Tíminn - 14.06.1919, Page 2
206
TÍMIN N
skipa- eða geymslu-vínanda. Og
þá var lögunum fullnægt. Þá hefir
yfirdómurinn komist að þeirri nið-
urstöðu, að löglegt sé að versla
með »smyglavín« hér á landi. Sekt-
ir fyrir launverslun með áfengi eru
svo lágar, að þær gera atvinnu-
veginn hættulítinn. Smyglavín kvað
hafa lækkað einna fyrst í vérði af
»nauðsynjum« íslendinga.
þjóðarviljinn með bannlögunum
er svo eindreginn, að nú um mörg
ár hefir enginn stjórnmálamaður,
sem nokkur áhrif hefir, treyst sér
til að fara opinberlega fram á að
bannlögin væru numin úr gildi.
Hins vegar hefir andbanningum
tekist að lauma inn í bannlögin
furðu mörgum fleygum, sem mjög
hafa dregið úr gildi þeirra, og að
minsta kosti orðið landinu til mink-
unar út á við.
Takmark bannmanna hlýtur að
vera það, að sníða smátt og smátt
af lögunum, þá ágalla sem and-
stæðingarnir hafa komið í þau.
Gera lögin að veruleika. »í*urka
landið« af áfengisnautn.
Eins og nú er komið málum,
virðast þrjú atriði í framkvæmd
bannlaganna vera einna þýðingar-
mest. 1. Að hindra ofdrykkju á
almannafæri. 2. Að læknar, lyfja-
búðir og iðnaðarmenn hætti að
misnota umráð yfir vínanda. 3.
Að þeir sem flytja inn og versla
með vin í hagnaðarskyni (smyglar-
ar og knæpueigendur) verði fyrir
svo þungum sektum, að atvinnan
verði bæði völt og litið gróðavæn-
leg.
Um eina af þessum umbótum
er fengin reynsla. í lögreglusam-
þykt Reykjavíkur var nýlega sett
það ákvæði, að sekta mætti um
50 kr. mann sem væri ölvaður á
almannafæri í bænum. Það er ekki
spurt um hvort bannlögin hafi
verið brotin, heldur um alment
velsæmi. Um sama leyti var lög-
reglumönnum Qölgað. Þetta ein-
falda ákvæði hefir haft afarmikil
áhrif. Áður kom það töluvert oft
fyrir að menn voru druknir á götum
úti. Og lögreglan gat ekkert að því
gert. Eins og það var löglegt að
sumir menn áttu vín, svo var það
og lögum samkvæmt að vera ölv-
aður, bæði inni i húsum og á göt-
um úti, eftir því hvar eiganda víns-
ins þóknaðist að láta sitt ljós skina.
Síðan sést varla drukkinn maður
úti. Allmargir menn hafa verið
sektaðir, Það hefir hrifið. Vínmenn-
jrnir kæra sig nú orðið ekki um
að verða fyrir barðinu á lögregl-
unni í Reykjavík. Hafnarfjörður
hefir lögleitt sömu ákvæði fyrir
þann kaupstað. Og ef að líkind-
lætur, verður þetta ákvæði fyr en
varir komið inn í lögreglusam-
þyktir allra kauptúna á landinu.
Má segja um þetta, að betra er
seint en aldrei, þvi að slik sam-
þykt hefði átt að vera á komin
bætur og til tryggingar tóku Þjóð-
verjar Kiaoehau af Kínverjum.
Höfðu Þjóðverjar búið um sig á-
gætlega í borginni, þá er stríðið
hófst. Borgin var prýðilega viggirt
og næsta þýðingarmikil verslunar-
borg.
í*á er stríðið hófst gerðu Jap-
anar kost á þvi, að berjast gegn
Þjóðverjum, á þann hátt, að vinna
eyjar þeirra í Kyrrahafi og Kiao-
chau, enda var Japönum það hinn
mesti þyrnir í auga, að þjóðverjar
áttu þessa fótfestu í Kína.
En þeir vildu vitanlega hafa
eitthvað fyrir snúð sinn. Þeir gerðu
þann leynisamning við Frakka og
Englendinga, að ef þeir gengu í
stríðið með þeim og ynnu Kiao-
chau, þá fengju þeir að halda borg-
inni að sigri loknum.
Komið er að skiftum og Japan-
ar herma loforðið upp á Frakka
og Englendinga. En Kínverjar mót-
mæla hástöfum, sem líklegt er.
Borgin er í Kina og ekkert jap-
anskt við hana. þjóðernisrétturinn
heimtar að hún verði eign Kína.
En Wilson setur ekki hnefann í
borðið.
Það er ákveðið að Japan fái
Kiaochau.
Það er harla merkilegt að bera
þessi tvö dæmi saman. Fiume og
Kiaochau.
Kinverjar eiga binn sama rétt
til Kiaochau, eða enn sterkari, en
Suður-Slafar til Fiume.
Hvað veldur því að svo ólikt er
úr málunum skorið?
það verður varla bent á annað
en að það sé máttarmunur og
ekkert annað.
Bandamenn þurftu ekkert að
óttast, þótt Ítalía risi upp á
afturfótunum út af sínu mótlæti.
Ítalía gat það ekki. Ítalía er svo
fjárhagslega lömuð eftir stríðið að
hún er bandamönnum háð. Ítalía
kemst ekki af án þess að fá mat-
vöru og ýmiskonar hráefni frá
Ameríku. ítalia verðúr að beygja
sig. t*að gerir engan baggamun
hvoru megin hún hallar sér, eða
þótt hún stykki úr alþjóðabanda-
laginu.
Gagnfræðaskólinn í Flensborg,
Hafnarfirði.
Þeir, sem ætla sér að ganga í gagnfræðaskólann í Flensborg næsta
haust verða að hafa sótt um skólavist til undirritaðs fyrir 10. sept.
þ. á. Inntökuskilyrði: að nemandinn sé 14 ára, hafi lært það sem
heimtað er í fræðslulögunum á þeim aldri, hafi vottorð um góða
hegðun og einnig læknisvottorð. Vilji einhverjir, sem eigi hafa lokið
bekkjarprófi, setjast í 2. eða 3. bekk, verða þeir að taka próf að
haustinu og sýna að þeir séu hæfir til að flytjast upp.
Skólinn er settur 1. okt., eiga þá allir nemendur að vera komnir.
Inntökupróf 2. 3. og 4. okt., skólinn stendur til 30. apríl og er um-
sókn bundin við allan skólatímann. Stúlkur jafnt og piltar eiga að-
gang að skólanum. Kenslan er ókeypis. í ráði er að taka upp heima-
vistir næsta haust við skólann og skal það tekið fram, að þeir sem
vilja njóta þeirra, verða að sýna tryggingu fyrir greiðslu fæðispeninga
í matarsamlagið. Allir utanbæjarnemendur verða að sjá sér fyrir
rúmfötum. *
Hafnarfirði 10. júní 1919.
Ögmundur Sigurðsson.
töluvert löngú á undan bannlög-
unum.
Um lækna, lyfjabúðir og iðnað-
armenn gildir hið sama. Pað væri
öfgafult að svifta þessa aðila um-
ráðum áfengis tik nauðsynlegra
hluta, eins og lækninga og iðnað-
ar. Sumir misnota leyfið og gera
sinni stétt og þjóðinni minkun.
Hinir eru fleiri, sem vel fara með
heimildina. Allur vandinn er þá
sá, að skilja sauðina frá höfrun-
um. Finna á auðveldan hátt hverjir
eru brotlegir, láta þá verða fyrir
aðhaldi laganna, og frelsa þá sem
saklausir eru frá því að bera af-
leiðingarnar af syndum annara.
Einfaldasta ráðið við alla þessa
aðila, er það, að prenta í opin-
berum skýrslum um hver áramót,
hversu mikið hver einstök lyfja-
búð, læknir, eða iðnaðarmaður
hefir notað af vínanda á árinu.
Jafnframt væri rétt að geta hversu
marga lyfseðla hver læknir hefir
gefið á árinu. Pá myndu þeir
manna- og dýralæknar, sem sjald-
an er vitjað af öðrum en þeim,
sem þurfa að fá brennivínslyfseðla,
íljótt þekkjast úr hópnum. Sumir
af helstu bókbindurum landsins t.
d. Ársæll Árnason nota engan eða
því nær engan vínanda við iðn
sína, en aðrir menn sömu séttar,
og síst færari í iðninni, þurfa ár-
lega á vínbirgðum að halda. Þeg-
ar opinber skýrsla kemur fyrir
almennings sjónir, er auðvelt að
gera samanburð, og fara furðu
nærri um það hverjir misnota að-
stöðu sína. Þetta ætti að vera
einkar kærkomin breyting öllum
þeim sem ekki hafa til saka unn-
ið. Löghlýðni þeirra væri þá sönn-
uð, að þessu leyti, og yrði ekki
véfengd. Sömuleiðis eru margir
menn svo veiklyndir og undanláts-
samir, að þeir útvega öðrum vín í
sinu nafni, annað hvort með lyf-
seðli eða áfengisbók. Ef skýrsla
væri birt um útlát vínfanga í land-
inu, yrði aðstaða þessara inanna
betri. Drykkjumönnum yrði erfið-
ara um vik að biðja um greiða,
sem gæti haft verulegan álitshnekki
í för með sér, fyrir þann sem veitti
hjálpina. Þá eru eftir þeir einir sem
selja vín eða lyfseðla sér til fjár,
samkvæmt heimild lyfjabúða, lækna
og iðnaðarmanna. Þeim væri mein
an breytingunni. Þeir myndu vafa-
laust hægja á sér um lögbrotin,
heldur en standa sannir að sök
frami fyrir dómstóli almennings-
álitsins. Og þá væri tilganginum
náð, þannig að allir væru betur
farnir. Jafnvel forhertir brotamenn
væru með þessu frelsaðir frá sjálf-
um sér.
Síðasta atriðið eru smyglararnir.
Ágirndin knýr þá fram. Þeir hætta
þá fyrst, þegar »iðnin« fer að
verða óarðvænleg. Slíka menn þarf
að typta með gifurlegum sektum.
Þar mætti koma við einskonar
Fiume - Kiaochau.
Borgin Fiume liggur við Adría-
haf og laut Austurriki fyrir stríðið.
íbúar borgarinnar eru flestir ítalir,
en i landinu sem að liggur búa
nálega eingöngu Suður-Slafar.
Þá er ítalir geúgu í lið með
bandamönnum í stríðinu, urðu
bandamenn að heita þeim ýmsum
friðindum á móti. Voru gerðir um
það leynisamningar, milli Frakka
og Englendinga annarsvegar og
ítala hins vegar. Var Fiume og
héraðið i kring eitt meðal annars,
sem ítalir áttu að fá að launum,
að unnum sigri.
Nú er sigurinn unninn og sest
að skiftum. En Bandaríkin hafa
bæst í hópinn síðan leynisamn-
ingurinn var gerður. Og Wilson
forseti heldur fram kröfunni um
þjóðernisréttinn.
Þá er ítalir kröfðust að fá Fiume,
samkvæmt leynisamningnura, reis
Wilson öndverður á móti. Kvað
samninginn að engu hafandi, þar
eð með honum væri brotinn þjóð-
ernisrétturinn.
Héraðið sem fylgdi Fiume ætti
skilyrðislaust að fylgja hinu nýja
Suður-Slafneska ríki, sem nú verð-
ur stofnað. Og óhugsandi væri að
skilja borgina frá þvi. Þar eð svo
margir ítalir væru í borginni yrði
að grípa til þess ráðs, að setja
hana undir umsjón alþjóðabanda-
lagsins.
Frakkar og Englendingar virð-
ast hafa setið hjá, þá er Wilson
setti hnefacn í borðið um þetta.
En forsætisráðherra ítala stökk
burt af fundinum, til þess að
sækja styrk heim til ítaliu. Leit
allófriðlega út. En helst verð
ur svo á að lita, að hann hafi
orðið að beygja sig.
Þó mun vart víst að málinu sé
fullráðið til lykta. —
K^aochau er borg nefnd og liggur
í Kina. Þá er sú öld hófst í
Þýskalandi, að afla nýlenda, varð
það fljótt efst á baugi, að reyna
ná fótfestu i Kína. Gaíst tilefni til
þess árið 1897. Þá drápu Kínverjar
tvo þýska trúboða. Og í skaða
i