Tíminn - 02.08.1919, Side 2
254
TÍMIN N
í II. og III. hefti þ. á. sem nú er að koma út, birtist
ritgerð um verslunarmálin eftir Héðin Valdimarsson, þar
sem ljóslega er markaðar 'aðallínur í verslunarmálum
samtíðarinnar erlendis og þó einkum hér á landi. Eng-
inn sem vill fylgjast með í því sem er að gerast í
íslenskum verslunarmálum, getur komist af án þess að
kynna sér þessa grein.
Verð 2 kr. séu keypt 50 eintök eða fleiri, kr. 2,25
fyrir alt að 50 eintökum. í lausasölu kostar árgangur-
inn 3 krónur. — Heftin eru 4 á ári.
Aígreiðsla Skólavörðustíg 25.
Sími 749.
SóltTanarráðslöjin feH.
i.
Út af þeim hörmungarmistökum
sem áttu sér stað í vetur um drep-
sóttina, samdi stjórnin og lagði
fyrir alþingi, samkvæmt tillögum
landlæknis, frumvarp um stofnun
heilbrigðisráðs og um leið að leggja
niður landlæknisembættið. Hefir
það verið alment álit manna, að
um leið myndi núverandi land-
læknir hverfa frá störfum að þeim
málum.
Allsherjarnefnd neðri deildar
fékk málið til meðferðar. En með
fram vegna þess, að læknafundur-
inn í vor lagðist ákveðið gegn því,
að landlæknisembættið yrði lagt
niður, gat nefndin ekki aðhylst
frumvarpið, en samdi annað, um
sóttvarnaráð, til aðstoðar og úr-
skurðar með landlækni um sótt-
varnir.
Málið kom til umræðu í gær í
deildinni og var felt. Má því telja
víst, að engin breyting verði gerð
af alþingis hálfu um skipulag á
stjórn heilbrigðismálanna.
Er þá óleyst úr hinu, sem aðal-
lega átti að leysa með lögunum,
hver fari eftirleiðis um stjórn
þessara mála.
Heldur Tíminn fast við sína fyrri
skoðun, að þing og stjórn eigi tvö-
falda skyldu af hendi að leysa:
Að fá embættið í hendur öðrum
en núverandi landlækni, og láta
sér farast vel við hinn mæta mann,
svo sem hann á tvímælalaust heimt-
ing á.
t
II.
í umræðunum um frumvarpið
komu fram þungar aðfinslur í garð
heilbrigðisstjórnar, einkum af hálfu
Péturs Ottesens og Gísla Sveins-
sonar. En Bjarni Jónsson frá Vogi
varð helst til þess að verja land-
lækni og fjármálaráðherra varði
aðgerðir sínar.
Yerður ekki hjá því komist, af
og Rangárþingi, þeirri sem héraðs-
búar þyrftu, og þar með spara
þeim að miklum mun óþægindi
og kostnað við aðflutninga.
Nú vill svo vel ti) að nokkur
von mun vera um að fundinn sé
leið til að sigra þann örðugleika.
Magnús Sigurðsson hreppstjóri á
Hvammi undir Eyjafjöllum á son
sem Einar heitir, rúmlega tvítugan
að aldri. Einar er afbragðssmiður
og einkar hugkvæmur. Hann hefir
fundið upp og smíðað brimbát,
sem virðist vera einkar vel fallinn
til uppskipunar við sunnlensku
sandana. Bétur þessi er líkur eggi
að lögun, til þess gerður að vera
dreginn með taugum milli skips
og lands. Svo er haganlega búið
nm opið, að engin bleyta keihst
að vörunum hvernig sem hann
veltist í sjónum. Þó eru á honum
loftaugu, með lokum fyrir, sem
opnast ofansjáfar. Má því koma
mönnum á bát þessum gegnum
brimgarðinn.
Einar sækir um 5000 kr. styrk
til þingsins, bæði til að fullgera
þennan bát, og til að smíða ann-
annan stærri og vandaðri, sem
betur geti fullnægt skilyrðum þeim,
sem gera þarf til brimbáts. Má
telja vafalaust að styrkur þessi
verði veittur þar sem svo mikið
er j húfi. Mun Tíminn fræða les-
endur sína um allar aðgerðir í
málinu, bæði ti'lögur þingsins og
endurbætur hugvitsmannsins á smíð
sinni.
l*ing,vísa.
Málrófsvagni fermdum fattur
fremstur ók úr hlaði
hnakkakertur, borubrattur
Bjarni sjálfumglaði.
marka samábyrgðina meira ogmeira,
svo að hún nú orðið er jafnvel
alveg horfin í sumum félögunum.
Tímalengd veðdeildarlánanna er
nú alt að 40 árum, ef veðið er
jarðeign, 35 ár, ef veðið er stein-
hús, en 25 ár, ef veðið er timbur-
hús. Þessi tími er líklega nægilega
langur, að því er húseignir snertir,
en jarðveðslánin eru styttri en
tíðkast víðast annarstaðar. I Norð-
urálfu mun hvergi vera eins stuttur
afborgunartími veðlána, nema i
Finnlandi; þar er lengst 30 ár. I
Þýskalandi og Svíþjóð 56 ár, í
Danmörku 60 ár og í Frakklandi
75 ár. En þó að lánstíminn sé
styttri hér en gerist víðast annar-
staðar, er ekki þar með sagt, að
sjálfsagt sé að lengja tímann hér.
Þar kemur tvent til greina. Fyrst
og fretnst hvort það er þörf á, að
hafa lánstímann lengri, og þar
næst hvort það er óhætt.
Hvað afborgunartíminn þarf að
vera langur, fer að öðru jöfnu eflir
því, hve háa vexti á að greiða af
láninu. Maður sem þarfnast tiltek-
innar lánsupphæðar, á að afborga
hana með jöfnum árgjöldum (»an-
nuitet«) og treystir sér að borga
tiltekna upphæð á ári, þarf auð-
vitað að fá lánið til því lengri tíma,
sem vextirnir eru hærri, því að
þeim mun hærri sem vextirnir eru,
þeim mun minna af árgjaldinu
verður árlega fram yfir vexti og
gengur til afborgunar. Sé aftur á
móti vaxtahæð og lánsupphæð gefin,
fer það, hve lánstíminn þarf að
vera langur, eftir því hvað ætla
má að árgjaldið megi vera hátt,
en það fer aftur eftir áætluðum
árstekjum af eigninni. fegar alt
þetta er athugað, er ekki auðvelt
að skera úr því, hvort hér á' landi
sé yfirleitt þörf á lengri landveðs-
lánnm en alt að 40 árum, en lik-
legt er, að ef þörf er á lengri láns-
tíma viðast í öðrurn löndum, þá
sé það líka hér.
En þá er hin spurningin, hvort
það væri hættulaust að lengja tím-
ann. Fað fer eftir því, hve virð-
ingarnar eru ábyggilegar og hve
mikill hluti virðingarverðsins er
Iánaður út. Þegar lánið er aíborg-
að með föstum árgjöldum, eru
afborganirnar hverfandi litlar fyrstu
árin, og ef lánstiminn er langur,
líða mörg ár og jafnvel áratugir
áður en lánið lækkar svo að nokkru
ruuni. Af þeíisum ástæðum þykir
varhugavert að lána til langs tíma,
ef lánið er hátt að tiltölu við virð-
ingarverð, því að þá þarf ekki
miklu að rnuna til þess að lánið
verði illa trygt, t. d. ef eignir falla
eitthvað i verði. »Norges Hypo-
thekbank« hefir lánað 8/s verðs til
47 ára, en raddir hafa heyrst þar
í þá átt, að svona langur lánstími
væri varhugaverður ef nokkur verð-
lækkun eigna kæmi fyrir, enda er
það skiljanlegt, þar sem lánið befir
t. d. eflir 20 ár að eins lækkað
um ca. 20°/o.
Pað er augljóst, að því meiri
hluti virðingarverðs, sem lánaður
er út á eignina, því hættulegra er
að hafa lánstímann mjög langan.
Þetla tvent, lánstiminn og láns-
upphæðin að tiltölu við verðmæti,
bindur hvað annað, og varla mun
vera efi á því, að hér á landi sé
meiri þörf á því, að auka láns-
upphæðina, leyfa lán t. d. alt að
því að fjármálaráðhenna hafði svo
sterk orð um algert sakleysi sitt í
þessu, já hinn mesta dugnað sinn
og fulikomleika, að rifja upp ein-
stök atriði í því — þótt það hefði
verið látið liggja í láginni, ef svo
hefði ekki verið fast að kveðið af
hans hálfu.
Heilbrigðisráðherra var alsaklaus
af því að veikin barst til landsins
og að ekkert var gert í fyrstu til
varnar, því að að óreyndu máli
var sjálfsagt að láta landlækni ráða.
En svo kom það í ljós að það
mátti til að taka af honum völd-
in, og það gerði stjórnin, e/i svo
hörmnlega seint og svo kraftlaust
og samrœmislaust lengi framan af,
að það var með öllu óafsakanlegt.
Skal að eins rifjað upp þrent:
1. Fyrst það um ráðstafirnar hér
í bænum að atvinnumálaráðherra
krafðist þess, nokkrum dögum áður
en nokkuð var gert, að farið væri
að hefja alvarle/gar ráðstafanir. Við
því var skelt skolleyrum. Fyrst þá
er prófessor Lárus H. Bjarnason
krafðist þess var það gert. Þarf
ekki um það að ræða hversu stór-
kostlega þýðingu það hefði haft
að sú starfsemi hefði byrjað fyr.
2. Morgunblaðið flutti um þessar
mundir beinar fréttir frá heilbrigð-
isstjórninni. Hinn 26. nóv. stóð í
því eftirfarandi frétt:
»í stjórnarráðinu er verið að
setja upp sérstaka skrifstofu fyr-
ir hjálparstarfsemina út um land
og hefir verið unnið að undir-
búningi hennar látlaust síðan
veikin tók að breiðast út hér«.
Þetta var dugnaðurinn og rögg-
semin út um land. Það þurfti
meir en þriggja vikna »lát-
lausa vinnuu. til þess að undirbúa
skrifstofu, sem hefði verið hægt
að setja á stofn á minna en einum
klukkutíma.
3. í 52. tbl. Tíinans síðastl. ár
er birt bréf frá Snæfellsnesi frá
8/s eða 2/s virðingarverðs, heldur
en lengja lánstímann.
Veðlánstofnanir, sem gefa út
veðvaxtabréf, innleysa jafnan bréfin
eftir föstum reglum, sem ákveðnar
eri^ fyrir fram (»amortisations-
plan«). Stundum eiga bréfin að vera
innleyst innan fastákveðins tíma,
en slundum er innlausnartíminn
óákveðinn; þó verða innlausnar-
reglurnar að vera svo, að trygging
sé fyrir, að innlausnin dragist ekki
úr hófi fram, því að bréf sem ekki
er trygging fyrir, að verði nokkurn
tíma innleyst, seljast oflast ilia eða
alls ekki. »Amortisations«-timi veð-
vaxtabréfanna iná auðvitað ekki
vera styltri en útlánstími þess fjár,
sem fæst fyrir hréfin, því að annars
ætti lánstofnunin á hættu, að geta
ekki innleyst bréfin á tilsettum tíma.
Hins vegar verður lánstofnunin
venjulega að áskilja sér rétt til að
innleysa bréfin fyrri en gert er ráð
fyrir, hvenær sem henni sýnist,
því að alt af má búast við, að
stofnunin af ýmsum ástæðum fái
innborguð lán fyrri en ællast var
til, og geti ef lil vill ekki komið