Tíminn - 19.07.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.07.1919, Blaðsíða 2
238 T í MIN N Prjár kennarastöður við barnaskólann á ísafirði eru lausar. Föst laun eru Kr. 1500,00, 1400,00 og 1300,00. Umsóknir stílaðar til skólanefndar séu komnar í mínar hendur fyrir 10. ágúst. Sigurg'eir Sigurðsson form. skólanefndar. Það stendur alt óhrakið og ó- hrekjanlegt, sem sagt heíir verið í þessu blaði um vatnsránið. Fað kemur ekki þar niður, sem æskilegast væri. Jafnvel meiri hlut- inn vill taka útlendu auðfélögin undan. Jafnvel hann verður að viðurkenna gildi þeirra samninga. Vatnsránið kæmi einungis niður á þeim, sem síst skyldi, á þeim mönnum, sem af þjóðlegum ástæð- um eða öðrum hafa ekki viljað selja vatnsaflið. Vatnsránið er víxlspor frá nú- verandi þjóðfélags-grundvelli. Það er spor í áttina að óhelga eignar- réttinn. Og svo marg-tönnlast þeir á þvi meiri hluta mennirnir, Bjarni og Einar, með Gísla Sveinsson hnýttan í taglið, að hér sé um auka-atriði að ræða, sem nefndin hefði alls ekki átt að klofna um, og bregða Sveini Ólafssyni um of mikla um- hyggju fyrir fossafélögunum. Hverjir eru það sem vilja ræna vatnsaflinu frá öllum öðrum en fossafélögunum? ^iÍHzli til jsajoliar. II. Ásökun sú, sem hér verður gerð að umtalsefni er tvihliða: Fyrst að Sveinn Ólafsson hafi sýnt starfs- bræðrum sínum í meiri hluta fossa- nefndar vitaverða ókurteisi með því að leyfa Tímanum að birta minni hluta álitið. í öðru lagi dylgjur um, að Tíminn sé hlutdrægur í vil hinurn erlendu fossafélögum. Hvorugu atriðinu þyrfti að and- mæla vegna ísafoldar. Engin ó- brjáluð manneskja hefir í alvöru borið sér í munni síðari ásökun- ina, svo fjarstæð er hún. Hin fyrri er að því leyti rétthærri, að ein- staka heiðarlegir menn hafa inis- skilið birtingarleyfi minni hlutans, sökum ókunnugleika. En aðal- ástæðan til að minnast nú á þessi tvö atriði, er ekki fyrst og fremst aðdróttanir auðvalds-blaðsins, held- ur það, að þeir sem skilja rétt aðstöðu og framkomu Sv. Olafs- sonar og Timans í fossamálinu, eiga hægra með að fylgjast með í deilum þeim, sem nú eru að hefj- ast um meðferð vatnsaflsins hér á landi. ísafold þykist sjá af framkomu Sv. Ól., að hann þjáist af því, sem blaðið nefnir vuppeldisleysia. Þetta orð mun vera afbökuð danska, og er skylt Reykjavíkur-orðinu y>óuppdreginn«. Má af þessu ráða, að »sál« ísafoldar sé dönsk, að því leyti, sem hennar hefir orðið vart enn sem komið er. En ætlun höf. mun þó vera sú, að víta Sv. Ól. fyrir ókurteisi í garð vatnsráns- mannanna. Er þó að líta á mála- vexti. Getur þar verið um tvent að ræða: Að birtingin hafi verið brot á formi, eftir eðli málsins, eða hún hafi verið brot móti and- anum, eða þeim óskrifuðu dreng- skaparreglum, sem fylgt hafi verið í samstarfi nefndarmannanna. Athugum þá fyrst v>yfirsjónina«.. Hún er sú, að nokkrum mánuðum eftir að nefndin átti að vera búin að ljúka starfi sínu, leyfa minni- hluta mennirnir tveir Sv. ÓI. og Guðmundur Eggerz Tímanum að sérprenta nokkurn hluta af áliti þeirra. Fetta verður til þess, að þjóðin fær að vita hvað málinu líður. Umræður hefjist fyrir þing- málafundina. Og í landinu skap- ast þegar ákveðin skoðun um eitt atriði, nl. að óhæfilegt sé af þing- inu í sumar, að ráða málinu til lykta að þjóðinni fornspurðri. Að- staða meiri hlutans spillist ekki að neinu leyti við þá ákvörðun nema ef tilgangurinn hefir verið sá, að koma ýmsum ógeðfeldum nýung- um svo sem »vatnsráninu« hljóða- laust gegnum þingið í sumar. Um móðgun gagnvart þjóðinni er ekki að tala. Það er hún sem borgar allan kostnaðinn við nefnd- arstöríin. Fau eru gerð hennar vegna. Og það er dálítið einkenni- leg krafa, að sá hluti starfsmanna landsins, sem kemur tilsettu verki af, því nær á réttum tíma, eigi að spilla árangrinum með þvi, að bíða eftir öðrum, sem aldrei kemst úr sporunum. Fað getur alls ekki verið að ræða um brot gegn þjóðinni. Hún átti heimtingu á að fá álit allrar nefndarinnar um miðjan vetur, í síðasta lagi, svo að almenningur gæti áttað sig á rannsóknum og bendingum nefndarinnar fyrir þing- málafundina. Brotið er alt á hina sveifina. Að 'birta of seint og of Iítið. Meiri hlutinn er jafnvel ekki fatinn að birta nema sum sín plögg enn, og þó komið talsvert fram á þingtímann. Er því auðséð hver mesta sök ber gagnvart þjóð- inni. þar að auki ber form. G. Björnson aðallega ábyrgð á vinnu- brögðum nefndarinnar, eða öllu heldur seinvirkni hennar. Og í bréfi til stjórnarinnar frá Sv. ÓL og G. E. frá 14. apríl síðastl., sem prentað er framan við álit minni hlutans, komast þeir svo að orði: »Við minni hlutamenn réðum litlu sem engu um störf nefndárinnar«, þ. e. meðan hún var óklofin. Ber þá alt að sama brunni: Meiri- hlutinn er ótrúlega seinvirkur. En eftir að nefndin klofnar, er skamt að bíða, að minni hlutinn skili áliti, og í réttar hendur: til þjóðarinnar. Eina formlega ástæðan gegn þeim, minni hlutamönnum, væri helst sú, að meiri hlutinn hafi átt rétt á því að hindra það um óákveðinn tíma, að þjóðin fengi nokkra vitneskju um þetta stórmál. En þar sem þjóðin, en ekki meiri hlutinn borgar nefndarkostnaðinn, og þar sem tilgangurinn með fjáreyðslu til nefndarinnar var sá, að fræða þjóðina um fossamálið, en ekki að flækja það, þá er bersýnilegt, að minni hlutinn á að vísu ekki beint þakklæti skilið fyrir birting- una, heldur blátt áfram þá viður- kenningu, að hann hafi gert skyldu sína. Nú er svo komið, að bæði meiri- og minni hluti leggja álitsskjöl sín fram sem þingmanna frumvörp. — Bjarni Jónsson og E. Arnórsson fyrir meiri hlutann. Sv. Ól. fyrir minni hlutann. Með því er auðséð, að hver nefndarhluti ræður yfir sínu áliti. Gert mun hafa verið ráð fyrir, að stjórnin bæri álit nefndarinnar fram fyrir þingið, enda hafði minni hlutinn hraðað svo störfum sínum sem mest, til síðar, en flestar eða allar fóru út um þúfur af ýmsum ástæðum. Meðal annars voru landtrygðir seðlar gefnir út í Frakklandi á tímum stjórnarbyltingarinnar, hinir svo kölluðu »Assignats«, er gerðir voru að löglegum gjaldmiðli 1790. Var ætlast til í fyrstu að seðlar þessir yrðu ekki gefnir út i stæni stýl en svo, að ákvæðisverð þeirra næmi hálfu verðgildi landsins, sem þeir voru trygðir með. Og hefði þeirri reglu verið fylgt, er liklegt að seðlarnir hefðu haldið gildi sínu. En þeir voru gefnir út og séttir í umferð í alt of stór- um stýl, þar til þeir féllu í verði og urðu loks algerlega verðlausir. Eins fór um aðra seðla landtrygða svo kallaða »Mandats«, er gefnir voru út 1793. — Nokkrum sinnum hafa verið gefnir út landtrygðir seðlar í Ameríku, í sérstökum til- gangi, og hafa sumar þær tilraunir hepnast vel og náð tilgangi sín- um; voru seðlar þeir, er gefnir voru út í Pensylvaníu 1722 taldir góðir peningar og voru allir inn- leystir er þeirra var ekki þörf lengur. En yfirleitt má segja að sagan hafi sýnt, að útgáfa land- trygðra seðla sé ekki hentug leið til að útvega landbúnaðinum láns- fé. — Hitt er líka víst, að bankar og sparisjóðir geta ekki bundið innlánsfé sitt í löngum fasteigna- veðslánum. Útgáfa veðvaxtabréfa og sala þeirra til peningamanna, hefir reynst hin langbesta leið til að afla landbúnaði lánsfjár. Sú að- ferð er árangur eldrj tilrauna til að »mobilisera« verðgildi landsins, og kemst líklega eins nálægt þeim tilgangi eins og mögulegt er að komast. Veðvaxtabréf veðlánsstofnana eru líka að ýmsu leyti hentug til þess að ganga kaupum og sölum manna á milli, og er margl gert til að gera þau aðlaðandi fyrir peninga- menn. þau eru handhafabréf ef óskað er, og geta verið gefin út í smáum upphæðum, eru skattfráfjáls og sumstaðar að lögum undanþeg- in aðför til lúkningar skuldum. Þau gefa vexti eins háa eða hærri en fást í sparisjóðum og bönkum, og það sem mest er um vert, þau eru venjulega svo ramlega trygð og útgáfa þeirra og innlausn háð svo ströngu eftirliti, að þau eru einhver hin allra tryggustu verð- bréf, sem hægt er að fá, enda er því nær alstaðar ákveðið, að allij- opinberir sjóðir og alt geymslufé skuli teljast forsvaranlega geymt og ávaxtað í slikum bréfum. Bréíin eru trygð fyrst og fremst með veði í löndum þeim, sem veðsett eru lánsstofnunum, þar næst með vara- og tryggingar-sjóðum, og loks með hlutafé ef stofnunin er hlutafélag; annars með samábyrgð lánlakenda, takmarkaðri eða ótakmarkaðri, eða með ábyrgð ríkisins. Til þess að afborga (amortisera) lán, sem veitt eru til langs tíma, er um fjórar aferðir að velja. Fyrsta og elsta aðferðin eru jafnar afborganir árlega, auk vaxta af þeim hluta lánsins, er eftir stendur á hverjum tíma. Til þess að af- borga kr. 2000 á 20 árum, þarf fyrsta árið að borga vexti af kr. 2000 og kr. 100 í afborgun. Síðan sömu afborganir árlega, en vext- irnir fara minkandi. Pessi aðferð hefir þann galla, að greiðslurnar eru misjafnar, langþyngstar fyrstu árin, og getur þá vel farið svo, ef um stór lán er að ræða, að eign- in gefi of lítið af sér til þess að eigandin'n geti staðist fyrstu ára greiðslurnar. Til þess að bæta nokkuð úr þessu, er slundum breytt til þannig, að í stað 100 kr. afborgun árlega í 20 ár, auk vaxta, séu fyrstu 7 árin greiddar t. d. 50 kr. í afborgun, næstu 6 ár 100 kr. og síðustu 7 árin 150 kr. Næsta afborgunaraðferð er sú, sem Creditfélög Þýskalands nota. Lántakandi greiðir árlega vexti af fullri upphæð lánsins eins og það var í fyrstu, að viðbættu vissu hundraðsgjaldi, 1/a°/o eða meira. Alt sem innborgast umfram vexti og kostnað, er lagt i afborg- ana sjóð, ávaxtað svo vel sem unt er og að siðustu notuð til innlausn- ar tilsvarandi verðvaxtabréfum. 1 afborganasjóð er einnig lagður hluti af ýmsum ágóða félagsins, og af þessu fyrirkomulagi leiðir, að eigi verður sagt fyrirfram, hvenær

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.