Tíminn - 09.08.1919, Page 1

Tíminn - 09.08.1919, Page 1
TÍMINN íiö minsta kosti 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. III. Ar, frygtfmgadoggjsf. Því hefir verið haldið fram í málgögnum miljónaklíkunnar, að það væri fráleitur afkáraskapur að vilja tryggja einni fjölmennustu stélt á íslandi þann hvíldartíma, sem löng reynsla er búin að sýna að óbjákvæmilegur er starfandi mönnum, ef á að hindra heilsu- tjón og úrkynjun. Vafalaust gengur þessum mönn- um til fákunnátta um það, hvernig aðrar þjóðir, sem lengi hafa stund- að stóriðju og vélavinnu, haga sér í þessum efnum. Skal því drepið á fáein atriði málinu til skýringar. Þegar gufuvélin var fundin upp seint á 18. öld, byrjaði hið mikla véla- og iðnaðartímabil. Stórbæirn- ir ensku mynduðust við kola- og járnnámurnar. Þeir sem höfðu efni og áræði til að eignast hin dýru vinnutæki urðu voldugir iðn- aðarbarónar. Sveitafólkið hvarf til þeirra, elti háa kaupið og von- ina um þéttbýlið. Fræðimennirnir prédikuðu það, að þá væri best séð fyrir allra hlut, ef löggjöfin skifti sér ekkert af viðbúð verka- manna og verksmiðjueigenda. Svo leið þriðjungur úr öld. Þá voru ávextir hirðuleysisins komnir i ljós. Verkafólkið hafði búið við takmarkaiausan þrældóm. Þjóðin var að úrkynjast. Fullorðið fólk hafði vaxið upp sem aldrei hafði opnað bók, og kannaðist ekki við að hafa heyrt nafn Krists nefnt. Þá risu upp á Englandi mann- vinir og hugsjónamenn, sem börð- ust móti þessari áþján. Síðan fylgdist að til annara landa báðar hreyfingartiar: Vélavinnan, stóriðj- an, og vernd verkamannanna. Með því að nefua dæmi úr iðnsögu Breta, má átta sig á því hversu mannúðin og drengskapurinn hafa haft meiri áhrif á meðferð verka- lýðsins, eftir þvi sem leið á 19. öldina og byrjun hinnar 20. Árið 1802 lögleiðir Robert Peel bann gegn því að börn vinni næt- urvinnu, og lengur en 12 tíma að degi til. 17 árum síðar bannar breska þingið börnum yngri en 9 ára "verksmiðjuvinnu, 1833 eru settir umsjónarmenn til að gæta þess að verksmiðjustjórar fari sæmilega með starfsfólk sitt. Jafn- hliða því gerðar slrangar reglur um vinnubrögð unglinga 13—18 ára. 1844 eru fullorðnar konur látnar njóla sömu lögverndar og ungfingar innan 18 ára. Þrem ár- um síðar bannað að starfsdagur unglinga og kvenna sé lengri en 10 tímar. 1878 er öllum fyrirmæl- um af þassu tagi steypt sainan í / Reykjavík, einn lagabálk »Factory and work- shop act«, þar sem gerð eru ná- kvæm fyrirmæli um aldurstakmark, lengdvinnutímans, loftræsing, hrein !æti og alt fyrirkomulag verksmiðj- anna, öryggisráðstafanir til að fyr- irbyggja slys við vinnu. Ennfrem- ur sérstök ákvæði um hættuleg og heilsuspillandi starf, svo sem námu- vinnu. Síðan 1878 hafa lög þessi hvað eftir annað verið endurskoð- uð og jafnan bætt í garð starfs- fólksins. í námunum hefir fyrir löngu verið lögskipað 8 tíma vinna. í Bandaríkjunum höfðu 26 af fylkjunum lögleitt 8 tíma vinnu- dag árið 1913, fyrir alla starfs- menn sem unnu fyrir ríkið, og í Ástralíu hefir 8 stunda vinna lengi verið lögbundin. Víða í Evrópu var fyrir stríðið, ákveðinn hi- marksvinnudagur 10—11—llVs— 12 kl.st. en venjulega varð raunin sú, að með sérstökum samning- um var látið sitja við 10 stunda vinnu. Verkkaupendur hafa sætt sig við styttingu vinnutímans nið- ur að því lágmarki, af því það hefir reynst þeim gróðavegur. Þjóðernisvarnlr. íslendingar hafa haldið tungu og þjóðerni í meir en þúsund ár, þrátt fyrir óblíðu náttúrunnar og illa stjórnarhætti. Þennan arf frá forfeðrunum vill þjóðin vernda. Það er ef til vill fremur óskynsam- legt. En því er nú einusinni svo varið, að hvert þjóðerni hefir mæt- ur á sjálfu sér og vill lifa, helst verða ódauðlegt. Nú er það okkar hlutskifti að vera lítil þjóð í stóru og ríku landi. Á síðustu árum hafa augu íslendinga opnast fyrir gildi lands- ins. Fvar sem vinnu er beitt, sprett- ur gull úr landinu. Sjórinn er auð- ugur, hafnirnar sumar hentugar sem millistöðvar á voldugum sigl- ingaleiðum. Mikil túnstæði og nrýr- lendi biða eftir áburði og áveitum. Síðast kemur vatnsaílið, sem ber- sýnilega getur veitt fjölda manna atvinnu, þótt eigi sé notaður nema lítill hluti þess. Aðalvandkvæðin fyrir íslendinga, ef þeir vilja vernda séreðli sitt, eru einmitt þessi, að landið er svo auðugt, að fámenn þjóð virðist tæplega geta ráðið við alt það, sem lagt er upp í hendur hennar. Ekki er ósennilegt að fólk leiti hingað frá öðrum löndum. Það þarf ekki iðnaðinn til. Sjávarútvegurinn reyn- ir fyr en varir að draga til sin starfsaíl frá útlöndum. Og mörg- ágúst 1919. um sveitabændum mun koma hið sama i hug. Nú sem stendur er ekki bygt nema lítið af húsum, brúm og vegum, við það sem gera þarf á næstu árum. Samt stendur mest á starfsafli. Þetta sýnir hver áhrif mannfæðin hefir. Þjóðernisvörnin hlýtur að verða vandasamt mál hér á landi. Eng- inn einn maður eða hópur manna, jafnvel ekki alþingi, er liklegt til að finna í snarkasti bestu leiðirn- ar. Þjóðin þarf að hugsa um mál- ið, tala um það, fræðast um reynslu annara þjóða, og marka sér siðan stefnuna. Handahófsuppástungur manna, sem aldrei sjá gegnum ysta hýðið á viðfangsefnunum, manna sem sjá ekki innihaldið fyrir forminu, eru ekki líklegar til að bera góðan árangur, hvorki í bráð eða lengd. Hér á landi getúr verið að ræða um innflutning manna frá ýmsum þjóðum. Ein tegund innflytjenda er undir öllum kringumstæðum æskileg. Það eru bræður okkar vestan um haf. Móti heimílutningi. þeirra má i síðasta lagi reisa skorð- ur. Þar næst koma frændur okkar Norðmenn, sem bæði laga sig vel eftir skilyrðum landsins og eiga auðvelt með að verða hold af holdi íslensku þjóðarinnar. Þar næst korna fjarskildari frændur, Danir, Þjóðverjar og Englendingar. Engin getur nú sagt um, að hve miklu eða litlu leyti landkoslir og sævar- auðlegð íslands draga menn úr þessum lönduui búferlum hingað. Tvö íslensk blöð hafa nú nýlega flutt afslöðugreinar um þetta mál. Annað blaðið vill loka landinu sem mest fyrir erlendu fólki, vegna þjóðernisins. Hitt vill láta gamm- inn geisa. Er ekki hrætt um þjóð- ernið, jafnvel þótt tugir þúsunda flyttu inn. Hvorug þessi stefna er sérlega líkleg til sigurs.- Hin fyrri dauðadæmd af því að laudsbúa svo að segja hungrar og þyrstir eftir vinnuafli til að opna auðlind- ir landsins. Og þá koma innflytj- endur fyr eða síðar. Það má kúga þá menn með undantekningarlög- nm, ef verkast vill. En ef þeir eru einusinni komnir til landsins og fléttaðir saman við borgara þess með_ atvinnu-kynningar- og sifja- böndum, þá eru þeir orðnir þátt- ur í þjóðlífinu. Það er frægt dæmi um. litla þjóð í auðugu landi, sem reyndi að loka sig inni eins og hinir alvísu þjóðernislæknar ráða íslendingum til. Það voru Búar í Suður-Afriku. Útlendingum voru sett þar gífur- lega þröng búseluskilyrði, áður þeir næði fullum'oorgararétti í land- inu. Útlendingarnir komu samt og # AFGREIÐSLA i Reykjavik Laugaoeg 18, simi 286, út um land i Laufási, sími 91. 60. blað. fjölmentu. Þeir voru látnir "bera bróðurpartinn af sameiginlegu byrðunum. Þeir voru látnir finna að þeir voru óboðnir gestir. í við- búðina við þá vantaði flest það, sem gat lokkað útlendingana og laðað til að samþýðast Búunum. Og svo kom hefndin fyr en varði. Frændur útlendinganna notuðu misrétti þeirra sem styrjaldarefni. Búar urðu um síðir að beygja sig fyrir ofureflinu. En þjóðerni þeirra lifir samt, og er styrkara en fyr. Máttur hinnar þjóðlegu menningar hefir reynst Búunum öruggasta vörnin. Sennilega mun flestum fara svo, er þeir athuga málið nánar, að það sé enginn giftuvegur að flaustra að þjóðernisvörnunum. Engin bráð hætta steðjar að. Það þarf um fram alt heilbrigð og framsýn úr- ræði. Og þau munu finnast við almenna athugun og umræður. Mönnum hefir komið í hug að útiloka innflytjendur frá þátttöku í borgaralegu lífi, með þvi að gera langa búsetu að réttinda-skilyrði, t. d. 5—10 ár. Einn af höfuð á- göllum þess skilyrðis er, að það kemur afarilla við landa okkar, sem flytja vildu vestan um haf. í öðru lagi lokkar það ekki út- lendinginn til að samþýðast ís- lendingum af frjálsum vilja. Annað skilyrði, drjúgum betra hinu, er enn í litlum metum hjá hinum skriftlærðn. Það er lcunnátta í móðurmáiinu og sögu landsins. Það Jokar ekki dyrunum fyrir Vestmönnum. Það gefur útlending- um undir fótinn að reyna að sameinastd orði og verki þeirri þjóð sem hann gistir. Og það skilyrði er ofboð eðlilegt og sanngjarnt, því að þá fyrst, þegar útlendingur- inn skilur málið og sögu lands- ins, getur hann tekið þátt í borg- arlegum störfum ineð lýðfrjálsri þjóð. Þá er það ekki minsti kost- urinn við móðurmálsskilyrðið, . að það verðlaunar viðleitni og hæfi-f leika. Fyrir tveim árum kom fossa- málið á dagskrá liér á landi. Sömu blöðin sem nú vilja loka þjóðina inni, og opna allar dyr fyrir útlendingum, tóku þá gagn- ólíka stefnu. Annað vildi láta flaustra málinu af, þótt fáir bæru skyn á hvers biðja bæri. Hitt þvergirða fyrir alla fossanotkun undir umráðum útlendinga. Tim- inn beitli sér þá fyrir að tekin var þriðja leiðin, sú að rannsaka málið og leggja það undir dóm þjóðarinnar, áður en fullnaðar- ákvörðun væri tekin. Því ráði var hlýtt, og hefir vel gefist. í deilu- málum um þjóðernisvarnirnar mun

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.