Tíminn - 12.07.1919, Page 1

Tíminn - 12.07.1919, Page 1
TÍMINN að minsta kosli 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AFGREWSLA i Reykjavik Laugaveg 18, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. III. ár. Reykjavík, 12. jiilí 1919. 52. folat). fjárnál og skattar. Styrjöldin mikla er nú enduð að kalla má, þó að enn sé barist á eitthvað tutlugu stöðum í heim- inum. En nú á tíma eru þjóðirnar orðnar vanar svo miklum vigum, að þær telja þetta ekki nema litil- ræði. Víða þarf að fylla í skörðin. Mannslátin eru mörg. Sjö miljónir manna er talið að hafi fallið á vígstöðvunum, en tuttugu miljónir orðið aumingjar af sárum og harð- rétti. Skuldir sigurvigaranna einna saman eru taldar vera um 500 miljarðar. Sú hít virðist vera botn- laust hjddýpi. Enn er safnað í »sigurlánið« í Englandi, Frakk- landi og Bandaríkjunum. Enu er slegið á viðkvæma strengi um að lána hinum skuldugu þjóðfélögum meira og meira. Viðfangsefnin eru svo gífurleg, að þjóðirnar hugsa um það eitt, að fá peninga, afl þeirra hluta sem gera skal, og treysta framtíðinni til að ráða þær gátur, hvernig þessar heljarmiklu skuldir verða borgaðar. Og menn verða vel við þessum kvöðum. Peningar streyma inn í sítómu ríkisfjárhirslurnar. Allar stéttir leggja fram fé eftir getu. Enskur ríkismaður ritar einu stór- blaðinu þar í landi. Segist eiga 10 miljóna króna virði í ýmsum eign- um. Af því breyti hann einum fimta hlut i peninga og láni rík- inu. Vextir af síðasta »sigurláni« Breta eru ekki nema 4°/o, svo að ekki gengur borgurunum hagnað- arvonin til. En þeir vilja sýna þakklæti sitt. Fórna á altari lands- ins fyrir það, að þjóðstofninn hefir komist lifandi úr hinni miklu eld- raun styrjaldarinnar. Par sem lánin hætta taka skatt- arnir við. Það eru ekki nein smá- ræðis gjöld sem lögð eru á auð- mennina í styrjaldarlöndunum. Og þeir bera þessar byrðar. Þeir finna að einhverir verða að bera þær, og að engum stendur það nær en þeim sem hafa mestan þróttinn. Það sem einkennir allar stríðs- þjóðirnar er fórnarviljinn. Allir hafa fundið og skilið, að telft var um það dýrasta, sem til er hér á jörðunni. Pess vegna hafa allir lagt fram sinn skerf í von um að bægja mesta óláninu frá. Hér á landi er engin slík sár að græða. Fólkinu hefir fjölgað á stríð^árunum. Efnin hafa vaxið yfirleitt. Pjóðin kemur styrkari út úr eldraun þeirri, sem alt mannkynið hefir gengið gegnum síðustu fimm árin. En hér vantar einn lið í keðj- una borið saman við aðrar þjóðir. Hér skortir mikið á fórnfýsina um að bera hinar sameiginlegu byrðar. íslenskir efnamenn hafa ekki lagt fé fram gegn lágum vöxtum til að tryggja framtíð þjóðarinnar. Land- ið hefir þurft að taka nokkur lán til bjargráðanna. En enginn eyrir af því hefir verið fenginn með út- boði innanlands, eins og meginið af stríðslánum annara þjóða. Það þýðir ekki að bera fátækt við. Efn- in eru til, í hlutfalli við verltefni þau sem mest nauðsyn er að leysa. Nú er svo komið hér á landi að langþýðingarmesta bjargráðið er það að læra að innheimta skatta réttlátlega, þ. e. eftir efnum og ástæðum. Öll útgjöld landsins margfaldast, meðfram af því að peningar falla í verði. En tekjurn- ar aukasl hvergi nærri að sama skapi, eða réttara sagt því nær ekki neitt. Verðhækkunin kemur ekki fram landssjóði til hagsbóta. Brýna nauðsyn bæri til að senda skattafróðan mann um nokkur næstu lönd, þegar í vetur, til að kynna sér skattheimtu og tekju- öflun eins og hún nú gerist. Strið- ið hefir kenl mönnum ytra ekki einungis að eyða almannafé, held- ur og aíla þess. Yiðreisn iandbúnaðarins, Kröfur búnaðarþings. Kröfur þær, sem búnaðarþingið gerði til alþingis, og samþykti í einu hljóði, bera þess ljósan vott, að allir sjá það nú og eru sam- mála um, að nú verður að hefjast handa í stórum stýl um viðreisn landbúnaðarins. Pað er ekki nema um tvent að gera: að láta alt fara í kalda kol, eða að gera þær ráð- stafanir og fá þá starfskrafta, sem geta lagt undirstöðu undir stefnu- breyting í rekstri atvinnuvegarins. Hitt var búnaðarþingið og öldungis sammála um, að forystan í þeim efnum ætti að sjálfsögðu að vera hjá Búnaðarfélagi íslands. Fer hér á eftir áætlunin um út- giöld félagsins næsta fjárhags- tímabil: 1920 1921 kr. kr. 1. Stjórnarkoslnaður: - a. Laun forseta . . . 5000 5000 b. Ferðakoslnaður . 500 500 c. Tilmeðstjórnenda tveggjá 1000 1000 d. Skrifst.kostnaður. 5000 5000 2. Búnaðarþingskostn.. » 4500 3. Til verkfæra: a. laun verkfæra- ráðunauls 4000 4000 1920 1921 kr. kr. b. ferðakostnaður . . c. til verkfærakaupa, 8000 4000 sýningar, reynslu d. til styrkt. og verð- launa fyrir ný verkf. eða breyt- 20000 40000 ingar á verkfærum 4. Til vatnsveitinga: 5000 5000 a. laun áveitufræð. . 5000 5000 b. aðstoð og ferðak. d. mælingatæki og 4000 4000 handbækur .... 2000 » 5. Til fóðurræktartilr.: a. lann tilraunastj. . 4000 4000 b. ferðakostn. alt að 1500 1500 c. starfsfé 6. Til garðyrkjutilr.: 5000 5000 a. laun garðfræðings 4000 4000 b. starfsfé 7. Til ýmislegra rækt- 5000 5000 unarfyrirtækja .... 8. Til búfjárræktar: a. laun þriggja ráðu- 12000 12000 nauta b. ferðakostnaður og 12000 12000 aðstoð . c. til framkvæmda í 7000 5500 búfjárrækt 20500 20500 . 9. Til efnarannsókna . 3000 3000 10. Til búnaðarrita . . . 11, Til bún.sambanda: 8000 8000 a. Rækt.fél. Norðurl. b. Búnaðarsamband 25000 25000 Austurlands .... 13500 13500 c. Bún.samb. Vestfj. 9000 9000 d. Suðurl. e. Búnaðarsamband 8000 8000 Dala- og Snæfellsn. f. Búnaðarsamband 2000 2000 Borgarfjarðar . . . g. Búnaðarsamband 2000 2000 Kjalarnesþings . . 12. Til mjólkurmeðferð- 1000 1000 arkenslu 4500 4500 13. Til utanfara 6000 6000 14. Til búnaðarfræðslu. 6000 6000 15. Vinnuhjúaverðlaun . 16. Kostnaður af félags- 500 500 húsinu . . 500 500 17. Ýmisleg gjöld .... 2500 2500 18. Lagt í sjóö 1500 1500 Samtals 223500 240500 Er nú undir högg að sækja hjá alþingi, að þessi störf geti komist í framkvæmd. — Tekjur félagsins hvort árið, aðrar en landssjóðs- tillagið, eru alls ekki nema 6 þús- und krónur. Það er því farið fram á 217500 kr. tillag úr landssjóði fyrra árið og 234500 kr. tillag sið- ara árið. Það eru fulltrúar langfjölmenn- ustu alvinnurekendanna, sem ein- huga gera þessar kröfur. Það eru fulltrúar þess atvinnuvegar, sem á hvílir ekki einungis afkoma lang- flestra, heldur og að öll framtíð og sjálfstæði þjóðarinnar. Rúmið leyfir það ekki nú að fara nánari orðum þessar kröfur, en það verður gert síðar. Og Tím- inn mun telja það skyldu sína, að hafa vakandi auga á því hvernig þingið bregst við. Hrossasalan. i. Eitt af bjargráðum landsstjórnar- innar árið sem leið, var að fela útflutningsnefnd að selja erlendis öll þau hross, sem út voru flutt síðast liðið sumar. Þetta lánaðist prýðilega. Aldrei hafa bændur feng- ið svipað því eins gott verð fyrir hesla erlendis eins og þá. Bar tvent til sérstaklega. 1. Að hrossa- spekúlantarnir fleyttu nú ekki þriðjung verðsins ofan af eins og stundum áður. 2. Að innbyrðis samkepni hrossasalanna þrýsti ekki verðinu niður, af þvi varan var öll á^ einni hendi. Hrossaeigendur voru mjög þakk- látir stjórninni og útflutningsnefnd fyrir þessar aðgerðir. Visir var hált raunalegur á svipinn og sagði fátt, er talað var unf hrossasölu. Allir sem málið kom við voru glaðir, nema hrossakaupmennirnir. En þeir báru harm sinn í hljóði fyrst uin sinn. En sumum þeirra vildi líka happ til í fyrra. Útflutningsnefnd borgaði á hrossamörkuðum hátt meðalverð fyrir hestana, en gaf vonir um uppbót, ef vel gengi, þegar sölunni væri lokið. Þetta er alþekt úrræði i samvinnufélögunum. Menn sem þekkja skipulag þeirra, skilja þetta vel. Vissu að hrossin voru tekin í umboðssölu, seld á þeirra ábyrgð, og að þeir fengju að lokum sann- virði fj'rir þau. En því miður eru en margir menn á íslandi, sem enga reynslu hafa af þessu tagi. Og sumum hrossaeigendunum varð hált á þessu í fyrra. Þeir héldu að mark- aðsverðið væri sama sem fulln- aðarverðið. Og þegar hrossaprang- ararnir komu til þeirra og buðust til að kaupa vonina í uppbótinni þá ginu þeir yfir flugunni. Upp- bótin gekk kaupum og sölum í sumum sveitum. Og prangararnir rúðu bændur inn að skinninu. Lægst verð á »uppbót« mun hafa verið 10 kr. Hæst 80 kr. Uppbót- in hækkaði í verði eftir því sem á leið, og hættan óx, að upp kæm- ist, hver gróðin var þetta vor. Verður ef til vill síðar sagt nánar frá þessum ódrengilegu skiftum prangaranna við hrekklaust, en fáfrótt fólk. II. Almannarómurinn félst á það að landsverslun með hross myndi vera arðvænleg. Skagfirðingar sam- þyktu á sýslufundi tillögu þess

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.