Tíminn - 19.07.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.07.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN að minsta kosii 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AFGREIDSLA i Regkjavik Laugaveg 18, sími 286, út um land i Laufási, sími 91. III. ár. Reylyavík, 19. júlí 1919. 54. blað. Bresku fjárlögin. Sérhver Breti getur, með því að fletta upp í almanakinu, sagtgreini- lega frá því á fimm mínútum, hverjar tekjur enska ríkið hefir, hver útgjöld og hvað það skuldar. Fjárhagsárið stendur frá 1. apríl til 31. mars og engu er blandað saman frá ári til árs. Á haustin á hver stjórnardeild að semja áætlun um hvað hun vilji nota af fé á næsta ári. Áætlanirn- ar eru bornar undir ráðuneytið. Þar fara fram aðal umræðurnar um fjárlögin. Þegar parlamentið kemur saman í janúar eða febrúar er fjárhags- áætlunin gerð kunn þingheimi og almenningi. Af henni má sjá hverju þjóðin muni eyða á næsta ári. Fjármálaráðherra getur af því séð hve mikið fé hann þarf að útvega. Þingið getur breytt ein- hverju smávægilegu, en í aðalatrið- um verða fjárlögin samþykt eins og stjórnin gekk frá þeim. Tillögur um aukin fjárframlög geta ekki komist að, án þess stjórnin styðji þær. Þar með eru hrossakaupin í þinginu dauðadæmd. Fjármálaráðherrann ber ábyrgð á því að fé sé fyrir hendi til þeirra hluta sem samþykt er að verja þeim til. Hinn 31. mars lokar hann reikningum Iiðins árs. Hver eyrir sem inn kemur síðar heyrir til hinu nýja ári. Nú er alt gert upp á fáum dögum og fastar áætl- anir gerðar, bygðar á reynslu lið- ins árs, um sömu tekjustofna á komandi ári. Nú er það, eins og sagt var, gefið, hversu mikils Qár þarf við. Áætlist tekjurnar of miklar, gerir fjármála- ráðherra tillögur um annaðhvort, að lækka eða afnema einhverja tolla, eða að hækka við árslok ríkisskuldirnar. Áætlist tekjurnar of litlar er hann skyldur til að sjá fyrir nægilegum nýjum tekjum. Tillögur fjármálaráðherra i þess- um efnum eru nálega undantekn- ingarlaust samþyktar. Á friðartímum kemur það varla fyrir að áætlanir fjármálaráðuneyt- isins breytist, til hvorugrar hliðar. Gladstone lét lögleiða það, að yfir alla fjármálastjórnina er settur sérstakur gæslumaður, óafsetjan- legur með öllu, eins og æðstu dóm- arar, og utan og ofan við öll sjórnmál og á að hafa eftirlit með því að störfin séu vel af hendi leyst, í tæka tíð og að alt sé í lagi. Væri fróðlegt við tækifæri að bera fjármálaglundroðann okkar, ofan frá og niður í gegn, saman við þetta skipulag. Séttsr kjisenðanna. Sálarástand þeirra meirihluta- mannanna í fossamáliuu í neðri deild — Bjarna og Einars — kom greinilega í ljós við fyrstu umræðu málsins. Bjarni byrjaði með meiri spekt og hógværð en dæmi eru til um hann og lagði ríka áherslu á hve lítið bæri á milli meiri og minni hlutans. Viðurkenning eign- arréttarins væri lítið aukaatriði. En þegar Sveinn Ólafsson fór að tala og rekja það ítarlega og með rökum hversu mikið bæri á milli, fóru þeir að ókyrrast svo mjög, tvímenningarnir, og taka svo á- fergjulega fram í fyrir Sveini, að það var því líkast að þeir ætluðu að varna honum máls. Fóru þeir aftur sömu för og þá er þéir slitu samvinnunni við hann i vetur, í því trausti að hann, bóndinn, entist ekki til þess að rita gegn þeim rækilegt nefndar- álit. Sveinn hristi þá af sér, rak fullyrðingar þeirra heim aftur til föðurhúsanna og svo þögnuðu þeir félagar. Þá hóf Gísli Sveinsson nýja sókn, en hinir tóku undir á eftir. Hann fór mörgum orðum og fjálg- legum um það hve það hefði ver- ið óviðeigandi að Sveinn hefði Ieyft Tímanum að birta álit sitt áður en hinir voru búnir. Ráku menn upp stór augu um allan þingsal- inn er Gísli lét svo um mælt, þvi að allir mintust þess, að í fyrra gekk hinn sami Gísli rækilegast fram í því að reka á eflir störfum fossanefndar og krafðist þess þá að hún birti álit sitt fyrir þetta þing. — Hann gerði ekki ráð fyrir því, góðurinn, að Sveinn í Firði yrði einn búinn á réltum tíma og í stað þess að þakka hon- um það að hann hafði gert rétt, ræðst hann á Svein fyrir að hafa einn gert það, sem hann krafðist áður af allri nefndinni. Hvað var það sem Sveinn gerði með því að leyfa að birta álit minni hlutans? Hann skaut máli sínu á réttum tíma, undir réttan dómstól. Hann lagði vinnu sína opinberlega fram fyrir augu alþjóðar á hæfilegum tíma fyrir alþingi. Hann hafði áður sent stjórninni verk sitt. Og stjórnin hafði lýst þvi yfir að hún flytti ekkert af frum- vörpunum, vegna naumleika tíxnans. Hvað var þá annað að gera, en að leggja málið undir dóm þjóð- arinnar? Er það ekki æðsti dómstóllinn í slíkum málum hér á landi? Og þegar þjóðin felur mönnurn verk að vinna og einn er búinn í tæka tíð, á þá að refsa honum fyrir ill vinnubrögð eða seinlæti hinna, og fela starf hans þangað til hinum þóknast að vera búnir. Nei og aftir nei. Góður málstaður á aldrei að íara í felur. Menn verða á þessu sviði sem öðrum að uppskera eftir því sem þeir sá. Vonska meiri hlutans og Gísla stafar af því hve menn hafa tekið niðurstöðum Sveins vel. Málstaður þeirra þoldi það ekki að hinn yrði kunnur. En íslenskir kjósendur verða að halda fast á þeim rétti að trúnað- armenn þeirra leysi störf .sín vel af hendi og birti þau þjóðinni í tæka tíð. jtöri hlutimt og jossajélögin. Það má svo að orði kveða, að engar röksemdir hafi enn komið fram af hálfu vatnsránsmanna fyrir þeim nýtísku-málstað. í þess stað hefir málgagn þeirra, Vísir og ísafold líka, látið skína í aðdróttanir um það, að minni hlutinn héldi fram viðurkenning eignarréttarins, til þess að verja hagsmuni erlendra auðfélaga, sem hefðu fest kaup á vatnsaflinu. — Hefir þetta gengið vel í augu sumra manna, því að öllum almenningi er ósárt um félög þessi og telur illa farið, að þau hafa oftast kom- ist yfir þessi réttindi fyrir mjög lítið fé. Þeir eru til sem hafa hallast að vatnsráninu vegna þessa, af því að þeir hafa álitið, að meiri hlut- inn væri að gæta íslenskra hags- muna gagnvart erlendu félögunum og taka af þeim fossana. Og Vísir og ísafold hafa beinlínis og óbein- línis alið á þessu. Nú er komið fram nýtt atriði í þessu máli, sem slitur í smátætlur allan þennan blekkingarvef blað- anna, svo þar er ekki þumlungs- langur þráður eftir. Sveinn Ólafsson sagði frá þvi við fyrstu umrœðu fossamálsins, að meiri hluti fossanefndarinnar hefði i vetur, að gefnu tilefni, Igst pvi yfir við landsstjórnina, að tilgangurinn vœri ekki að rifta eldri samningum um fossasölu, heldur að láta standa við það sem komið vœri um söluna, Meiri hluta mennirnir hregfðu eng- um mótmœlum gegn þessari gfirlgs- ing Sveins og i rœðu Bjarna Jóns- sonar kom nokkuð líkt fram. Fer svo enn sem oftar að vopn- in snúast í höndum blaða þessara, og bita nú sárast á þeirra eigin bökum. Alt sem blöðin hafa um þetta sagt hefir verið óslitinn blekk- ingarvefur. Peninpál LamMnaðarins. Eftir Böðvar Bjarkan. ---- (Frh.) Hypothek-lánsstofnanir þær, sem hér ræðir um njóta ávalt sérstakr- ar verndar ríkisins og mikilvægra réttinda, fram yfir aðrar lánstofn- anir. Þau forréttindi lúta einkum að auðveldu og fljótvirku réttarfari, þegar vangreiðslur eiga sér stað, og ýmsum ákvæðum er miða að því að gera rétt stofnunarinnar ó- hagganlegan af öllum kröfum þriðja manns. Einnig eru oftast veittar víðtækar undanþágur frá sköttum og loks embættismenn ríkisins sumstaðar skyldaðir til að inna af hendi kauplaust ýms störf fyrir lánsstofnanirnar, jafnvel innheimtu árgjalda frá lántakendum, greiðslu vaxta af veðvaxtabréfum o. s. frv. Auk allra slíkra forréttinda og hlunninda hafa ríkin einatt styrkt lánsstofnanirnar með beinum fjár- styrk, einkum til þess að koma þeim á stofn 1 fyrstu. Þannig eru mörg af »Credit«-féIögum Þýska- lands stofnuð með ríkishjálp, einnig »Crédit Foncier« á Frakklandi, (sem er þó hlutafélag), Danmarks Hypothek-bank, o. m. fl. Eins og áður er getið, eiga allar landbúnaðarlánsstofnanir, er veita lán til langs tíma, sammerkt í því, að þær afla sér veltufjár með því að gefa út veðvaxtabréf, (Hypothek- Obligationer), (Debenture bonds,) til þess að selja þeim er eiga vilja fé á vöxtum. Að eins á þann hátt hefir tekist að afla fjár til slíkra lána, og er notkun slíkra bréfa árangur ýmsra tilrauna, er fyr á tímum hafa verið gerðar til að koma í urnferð, (»mobilisera«,) verðgildi landsins, á þann hátt að gefa út bréfpeninga, seðla, trygða með landeignum í stað gulls. Á þeim tilraunum mun fj’rst hafa verið byrjað á Englandi 1695, þcg- ar stofnaður var Landveðbanki, (The Land Bank,) er gaf út land- trygða seðla. Þeir gengu um tíma manna á rnilli sem góðir peningar, en bankinn hætti störfum eftir fá áx'. Líkar tilraunir voru oft gerðar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.