Tíminn - 22.05.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.05.1919, Blaðsíða 3
TÍMINN 183 an m 1 framleiðir ali, sem til aktýgja lýtur, og margt, sem tii reiBskapar heyrir. Heíir nægar birgðir fyrirliggjandi, svo sem: 4 tegundir aktýgi, kraga, klafa (bogtré) og allskonar ól-aíar og járn, sem selst lauslega, alt til búið. Klyfja-töskur, hnakk-töskur, hesta-höft, taum-beisli, allskonar ólar tilheyrandi reiöskap, beislis-stengur, istöö, svipur o. m. fl. Alt smíðað úr besta efni sem fæst, og vinnan svo vönduð sem unt er. Gangið inn á Laugaveg 67, [áður en þið festið kaup annarsstaðar. Pantanir utan af landi afgreiddar íljólt, því alt er tilbúið. Motið talsímaim ot; biðjið um nr. 048 A. llaldvin KinarssoH. Laugaveg 67. Aktýgjasmiður. Reykjavik. óvild né viljaleysi, lieldur blátt áfram af getuleysi. Þau eru ekki mörg heimilin, sem hafa alt er til þess þarf að bæta á sig 10—20 manns vikum saman, húsnæði, fæði, þjónustu o. íl. Ókunnugir menn gera sér litla hugmynd um, hver vandræði að þessu eru á hverju hausti, einkum í strjálbygðum sveitum, þar sem börnin geta ekki gengið að heiman til kennarans; hver fyrirhöfn og hugraun það er að ganga jafnvel aftur og aftur fyrir hvers manns dyr í þessum erindum. Og þessu starfi er dembt á menn nauðuga, menn, sem oftast hafa nóg með sig og sín heimilisstörf, og þar að auki eru kafnir undir margvísleg- um önnum í félagsþarfir, og borg- unin vitanlega engin, önnur en þessi gamla, sem allir geta úti látið, skammir og vanþökk. Því að lög- gjafar og landsstjórn hafa lengi legið á því lúalagi, að hlaða á bændur trúnaðarstörfum fyrir enga borgun, eða svo litla að engri átt nær. Það gat verið einhver heil brú í því fyrrum, meðan heimilin voru vel ment og vinna ódýr, nú er það rariglæti sem hefnir sín. Það er orðið efnalegt tjón og nið- urdrep fyrir bónda, að vera betur að sér en aðrir og hafa almenn- ingstraust. Eg rek ekki alleiðingarnar, þær eru margar og hver annari verri. Það er öfundarlaus staða af vera í fræðslunefnd með þessari tilhög- un. Þegar nú hér við bætist efinn um að nokkuð gagn sé í þessari fræðslu. Ekki var þessi rekagátt í mínu ungdæmi, hugsa þeir, og komst alt af fyrir því. Er þetta ekki alt saman hégómatildur ein- hverra aftaníossa, til að lafa aftan í öðrum þjóðum? Alþingi veit a. m. k. ekki betur. Það vill láta rannsaka, hvort ekki sé best að hætta við alla þessa barnakenslu. Er þá ekki vorkunn þó að fræðslu- nefndirnar óskuðu að það yrði ofan á, að fræðslulög og skylda steypt- ust sem fyrst fyrir ætternisstapa. Og nú er nýkomin tillaga um einstaklega einfalt bjargráð út úr öllu þéssu öngþveili um alþýðu- mentun okkar: Gefa alþýðu kost á góðum þýðingum af góðum útlend- um bókum með góðu verði. Eitt blaðið getur þess, að hún fari nú sigurför út um landið þessi tillaga. Mig skal ekki kynja, þó að fræðslu- nefndirnar setji upp stór augu, og voni að hér sé létt af sér vandan- um, því að höf. er að öllu góðu kunnur, bæði vitur og orðsnjall, og mælir margt fagurt um íslenska alþýðumentun, sjálfsmentun og heimilismentun. Allri þessari ment- un virðist eiga að vera borgið með þýðingunum, því hann spj’rnir um leið fæti við skólunum. Telur ábyrgðarhluta að vilja koma þeim á í sveitum eftir erlendri fyrirmynd. Það væri mun náðugra að láta nokkra góða íslensku menn sitja að bókaþýðingum heima hjá sér, jafnvel í igripum, heldur en að starfa í þessi sveitakenslu, og ó- dýrara að senda heimilum bækur en kennara. En það er gallinn að menn mentast ekki af bókum, nema þeir lesi þær og skilji, þær taka menn ekki tali að fyrra bragði. Fagrar og góðar hugsanir fljúga ekki úr þeim sjálfkrafa í brjóst mönnum, eins og fuglinn Sút. Tillagan er góð það sem hún nær. Góðar bækur eru ágætt og ómiss- andi menningarmeðal, þegar nægi- leg undirstaða hefir verið Iögð til að skilja þær og njóta þeirra, þá eru þær kjörnar til að byggja þar ofan á, en lítilsvirði þeim, er þá undirstöðu vantar. Það þarf ein- mitt góða kennara og góða skóla til að greiða góðum bókum, og göfugum hugsunum úr þeim, veg inn á heimilin og í huga almenn- ings, þær geta því aldrei komið í staðinn fyrir barnaskóla. Nær lagi væri, að þær kæmu fyrir háskól- ann, svo mikil fjarstæða sem það þó væri. Að ætla þeim að vera undirstaða almenningsméntunar, finst mér líkt því, ef reisa ætti kirkju, að byrja á turriinum og ætla kirkjunni að standa á honum. í strjálbýli, þar sem börn geta ekki gengið heiman að í skóla, hef eg ekki getað komið auga á neinn veg til að hjálpa heimilun- um til að veita börnum • sín- um nauðsynlegustu undirbúnings- fræðslu, annan en þann, að reisa heimavistarskóla, þar sem kennari geti haft börnin í næði í góðum húsakynnum, nokkrar vikur á vetri, og hópað þau eftir aldri og þroska, og orðið þannig fleirum að liði og til meira gagns, en unt er með sleifarlaginu sem er. Það fér svo fjarri, að eg álíti það ábyrgðar- hluta, að mæla með stofnun slíkra skóla, að eg álít það ábyrgðarhluta ríkinu, að byrja ekki þegar að leggja fé til þess, eins og nú er komið. Það er ofætlun að heimta það af fátækum sveitum eins og landbúnaðurinn er nú staddur. Ef eg ætti ráð á miljónum, þá skyldi eg ekki leggja þær í botn- vörpuskip, flugvélar, fossaiðnað og slíkt, heldur skóla, barnaskóla, og það einmilt eftir erlendri fyrirmynd þeirri bestu sem eg þekki, að því leyti sem samrýmst getur okkar hög- um, með húsakynni til fimleika, laugar og handavinnu. Eg vil að erfðaféð frá forfeðrunum. Bóka- og lestrarþráin hefir haldið þjóð- inni lifandi á hörmungaröldunum sem liðnar eru. Nú er þjóðin sögð vera frjáls. Til hvers skyldi hún fremur nota frelsi og fjárráð, held- ur en til að koma heilum her af úrvalshugsunum erlendra snildar- manna inn í vitund sina? Um hvað skyldi hún fremur hugsa en sína eigin menningu? Bókasafns-hugmyndin er einhver mesta andlega nýungin, sem fram hefir komið hér á landi síðustu árin. Öll þjóðin hefði sæmd og gagn af því, ef hún kæmist sem fyrst í framkvæmd. Það getur eng- inn skaðast við það, að islenska þjóðin mannast, nema ef það skyldu vera einhverir þeir menn til hér á landi, sem vilja halda við andlegu hrióstur-blettunum, sem miðalda-kúgunin hefir skilið eftir. En það er hér um bil ó- hugsandi, að nokkur maður sé svo skapi farinn. Bókavinur, XJoi bari i ahæli. Mér hefir dottið í hug, að rita nokkur orð um barnahæli; því að það er sú stofnun, sem mér finst vera mjög nauðsynleg fyrir land og lýð. Eins og öllum er ljóst hve bráðnauðsynlegt er, að lands- spítali verði reisíur fyrir landið, engu minni þörf knýr fram til þess, að barnahæli verði reist, til að ala upp munaðarlaus og fátæk börn. Mér tekur sárt að vita af mörg- um börnum, sem eru fædd hraust og þroskamikil kyrkjast niður af því, að þau alast upp við fátækt, og í húsakynnum, sem eru óvist- leg á allan hátt, og líða þar mik- inn skoit bæði andlega og líkam- lega. Uppeldinu í flestum kauptúnum landsins er svo ábótavant, að það verður að fara að taka þar alvar- lega í taumana. Siðspillingin er að komast inn i landið, og við þeim vágesti verður hver einasti hugs- andi maður að rísa, og várðveita æskulýðinn frá, að hann verði honum ekki að bráð. Skólarnir gera sitt til, að varðveita börnin frá sollinum, en það er ekki full- nægjandi. Margir foreldrar eru mjög hugsunarsljóvir um velferð barna sinna, en sem betur fer, veit eg, að mörg móðir hefir mikla löngun til að varðveita barnið sitt frá sollinum, en kraftana vantar til þess. Eg vildi óska, að einhverjir góðir menn og konur, vildu hrinda því máli af stað, að reist yrði barna- hæli fyrir landið, og það sem fyrst, því að það mál þolir enga bið. Það er von mín og trú, að margir góðir menn styrki það fyrirtæki með áheitum og gjöfum, svo sem víða er orðin venja erléndis. Ef eitt hæli væri reist fyrir landið, þá verður fyrsta atriðið, að velja staðinn. Hann mætti ekki vera nærri Reykjavík, og í öðru lagi, það yrði að velja mjög stóra hlunn- indajörð, sem mætti hafa stórt bú á, helst kúabú, því að barnaskap- ur væri það, að velja þá jörð, sem yrði of lítil eftir nokkur ár, svo að jafnskjótt yrði að bj'ggja að nýju á stærri jörð. Eg er nú svo skamt á leið komin, og það er víst af því, að eg er kona, að eg ber vantraust til ís- lendinga, að stjórna vel einu barna- hæli fyrir alt landið. Mér findist heppilegra, að hafa þau smærri og fleiri, t. d. að nokkrar sýslur tækju sig saman og hefðu eitt hæli, eða, að skiftingin yrði þannig, að Vestfirðir, Norðurland, Austfirðir, Reykjavik og Snæfellsnes, hefðu eitt hæli hvert fyrir sig, og sýsl- urnar og hrepparnír legðu drjúgan skerf til þeirra. En sjálfsagt væri, að velja þær jarðir, sem landið ætti, því að það sparaði fé, að þurfa ekki að kaupa jörðina, en að þær væru eins og eg sagði áðan stórar hlunnindajarðir og vel lag- aðar til ræktunar. Eg treysti því, að einhver mér færari verði til þess, að rita og ræða um þetta mál, og í því trausti hrindi eg þessum línum af stað til góðra manna. Kona.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.