Tíminn - 24.05.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.05.1919, Blaðsíða 3
TÍMINN 187 Heildsafa. Smásala. Söðlasmíðabúðin Laugavegi 18 B. Simi 646. Stærst og fjölbreyttast úrval af reiðtýgjum, aktýgjum, og öllu tilheyrandi s.s. allskonar ólum, beislum, töskum o. fl. Klyftöskurnar orðlögðu. Af járnvörum: Beislisstangir, úr járni og nýsilfri, munnjárn, taumalásar, ístöð og allskonar hringjur, einnig svipur, keyri, hestajárn, o. m. fl. — Ennfremur stærri og smærri tjöld úr ágætu efni, vagna-yfirbreiðslur, fisk- ábreiður og hestateppi. Fyrir söðlasmiði: Hnakk- og söðulvirki, plyds, dýnustrigi, hringjur, beislisstangir, ístöð, taumalásar, keyri.leður, skinn o.fl. §érstaklega er mælt með spaðalinökkum enskum og íslensfeum. Stöðug viðskifti í öllum sýslum landsins. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega. Byrjunarviðskifti verða undantekningarlítið stöðug viðskifti. Söðlasmíðabújlin Laugavegi 18 B. Sími 646. Heildsala. E. Kristjánsson. Smásala. eign og öllu korninu er skipað þar á land. Hin aðferðin er sú. Kornversl- unin er frjáls. Myllurnar einkaeign eða kaupfélaga. Ríkið útvegar úr- vals sýnishorn af öllum kornteg- undum og skyldar allar kornversl- anir að hafa þær til sýnis á for- sigluðum glösum. Á glösunum skal standa kornnafnið og efnasamsetn- ing þeirra og næringargildi. Skylt væri öllum kornverslunum að hafa þetta sem mælikvarða að miða við, með hæfilegri (lágmarks) sveiflu (latetude), sem venja er til. Gæti þá hver einstakur látið rannsaka kornið og komið ábyrgð á hendur seljanda, ef ekki er rétt skjTrt frá um næringargildi. Gæti þetta verið einn liður í nauðsynlegri fóðurlög- gjöf, sem væntanlega kemur nú á næsta þingi. Almenningur ætti þá ólíkt hægra með að hafa eftirlit með korn- kaupum sínum, en nú á sér stað, og er þess full þörf. Úr skeytum. — Á næstunni á að fækka her- skipum Pjóðverja svo ekki verði eftir nema 36, og engir kafbátar. — Bandamenn taka 15 þýska sæsíma. — Goliat-flugvél sem flutti 25 farþega náði nýlega nýu meti í hæðarflugi, komst 5100 metra í loft upp. — Hafnarverkfalli sena um hríð hefir staðið í Kaupmannahöfn er lokið, og komu aðiljar sér saman. — Mannerheim sem stýrir her Finna gegn Bolchevickum, á skamt ófarið til Petrograd, og búist við að hann taki borgina á næstunni. — Austurrísku friðarfulltrúarnir eru komnir til Frakklands. Mjólknrverð í Reykjavík Iækk- aði um miðjan mánuðinn úr 80 au. niður í 64 aura. Hefir maís lækkað i verði svo að töluverðu munar. og skornir frá allskonar tegundum, steinhnetumjöli, krít, leir, sandi, marmaradufti o. fl.« Petta er ófögur lýsing. Og hvern- ig getum við varist slíkum svikum, sem enga löggjöf eigum okkur til varnar og lítið skin berum á slika hluti? Allir munu geta orðið sammála um það, að ólíkt vandaminna sé að meta gæði ómalaðs korns en mjölsins, og alment mun það á- litið, að brauð úr heimamöluðu korni sé miklu betra en brauð úr aðfluttu mjöli. Við ættum því að hætta þeirri fásinnu, að láta út- lendinga mala fyrir okkur brauð. Gera það heldur sjálfir. Tillaga mín verður þessi: Við skulum láta landið taka í sina þjónustu góðan og vel færan ráðu- naut í rafmagnsfræði og reisa raf- myllur með aðstoð verkfræðingsins. Þar mölum við kornið. Nú er alment að vakna áhugi á meðal almennings fyrir rafmagn- inu. En við erum enn þá minni rafmagnsfræðingar en úrsmiðir. — Við verðum því að geta leitað til ábyggilegs manns, sem starfinu er vaxinn. Hann ferðast um landið, mælir fyrir rafveitum, gerir áætl- anir, leiðbeinir mönnum á ýmsa vegu og sér um útvegun á góðum og viðeigandi raftækjum. Þegar rafmyllurnar okkar eru nú farnar að mala, býst eg við, að tolla mætti innflutt malað korn til þess, að engum dytti í hug, að flytja inn malað korn. Til þess nú að tryggja lands- mönnum góða kornvöru, eiga myll- urnar að vera undir opinberu eftir- liti. En ekki er það nóg. Við þurf- um líka að fá sem besta kornvöru flutta inn í landið. Hér er um tvær leiðir að ræða. Ríkið sér um alla kornverslun og hefir kornmatsmenn á myllu- stöðunum. Myllurnar eru opinber þetta eiga þeir í sveita sins and- litis, að endurreisa úr rústum. Þá er til Versaille kom fór á sömu leið. Var fulltrúunum vísað til veru á sérstökum gistihúsum, og strang- lega bannað að fara þaðan. Nú líða nokkrir dagar og ekkert heyrist um það að þeim verði birtir friðarsamningarnir. Þeir sitja þar 200 manna og geta ekkert að- hafst. Setur þá BrochdorfT Rantzau rögg á sig, og gerir Clemenceau þau boð, að komist það eigi á næstu daga að þeir fái skilmálana, þá fari þeir heim þegar í stað. Miðvikudaginn T>. 7. maí voru þeim gefnir skilmálarnir í hendur. — Það var fyrirferðamikil bók og efnisrík. Kl. 3 eftir hádegi komu sex af þýsku fulltrúunum með Brockdorff Rantzau í fararbroddi á fund Bandamanna, þeirra þremenning- anna Clemenceau’s, Lloyd Georges og Wilsons o. fl. í Trianon Palace. Menn vissu fyrir að Clemenceau héldi þar ræðu og Brockdorff Rantzau myndi svara. En Clemen- ceau hafði ekki hirt um að láta BrockdoríY Rantzau vita neitt um það, hvers efnis ræða hans væri, eins og tíðkast meðal stjórnarherra og sendiherra, þá er mikils þykir um vert, og þótti aðstaða Brock- dorfl' Rantzau’s þvi hin versta. Clemenceau setti fundinn og hélt ræðustúf á þessa leið; og sneri máli sinu til Þjóðverjanna: ''Fulltrúar hinnar þýsku þjóðar. Hér er hvorki staður né stund til orðagjálfurs. Pið lítið hér fulltrúa frá öllum þjóðum þeim, smáum og stórum, er hafa bundist banda- lagi til þess að rísa gegn hinni geigvænustu styrjöld er hafin var til höfuðs þeim, með hinni mestu grimd. Nú er komið að hinum þung- bæru skuldadögum. Pið hafið beð- ið okkur um frið. Við erum reiðu- búnir til að veita ykkur hann. Pið takið hér á móti bók er gerir grein fyrir friðarskijmálum okkar. Pið fáið fyrst og framst tækifæri til að ræða þá ykkar ú milli. Og að sjálf- sögðu munum v.\ð veita ykkur alla aðstoð í hlutverki ykkar, enda er það augljós kurteysisskylda meðal siðaðra þjóða. En þessi annar Versaille friður er of dýrt keyptur til þess, að við skyldum ekki hafa rétt til þess með öllu móti að krefjast hins réttmæta endurgjalds er okkur her«. Var ræðan síðan þýdd á ensku og þýsku, en aðal ritari friðarfund- arins Dutasta setti eitt eintak af friðarskilmálunum fyrir framan þá Þjóðverjana, og þakkaði foringi þeirra, en lágt lá honum rómur. (Frh.) Loftskeytastöð er nú verið að setja á stofn í Flatey á Breiðafirði. Frímana B. Arngrímsson rit- stjóri á Akureyri biður Tímann fyrir eftirfarandi leiðrétting: í 3. h. Fylkis bls 4 og í 4. h. bls. 32 er þess getið að þingið hafi veitt honum 600 kr. á ári til að safna steinum og til »iðnaðarnáms«, á að vera til »iðnarafnota«, — sbr. Alþt. 1917, 19. h. bls. 1535. Ályt- anir þar að lútandi eru því rangar. | Baldvin Einarsson aktýgj asmiðnr. Laugaveg 67. Reykjavík. Sími:648 A. Fréttir. Tíðin er nú afbragðs góð á hverjum degi. Grænkar óvenju fljótt, því að sólskin og úrkoma skiftist á. Skipaferðir. Lagarfoss fór til Vesturheims 19. þ. m. —Botnía fór til Danmerkur 22. þ. m. — Gullfoss fer til Austfjarða og Danmerkur í dag. — ísland er væntanlegt frá Danmörku í júní byrjun. Flng. Með Botníu kom Rolf Zimsen flugmaður, bræðrungur Knúts borgarstjóra og þeirra syst- kyna. Ætlar að flytja fyrirlestra um flug, og byrja hér flugferðir, enda mun flugvél vera væntanleg hingað með einhverri næstu skipsferð frá Danmörku. Er verið að velja hent- ugan lendingarstað nærri bænum. Aðalfnndur Búnaðarfélags ís- lands var haldinn 17. þ. m. Las forseti upp venjulega skýrslu um starfsemi félagsins. Hefir mjög kipt úr framkvæmdum þess. Samþykt- ar voru tillögur frá Halldóri Vilhjálmsyni um að skora á bún- aðarþingið að útvega mann og styrkja til þess að nema fóðurtil- raunir á búfé, til þess að hægt sé að byrja á þeim hér sem fyrst, og að skora á búnaðþingið, að láta semja áburðar- og fóðurlöggjöf. Enn fremur tillaga frá Tryggva Pórhallssyni um að að skora á búnaðarþingið að krefjast mun hærra styrks til félagsins á fjárlög- um, alt að 250 þúsund krónur. — Fulltrúar á búnaðarþing voru kosnir Jón Þorbergsson og Tryggvi Pórhallsson. Varafulltrúi, Sigurður Sigurðsson ráðunautur. Heimkonmir íslendingar. Með Gullfossi síðast kom Jóhannes Jós- efsson íþróttamaður, ásamt konu sinni og tveim dætrum. Hefir hann dvalist ytra í 11 ár, farið um fjölda landa og sýnt iþróttir sínar. Fer hann aftur út um mitt sumar. — Ragnar Ásgeirsson garðyrkju- maður kom með Botníu siðast. Hefir hann verið kennari við garð- yrkjuskólann í Vilvorde í Dan- mörku. Dvelst heima í sumar og vinnur að garðyrkjustörfum hér í bænum. — Jöhannes Kjarval mál- ari kom og síðast með Botníu. Hefir dvalið um mörg ár við mál- aranám í Danmörku og Englandi. Hefir hann sýnt myndir sínar ytra og hlotið mikið hrós. Hefir nú opnað myndasýning hér í bænum. Gerir ráð fyrir að dveljast hér í sumar og fara utan með hausti. Ritstjóri: l'ryggvl PórhallsBBB Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.