Tíminn - 16.08.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.08.1919, Blaðsíða 2
270 TíMIN N Seðiakavipin* iii. Samningaumleitanirnar um seðla- kaupin eru þannig til komnar, að íslands banki mun fyrir nokkrum missirum hafa gefið þinginu undir fótinn um, að hanu væri til með að selja eða afhenda landinu aftur seðlaútgáfuréttinn. Fól þingið stjórn- inni að leita tilboða frá bankanum. Til þess að starfa að þeim samn- ingum voru þeir settir Magnús, Þorsteinn og Pétur Ólafsson. Þeir verða ekki ásakaðir um það, þótt þeir fengju ekki betri kjör. íslands- banki réði sínum boðum. Stjórnin var og skyld til að leggja tilboð bankans fram, hversu óaðgengilegt sem það var, því að úrskurðar- valdið lá hjá þinginu. En yfirsjón M. G. er, að reyna að berja fram slíkt mál, þegár búið er að sýna fram á, að samnings-uppkastið er eingöngu i vil útlenda bankanum, - en þjóðinni til ófarnaðar. Samkvæmt uppkasti Magnúsar á bankinn að geta aukið hlutafé sitt ótakmarkað á komandi árum, og vera því nær gjaldfrjáls bæði til bæjarfélagsins og landsins. Eru það ekki lítil hlunnindi, að geta haft tekjur árlega, sem skifta milj- ónum, án þess að þurfa að bera að nokkru leyti (svo að teljandi sé) byrðar ísl. þjóðarinnar. Hins- vegar er núverandi þátttaka í arð- inum, nokkur uppbót fyrir það, að bankinn er undanþeginn út- svari og tekjuskatti. Og ósanngjarnt er að landsjóður greiði bankanum stórfé á ári, fyrir rétt, sem bank- inn telur sér lítils eða einskis virði. Svo sem kunnugt er, stofnuðu danskir auðmenn íslandsbanka og eiga meginhluta af hlutabréfum hans. Nú á striðsárunum hafa Danir efnast mjög, og myndi ekki erfitt fyrir bankann að moka upp miljónum til að stækka bankann. Samhliða þessu er stjórn og þing búið að afsala sér, samkvæmt upp- kasti Magnúsar, öllum rétti til eftir- lits og stjórnar i bankanum. Hlut- hafar ráða einir stjórn sinni. Nú á síðustu missirum hafa er- lendir bankar talið sér hag i, að ganga inn í stóra fjármálahringa, þótt hver banki starfi sjálfstæður á yfirborðinu. Hefir hér í blaðinu verið sagt frá »hringmyndunum« enskra banka. Um leið og hluta- bankinn fær leyfi til óta*kmarkaðrar stækkunar, getur hann fyr en varir verið orðin grein af risavöxnum hring, sem veiti hingað fé á þann hátt, sem hættulegt má verða sjálf- stæði þessarar litlu þjóðar. Fyrir stríðið áttu Þjóðverjar fjölda banka út um allan hðim, sem voru þeirra styrkustu stoðir í baráttunni fyrir heimsveldi í verslun, iðnaði og stjórnmálum. Sáu fáar þjóðir við þeim hægfara en hættulegu til- tektum. Jafnvel nú sýnist þjóðin þurfa að beygja sig óþarflega mikið fyrir þessum útlenda banka. Forsætis- ráðherra hefir nú nýlega í þinginu talað um þá gætni, sem þjóðin þyrfti að sýna í viðskiftum við bankann, vegna þess, að land- stjórnin yrði alt af að fá þar lán. Þessi skoðun er eftirtektarverð. Sá, sem þannig talar, er bæði vel viti borinn og úrræðagóður. Samt er að heyra, að skórinn kreppi svona að. Og það þó meðan yfir- ráðherrann er sjálfur formaður í bankaráðinu, og meiri hluti þess íslenskir alþingismenn. Kvað myndi seinna verða. Að vísu kennir í orðum J. M. þess úrelta hugsunarháttar, sem lengi brann við hjá ísl. bændum, sem bjuggu við verslunarkúgun, að kaupmaðurinn gerði það af góðsemi að skifta við þá. Sama er um banka. Hann lánar vegna sjálfs sín, til að græða. Og hver er betri viðskiftamaður en heil þjóð? Sá banki, sem fær að veita svo trygg lán, stendur í þakklætisskuld við þá stjórn, sem aflar honum hag- feldra viðskifta. En meðan landstjórn íslands verður að líta svona á, rétt skoðað, að sýna ósjálfstæði gagnvart bank- anum í annarlegum málum vegna skuldaviðskifta, hvað myndu þá einstakir, skuldum vafðir, efnalitlir atvinnurekendur hugsa, er þeir kæmu í hinn stóra, ótæmandi banka, sem vegna sambanda sinna erlendis gæti ausið fé inn í landið, eftir geðþótta ogþörfum? Skyldi Magnús Guðm. og hinar aðrar fullveldis- hetjurnar hafa jafn glögga sjón á þessa hættu fyrir sjálfstæði lands- ins, eins og sumar aðrar, sem meira er talað um? Þar næst er aðstaða Landsbank- ans. Hans, sem að dómi margra þingmanna, má ekki fá að geyma almenna sjóði þjóðarinnar, til að styggja ekki útlendinginn.' Vitan- lega yrði hann áfram dvergur við hliðina á risa, ef þjóðin sjálf legði geymslufé sitt í hlutabankann, og hann mætti þar að auki draga að sér ótæmandi fjármagn yfir hafið. Samkvæmt þvi, sem áður er sagt, myndi valdið yfir atvinnuvegun- um verða hjá stóra bankanum. Fyrir hinni ósýnilegu hönd handan yfir hafið, yrði þjóðfélagið og ein- staklingarnir að lúta, því meir sem tröllið stækkaði. Það er lögmál lífs- ins, þótt hart sé að viðurkenna. Eftir því sem stærðarhlutföllin breyttust, yrði þjóðbankanum erfið- ara að taka upp heilbrigða og þjóð- nauðsynlega kepni við stóra bank- ann. Sá taxti, sem hið útlenda fjármálavald setti, yrði að vera þjóðarlögmál. Tæplega getur verið nokkur skoðanamunur um það, að þjóðin eigi heimtingu á því, að tillögur Magnúsar Guðm. og Þórarins verði steindrepnar og aldrei vaktar upp aftur. Að samþykkja þær væri að vinna landinu tjón fjárhagslega, stofna sjálfstæði einstaklinga og þjóðarinnar í hættu á ókomnum árum, koma því orði á Alþingi, að meiri hluti þess virtist láta sér annara um hag útlendra auðkýf- inga, heldur en íslendinga. IV. Gagnvart íslandsbanka þarf að taka breytta aðstöðu. Eigendum hans þarf að verða það Ijóst, að af eðlilegum og sjálfsögðum ástæð- um á Landsbankinn að sitja í fyrirrúmi, þar sem deilt er um hagsmuni bankanna. Andlegt og fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er komið undir því, að þjóðbank- inn verði stœrsta og áhrifamesta lánsstofnun i landinu. Það ætti að verða sameiginleg hugsjón allra þjóðrækinna íslendinga, að vinna að því takmarki. Menn geta hugsað sér hvílík býsn það þættu í stóru löndunum, t. d. Englandi og Frakklandi, ef stærstu bankarnir í þeim löndum væru hlutafélagseign útlendinga, t. d. Þjóðverja. Það myndi þykja fremur óglæsilegt fyrir atvinnu- rekendur, að verða að leita til þeirra um lán, jafnvel þótt ekki væri um afarkosti að ræða á yfirborðinu. Og áreiðanlega myndi það vekja meiri, dýpri og almennari gremju, heldur en liér, ef stjórnir slíkra þjóða yrðu að lýsa því yfir við þingmenn, að mikla nærgætni þyrfti að sýna í sambúð við þessar slofn- anir. Hitt er annað mál, að þó að þjóðin og þingið dragi ekki dulur á, að Landsbankinn sé og eigi að vera uppáhaldsbarnið á heimilinu, þá er hitt sjálfgefið, að halda vel allar skuldbindingar við hluta- bankann. En alt dekur og undir- Stefna fájnismanna. Litið hefir enn unnist með miljónafjórðungnum. Enginn feng- ist ritstjórinn, sem eigendum hefir þótt sæmilegt að teka. Aðeins einn maður mun hafa verið fus að taka að sér þessa virðuglegu stöðu, þótt í boði væru tvöföld ráðherra- laun. Sá eini maður var fulltrúi Árnesinga í þinginu, Einar Arnórs- son. En það mega þeir eiga Fáfnis- mennirnir, sem keyptu ísafold og Morgunblaðið, að þeir sáu sér ekki fært, af ástæðum sem flestir munu virða þeim á hægri veg, að taka Einar fyrir ráðsmann. Búist við að nafn hans myndi ekki bæta fyrir blaðinu út um land. Því að svo er nú komið um traust Einars Arnórssonar, sem helst var í Árnesþingi, að þaðan spyrst ekki um nokkurn mann, sem mæli bót stjórnmálastefnu hans. Er þetta mælt til að leiðrétta það, sem sagt var fyr hér í blaðinu, til marks um siðferði íslendinga. Einn mað- ur hefu viljað ísu gömlu. En það var E. Arnórsson. Hinsvegar hefir þetta virðulega blaðfyrirtæki markað stefnu í þrem málum andstætt samþyktum Þing- vallafundarins. Það hefir ráðist grimmilega móti bókaútgáfuhug- mynd Sig. Nordals. Hefir séð sem var, að hún myndi, ef framkvæmd yrði, verða sterkur liður í menta- lífi almennings, og þá ekki síst sveitanna. En það þola þessir menn ekki. Sennilega óttast þeir ekkert meir heldur en aukið and- legt sjálfstæði íslendinga. Síðar verður grein þeirra um »þýðingarn- ar« krufin*til mergjar. Næsta sinni sást skapferli blaðs- ins gagnvart sjúklingum landsins. Svo sem mörgum lesendum »Tím- ans« mun enn i fersku minni, rit- aði Jón Pétursson Gauti mjög merkilega grein í fyrravetur um þörfina fyrir ódýr Igf. Birtist grein þessi hér i blaðinu. Hr. J. P. G. sýndi fram á með ljósum rökum, að meðulin væru einu leyfarnar af hinni foru einokunarverslun. Lyfja- búðirnar hefðu einkasölu á þeim, og seldu óþarflega dýrt. í stað ein- okunar lyfsalanna ætti, vegna þjóð- arinnar, að koma landseinkasala á meðulum, svo að lyfin yrðu seld með sannvirði. Sjúklingarnir ættu ekki að vera gerðir að sérstök- um tekjustofni handa óþörfum milliliðum. Tillaga þessi orðið ákaflega vin- sæl, sem von var til. Það er nú orðin viðurkend regla hjá flestum siðuðum þjóðum, að beita ríkis- valdinu móti einokun einstaklinga eða »hringa«, til að verja hags- muni almennings. Á Þingvallafundinum fékk tilaga þessi hinar bestu undirtekir, og þótti sjálfsagt að fylgja málinu last fram á næstu árum. Einokun á Jyfjum hefir fram að þessu verið að mestu í höndum útlendinga, sem rakað hafa saman stórauði á fáum árum, frá ísl. sjúklingum, og flutt sig síðan héðan burt til hlýrri landa til að eyða þar feng sínuin. Að vísu eru sumir lyfsalirnir búsettir hér og íslenskir menn. En aðferðin er enn hin sama. Lyfin rándýr, og einkar ómannúðlegt af þjóðfélaginu, að gefa fáum mönn- um alveldi til að selja sjúklingum dýra vonina í batanum. Hvarvetna í öðrum löndum er það stefna samtíðarinnar, að hjálpa þeim sjúku, gera þeim auðveldara að ná heilsu aftur, með því að létta fyrir um lyfjakaup, læknisbjálp og sjúkra- húsvist. í sömu átt stefnir tillaga Jóns Gauta. Hún er bæði viturleg og drengíleg. Og það er óhugsandt annað en hún verði gerð að veru- leika á næstu árum, sérstaklega af því, að andmæli »FáfnisbIað- anna« gera almenningi áþreifan- legt, hversu ómannúðlegt er að leggjast á þá veiku. Og síst eru þeir menn öfundsverðir af sínu innræti, sem hafa lund til að verja þessi úreltu og háskalegu einka- réttindi, að eins af því, að þau afla þeim fjár. Eitt atriði sem mjög mælir með landsverslun með læknislyf er það, að sterkur grunur leikur á, að sumir lyfsalarnir fari ógætilega með vínheimildina. T. d. er sagt, að einn lyfsali í litlu þorpi hafi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.