Tíminn - 04.06.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.06.1919, Blaðsíða 4
196 T I M I N N Tillaga. Verður landsversluninni haldið áfram? Þannig spyr margur nú, því allir vænta, að dýrtíðinni fari nú smám saman að létta. Skoð- anir manna eru mjög skiflar um þetia efni, vilja sumir að verslunin haldi áfram, en aðrir að hún hætti. — Mér finst, að það geti ekki kom- ið til mála, að verslunin haldi á- fram í þeirri mynd, sem nú er, því það mundi skapa óeðlilega samkepni, og vera ósamrýmanlegt við það fyrirkomulag viðskifta- lifsins, sem nú á sér stað hjá oss. — f>að er óeðlilegt, að ríkið keppi sjálft um viðskiftahagnaðinn við þá menn, sem það hefir selt rétt- indi til þess, að hafa viðskiftin með höndum. Öðru máli er að gegna, ef rikið tæki að sér einka- sölu á einhverjum vörutegundum. En um það atriði skal eg ekki ræða að sinni, því tillaga mín fer í aðra átt. Eins og kunnugt er hefir það rúgmjöl, sem vér höfum neytt nú í striðstíðinni, verið mjög blandað; svo mjög hefir mjölið verið bland- að einhverju rusli, að brauð úr sumum pokunum hafa varla verið manna matur. þótt mest hafi borið á þessu nú, hefir oft áður verið kvarlað undan því, hve gróft ’út- lenda rúgmjölið hefir verið, og allir sem malað hafa rúginn sjálfir, hafa fundið mjög mikinn mismun á gæðum mjölsins. Er nú nokkur nauðsyn á því, að halda því áfram að láta útlendinga mala handa okkur rúginn? Eg hygg að allir, sem athuga þetla atriði, hljóti að svara spurningunni neitandi. Til er nóg fossaíl í landinu til þess að snúa kvörnunum, og nú eigum við skip til þess að flylja korn- ið frá framleiðslulöndunum og verslun til þess að annast um um sínum; því jafnvel þótt fræðsla hans hafi verið og sé ágæt í læknisfræðum, þá er hitt ekki minna um vert, hve samviskusem- in og umhyggja fyrir sjúklingum hans er mikil, og er í því sem öðru lærisveinum sinum til fyrir- myndar, það er sá þáttur í kenn- arastarfi G. M., sem hann leggur hina mestu áherslu á, og hefir með því áreiðanlega haft hin heillaríkustu áhrif á lærisveina sína, og mun ávalt verða lil fyrir- myndar hverjum góðum lækni. G. M. hefir ekki ritað ýkja mik- ð í læknisfræði, enda er það síst við að búast, þar sem hann hefir að heita má verið alt af önnum kafinn, hefir á hendi tímafreka kenslu, auk mikilla læknisstarfa. Þó hefir hann ritað töluvert bæði í dönsk og þýsk læknatímarit um sullaveiki. Ritgerðir hans eru, eins og vænta mátti, frábærlega vel rit- aðar, bera Ijósan vott um staka vandvirkni og samviskusemi. Rit- gerðir þessar hafa orðið til þess, að hann er nú álitinn sá læknir- inn hér á Norðurlöndum, er hafi framletSir ait, sem til aktýgja lýtar, og margt, sem til reiðskapar heyrir. Heftr nægar birgðir fyrirliggjandi, svo sem: 4 tegundir aktýgi, kraga, klafa (bogtré) og allskonar ól-alar og járn, sem selst lauslega, alt til búið. Klyfja-töskur, hnakk-töskur, hesta-höft, taum-beisli, allskonar ólar tilheyrandi reiðskap, beislis-stengur, istöð, svipur o. m. fl. Alt sntíðað úr besta efni sem fæst, og vinnan svo vönduð sem unt er. Gangið inn á Laugaveg 67, áður en þið festið kaup annarsstaðar. Pantanir, utan af landi afgreiddar íljótt, því alt er tilbúið. Hotið talsímaim og biðjld um nr. 64§ A. Oiilcivin Einarsson. Laugaveg 67. Aktýgjasmiður. R.eykjavík. Heildsaia. Smásala. Söðlasmíðabúðin Laugavegi 18 B. Simi 646. Stærst og fjölbreyttast úrval af reiðtýgjum, aktýgjum, og öllu tilheyrandi s.s. allskonar ólum, beislum, töskum o. fl. Klyftöskurnar orðlögðu. Af járnvörum: Beislisstangir, úr járni og nýsilfri, munnjárn, taumalásar, ístöð og allskonar hringjur, einnig svipur, keyri, hestajárn, o. m. fl. — Ennfremur stærri og smærri tjöld úr ágætu efni, vagna-yfirbreiðslur, fisk- ábreiður og hestateppi. Fyrir söðlasmiði: Hnakk- og söðulvirki, plyds, dýnustrigi, hringjur, beislisstangir.ístöð.taumalásar, keyri,leður,skinno.fl. íiérstaklega er mælt meö spaðalinökliuni enskum og íslenskum. Stöðug viðskifti í öllum sýslum landsins. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega. Byrjunarviðskifti verða undantekningarlítið stöðug viðskifti. Söðlasmíðabuðin Laugavegi 18 B. Simi 646. Heildsala. E. Kristjíinsson. Smásala. fullkomnustu þekkingu á meðferð sullaveikinnar. Hann hefir því ver- ið fenginn til þess að rita um sullaveiki í nýútkomið rit, sem er samið af helstu háskólakennurum Norðurlanda í læknisfræði, og heit- ir: Lœrebog i Intern Medicin. Hann er einn hinna fáu manna, sem er ekki að eins sómi stéttar sinnar, heldur og þjóðar sinnar, og er óskandi, að örlagavöldin ætli honum énn þá mikið að vinna í þjónustu þessarar þjóðar, sem hefir borið giftu til þess, að fá hann í sonahópinn. (Læknablaðið.) ))GreX.« Góðui’ gestur. Vilhjálmur Slef- ánsson norðurfari er væntanlegur hingað i sumar. Verður gestur landsins, að boði stjórnarinnar. Kúadauði. Borið hefir á miklum kúadauða í Vestmannaeyjum í vor, vita menn ekki hvað veldur. — Búist við því, að dýralæknir muni rannsaka. Almanak Ólafs Thorgeirssonar er nýkomið hingað að vestan, og er það 25. árgangur þess. Er það ilt hve það er lítið ke^'pt hér, því að það er ávalt næsta fróðlegt og skemtilegt aflestrar. Megingreinin er eftir Jón Jónsson frá Mýri: Safn til landnámssögu íslendinga í Vesturheimi, sem nær yfir Vatna- bygðir, vestasta hlutann. Væri freistandi að prenta upp marga kafla úr ritinu. Hér kemur að eins ein glefsa úr Iandnáinssögunni: »Að sjá móður Steingríms, Guð- nýju, sem nú er 84 ára gömul, spinna á islenskan rokk, sem raf- urmagn snýr, er hrífandi sjón fyrir mig, sem um tugi ára hefi vonað, að rafurmagn, framleitt af íslensk- um fossum, mundi reisa ísland til efnalegs sjálfstæðis. — Petta smá-áhald, sem sett er í samband við rokkinn og lampann gömlu konunnar, hefir gert henni mögu- legt, að búa til tugi sokka og vetl- inga handa íslenskum hermönn- um«. Fjármark mitt er: Tvístýft a. h., sneiðrifað fr. biti a. v. Porgeir Porsteinsson Arnheiðarst., Fljótsdal Norður-Múlasýslu. kaupin. — Tillaga mín er því í sem fæstum orðum þessi: 1. Að bygðar verði á hentugum stöðum, nægilega margar myln- ur til þess að mala þann rúg, er landið þarf. 2. Að landsverslunin verði látin annast kaup á rúginum og sölu á rúgmjölinu, og hafi auk þess með höndum yfirumsjón með mölunarstarfinu. 3. Að skip landssjóðs verði notuð til flutninganna. Mér er það vel ljóst, að mjög margt kemur til greina, er mælir með og móti þessari tillögu; en það er ekki ætlun mín, að ræða málið itarlega nú, heldur að eins vekja máls á því. Ölluin hlýtur að vera ljóst, að þetta er nauðsynjamál, þess vert, að því sé gaumur gefinn. Böðvar Bjarnason. Fréttir. Tíðin. Sama vorblíðan hvern daginn eftir annan. Mun það nú óvíða, sem kýr eru ekki komnar út. Bannlög á Norðurlömlum. At- kvæðagreiðsla á að fara fram í Noregi næsta haust um tilbúnings, aðflutnings og sölubann á áfengi í Noregi. í Danmörku mun þess- og ekki langt að bíða, að sams- konar atkvæðagreiðsla fari frarn. Og það er talið vafalítið á báðum stöðum, að bannið sigri. Verður hún skiljanlegri í þessu Ijósi framkoma ritsljóranna tveggja, hin marg-umtalaða, og verður okkur til enn meiri hnjóðs. Sagði ísafold frá því á ný- lega, að þrír ritstjórar hefðu komið fram af íslands liálfu á blaðamannafundi dönskum nýlega, þeir: Ólafur Björnsson, Vilhjálmur Finsen og Jón Stefánsson, Norður- landsins sáluga. Mundi sú þrenn- ing harla ólíkleg til þess, að koma rétt fram af hálfu bannlandsins í þeim löndum, sem ætla að fara að stíga sama spor. Látnar. Aðfaranótt þess 29. þ. m. dó hér í bænum frú Guðríður Thorsteinsson, ekkja Steingríms rektors. Hinn 1. þ. m. andaðist og hér í bænum frú Louísa Jenson, ekkja Björns skólakennara Jenssonar. Látinn er 17. þ. m. Guðmundur Halldórskon Kálfhóli í Skeiðahreppi 73 ára gamall, áður bóndi þar. Ritstjóri: Tryggvl í’órhallBsoii Laufási. Sími 91. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.