Tíminn - 22.05.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.05.1919, Blaðsíða 4
184 TÍMINN Augnlæknisferðalag 1919. Með Sterling 5tn strandferð vestur um land 7. júlí, frá Reykjavík til Seyðisfjarðar. Paðan 1. ágúst lil Akureyrar. Dvel á Seyðisíirði frá 20.—31. júlí. A. Fjeldsted. Tímarit ísl. saiiiinafélaqa. Ritstjóri Jónas Jónsson frá Hriflu. Ritið fjallar um allar greinar samvinnumála. Upp- lagið hefir verið aukið, og getur ritið því tekið móti nýjum kaupendum. Heftin eru 4 á ári. Verðið afarlágt: 2 krónur ef keypt er alt að 50 eintökum, kr. 2,25 sé keypt alt að 25 eintökum. I lausasöln kostar árgangur- inn 3 krónur. Afgreiðsla og innheimta er hjá Guð- brandi Magnússyni, Skólavörðustíg 25, sími 749. Gjörist kaupendur þegar í stað! börnin fái hug á slíkum hlutum, og það er ekki erfitt að vekja á þeim aldri mætur á líkamsatgjörfi, fim- leika og hreysti. Þaðan sprettur svo með árunum, ef rétt horfir, íþróttakapp, vinnuhugur og snerpa. Mig langar ekkert til, þó unt væri, að gera þau sem flest að bókalús- um. Eg er ekkert ginkeyptur fyrir þeirri þjóðmenningu, að sem flestir vilji og treysti sér til að verða skáld og rithöfundar. Við þurfum — mér liggur við að segja fyrst og fremst — táp og fjör og fríska menn. En af annari hálfunni ætl- ast eg til að skólinn veki eflirtekt þeirra á því sem er í kringum þau, kenni þeim að gefa gaum ísl. nátt- úru, þeim undrum og dásemdum, sem heimahagarnir, sveitin þeirra hefir að geyma. Kenni þeim að lesa og skilja íslensku á íslenskum bókum og hagnýta sér þær, bæði til gagns og gamans. Glæði skjm þeirra, eftir þvi sem unt er á þeim aldri, á öllu góðu og fögru, fyrst og fremst í kristinni trú og sið- gæði, en jafnframt hvar sem er, í náttúru, mannlífi, bókmentum og sögu okkar sjálfra. — En hann þarf líka að veita þeim svo mikla fræðslu um önnur lönd og þjóðir, að þau komi ekki alveg úr fjöllum, þegar um þau efni er að ræða í blöðum og bókum. — Mér finst ekkert barn mega fara á mis við þetta. Til þess arna nægja engar, bækur engir dauðir bók- stafur. Með þeim þarf að minsta kosti lifandi orð og áhrif frá góð- um manni, vitrum og lagkænum áhugamanni. Pað er vandfundinn maður í þessa stöðu það játa eg, en vinnan er líka inndæl og blessunarrík, guði þekk og góðum mönnum. Og mér þykir vænt um að geta sagt það, að það hefir margt manna skrifast út héðan á þessum 10 ár- um, sem eg hefði með ánægju þorað að trúa fyrir því. Eg efast elckert um að svo verði áfram. Já, ef eg réði yfir miljónum þá skyldi elcki heldur kennaraskólinn bíða önnur 10 árin eftir æfinga- skóla. há skyldu lika Sunnlending- ar fá lýðskóla, góðan alþýðuskóla, áður en fossarnir þeirra verða fjötraðir til vinnu, jafnvel á undan Flóaáveitunni, því að víst er fossa- aflið mikilsvirði og frjóefni jökul- vatnsins, en 1000 sinnum er mann- fólkið fneira verf, sem býr þar, og ef það á að úrættast, sökkva nið- ur í deyfð og ómensku, þá mega fyrir mér fossarnir duna óbundnir eins og áður, og jökulárnar fleygja í sjóinn frjóefnum sínum um ald- ur og æfi. Og þá skal eg nú ekki tefja lengur tímann á þessu tali. Ein- ungis kveðja ykkur hér öll að skólaslitum með kærri þökk fyrir samveru og góða samvinnu, kenn- ara, prófdómara og námsfók. Eg þakka ykkur námsfókinu sérstak- lega fyrir hvað djörf þið voruð, að koma liingað í haust með því útliti sem var. Pað réðist ekki bet- ur úr en áhorfðist heldur þvert á móti. Veturinn varð ykkur vitan- lega óvenju erfiður að ýmsu leyti, sumum ákaflega, en eg hef aldrei heyrt ykkur æðrast. Eg er því svo væntinn að gera mér von um, að þið sjáið ekki eftir dirfskunni þrátt fyrir alt, og óska vildi eg, að þið þyrftuð þess aldrei. Eg vona það lika og óska, að ykkur, sem ekki eruð útskrifuð, sjái eg hér öll faeil og glöð að hausti, og að útlitið verði þá dálítið árennilegra og bjartara framundan. Til ykkar hinna mun eg þá líka hugsa, livar sem þið verðið þá niður komin. Þess er stundum getið í gömlum sögum, að menn léðu giftu sína til fylgdar mönnum, er lögðu af stað í vandasamar sendiferðir. Sú er mér í svipinn auðsæst og liugstæðust gifta mín í lífsstarfi mínu, hve miklum hlýleik og góðvilja eg lief einlægt átt að mæta hjá þeim sem eg átli að vinna fyrir, bæði ykkur og öðrum. Eg vildi að eg gæti fengið ykkur öllum þá giftu til fylgdar, það væru makleg laun fyrir við- kynninguna. Eg hef þá öruggu trú, að guðs blessun fylgi því starfi, sem svo vel er þakkað og þegið, þó að það sé í veikleika unnið. Guð blessi ykkar æfistörf og æfispor, livar sem þau eiga að liggja. Og slítum svo skóla með sameiginleg- um bænarsálmi fyrir okkur öllum saman. Magnús Helgason. Atliugist. Tölublaðatala á siðustu þrem tölublöðum »Tímans« er röng, 31., 32. og 33. í stað: 37., 38. og 39. Eru lesendur beðnir að virða á hægri veg þessa óaðgæslu, en hún stafar af þvi, að aukablöðin, sem íluttu fossanefndarálitið, gleymdust úr röðinni, bæði hjá ritstjóra og setjara. Blaðsíðutalan breytist eftir því. 3þr6ttalijið i Reykjavik. Það heíir verið ærið dauft und- anfarin ár. Glíman að kalla út- dauð. Og áhugi yfirvaldanna með leikfimi ekki meiri en svo, að hinn eini verulegi íþróttakennari, sem völ er á, hefir dvalið upp í sveit, norður á landi, síðastliðna tvo vetur. Það hefir ekki þótt neitt handa honum að gera. Þetta er sýnishorn 'af þvi hvernig sum svið menningar eru vanrækt hér á landi. Eða öllu heldur, öll þau svið, þar sem menn ekki leggja augnabliksgróðann um leið og verKinu er lokið. Að vísu mun marga gruna óljóst, að Iífsaflið og heilsan er auðnr, engu síður en síldartunnur og fossa-áburður. En samt er látið reka á reiðanum. Von bráðar verða olympisku- leikirnir haldnir — í Antwerpen að sögn. í tvö síðustu skiftin hafa íslendingar sótt þangað með nokkra menn, a. m. k. sjmt sér-íþrótt okkar glimuna. Par skal jafnan kept um grip einn, sem verður sigurlaun þess manns, er þar sigrar í ís- lenskri glímu. Pað væri varla sæmi- legt, að hætta nú að koma fram sem sérstök þjóð út á við, eftir að sjálfstæðið er fengið. En hvað sem líður þátttöku i alþjóða-kappleiknum, þá er samt alófært, að engin vel fær íþrólta- fræðingur sé í höfuðstaðnum. — Liggur næst íþróttafélagi Reykja- víkur, að hafa þar forustuna, því að starf þess hljdur að verða lítils- virði, ef enginn er i bænum, sem kann vel að hafa forstjórn í þeim efnum. Þar næst er það skylda alþingis, að sjá svo fyrir kennara- skóla landsins, að þeir sem þar nema, verði færir til að liafa á Baldvin Einarsson aktýgj asmiður. Laugaveg 67. Reykjavík. Sími:648 A. Þakkarávarp. Öllum þeim sveitungum okkar sem okkur hafa veitt hjálp í bág- indum okkar, bæði með stórkost- legum fjárgjöfum og á- margvís- legan annan hátt, vottum við okkar innilegasta þakklæti, og biðjum guð að launa þeim af ríkdómi sinnar náðar. Hærukollsnesi ‘“/i 1919. Ingveldur Ásmundsdötlir. Páll Porsteinsson. Drengur getur fengið að Iæra skraddaraiðn hjá Gruðmundi Bjarnasyni klæðsltera. Aðaistræti 6. Reykjavík. Smáskrijtir Varðans færeyskt tímarit, kemur út árlega í 9 heftum. Flytur sögur, kvæði og ýmsan fjölbreyttan fróðleik. Kostar hér á landi 3 krónui/ árgangurinn. cingakrossur færeyskt vikublað, blað sjálfstæðis- mannanna. Kostar hér á Iandi 6 krónur árgangurinn. Ritstjóri Timans tekur á móti pöntunum hvors tveggja ritsins og annast útsending. Hækur og ritföxig- kaupa mcnn í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Kaflýslng/ lijá bæudum, — Mæling á vatni, upplýsingar um kostnað og annað er lýtur að raf- stöðvum stórum og smáum önn- umst við. Skrifið okkur og biðjið um upp- lýsingar. Við svörum tafarlaust. //.//. Rafmagnsfélagið Hiti og Ijós. Vonarstræti 8. Reykjavík. hendi íþróttakenslu út um land. Hér er um svo smávægilegan kostn- að að ræða, en hagnaðurinn hins vegar óútreiknanlegur, að óhætt mun að vænta góðra málaloka. íþróttamaður. AY! Hafið þér gerst kaupandi að Eimreiðinni? Ritstjóri: Tryg-gvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan GuteDbery.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.