Tíminn - 02.08.1919, Qupperneq 4
256
TÍMINN
*
3 3
Ttnini
P. 0. Box 477.
Reykjavík.
Heíir fengið nýjar birgðir af Winckester-Rjúpna-
riflunum þjóðkunnu' Cal. 22 á kr. 44,00, og Sela-
rifíilinn Cal. 25,20, 7 & 14 skota Magazine ásamt
hinum góðkunnu Husqvarna-haglabyssum Cal. 12
Choke með 90 & 100 cm. hlaupi. Allskonar hlaðnar
patrónur í Haglabyssur, Rifla og Revolvera. Högl,
púður og hvellhettur. — Notið tækifærið meðan birgðir
endast. Hvergi ódýrara ef um stærri kaup er að ræða.
Pantanir utan af landi afgreiddar
um hæl gegn eftirkröfu.
Virðingarfylst
Hais PetersiD.
UtísjaiiDistotai á Laogaqi
franletSir alt, seœ iii akiýgja lýter,
og margi, sem iil reiBskapar heyrir.
Hefir nægar birgðir fyrirliggjandi, svo sem: 4 tegundir
aktýgi, kraga, klafa (bogtré) og allskonar ól-alar og járn,
sem selst lauslega, alt til búið.
Klyfja-töskur, hnakk-töskur, hesta-höft, taum-beisli, allskonar
ólar tilhéyrandi reiðskap, beislis-stengur, ístöð, svipur o. m. tl.
Alt smíðað úr besta efni sem fæst, og vinnan svo
vönduð sem unt er.
Gangið inn á Laugaveg 67, áður en þið festið kaup
annarsstaðar.
Pantanir utan af landi afgreiddar fljótt, því alt er
tilbúið.
IVotið talsímaim og biðjið um ur. 64§ A.
Bnldvin Einarsson.
Laugaveg 67. Aktýgjasmiður. Reykjavík.
43. og 45. ib!. ju á. vutar á a/greiislua.
til þess að nokkur veðlánstofnun
með líku sniði og hér hefir verið
rætt um, geti starfað svo að um
muni og komið að verulegu gagni,
verður hún fyrst og fremst að hafa
nægan markað fyrir veðvaxtabréf
sín. Alt veltur á þvi, að nægilega
mikið af bréfum seljist og það án
þess að vextir eða afföll þurfi að
vera úr hófi fram. En einmitt þetta,
sala vaxtabréfanna, hefir verið og
er aðal vandamál veðdeildar Lands-
bankans. Hún berst altaf í bökk-
um með að hafa nægilegt starfsfé,
af því að vaxtabréfin ganga illa
út. Þegar um er að ræða endur-
bætur á veðdeildinni verður því
fyrsta atriðið þetta, á hvern hátt
er mögulegt að greiða fyrir sölu
vaxtabréfanna.
Fyrsta skilyrði fyrir greiðri sölu
veðvaxtabréfa er auðvitað að þau
séu talin trygg verðbréf. En að því
leyti er ekkert út á veðdeildarbréf-
in að setja. Þau hafa verið og eru
eins vel trygð og tryggustu bréf
saroskonar í öðrum löndum. Þar
getur því ekki þurft neinna umbóta
við og það er ekki hægt að búast
við neitt greiðari sölu, þó að enn
þá væri bætt við trygginguna.
Aðal-ástæðan til þess, hve salan
hefir gengið tregt, mun vera sú,
að vegna peningaskorts innanlands
hefir aðallega orðið að leita fyrir
sér um sölu bréfanna til útlanda.
Og það er ekkert sérkennilegt fyrir
íslensk veðvaxtabréf, þó að sala
þeirra í öðrum löndum gangi tregt.
Sama hefir átt sér stað um mörg
.vel trygð veðvaxtabréf útlendra
stofnana, að þó þau hafi selst vel
og gengið mjög kaupum og sölum
heima fyrir, þar sem menn eru
kunnugir stofnuninni, fyrirkomu-
lagi hennar og starfsreglum, hefir
verið alt öðru máli að gegna, þeg-
ar átti að selja bréfin út úr land-
inu, eða jafnvel út úr því héraði,
þar sem lánstofnunin starfar. Dæmi
þessa má finna meðal annars hjá
þýsku lánsfélögunum, og einmitt
það hefir bæði þar og annarstaðar
verið aðaltilefnið til þess, að komið
hefir verið á fót »central«-lánstofn-
unum, í þeim tilgangi að bréf
þeirra gætu notið trausts yfir stærra
svæði og selst betur til ókunnra
héraða og landa, en bréf sfhærri
stofnana.
Veðdeildarbréfin hafa nú að vísu
selst talsvert til útlanda og er ekki
ólíklegt að markaður fyrir þau þar
geti aukist til muna ef eitthvað
verulegt er gert til þess að kynna
þau og afla þeim álits og hafa þau
á boðstólum á hentugum stöðum.
En fyrir þau, eins og önnur sams-
konar bréf, ælti þó að vera bestur
markaður heima fyrir,.þ. e. ef þar
eru peningamenn, sem vilja hafa
fé á vöxtum. Það hefir verið lítið
um slíkt fé hér fram að þessu, en
þetta er óðum að breytast á síð-
ustu árum. Fjármagnið er að auk-
ast ár frá ári; það veltur bara á
því, hvort veðdeildin eða sams-
konar iánstofnanir, t. d. lánsíélög,
hafa lag á því, að beina peninga-
straumnum til sín.
Það má sjálfsagt gera ýmislegt
meira en gert er til þess að draga
innlent fjármagn að veðdeildar-
bréfunum, enda verður ekki annað
sagt, en að fram að þessu hafi
mjög lítið verið unnið í þá átt.
Það þarf að minsta kosti að vekja
athygli almennings á þvi, að bréfin
séu til, og þau þurfa að vera til
sölu miklu víðar en nú á sér stað.
Það gerist ekki af sjálfu sér, að
koma þessari vöru fremur en ann-
ari víðsvegar út um land alt; til
þess þarf »reklame«, og varan að
vera svo að segja alstaðar á boð-
stólum. Nú inunu bréfin ekki vera
til sölu annarstaðar en í Lands-
bankanum í Reykjavík og litið eitt
af þeim í utbúum hans. En þau
ættu að fást keypt að minsta kosti
í hverri sýslu landsins, t. d. hjá
öllum sýslumönnum og bæjar-
fógetum.
En þó alt væri gert, sem hægt
er, til þess að koma bréfunum út,
er ekki víst að salan gengi nægi-
lega greitt samt. Þá er að leita enn
eftir nýjum ráðum til þess, að gera
þau aðlaðandi fyrir peningamenn
og almenning. Hér skal getið um
eitt ráð, er notað hefir verið sum-
staðar í öðrum löndum og gefist
vel. Merkasti fasteignabapki hér í
álfu, »Crédit Foncier« á Frakklandi,
hefir alt frá 1853 gefið út veðvaxta-
bréf, sem innleyst eru með happ-
vihningum eftir útdrætti, og þetta
hefir hvað mest hjálpað honum
tll þess, að hafa ávall nægilegt
veltufé. Sá sem á t. d. 100 franka
veðvaxtabréf getur orðið svq hepp-
inn, að það verði dregið út til
vinnings og leyst inn með 1000
frönkum eða meiru; 250 frankar
innleystir með alt að 25 þúsund
frönkum o. s. frv. 200 þúsund
franka vinningur hefir jafnvel þekst.
Auðvitað er þetta einskonar lotterí,
en af sérstakri tegund, alt annars
eðlis en venjuleg l.otterí eða áhættu-
spil, því að bankinn sjálfur hefir
enga möguleika til vinnings og
vaxtabréfaeigendur leggja ekkert í
hættu og geta engu tapað, þar sem
bréfin eru að sjálfsögðu leyst inn
með ákvæðisverði, þau sem ekki
eru dregin út til vinnings. Þeir
peningar, sem ganga til vinning-
anna, eru greiddir af lántakend-
um stofnunarinnar með dálitilli
viðbót við árgjöldin og teljast
kostnaður við útvegun þess láns-
fjár, er þeir þurfa á að halda,
kostnaður sem borgar sig vel, þar
sem á þennan hátt fæst fyrst og
fremst nægilegt fé, og nokkuð af
kostnaðinum fæst auk þess endur-
greitt með þvi, að veðvaxtabréfin
seljast hærra verði en þau gerðu
annars (afföllin minni).
Sama aðferð hefir verið tekin
upp víðar en á Frakklandi. »Cen-
tral«-banki japönsku landveðs-
bankanna »Nippon Kvango Cinko«
gefur l. d. út veðvaxtabréfi til inn-
lausnar með happvinningum. Og
veðbankarnir í Mexíkó hafa sarna
ráð til þess, að afla sér nægilegs
veltufjár. Þó er fyrirkomulagið þar
frábrugðið að því leyti, að þeir
innleysa stundum vaxtamiða bréf-
anna með vinningum, í staðinn
fyrir vaxtabréfin sjálf, og er sú
aðferð að ýmsu leyti hentugri.
Hvernig væri nú að taka upp
hér á landi eitthvað líkt þessu, ef
ekki finnast önnur góð ráð til þess
að afla nægilegs fjármagns til fast-
eignalána? Ef veðdeildin gerðiþetta,
er vel mögulegt, að hún þyrfti
engum fjárskorti að kvíða úr því,
veðdeildarbréfin hækkuðu í verði
og seldust eftir þörfum. Það sem
hefir gefist vel annarstaðar, ætti
að vera vel tilraunarvert hér, ef
ekki er sjáanlegt neitt sérstakt, er
hér gæti verið til fyrirstöðu. Eitt-
hvað verður' að gera, því að það
er víst, að fáist ekki nógir peningar
til landkaupa, jarðabóta, húsa-
bygginga og allskonar landbúnað-
arþarfa, verður loku skotið fyrir
alla framför og landbúnaðurinn í
stórri hættu staddur.