Tíminn - 02.08.1919, Page 3
TtMINN
255
mjög merkum og áreiðanlegum
manni, sem 'víkur að aðgerðum
heilbrigðisráðherra (S. E.). Þeir
síma »Snæfellingar« til stjórnar-
ráðsins þegar um það frétlist hve
veikin sé skæð og heimta ráðstaf-
anir um samgöngubann. Hver
dagur líður af öðrum og ekkert
svar kemur. Eftir um viku bið
setja þeir sjálfir samgöngubann og
síma eftir staðfesting. Svar kemur
frá stjórnarráðinu, að nokkrum
tíma liðnum og kveður það sér
vera »mjög mikið áhugamál (1J«. að
alt sé gert til að verjast og sam-
þykkir bannið.
Aí þiDgmálaíundi Skagfirðinga.
Ólafur Briem á Álfgeirsvöllum
er nú einna elstur maður á þingi,
og andstæðingar hans í héraði
halda því óspart á lofti, að hann
sé orðinn ákaflega íheldinn og kyr-
stæður með aldrinum. En eitthvað
mun það blandað málum. Má í
því efni benda á atvik frá þing-
málafundinum á Sauðárkróki nú
í vor. Þar lýsti Ól. Briem yfir ein-
dregnu fylgi sínu við tvær róttæk-
ustu umbóta tillögur almenningi
til handa, sem fram hafa komið
á siðari tímum: Annað er efling
Búnaðarfélagsins, það að því yrði
veitt af landsfé 200—250 þús. kr.
árlega til að hafa forustu um við-
reisn landbúnaðarins. Hitt að kost-
að yrði af landsfé útgáfa nokkurra
ágætra bóka árlega, eins og Sig.
Nordal hafði stungið upp á. —
Önnur tillagan beindist að efna-
legu viðhaldi aðal-atvinnuvegarins
i landinu. Hin að viðhaldi og efl-
ingu sjálfmentunar og andlegrar
víðsýni.
Um báðar þessar aðgerðir skiftast
menn eftir þjóðrækni og framsókn-
arhug. Samhuga Ól. Briem munu
verða í þessum málum þeir menn,
sem vilja lyfta íslensku þjóðinni,
bæði efnalega og andlega. Móti
verða, ljóst og leynt, þeir sem fórna
vilja almennri framför, vegna hags-
muna einstaklinga.
Elsti þingmaðurinn á þingi ís-
lendinga er í raun og veru einn
sá yngsti. Ólafur Briem er einn
þeirra manna, sem æskan vill rétta
örvandi hönd, af því að hann
yngist í anda með aldrinum.
Kunnugur.
Kötlwsjódur.
^kilagrein.
Á síðastliðnu hausti sneri Bún-
aðarfélag íslands, ásamt búnaðar-
samböndunum, sér til kaupmanna
og kaupfélaga með óskum nm
sainskot til styrktar þeim, er veru-
legt tjón hefðu beðið af Kötlugos-
inu. Fylgir hér skýrsla yfir þær
fjárhæðir, er Búnaðarfélagið hefir
veitt móttöku: kr.
Bræðurnir Proppe Rvík. . 440.00
Pöntnnarféi. Rauðasands . 200.00
Kaupfél. Borgarfj. eystra . 57.00
Sláturfél. Skagf., Sauðárk. 1350.00
Karl Guðmundss., Stöðvarf. 100.00
Eggert Briem frá Viðey. . 100.00
Kaupfél. Þingey., Húsavík 2500.00
Kaupfél. N.-Þing., Kópask. 616.00
Kaupfél. Langnes., Þórsh. 156.00
Kaupfél. Borgf., Borgarnes 400.00
Hartm. Ásgrímss., Kolkuós 120.00
Kaupfélag Hvammsfjarðar 920.00
Guðm. Bergsteinss., Flatey 300.00
Kaupfélag Króksfjarðar . . 208.00
Kaupfél. V.-Húnavatnss. . 1552.69
Samtals 9019.69
Hér með er skorað á alla þá,
er kynnu vilja leggja sinn skerf
til þessara samskota, að senda
upphæðina til Búnaðarfélags ís-
lands fyrir lok septembermánaðar.
Tjónið er svo mikið, að það
verður aldrei að fullu bætt með
samskotum, en mikilsvert væri að
geta styrkt svo um munaði þá,
sem harðast hafa orðið úti.
Búnaðarfélag íslands.
I^réttir.
Látin er 30. þ. m. Petrea Sig-
ríður Jónsdóttir á heimili sonar
Einars alþingismanns Árnasonar
á Eyrarlandi, 82 ára gömul. Var
merk kona og vel látin.
Tíðin. Rignir nú á hverjum degi
hér syðra, en hæg veður og hlý-
indi. — Mokafli af síld víðast
vestra og nyrðra.
Nýtt félag, »Eimskipafélag Suð-
urlands« er nýlega stofnað. Ætlar
aðallega að annast ferðir Faxaflóa-
bátsins og enn fremur ferðir vestur
og suður um land.
Boi’gfirðingar halda íþróttamót
á morgun í Ferjukoti.
Á fnnd norrænna lögfræðinga
fóru þeir með »íslandi« Lárus H.
Bjarnason prófessor og Eggert Briem
yfirdómari.
Með Gullfossi, sem væntanlegur
er frá Danmörku nú um helgina
koma hinir dönsku knattspyrnu-
menn, sem getið hefir verið um.
— Sömuleiðis kemur með skipinu
fjölmenn sveit danskra kvikmynda-
leikara, sem ætla að ferðast land-
veg til Borgarfjarðar eystra og leika
fyrir kvikmyndavél söguþætti Gunn-
ars Gunnarssonar um Borgarættina.
Baldvin Einarsson
aktýgj asmiður.
Laugaveg 67. Reykjavík, Sími:648 A".
Kennslustarfið
við fræðsluhérað Mosvallahrepps,
í Vestur-ísafjarðarsýslu, er laust
til umsóknar fyrir næstkomandi
skólaár. Laun samkvæmt gildandi
lögum um laun barnakennara.
Um kenslustarfið geta sótt tveir
kennarar.
Umsækjendur snúi sér til við-
komandi fræðslunefndar, skriflega
eða símleiðis, fyiir 10. sept. næst-
komandi.
21. júlí 1919.
Fræðslunefnd Mosvallahrepps.
Sömuleiðis að taka myndir af ís-
lenskri náttúru.
Meiri hlutinn í fossanefndinni
hefir ekki enn skilað af -sér til fulls
og er þó nú liðinn meir en mán-
uður af þingtímanum.
Hvað veldur?
Fyrir fáum dögum hvarf allur
brensluspíritus úr búðunum í
Reykjavík, En enginn hafði um
það heyrt að þurð stæði fyrir dyr-
um um þá vöru.
Hvað veldur?
Mundi vera nokkuð samband
milli þessa og hins að á alþingi
er nú verið að bollaleggja að tolla
þessa vöru?
AV! Hafið þér gerst kaupandi
að Eimreiðinni?
Ritstjóri:
Tryggri ÞórliallBsou
Laufási. Simi 91.
Prcnístniðjan Gutcnberg.
út peningunum jafnharðan aftur
með nægilega háum vöxtum og
fullnægjandi skilmálum að öðru
leyti. En ef bankinn hefir áskilið
sér þennan rétt, að innleysa bréfin
hvenær sem vera skal, þá er aug-
ljóst, að honum er ávinningur að
hafa lengsta innlausnartíma bréf-
anna lengri en afborgunartíma út-
lánanna. Ef bankinn t. d. lánar
út á jarðarveð til 40 ára eða hús-
veð til 25 ára, þá er ávinningur
fyrir bankann að vera ekki bund-
inn við að innleysa veðvaxtabréf
sin fyrri en eftir 65 ár, því að þá
• gelur hann notað sömu peningana
tvisvar áður en hann innleysir
bréfin. Á þann hátt sparast að
minsta kosti afföll, »Kapitalrabat«,
ef bréfin seljast fyrir neðan ákvæð-
isverð, ef til vill »provision« fyrir
sölu bréfanna o. fl. En bréfin munu
oftast ganga eins vel út fyrir þessu,
því að kaupendur taka venjulega
ekki verulega tillit til »amortisa-
tions«-tímans, ef hann á annað
borð er ekki alt of langur, og
mundu t. d. oftast borga 65 ára
bréf því nær jafnháu verði sem
40 ára bréf. — Það virðist ástæða
til að athuga það, hvort veðdeild
Landsbankans gæti ekki með hagn-
aði breytt innlausnarreglum sínurn
í þessa átt. Aðal-innlausnarregla
veðdeildarinnar, sem stranglega
verður að fylgja, er sú, að aldrei
sé meira úti af veðvaxtabréfum en
svara*’ þeirri upphæð, sem veð-
skuldabréf eru fyrir á hverjum tíma.
En sú regla raskaðist alls ekki af
þvi, þó ao afborganir lána væru
stundnm innan liæfilegra takmarka
notaðar til nýrra útlána í stað þess
að verja þeim alt af og undan-
tekningarlaust til innlausnar veð-
vaxtabréfum.
Fegar veðdeildin hefir fengið inn
afborganir af útlánum og þarf að
leysa inn bankavaxtabréf fyrir til-
svarandi upphæð, eru bréfin dreg-
in út til innlausnar eftir hlutkesti.
Þó er þelta ekki undantekningar-
laus regla, því að skuldunautar
veðdeildarinnar mega greiða af-
borganir í stærri stíl með banka-
vaxtabréfum sama flokks, eftir
ákvæðis verði þeirra, og þá eru
þau bréf innleyst eða ónýtt á sama
hátt og hin, sem dregin eru út til
innlausnar. Víða í öðrum löndum
er sömu aðalreglu fylgt og hér, að
draga ávalt þau bréf út með hlut-
kesti, sem á að innleysa, og sjálf-
sagt er að veðbankinn hafi heimild
til að innleysa bréfin á þennan
hátt. En það er ekki sjálfsagt, að
bankinn sé skyldur til að fylgja
altaf þessari reglu. Önnur aðferðin
er veðlánstofnuninni hagfeldari og
er einnig víða tiðkuð, að bankinn
í stað þess að draga bréfin inn
eflir hlutkesti," megi alveg eins
kaupa bréf til innlausnar af hverj-
um sem vill selja. Þá aðferð hafa
t. d. mörg þýsku lánsfélögin og
þýskir »landcredit«-bankar. Ef bréf-
iu eru í lág í verði, eru þau keypt
inn til innlausnar, en ef þau standa
fyrir ofan ákvæðisverö, þá dregin
út með hlutkesti. Þetta er auðsær
hágnaður fyrir lánstofnunina, eink-
um þegar bréfin standa venjulega
fyrir neðan ákvæðisverð eins og
oftast er um bréf veðdeildarinnar.
Þessi innlausnaraðferð er jafnframt
hentug til þess að halda verði bréf-
anna uppi, því að þegar lánstofn-
unin leitast eftir kaupum á bréf-
um til innlausnar, myndast nokkur
eftirspurn eftir þeim, s.em stuðlar
að því að halda verðinu sæmilega
háu. Og þegar menn vita af þvf,
að veðlánstofnunin kaupir árlega
talsvert af bréfum til innlausnar,
eru menn ekki eins hræddir við
að festa peninga sína í þeim, eins
og ella mundi, því að þeir eiga þá
fremur en ella von á að geta selt
bréf sín, ef þeir þyrftu á peningum
að halda. Þessi innlausnaraðferð
ætti því að stuðla nokkuð að því,
að bréfin gengju meir kaupum og
sölum manna á milli en annars
gerist, og væru útgengilegri. — Þó
að þessi innlausnaraðferð sé tíðkuð
sumstaðar utanlands og hafi gefist
vel, skal því ekki neitað, að við
nánari athugun eða reynslu hér á
landi kynnu að koma í Ijós ein-
hverjir agnúar við hana. En í
fljótu bragði virðist ekki auðvelt
að koma auga á neina hættu, er
þessu væri samfara, og virðist til-
raunarvert að breyta innlausnar-
reglum veðdeildarinnar í þessa átt.
Það liggur í hlutarins eðli, að