Tíminn - 23.07.1919, Page 2
242
T í M IN N
r
1
iaoa.
í II. og III. hefti þ. á. sem nú er að koma út, birtist
ritgerð um verslunarmálin eftir Héðin Valdimarsson, þar
sem ljóslega er markaðar aðallínur í verslunarmálum
samtíðarinnar erlendis og þó einkum hér á landi. Eng-
inn sem vill fylgjast með í því sem er að gerast í
íslenskum verslunarmálum, getur komist af án þess að
kynna sér þessa grein.
Verð 2 kr. séu keypt 50 eintök eða fleiri, kr. 2,25
fyrir alt að 50 eintökum. í lausasölu kostar árgangur-
inn 3 krónur. — Heftin eru 4 á ári.
Aígreiðsla Skólavörðustíg 25.
Sími 749.
jffeímxli til jsajolðar.
III.
En þá er eftir hin hlið málsins,
hvort minni hlutinn hafi siðferðis-
lega verið bundinn við að gera
meiri hlutanum það til hæfis, að
halda áliti sínu leyndu fyrir þjóð-
inni, eftir að það var fullbúið.
Þó að það sé mjög ólíklegt, að
meiri hlutanum hafi verið nokkur
þökk á slíkri launung, þá má þó,
af andanum í áminstri ísafoldar-
grein, gera ráð fyrir, að svo hafi
verið.
Bjarni Jónsson frá Vogi hafði
fullgert og látið prenta frumritgerð
sína um rétt þjóðfélagsins til allrar
vatnsorku í landinu, löngu áður
en minni hlutinn lauk störfum
sínum. hað var á almanna vitorði,
og ekki áfelt af neinum, að hann
hafði tekið sérprentun af þessari
grein og gefið ýmsum mönnum
þá þegar. Rétt mun það og vera,
að stjórnin hafi látið fossanefnd-
ina vita, að úr því frumv. hennar
yrðu ekki stjórnarfrv. gætu nefnd-
armenn ráðið sjáifir hvenær þeir
gerðu almenningi kunnar sínar
niðurstöður.
En það sem gerði alla samvinnu
ófæra milli meiri- og minni hluta,
eftir að nefndin klofnaði, var ó-
sanngirni og ofstopi meirihluta-
manna í garð starfsbræðra sinna.
Sú framkoma sleit þau andlegu
bönd, sem annars hefðu getað
tengt þessa menn saman.
Byrjun þeirrar sundrungar var
það, að formaður kallaði nefndina
aldrei1) alla saman, eftir klofn-
inginn. Er þó auðséð, að þrátt fyrir
andstöðuna um vatnsréttinn, voru
1) Sá eini fundur, sem kann aö hafa
verið haldinn, mun ekki hafa verið
sérlega vel fallinn til aö bæta sam-
vinnuna.
fjölmörg önnur atriði, og það ýms
hin þýðingarmestu, þar sem sam-
starf gat komið til greina. En meiri
hlutinn lokaði þar öllum sundum.
Minni hlutinn sá, að hann var
talinn algerlega sérstök nefnd, enda
urðu brátt fleiri ágreiningsmálin.
í áðurnefndu bréfi minni hlutans
frá 14. apríl til stjórnarráðsins, er
m. a. komist svo að orði:
»Annars skal það tekið fram,
að aðstaða minni hlutans hefir að
mörgu leytí verið erfið, einkum
vegna tímaskorts, og þess, að meiri
hlutinn hefir haft undir höndum
nær öll heimildarrit og skjöl nefnd-
arinnar, og minni hlutinn eigi fengið
þau, ^sem hann æskti eftir. Þetta
hefir meðal annars valdið þvi, að
eigi er kostur á, að láta frumvörp-
um okkar fylgja þær útleggingar
úr vatnarétti Norðurlandabúa, og
annara þjóða, sem ástæðu væri til
að birtust hér og hliðstæðar eru
tillögum okkar, en andstæðar út-
leggingum þeim er meiri hlutinn
birtir úr vatnalöggjöf ýmsra þjóða«.
Þessi kafli er mjög eftirtektar-
verður. Hann sýnir að meiri hl.
hefir mjög misnotað aðstöðu sína.
Meðan nefndin starfar öll saman
kaupir hún ýms erlend fræðirit
og skýrslur, sem snerta fossamálið.
Þessar heimildir eru keyptar fyrir
landsfé. Það á að nota þær til að
safna sem mestri öruggri fræðslu
um undirstöðu merkilegrar atvinnu-
greinar, sem er að myndast hér á
landi. Þessum sameiginlegu heim-
ildum heldur meiri hl. fyrir starfs-
bræðrum sínum, sem eiga jafnan
rétt til þeirra. Og í opinberu skjali
til landstjórnarinnar verður minni
hlutinn að játa, að hann hefir ekki
getað lagt fram nema sum hin
nauðsynlegu málsgögn, af þvi eigi
næst til hinna sameiginlegu heim-
ilda. Og þar sem hin umræddu
not myndu hafa orðið andstæð
stefnu meiri hlutans, liggur í aug-
um uppi að meiri hl. notar valdið
yfir sameiginlegu heimildunum til
að hindra það, að minni hl. geti
skýrt málið, sem á að rannsaka,
eins og föng voru þó til. Með
öðrum orðum: Rangsleitninni er
beitt til að flœkja það mál, sem
átti að greiða úr.
hó átti rneiri hl. enn eftir að
stíga það spor, sem eitt út af fyrir
sig var nægilegt bæði til að slíta
hin »andlegu bönd« milli nefndar-
hlutanna, og til að sýna, að meiri
hlutinn ætlaði sínu nefndaráliti að
vera algerlega sjálfstæðri heild, í
eugu sambandi við álit minni hl.
Retta spor var ritgerðarránið nafn-
logaða. Meiri hlutinn tók part af
ritgerð eftir Sv. Ólafsson, sem vit-
anlega átti að birtast í minnihluta
álitinu, tók þennan part ekki ein-
ungis í óleyfi, heldur þrátt fgrir
forboð Sv. Ól. og innlimar í meiri
hluta álitið. Fyrir bragðið er þessi
greinarhluti tvíprentaður. Þessar
tiltektir sýna óskiljanlegt ofstæki.
Meiri hl. er ekki nóg, að útiloka
minni hl. frá samstarfi, frá hag-
nýtingu sameiginlegra heimilda, og
frá heildar-þátttöku í útgáfu nefnd-
arálits. Nei, ofan á allan klofning-
inn er því bætt, að hrifsa úr störf-
um minni hlutans hálfa ritgerð,
í fullu óleyfi, alt til þess, að því
er virðist, að þurfa ekki að viður-
kenna tilveru minni hluta nefndar-
álitsins.
Áreiðanlega eru ekki öll kurl
komin til grafar, þau sem ótví-
rætt sýna, að hvort heldur sem
litið er á form eða innra eðli sam-
starfsins í fossanefndinni, þá hafði
meiri hl. svo greinilega slitið öll
bönd, að minni hlutinn var engum
skgldum bundinn gagnvart meiri
hl. um birtingu álitsskjala sinna.
Hins vegar átti þjóðin heimtingu
á, að plöggin væru lögð á borðin.
Minni hlutanum tókst með aðstoð
Timans, að uppfylla þá skyldu.
Og ef þjóðin hallast eindregið að
stefnu minni hl., en lætur sér fátt
finnast um margt í kenningum
starfsbræðra hans, þá eiga hinir
lánstofnana, eru »landkredit«-
bankar víðsvegar um hýskaland,
og gera mikið gagn, sérstaklega
eigendum smærri landeigna, en
allir þessir bankar, að undantekn-
um bankanum í Hannover, lána
einnig gegn húseignaveði, og flestir
reka ýms almenn bankaviðskifti.
Jarðabótabankar eru 4 til i Prúss-
landi, og einn eða tveir í flestum
öðrum ríkjum Þýskalands. Peir
lána fé til allskonar stórfeldra jarða-
bóta. Umsóknum um lán fylgi
ábyggileg áætlun um verkið, kostn-
aé þess og ávinning, og ef nefnd
sérfróðra manna telur verkið álit-
legt, er lánið veitt, en venjulega
ekki borgað út fyr en smátt og
smátt, eftir því sem verkinu miðar
áfram. Tillit er tekið til verðaukn-
ingar landsins við jarðabótina,
þegar upphæð lánsins er ákveðin.
Og vegur er til þess að láta jarða-
bótalán njóta forgangsréttar fyrir
öðrum skuldum er áður hvíldu á
eigninni. Lánin eru veitt einstök-
um mönnum, eða mörgum í félagi,
eða heilum sveitafélögum.
Lánstofnanir til smábýliskaupa
eru margvíslegar og verður of langt
mál að lýsa þeim hér, en ógrynni
er til þeirra varið úr ríkissjóði.
Að eins til einnar tegundar þeirra
stofnana var búið að verja úr rik-
issjóði 1914 um 600 milj. marka.
Auk allra þessara lánstofnana
eru margar einstakra manna stofn-
anir í Pýskalandi, er veita lán til
landbúnaðar, auk sparisjóða, vá-
tryggingafélaga, »Raiffeisen«-láns-
félaga, er síðar verður getiö o. fl.
Yfir höfuð er óhætt að segja, að
lán tii landbúnaðarþarfa séu hvergi
eins auðfengin með góðum kjörum
og í Þýskalandi, þ. e. fyrir stríðið;
hvernig þessu er háttað þar nú,
skal látið ósagt hér.
Frakkland.
Á fyrri hluta 19. aldar voru láns-
kjör þau, er landeigendur og bænd-
ur á Frakklandi áttu við að búa,
svo bágborin, að til stórvandræða
horfði. Landslýðurinn var vafinn
skuldum með okurkjörum, en land-
búnaður allur í niðurníðslu vegna
skorts á rekstursfé. Árið 1826 hél
Casimir Périer háum verðlaunum
fyrir bestu tillögur um nýtt og betra
fyrirkomulag fasteignalána, er gæti
bætt úr neyðinni, og dregið fé
eignamanna að landbúnaði og fast-
eignaumbótum. Varð þetta til þess,
að málið var tekið til rækilegrar
rannsóknar, rætt um það og rit-
aðar ótal bækur á næstu 26 árum.
Niðurstaða rannsóknanna var sú
í aðalatriðum, að fjár skyldi afla
með útgáfu veðvaxtabréfa með óá-
kveðnum gjalddaga og fasteigna-
veóslánin veitt til endurgreiðslu
með l'östum árgjöldum. Eftir þetta
voru gefin út lög um veðlánstofn-
anir 1852, er heimiluðu jöfnum
höndum stofnun »hypothek«-félaga
eftir þýskum fyrirmyndum, og
hlutafélagsbanka. Nokkrir hluta-
bankar voru þegar stofnaðir, en
allir hurfu bráðlega úr sögunni,
nerna Parísarbankinn, er fékk mjög
aukirt réttindi þ. 10. des. 1852,
og titilinn »La Société du Crédit
Foncier de France«, og enn fremur
stofntillag úr ríkissjóði að upphæð
10 miljónir íranka. Bankinn er að
vísu hlutabanki, en háður ströngu
eftiriiii, og að miklu leyti undir
opinberri stjórn. Hlutafé nú orðið
225 miljónir franka. Pað fé er litið
notað til veðlána, en ávaxtað mest
1 verðbréfum og stuttum lánum,
og er alt til tryggingar ritgefnum
veðvaxtabréfum.
»Crédit Foncier« var aðallega
stofnaður til þess, að veita lán
gegn landeignaveði og gefa út veð-
vaxtabréf fyrir þeim upphæðum,
er varið væri tii lánanna. Pó iná
bankinn einnig lána án veðtrygg-
ingar til stjórnardeilda, sveitafélaga,
opinberra stofnana og félaga. —
Söinuleiðis má hann laka við inn-
lánsfé innan ákveðinna takmarka,
og verja því fé til lána gegn hand-
veði í veðvaxtabréfum bankans eða
annari tryggingu. Veðlánin eru veitt
til langs tima, alt að 75 árum,
eingöngu gegn 1. veðrétti, og mega
elcki vera hærri en hálft virðingar-
verð eignarinnar.
Útlánsvextir voru 1914 4,3%, og
með þeirri vaxtahæð er árgjald
af 1000 kr. láúi kr. 59.65, ef lán-
inu á að vera lokið á 30 árum.
Ef árgjald er eigi greitt getur bank-
inn, hvort heldur vill, tekið yeð-