Tíminn - 24.05.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN
að minsta kosli 80
blöð á ári, kostar 5
krónur árgangurinn.
AFGREIÐSLA
i RegJtfaoik Laagavef
í$, simi 2S6, át am
lané i Laafán simi 91.
III. ár.
Reykjavíb, 24. niaí 1919.
41. blað.
Ijandíiótta.
Um langan tíma hafa heims-
blöð Bandamanna rætt það, hvernig
fara ætti með Vilhjálm keisara.
Hafa þær tillögur hnigið mjög í
eina átt, sem vænta mátti.
Nú er svo að orði komist í frið-
arskilmálunum, að »Bandamenn
ákæra Vilhjálm II. fyrir hið mesta
siðferðisbrot gegn alþjóðarétti og
gildi sáttmála«.
Verður þess krafist af stjórn
Hollands, að hún framselji keis-
arann, dqmstóll verður skipaður
til þess að dæma málið, og skipa
hvert af fimm stórveldum einn
dómara.
Þýskalandi er gert að skyldu,
að láta af hendi öll skjöl og upp-
lýsingar, sem nauðsynlegar munu
Þykja.
Það mun svo fara mörgum manni,
að honum þyki hér langt gengið,
einlcanlega þar eð það er vitan-
legt, að Vilhjálmur er nú orðinn
farlama gamalmenni, sem ekkert
getur lengur af staðið. .4 hann og
ekki einn hlut að máli og fjarri
því. Og með hverju móti er nú
hægt að stofna óhlutdrægan dóm-
stól.
En á hitt er og að líta, að úr
því menn taka sér það vald, að
refsa fyrir brot, þá á það að ganga
jafnt yfir alla, hvort sem eru háir
eða lágir. Brot á alþjóðareglum
um viðskifti þjóða í milli, eru síst
minni, en brot á borgaralegum
lögum. Og hvað sem öðru líður,
þá er herförin á hendur Belgíu
hróplegt brot á ríkjasáttmála, og
er nú allur heiinurinn sammála
um það.
Það verður því ekki um það
deilt, að það er verjandi í alla
staði, að höfða slíkt mál á hendur
hinum fyrverandi þýska keisara.
En þá væri hitt og skylda, að
rannsaka gerðir allra stjórnmála-
manna og hershöfðingja, í báðum
herbúðum, því að víðar mun pott-
ur brolinn — en það mun ekki
verða gert. —
Varla nokkur staður hefir verið
eins umsetinn af blaðamönnum
eins og höll Bentinchs greifa í
Amerongen í Hollandi síðan keis-
arinn kom þangað í vetur. Svo
mjög hefir almenning langað til
þess, að fá fregnir af líferni og
kringumstæðum hins fyrverandi
^körulega þjóðhöfðingja.
Hann er þar gestur greifans,
fyrir bón og tilstilli hollensku
stjórnarinnar.
Einkennilegl má það vcra, að
hýsa slíkan mann mánuðum sam-
an, mann, sem hefir látið mest á
sér bera og lifað iburðarmestu lífi
af núlifandi mönnum, sem átti
meðal annars einar 30 hallir viðs-
vegar um ríki sitt og fór um löndin
með hinu fríðasta föruneyti.
Talið er víst, að Vilhjálmur sé
nú al-eignalaus maður, enda hefir
hann farið þess á leil við núver-
andi stjórn þ5rskalands, að sér yrði
lagður lífeyrir; en því var tekið
fálega. Allar stóreignirnar er hann
réði yfir renna til ríkisins; og alt
sem hann lét eftir í þýskalandi
verður víst tekið af honum.
Er hann lagði niður völd, var
hann í vestur herstöðvunum.
Eftir því, sem síðar hefir komið á
daginn, var það algerlega gagn-
stætt vilja hans, að hann sagði af
sér keisaratign. Rás viðburðanna
kom honum svo að óvörum, að
um engan undirbúning gat verið
að ræða frá hans hendi.
Og þó hefir þetta verið hinn
forsjálasti maður að vissu leyti.—
Nokkru eflir, að hann var »úr sög-
unni« og nýir valdhafar fóru að
koma sér niður í stjórnarhöllum
Berlínar, kom það upp úr kafinu,
að keisarinn hafði haft allskonar
matvæli til margra ára í kjöllur-
um sínum. Spurðist þetta mjög illa
, fyrir. Þótti það þar í Iandi hægð-
| arleikur, að örfa og æsa þjóðina
til áframhaldandi ófriðar-hörmunga
og sultar árum saman, en sitja
sjálfur í alls-nægtum af öllu tagi.
Það kvað hafa komið til orða,
að hann gæti unnið fyrir sér sem
húsgerðarmeistari. — Hefir sonur
hans einn fengið atvinnu hjá einni
stærstu bifreiðaverksmiðju Þýska-
lands.
Ebert, núverandi ríkisforseti, er
fyrverandi söðlasmiður, gestgjafi
og ökumaður.
Keisarinn lifir með lconu sinni
á náðarbrauði hjá annari þjóð.
xHversu eru hröpuð af himni
árborna morgunstjarna!’
Hversu ertu að velli lagður
undirokari þjóðanna!«
Millilandapósturinn.
Síðan vopnahléð var samið, hafa
verið gerðar marg ítrekaðar til-
raunir til þess að fá heimild bresku
stjórnarinnar til óhindraðra póst-
flulninga milli íslands og Norður-
landa, en breska stjórnin beíir
ekki séð sér fært að veita það. Nú
hefir stjórnin enn á ný fengið vit-
neskju um að breska ílotamála-
stjórnin hafi neitað að veita le}'fi
til frjálsra póstflutninga milli land-
anna, og gefi enga von um breyt-
ing á þessu fyr eti hafnbanninu
verði með öllu létt af. Reynl mun
þó enn að fá hér einhverju um
þokað.
pnaðarjélag Islanðs.
Embættismennirnir íslensku hafa
fengið dýrtíðaruppbót. Nú mun hún
eiga að vaxa að miklum mun.
Stjórnin leggur fyrir þingið launa-
hækkunar- og dj^rtíðaruppbótar-
frumvarp.
Fjárveitingar lil opinberra fram-
kvæmda hrökkva hvergi nærri.
Það verður að veita margfaldar
upphæðir til þeirra.
Búnaðarfélag íslands hefir feng-
ið styrk úr landssjóði. Á þeim
styrk er engin d}Trtiðaruppbót veitt.
Afleiðingin er sú, að framkvæmd-
ir félagsins eru þrisvar til fjórum
sinnum minni en áður. Það er ó-
hjákvæmilegt að það vanræki að
mestu leyti þau hlutverk, sem það
hefir tekist á liendur og með öllu
óhugsandi að það geti tekist á
hendur neitt af þeim fjölmörgu
hlutverkum sem nú krefjast hinn-
ar bráðustu úrlausnar.
Búnaðarfélag íslands er eins og
líkami Adams áður en lifsandan-
um var í liann blásið.
Væri nú réttast að halda hátíð-
lega útför þess, ef svo á fram að
ganga. Betra er autt sæti en illa
skipað. —
Búnaðarþing og fjárlagaþing
verður háð í sumar. Það er á
þeirra valdi, að velja þess í milli,
að halda Búnaðarfélaginu í þessu
ófremdarástandi, eða að hefja það
í þann sess sem það á að skipa,
með því að veila því nægilegt
starfsfé.
Landbúnaðurinn íslenski hefir
aldrei þurft á eins öflugri forystu
að halda og nú. Hver einasti bóndi
finnur það nú, liversu liart kreppir
að atvinnuveg hans. Og þó mun
kollhríðin eftir.
Búnaðarfélagið á að takast á
hendur forystuna. Það á að hjálpa
til þess að breyta vinnubrögðunum
í hagfeldara horf. Það á að ryðja
brautir, sem hverjum einstökum
eru um megn. Það á að benda á
hina n>7ju möguleika og kenna að
hagnýta sér þá. Það á að opna
augu ykkar bændanna fyrir auðs-
uppsprettum landsins ykkar og
hjálpa ykkur til þess að nota þær.
Með nægu fé og starfskröftum, á
Búnaðarfélagið að geta gert hverj-
um einasta bónda marga jafngóða
greiða og skosku Ijáirnir eru og
skilvindurnar.
íslenskir bændur. Á þingmála-
fundum í vor, eigið þið að krefj-
ast þess af fulltrúum ykkar, að
veita mjög aukinn styrk til Bún-
aðarfélags íslands, a. m. k. fjór-
faldan á við það sem nú er.
Það er gott til marks um hveij-
ir vilja landbúnaðinum vel, hverj-
ir eru góðir þingfulltrúar, hvernig
þeir greiða atkvæði um aukinn
styrk til Búnaðarfélagsins.
Tíminn mun telja það skyldu
sína að birta nöfn þeirra alþingis-
manna, sem greiða atkvæði gegn
því.
Það væri hinn heimskulegasti
sparnaður að skera við nögl fjár-
framlög til þeirrar stofnunar sem
á að hjálpa aðalatvinnuveg Iands-
ins fram úr yfirstandandi krögg-
um.
Sú krónan sem látin er til þess
að auka og bæta þá framleiðslu,
kemur margföld aftur.
Við höfum lítið gagn af þvi, að
vera að vernda þjóðernið, ef sveit-
irnar leggjast í auðn. Því að þá
er um leið þjóðerni og menning,
bæði andleg og likamleg hreysti
sjálfdauð í landinu.
Brauðiö.
Eftir
Haildór Vllhjálmsson
skólastjóra.
Kopngæðin.
Brauð er nálega eingöngu hér á
landi búið til úr hveiti og rúg-
mjöli og er'það aðallega vegna þess
að í þessum mjöltegundum er mik-
ið af jurtalími sem gerir deigið
seigt, svo það á liægra með að
lyfta sér við gerð og bökun.
Til eru fjöldamörg afbrigði á
meðal korntegundanna, og er efna-
samsetning þeirra allmjög breyti-
Ieg og þar með gæðin.
Sáðtími og sáðmagn hefir enn
fremur áhrif á korngæðin. Þegar
gisið er sáð verða sprotarnir fleiri,
allmargir vanþrífast og mynda að
eins þunna smá kjarna. Er venju-
legast meira af eggjahvítu i þeira
en minna af kolvetnum og íitu.
Áburður og jarðvegur liefir eðli-
lega mikil áhrif. Köfnunarefnis-
áburður eykur venjulega blað-
vöxtinn (sbr. mikinn þvagáburð í
kartöflugarða), dregur úr kolvetna
og fitumyndun, en eykur köfnun-
arefnissamböndin. Svipuð áhrif
hefir of mikill þurkur. Kjarninn
verður rýr og efnasnauður, en
mikið af jurtataugum. Þá hefir
þroskinn vitanlega feiknainikla
/