega heimtandi af kenn-
urum, síst þeim, er fjarri búa skól-
anum, að þeir verði að dreifa
kenslil sinni á allan daginn frá
morgni til kvölds. Tvær náms-
greinar féllu líka alveg burt:
handavinna og leikfimi, sem hvor-
uga má með nokkru móti leggja
niður. Hinni fyrri sá eg ekki unt
að bjarga í þetta skifti, en til þess
að fella ekki fimleika alveg niður,
komst skólinn i samband við í.
F. R. og lagði til 180 kr. til
hitunar fimleikahússins. — Sótlu
piltar héðan æfingar félagsins með
góðum orðstír, að því er formaður
félagsins hefir sagt mér, en vegna
veikinda byrjuðu þeir það ekki
fyr en eftir áramót. Enn fremur
tel eg vafasamt, að það borgi sig,
hússins vegna, að halda því óhit-
uðu að miklu leyti fleiri vetur, og
vafasamt, hvort ekki er misboðið
heilsunni með því, að vera annað
hvorl úti í hörkufrosti milli kenslu-
stunda eða sitja inni í kenslustof-
unum allan tímann, sem verið er
í skólanum. En til þess ætlast
heldur enginn, að eg vona, að við
búum við það fleiri vetur.
Hann hefir verið mikill undan-
tekningavetur yfirleitt, þessi bless-
aður vetur. Kenslufallið í fyrra vet-
ur og fleiri óvenjulegir örðugleikar
hafa að mínu áliti gert þær nauð-
synlegar, en eg tek það fram, að
þær mynda ekkert fordœmi, er til-
lit þurfi til að taka framvegis.
Þessi skólauppsögn er hin 10. í
þessum skóla, svo að hér er komið
að 1. rastasteininum, tugasteinin-
um, á æviferli skólans. Hann hefir
staðið í 11, starfað 10 vetur. —
Manni verður ósjálfrátt litið aftur;
en sögu hans fer eg ekki að rekja.
Hún er stutt enn og kunn. Fyrir
harðfylgi — að eg held eins manns
— var hann loks stofnaður. Með
eftirtölum og af vanefnum var
hann reistur í óruddu urðarholti,
utanbæjar að kalla. Og í hálf-
ruddri urðinni ógirtri stendur hann
enn, eins og sýnileg ímynd okkar
alþýðumentamála. — Alþingi hefir
hvað eftir annað synjað stjórninni
um fé til að ganga frá skólablett-
inum, þó að vart mundi nokkur
borgari bæjarins hafa sýnt húseign
sinni slíka vgnhirðu. En látum
það svo vera. »Klæðin gera ei
kappann«. Hitt er meira mein, að
hann skuli enn vanta sæmilegan
æfingaskóla. Það virðist þó ekki
mjög torskilið, að það er ekki gott
að kenna kenslufræði án æfinga-
skóla, svo að haldi komi. Það er
líkt og að kenna læknisfræði án
sjúkrahúss, eða sund á þurru landi.
Auðvitað þyrfti skólinn líka lengri
námstíma, en maður kveinkar sér
við, að heimta dýrari undirbúning
undir starf, sem ekki er betur borg-
að, en kennarastarfið hefir verið
til þessa. — Eg tala ekki fleira um
það. — En hvað hefir skólinn af-
rekað? Það er hægt að segja sumt
í tölum, svo sem tölu þeirra, er
liann liefir kent; og eg hef nokkuð
fj'lgt þeim með huganum, lil að
vita, hvað um þá verður síðan.
Alls hafa gengið inn í skólann