Tíminn - 30.07.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.07.1919, Blaðsíða 2
250 TÍMIN N arit íslenzkra saráifiaia. í II. og III. hefti þ. á. sem nú er að koma út, birtist ritgerð um verslunarmálin eftir Héðin Valdimarsson, þar sem ljóslega er markaðar aðallínur í verslunarmálum samtíðarinnar erlendis og þó einkum hér á landi. Eng- inn sem vill fylgjast með í því sem er að gerast í íslenskum verslunarmálum, getur komist af án þess að kynna kér þessa grein. Verð 2 kr. séu keypt 50 eintök eða fleiri, kr. 2,25 fyrir alt að 50 eintökum. í lausasölu kostar árgangur- inn 3 krónur. — Heftin eru 4 á ári. Afgreiðsla Skólavörðustíg 25. Sfmi 741). Maðurinn sem einna mest er undir komið um það, er dómar- inn, sá sem fær til úrskurðar og dóms þau mál, sem lögreglan fer með, sem dæmir um verk.hennar. Hvernig er gætt virðingar og réttar lögreglunnar að þessu leyti? Hans virðist trauðla nægilega gætt. Skulu tilfærð fáein dæmi. Það bar við fyrir nokkru, að maður skammaði lögregluna opin- berlega og kallaði lögregluþjónana »helv.....afglapa«. Annar maður hótaði lögregluþjóni því, undir vitni, að skjóta hann. Það er sæst á þessi mál bæði og hlutaðeigendur dæmdir í 15 — fimtán — króna sekt. hriðja málið er eftirtektaverðast. Næturvörður hittir menn úti um nótt, þeir er fóru með söng og há- vaða. Hann spyr þá að nafni og heimili, en þeir svara illu einu. Hann treystist ekki að ráða við þá, þar eða þeir voru tveir, »flaut- aði« á hjálp og fór á eftir þeim. Þá réðust þeir á lögregluþjóninn og gerðu alt sem þeir gátu til þess að vinna honum mein. En þar eð lögregluþjónninn var karlmenni mikið, gat hann hrundið árásum þeirra, án þess að bíða tjón á sjálfum sér, en föt hans skemdust svo, að þau eru ónothæf. Margt fleira kom fram í máli þessu, sem óþarfi er að ræða um að sinni, en svo var endi á það bundinn af dómarans hendi, að það kom alls ekki til dóms, held- ur var sæst og sekt mannanna ákveðin 75 og 100 krónur — án þess að það væri borið undir samþykki lögregluþjónsins, eða lögreglustjóra af hans hendi. Hvað er um þessi mál að segja? Það virðist liggja 'beint við, að hæfir menn fáist ekki til þess að gegna lögreglustörfum, sé ekki fastar haldið um virðing þeirra. Það virðist liggja í augum uppi, að lögreglan verði að mun deigari að beita sér, ef réttur hennar er ekki hærri en þetta. Og það virðist liggja í augum uppi, að afleiðingin verði sú, að höfuðstaðurinn verði sama sem lögreglulaus, nema breytt verði um stefnu, og munu margir með kvíða horfa fram á hvað af því getur leitt. Andstæður. Stjórn Eimskipafélags íslands varði síðastliðið ár 57 þús. kr. til þess að kaupa lóð til húsbygging- ar handa félaginu og ákvað að byggja veglegt hús á lóðinni eitt skifti fyrir öll fyrir um 600 þús. kr. Á aðalfundi félagsins í vor notuðu 5 stórkaupmenn landsins mestallan fundartímann, eða hér um bil 4 klst., til árása á stjórnina fyrir tiltækið og þref um það, hvort stjórnin hefði haft lagaheim- ild til þessara ráðstafana eða ekki. Vildu þeir láta moka ofan í nokk- urn hluta af grunni þeim, er stjórnin var þegar búin að láta grafa fyrir á lóðinni og að aðal- fundur tæki fram fyrir hendurnar á stjórninni og setti henni á nokkr- um klukkust. reglur, er fóru í bága við ákvarðanir þær, er stjórnin áður hafði gert að vel athuguðu máli, með aðstoð sérfróðra manna. Bar mikið á, að háttvirtum ræðumönnum ógnuðu hinar- háu fjárupphæðir, þó að þær næmu ekki nema rúmlega hálfum gróða félagsins síðastliðið ár og félagið greiddi hluthöfum samt sem áður 10% af hlutafénu. Var þrefið alt bæði auðvirðilegt og til sárra leið- inda fyrir alla sæmilega hugsandi félagsmenn. Stjórn Sambands ísl. samvinnu- félaga keypti síðastliðið ár lóð handa Samb. fyrir 365 þús. kr. og byrjaði að byggja hús handa Sam- bandinu. Var húsið áætlað 150 þús. kr. og ráðgert að auka bygg- ingarnar mikið síðar, eftir því sem starfssvið Sambandsins eykst. Á aðalfundi Sambandsins, er haldinn var næsta dag á eftir aðalfundi Eimskipafélagsins, voru þessar gerðir og ákvarðanir stjórnarinnar samþyktar með lófaklappi af öll- um viðstöddum fundarmönnum. Enginn hreyíði andmælum, svo ljós var öllum nauðsyn þess, að öflugt félag með framtíð fyrir hönd- um ætti sjálft að eiga sína eigin lóð og húsakynni, svo að það þyrfti ekki að vera upp á aðra komið, og ef til vill hrekjast fram og aftur um bæinn með skrifstofur sínar og vörugeymsluhús. Ekkert þref varð um lagaheimild stjórnar- innar til þessara framkvæmda, svo viturlegar þóttu þær og sjálfsagðar. Allur andi fundarins lýsti því, að á honum sátu frjálsbornir og hugs- andi menn, er litu stórt á fram- tíðina, og létu sér ekki ægja háar fjárhæðir til þess, sem er nauð- synlegt. Annarsvegar var kaupmensku- andinn sem gruggugur kyrstöðu- pollur, hinsvegar samvinnuandinn sem tær, rennandi framsóknarlind. íslendingar! Hvorum er belur trúandi til að fara með völd lands- ins: höfðingjum með kotungshugs- un eða kotungum með höfðingleg- um hugsunarhætti? Viðstaddur. ^lþýðnskilitm á €iium. Þar verður óhjákvæmilegtað reisa hið bráðasta nýtt skólahús, svo framarlega, sem skólinn á að geta notið sin. Hafa þegar sótt um hann milli 40 og 50 manns, en mun vera ókleift með öllu, og ekki hættu- láust heilsu nemenda, að taka meir yfir lítið svæði. Þessi lánsfélög eða smábankar, sameina sig um sam- bandsbanka fyrir stærra svæði eða landshluta, en sambandsbankarnir mynda aftur miðstöð eða »central«- banka fyrir alt landið. Slíku láns- stofnanakerfi verðpr ekki komið á fót alt í einu, það verður að byggj- ast neðan frá og upp eftir; fyrst frumbankarnir, lánsfélögin, og síð- ast »central«-bankinn. — Frum- bankarnir eru hvortveggja í senn, samlagsfélag lántakenda, á tilteknu svæði, og sparisjóður. Sömu menn- irnir ýmist lántakendur eða lán- veitendur, eftir því sem á stendur, og á sama hátt er fyrirkomið þátt- töku frumbankanna í sambands- bönkunum. — Lánstofnanakerfi af þessari teg- und (Coopeiativ »credit«-stofnanir) eru til víða um lönd t. d. í öllum löndum Norðurálfu nema Noregi, Danmörku og Grikklandi, og hafa yfirleitt gefist ágætlega. Einna mest- um þroska hafa þessi lánsfélög náð í Þýskalandi, og er talið að þau eigi ekki hvað minstan þátt i því, hve landið var komið langt i landbúnaði og almennri velmegun, áður en veraldarstríðið hófst. — Frumkvöðull samvinnubankanna í Þýskalandi var F. W. H. Raiffeisen, og fyrstu bankarnir, sem kendir eru við hann, stofnaðir um 1870. Að nokkru leyti hafði hann þó til fyrirmyndar hina svokölluðu »Schulze Delitzsch«-banka, er þá voru farnir að komast á fót í bæj- um i Þýskalandi. Um likt leyti byrjaði Luigi Luzzatti baráttu sína fyrir stofnun slíkra banka í Ítalíu, hina svokölluðu »Luzzatti«-banka, er síðan hafa náð miklum þroska. Og siðan hefir hvert landið af öðru tekið málið upp, mest eftir fyrirmyndum þýsku bankanna, einkum »Raiffeisen«-bankanna. — Með líku fyrirkomulagi, en þó frá- brugðnir í ýmsum atriðum, eru bankar þeir í Frakklandi, sem lýst er hér að framan, svokallaðir »Crédit Agricole Mutuel«. Hér verð- ur ekki rúm til að lýsa þessum lánstofnunum nánar, en ef til vill verður það gert í sérstakri ritgerð. Að þessu sinni er tilætlunin aðal- lega að ræða um þá tegund land- búnaðar-lánstofnana, er veita lán út á fasteignir til langs tíma, í þeim tilgangi, að vekja menn til umhugsunar og ráðagerða til um- bóta á því sviði hér á landi. Eins og kunnugt er hefir ísland eina lánstofnun, sem sérstaklega er ætlað að veita veðtrygð lán til langs tíma: Veðdeild Landsbanka íslands í Reykjavik. Veðdeildin hefir án efa bætt úr brýnustu þörf- inni og verið landbúnaðinum til mikils gagns, en mikið vantar á, að hún sé fullnægjandi og sjálfsagt má búast við, að þörfin fyrir betri lánstofnun fari mjög vaxandi hér eftir. Heyrst hafa raddir í þá átt, að fyrirkomulag veðlánanna þurfi að gerbreytast þannig, að í stað veð- banka eins og veðdeild Lands- banlcans er, komi lánsfélög,»Credit«- félög, sniðin eftir dönsku lánsfélög- unum. Og það má vel vera, að þetta reyndist hentugra fyrirkomu- lag, þegar það væri koinið í kring og félögin tekiu til starfa, er næðu yfir land alt. En þetta gerist ekki í einni svipan; til þess að koma á fót góðu kerfi lánsfélaga þarf langan tíma, og á meðan er sjálf- sagt að halda veðdeildinni áfram og endurbæta hana eftir föngum. Enda mundi það koma í Ijós, ef gert væri það sem unt er tíl end- urbóta veðdeildinni, að ýmsir þeir gallar hennar, sem mest er talað um nú, myndu hverfa úr sögunni. Ef jafnframt slíkum endurbótum væri byrjað á að stofna eitt eða fleiri lánsfélög, mundi reynslan skera best úr því, hvort fyrirkomu- lagið væri hentugra til frambúðar. Jafnframt umbótum á veðdeild- inni ætti því að greiða götu fyrir stofnun lánsfélaga, og sjálfsagt væri það mikilsverður styrkurfyrir fyrstu lánsfélögin, að standa í sambandi við veðdeildina. Það væri t. d. mikilsverð hjálp fyrir nýstofnað lánsfélag, að geta selt veðdeildinni veðvaxtabréf sín, eða haft skifti á þeim og bréfum veðdeildarinnar, sem eru orðin þekt og seljast betur en vænta mætti um bréf nýstofn- aðra félaga. Ef reynslan sýndi, að lánsfélagsstefnan væri betri til fram-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.