Tíminn - 10.07.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.07.1919, Blaðsíða 4
228 T í M I N N U|i samiistÉniar á Islanði. I3eir sem ekki hafa heyrt hve miklum erfiðleikum það þótti bundið um 1880, að sigla verslunarskipum til Norðurlands, ættu að lesa 1. hefti af Tímariti ísl. Sam- vinnufél. þ. á. Par er skýrt frá hversu einn fátækur bóndi á Norðurlandi, kaupfélag Pingeyinga, og Otto Wathne brutu ísinn á 'því sviði. Verð 2 kr. séu keypt 50 eintök eða fleiri, kr. 2,25 fyrir alt að 50 eintökum. í lausasölu kostar árgangur- inn 3 krónur. — Heftin eru 4 á ári. Algreiðsla Skólávörðustíg1 25. Sími 749. Fréttir. Tíðin er hráslagaleg og köld hér í Reykjavík af hásumartíð að vera. Póstflatningnr milli íslands og Danmerkur látinn frjáls. Mun stjórn- arráðinu hafa borist tilkynning um það frá utanríkisráðuneytinu í gær. Stórbruni varð á Sigluflrði á mánudaginn, brunnu þar öll hús Söbstads útgerðarmans ásamt síld- arbræðsluverksmiðju. Voru húsin sjálf vátrygð í Brunabótafélagi Islands. Síldarafli hefir verið talsverður hér við Flóann i sumar,. og enn verður hér síldarvart. Crullbníðkanp var haldið hér í bænum 5. þ. m., hjónanna: Gríms Einarssonar og Ivristinar Gissurar- dóttur frá Syðri-Reykjum í Biskups- tungum, merkra bændahjóna af góðum og merkum bændaættum austur þar. Einar, faðir Gríms, bjó að Kotlaugum í Hrunamanna- hreppi og var sonur Gríms stú- dents, er lengi bjó í Skipliolti og þeir langfeðgar hver fram af öðr- um. En móðir Gríms var Guðrún, dóttir Jóns hreppstjóra á Kóps- vatni og Kalrínar Jónsdóttur Ei- ríkssonar frá Bolholti. Gissur Dið- riksson, faðir Kristínar, bjó að Vatnsenda í Villingahollshreppi, en móðir hennar var Ragnheiður Guðmundsdóttir frá Læk. — bau Grímur og Kristín bjuggu fyrst að Vatnsenda, en flutlust búferlum vorið 1883 að Syðri-Reykjum og bjuggu þar síðan 23 ár. Þá tók þar við jörðinni Ögmundur tengda- sonur þeirra, sem þar býr, og dvelja þau nú þar gömlu hjónin í góðu yíiriæti, og er einkuin hann óvenju ern og unglegur, þó hann sé á 9. ári um sjötugt, en kona hans er 8 árum yngri. Framan af áttu þau hjónin örð- ugt uppdráttar, þó að alt af kæm- ust þau vel af; var við ramman reip að draga, lílil efnin og mikil ómegð. En með frábærri elju, dugn- aði og reglusemi sigruðust þau á erfiðleikunum; efnahagurinn fór æ batnandi eftir því sem þau bjuggu lengur, og um það er lauk, áttu þau ábúðarjörð sina og gott bú. Heimilislífið yar hið ánægjulegasta frá upphafi til enda, hjónin sam- ráða um alt, eins og einn maður, og börnin bæði góð og mannvæn- leg. Þrjú börn mistu þau í barn- æsku, en þessi 10 eru enn á lífi og ólust öll upp heima. Þau eru hér talin eftir aldri: 1. Ragnheiður gift Ögmundi Guð- mundssyni hónda á Syðri- Reykjum. 2. Eiríkur, kvæntur Ingiríði Jóns- dóttur, bóndi á Ljótshólum í Svínavatnshreppi. 3. Guðrún, gift Guðjóni Gíslasyni bónda í Ásgarði í Grímsnesi. 4. Kalrín, gift Gísla Jónssyni bónda í Þórormstungu í Vatns- dal. 5. Gissur, kvæntur Sigrúnu Jóns- dótlur, bóndi í Dalbæ í Gaul- verjabæjarhreppi. 6. Gissur, ókvæntur, í Reykjavík. 7. Eyrún, gift f’orgrími Guð- mundssyni kaupm. í Reykjavík. 8. Ágústína Guðríður, gift Eggert Konráðssyni bónda á Hauka- gili í Vatnsdal. 9. Herdís, gift Pétri Guðmunds- syni bónda í Vatnshlíð í Ból- staðarhlíðarhreppi. 10. Ingibjörg, ógift í Reykjavík. Börnin og tengdabörnin mællu sér mót hér í Rvík, laugardags- kveldið 5. júlí, að Þorgríms kaup- manns Guðmundssonar og buðu foreldrum sínum til mótsins. Komu þau úr Húnavatnssýslunni landveg að norðan, sum sveitir, en sum Kjalveg ofan í Biskupstungur. — Ekki var vandalausra manna í gullbrúðkaupinu annað en Lárus Björnsson bóndi i Grímstungu, er var samferðamaður þeirra, og séra vandamál að fást við þessa vegi. Iivort nú þegar á að byggja full- komna akvegi á þessuin svæðum eða búa þau að eins undir hesta- fætur, og brúa þar sem verst er. Verður því lielst að velia meðal- hófið. Það |>arf að skipa sérstaklega f37rir um þessa vegi, og ákveða eftir hvaða reglum þeir skuli gerð- ir. Fyrst verður að leggja þar sem fjölfarnast er og ógreiðfærast. Ó- fullnægjandi tel eg þá aðferð, sem gilt hefir, að brúa stöku torfærur hér og þar, óreglulega, á póstveg- um, og lítið gagn er að því að ryðja og slélta vegastæðin, því að rigningavatn og leysingar grafa þá alt í sundur. f’að er engin frarn- búð í öðru en upphækkuðum mal- arvegum. Þjóðin verður að sann- færast á því, að eigi má leggja almarmafé og vinnu í ófullkomn- ari vegi en þá, sem eru upphiaðnir og malarbornir eða steinlagðir; hitt er sama og kasta fé sínu á glæ, í landi með röku eyjaloftslagi. Þjóðvegirnir mega að líkindum vera mjórri en akvegir liéraðanna. En þess ber framast að gæta, að leggja þjóðvegina, þar sem vænta má að þeir geti síðar, ef til viM fyr en varir, notast á einhvern liátt sem undirstaða járnbraular. Þær verða að líkindum fyrst lagðar milli héraða og landgfjórðunga. Þess vegna ætti það aovera fyrsta framkvæmdaratriðið til undirbún- ings þjóðvegunum, að kanna ná- kvæmlega hvar hentugast er að leggja þá, og seinna járnbrautir, yfir heiðarnar. Það hefir verið mesta mein þjóðarinnar í vegamál- unum o. fl., að eigi var hugsað nógu langt fram í tímann, við undirbúning þeirra. — Þá þjóð- vegakafla og brýr ætti fyrst að taka á fjárlögin, sem horfa best við umferð í framtíðinni. Þjóðvegakerfið svarar að ýmsu leyti til strandferðakerfisins, hvoru tveggja hafa það sameiginlegt, að veita þjóðinni mestan heildarhag og jöfn afnot; þess vegna má landssjóður ekki spara fé til þeirra, þó arðurinn sé seintekinn, því að hann margfaldast meir og meir með tímalengdinni. Yfirleilt verður að taka stærri og félagslegri tök- um á samgöngumálunum en gert hefir verið. Mun eg síðar í grein- inni sýna með hvaða stofnum á að auka tekjur héraðanna, og mættu þeir lika að nokkru gilda. fyrir landssjóðinn. Eg hefi nú bent á hvernig þjóð- félagið á að skipa fyrir um bygg- ingu akvega og þjóðvega, og sam- eina alla krafta sina til skjótra og varanlegra framkvæmda í því þarfa máli. Næst er að athuga viðhald þeirra. (Frb.) Pórólfur Sigurdsson. Morgunblaðið talar um eitthvað sem það kall- ar »samfœring<.( einmitt þegar það er að færa út kvíarnar; halda sumir að það sé af því að það viti elcki hvað sannfcering er — og hafi ef til vill aldrei vitað. Baldvin Einarsson aktýgj asmiður. Laugaveg 67. Reykjavík. Sínii: 648 A. Tvo kennara vantar í fræðsluhéraðRauða- sandslirepps í Barðastrand- arsýslu. Kenslutími 24 vikur. Laun samkvæmt fræðslu- lögum. Umsóknir sendistfræðslu- nefndinni fyrir 15. sept.br. 30. júní 1919. Frœdslunefndin. Bœkur og ritföng kaupa menn i Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Magnús Helgason skólastjóri og kona hans. Hann hafði verið sókn- arpreslur þeirra hjóna 20 ár og fermt systkynin öll. Börnin færðu foreldrum sinum gjafir, móður sinni gullúr og föður sínum staf, prýði- lega gripi; afhenti þá elsta dóttir, en séra Magnús hafði orð fyrir. Það var glaða sólskin yfir þeirri kvöldstund og mun hún lengi minnistæð þeim, er þar voru saman. M. Fiskiþingið hefir staðið hér undanfarið. í stjórn Fiskifélagsins tvö næstu ár kaus það: Hannes Hafliðason forseta, Kristján Bergs- son varaforseta. Meðstjórnendur: Geir Sigurðsson, Bjarni Sæmunds- son, Sigurjón Jónsson hafnargjald- keri, Þorsteinn Gíslason frá Meiða- stöðum. Til vara: Axel V. Tulinius og Guðm. B. Kristjánsson. Loftskeytastöðin í Flatey á Breiðafirði tók til starfa 1. þ. mán. Druknun. Maður féll nýlega út úr bát á höfninni í Borgarnesi og druknaði. I’á druknaði annar mað- ur fyrir skömmu á Palreksfirði, við það að bát hvolfdi í lendingu. Jóhannesi Jósefssyni og fjöl- skyldu hans var haldið fjölment kveðjusamsæli á limtudagskvöldið. Fór Jóhannes aftur til Ameríku með Lagarfoss. AY! Hafið þér gerst kaupandi að Eimreiðinni? Ritstjóri: Tryggvi í’órhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiöjan Gutenberg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.