Tíminn - 13.08.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.08.1919, Blaðsíða 1
. TÍMINN ■aó minsía kosli 80 btöð á ári, Icostar 5 krónur árgangurinn. AFGREWSLA i Reykjavik Laugaveg 18, simi 286, iil um land í Laufási, simi 91. III. ftr. Reyfcjavík, 13. ágúst 1919. 61. blað. 6rikkla>) hið nýja. Elsta menningarríkið í Norður- álfu, Grikkland, á nú því láni að fagna, að eiga fyrir stjórnarforseta þann mann, sem er talinn mestur stjórnvitringur i álfunni, en það er Venizelos, Kríteyingurinn heims- frægi. Meðan hann var á friðar- fundinum í París, lýsti hann í samtali við ameriskan blaðamann horfunum á Balkanskaga. Venizelos mintist fyrst á Tyrki. Veldi þeirra væri nú úr sögunni. Peir myndu fá til yfirráða nokkur héruð í Litlu-Asíu, þar sem kyn- þáttur þeirra væri mannflestur. En þeir væru svo máttvana að óhugs- andi væri, að Grikkjum stæði nokkur hætta af þeim. Mikligarður myndi verða »frjáls« borg, einn af dýrgripum þeim, sem alþjóðabanda- lagið hefði til geymslu. Grikkir vildu fá landauka á þrem stöðum. Makedoniu, sem Búlgarar hafa haft hönd yfir nú um nokkur missiri og kúgað grimmilega, einkum gríska fólkið. Jafnvel tyrknesku ibúarnir í þessum héruðum óska eftir að lúta fremur Grikklandi en Búlgariu. Par næst koma margar egjar í Grikklandshafi, og strönd Litlu-Asíu með óteljandi hafnar- bæjum. Segja Grikkir með réttu, að bæði eyjarnar og strandlengja þessi séu búin að vera grísk í 3000 ár og sé nú mál komið að allur þjóðstofninn sameinist, utan- um hina sögufrægu Aþenuborg. En þrándur er í gölu á þessum vegi. ítalir herjuðu á Tyrki laust á undan heimsófriðnnm og tóku undan soldáni nokkrar af eyjun- um. Vilja þeir eigi láta þær laús- ar, og mun Vesturþjóðunum nógu erfitt að láta ítali beygja sig í Fiume-málinu, þótt eigi sé bætt við öðru harmabrauði. Yrði sú leiðrétting þá að bíða betri tíma. Um samkomulagið á Balkan- skaga gerði Venizelos sér góðar vonir. Búlgaría væri ein sér og óvinur allra hinna ríkjanna, og þau hennar. Grimd Búlgara við Serba hefði verið svo gegndarlaus, að þar myndi varla gróa um heilt aftur fyr en eftir marga mannsaldra. Hinsvegar myndu hin þrjú rík- in: Grikkland, Stór-Serbía og Rúmenía vera líkleg til að gera með sér varnarbandalag. Síðan gæti komið til mála að öll þrjú ríkin hefðu sameiginlega utanríkis- stjórn, toll-löggjöf og póstsamband. 1 alþjóðabandalaginu er gert ráð fyrir, að inn í það geti gengið hópar minni þjóða í sjálfstæðu varnarbandalagi. Er það gert að ráðum Venizelos. Hann vill láta Balkanríkin koma á friði og menn- ingu í löndum sínum, án utanað- komandi valdboðs. Fyrst um sinn yrði Búlgaríu haldið utan við þetta Balkan-samband, þar til Búlgarar hefðu sýnt í verki, að þeir væru steinhætlir að hugsa um að verða yfirþjóð á Balkanskaga. Sennilegt er að Venizelos geri ráð fyrir, að ef tekst að koma á tryggu bræðra- lagi og vináttu með öllum fjórum ríkjunum á Balkanskaga, muni Mikligarður svo sem að sjálfsögu verða höfuðborg skagans, eins og á undangengnum öldum. jsletifkar siglittgar. Sjórinn hlýtur jafnan að vera höfuðþjóðvegur íslendinga eins og legu og eðli landsins er háttað. Þjóðin byggir eyju mitt í úthafinu. Og bygðin á þessari eyju er því nær öll með ströndinni. Hálendið í miðju landi, og álmur þess, sem teygja angana út að hafinu, skifta bygðinni i ótal marga smáhluta, sem allir horfa úfc að sjónum. Hafið er bandið, sem tengir landið við önnur lönd, og hin einstöku héruð hvert við annað. Vonandi kemur sá tími fyr en varir, að þjóðin býr sér til aðra tegund vega, brýr milli dalanna yfir fjöllin. Pað er ekki mikið sem búið er að gera á því sviði, og sýnilegt, að varla verður unt að stiga stór stökk í þeim efnum, fullnægja öllum landshlutum, fyr en búið er að koma sjósamgöng- unum í viðunanlegt horf. Pað er að myndast dálítill ís- lenskur kaupskipafloti. »Fossarnir« voru byrjunin. Þar næst eimskip landsins: »Sterling«, »Borg« og »Villemoes«. Ýmsir landshlutar og einslakir menn hafa keypt eða eru að kaupa lítil gufuskip og stóra vélbáta til að annast strandferðir. Sambandsfundur kaupfélaganna hefir heimilað stjórn sinni að kaupa stórt skip til millilandaferða, þegar tækifæri gefst. Og einstök kaupfé- lög utan sambandsins svo sem Borgarnesfélagið og Hekla á Eyr- arbakka hafa mikinn hug á að kaupa skip til vöruaðdrátta frá út- löndum þegar á næstu missirum. Öll þessi skipakaup bera vott um lofsamlegan áhuga. En samt er hægt að villast á sjónum. Má nú þegar sjá þess merki i siglinga- málunum. Ef landið, kaupfélögin og kaup- mennirnir hafa hvert sinn flota til millilandaferðanna, og þar að auki mörg félög og einstaklingar, sem eiga stærri og minni skip til strandferða, verður siglingakerfið alt í molum. Samgöngurnar verða óþarflega dýrar, mikil óþarfa eyðsla en skipulagið samt ófullkomið a. m. k. i hlutfalli við tilkosnað. Hvert félag eða »firma« yrði að hafa sérstaka afgreiðslu. Tóm eða hálfhlaðin skip kæmu tvö á sömu höfn, þótt annað gæti fullnægt flutningsþörfinni. Yfirleitt mundi verða samskonar vansmíð á ísl. sjósamgöngukerfinu eins og járn- brautum Breta, Bandaríkjamanna og Canadabúa, þar sem einstök félög hafa bygt járnbrautir svo að segja samhliða. Óþarfakostnaður- inn lagst á þjóðina í óhæfilega dýr- um flutningsgjöldum. Nú hefir styrjaldarnauðsynin kent þessum þjóðum að spara. Ríkið tekur við af einstö^u félögunum og bræðir alla molana saman í sterkt og öfl- ugt kerfi. Pað hefir komið fram tillaga hér á landi, sem gengur í sömu átt. Hún er sú að bræða öll þessi sundruðu siglingafyrirtæki saman í eina heild, bœði millilandaferðir og strandferðir. Skyldi það eim- skipafélag vera svo öílugt að það fullnægði samgönguþörf landsbúa. Fyrir utan þennan flota væri vit- anlega rúm fyrir einstaklings frum- kvæði á sérstökum sviðum t. d. við fisk og saltflutninga milli ís- lands og Suðurlanda, og til vöru- flutninga í þágu erlendra þjóða. Ef til kæmi, yrði að ræða um stækkun Eimskipafélags íslands. Landsjóðsskipin bættust inn í fé- lagið, og þau önnur skip úr milli- landa- og strandferða-flotanum, sem nauðsynleg væri til að bæta úr flutningaþörfinni. Ef vel væri á haldið myndi þessi breyting spara mikið fé og óþarfa vinnueyðslu. í fyrsta lagi yrði sameiginlegt farmgjald með öllum skipunum. Vörur í Barðastrandasýslu innan- verða sená umskipað er bæði í Reykjavík og Stykkishólmi, áður en Breiðatjarðarbátur flytti þær til eigandans, yrðu honum mun ódýr- ari í flutningi heldur eu nú gerist, þegar varan gengur milli margra sjálfstæðra aðila. Afgreiðsla og öll skil greiðari, þegar sami flutnings- aðili tælci vöruna i stórborgunum erlendis, sem skilaði henni til hvers einasta kauptúns á íslandi. í öðru lagi yrði ekki nema ein afgreiðsla í hverjum bæ og kaup- túni. Af því leiddi vinnusparnað eigi lítinn. í þriðja lagi yröi skiprúmið betur notað en nú gerist, svo að fjölga mætti ferðum með jöfnum tilkostnaði. í Qórða lagi myndi strandferða- kostnaðurinn eigi verða landssjóði jafnmikil byrði eins og nú. Um- bætur skipulagsins valda því. Öll þessi atriði mæla mjög með þessari samsteypu. En þó er sú ástæðan ótalin, sem þyngst er á metunum, að með þessu skipulagi gæti þjóðin komið sjósamgöngun- um í það horf, sem fullnægði þörf- um hennar. Pað þarf mikla hag- sýni til að fámenn þjóð geti haldið uppi myndarlegum samgöngum í stóru landi og afskektu. Hugmynd þessi var fyrst borin fram í »Málfundafélagi Borgfirðinga og Mýramanna« nú í vor sem leið. Höfundur hennar mun vera Páll Jónsson á Hvanneyri. Á Pingvalla- fundinum skýrði hann tillögur þess- ar fundarmönnum, og fengu þær þar mjög góðar undirtektir. Greinar hans um fækkun hluthafa í Eim- skipafélaginu1) standa í sambandi við þessa hugmynd og skal nú vikið að þeirri hlið. Ef allir landsmenn eiga að sætta sig við þvílika samsteypu, þarf skipulagið að vera réttlátt og ó- hlutdrægt, og njóta fullkomins trausts almennings. Nú á síðari timum hafa bæði Fáfnismálin, og einhliða val stórkaupmanna úr Rvík, og þeirra nánustu fylgifiska í stjórn Eimskipafélagsins, gert al- menning trúdaufan á, að félagið yrði á komandi árum nokkuð annað en útvirki kaupmenskunnar t. d. eins og blaðfyrirtæki þeirra, þingflokkur o. s. frv. Huginynd þeirra Borgfirðinganna er þá sú, að gera E. í. aftur að alþjóðafyrirtæki með því, að breyta svo skipulagi þess, að meiri hluti af hlutabréfunum verði þjóðareign t. d. 51—55c/o. Minni hlutinn 45 —49o/o væri einstakra manna eign. Með þessu væri grettistaki sam- göngumálanna lyft með sameinaðri orku ríkisins og einstaklinganna. En misnotkun einstaklingsvaldsins fyrirbygð með því, að ríkisvaldið hefði rúman meiri hluta. Til skýr- ingar þessu má geta þess, að í öllum mentalöndum stefna þjóð- irnar meir og meir í þá átt, að gera samgöngutækin að þjóðareign. Par bygt á reynslunni. Til þess að hugmynd þessi verði að veruleika, þurfa hluthafar Eim- skipafélagsins annarsvegar að vilja þessa breytingu, og Alþingi hins- vegar að hætta á, að leggja sinn skerf fram i samgöngukerfið. Ef skipeignum landsjóðs er bætt inn í féiagið, að meðtöldum þeim strandskipum, sem þörf er á að 1) Svar frá P. J. til Sv. B. mun birt- ast í næsta blaði. Ritstj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.