Tíminn - 16.08.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.08.1919, Blaðsíða 3
TÍMINN 271 aisey í Skógarstrandarhreppi fæst til kaups og ábúðar í far- dögum 1920. Nánari upplýsingar um jörðina, svo og um verð og borgunarskilmála, hjá undirrituðum eig- anda. Peir sem sinna vilja þessu, gefi sig fram í síðasta lagi fyrir nóvembermánaðarlok n. k. Ólafsey, 13. júlí 1919. Olafur Jóhann^®oo. lægjuskapur gagnvart bankanum er harla óviðeigandi og tæplega vansalaust. Magnús Guðmundsson hefir í áliti sínu réttilega tekið það fram, að eftirlit Alþingis með íslands- banka sé lítilsvirði. Þetta er þjóð- kunnugt. Kosningín í bankaráðið er meira að segja mesta siðspill- ingarathöfnin, sem fer fram á hverju þingi. Mestu aflaklærnar í þinginu bítast um þau fríðindi, eins og hungruð ljón um kjötstykki. — Magnús Péturssyn byrjaði þing- menskuferil sinn með því, að heimta af sjálfstæðisflokknum, að þessu beini væri stungið upp í hann. Við það gerðist hann spakur, þar til ílokkurinn klofnaði. En annars þótti uggvænt um trygðina. Á þing- inu 1917 setti Heimastjórnin Eggert prest Pálsson, og Sjálfstæðið Bjarna frá Vogi á stallinn. Drýpur drjúg- um til þeirra, því að nú hvað arður- inn vera um 9000 kr. á ári handa hverjum bankaráðsmanni. Ogfyrir- höfnin ekki önnur en sú, að skrifa nafnið sitt undir reikning bankans einu sinni á ári. Hver sem kosinn er situr að krásinni í þrjú ár. Pegar Bjarni og Eggert voru kosnir átti Framsóknarflokkurinn ráð á, að krækja í annan bitann. Og fram að þeim tíma hafði eng- inn þingflokkur fleygt frá sér svo miklu lostæti. Pað gerðist þá í fyrsta sinn. Enginn úr Framsókn- arflokknum vildi líta við banka- ráðinu. Enginn fékst til að óvirða sjálfan sig með þvi, að taka á móti þessu hneikslisfé. Par var stigið spor í rétta átt. Þessi smánarlegi bitlingur var hundsaður í verki. En þó mun eigi duga, að láta þar við sitja, því að alt af verða nógn margir til að gera þjóðinni þá minkun, að hirða gullhrúguna, en gleyma að líta eftir bankanum. Næsta sporið er það, sem þetta fengið 12 tunnur af vínanda á ein- um mánuði í fyrra. Annað hvort hefir verið gífurlega mikil þörf fyrir vín-meðul á þessum stað, eða þá að lyfsalinn hefir viljað byrgja sig vel móti komandi óláni. Fyrir lyfsalana væri það áreiðanlega mun skemtilegra, að versluninni væri þannig hagað, að enginn grunur gæti á þá fallið, að þeir létu af hendi áfengi, nema í nauðsynleg lyf. — Ef landseinkasala væri á lyfja- víninu, myndi sá grunur hverfa. Enginn lyfsali myndi vilja leggja á sig þau ómök, að hafa vínbúð opna, ef ekki væri um gróðaveg að ræða. Og vegna þeirra lyfsala, sem ekki misnota vínheimildina, væri þessi breyting æskileg. Peir þyrftu þá ekki líða fyrir þá seku. Pannig mælir mannúð nútímans, þörf sjúklinganna og siðferðislegir hagsmunir lyfsalanna með því, að landið taki einkasölu á lyfjum og það sem fyrst. Pá hefir sama málgagn andmælt kröftuglega því, að landið styrki Bún.fél. ísl. til að reisa við land- búnaðinn. Kallar blaðið það social- blað mun halda fast fram við hvern sem er að etja, að i banka- ráðið á hér eftir að velja dugandi menn og þjóðrœkna, og heimta að þeir hafi nákvœmt éftirlit með þvi, að bankinn haldi sinum skráseitu réttindum, en hafi eigi meiri rétt en þann, sem honum var heimilaður i upphafi. Enn fremur að þeir gefi einhverri þjóðstofnun t. d. Lands- spítalanum eða Vífilstöðum, hvern eyri af bankaráðslaununum. — Þá fyrst er bætt fyrir þá smán, sem bankaráðsvalið hefir bakað þjóð- inni fram að þessu, og bankaráðið gert að einu þýðingarmesta trún- aðarstarfi sem til verður hér á landi um næstu 15 ár, þ. e. að gæta þess, að þungamiðja fjármálavaldsins liggi jafnan í höndum þjóðbankans, en eigi hjá" útlendum auðmönnum. Nú hafa verið raktir höfuðþættir seðlamálsins. Frumhlaup Magnús- ar Guðmundssonar og Pórarins á Hjaltabakka ætti að geta orðið þjóðinni til viðvörunar. Peir hafa leitt hana út að hyldýpisgjá og bent henni á, að stíga fram af bakkanum. Vafalaust hrökkvatrún- aðarmenn þjóðarinnar við á barm- inum, og slysinu verður afstýrt í þetta sinn. En sá uggur, sem þess- ar aðfarir hafa skapað, ætti að verða þjóðinni víti til varnaðar.— Hættan á að gera íslendinga fram- sýna. Lofum hlutabankanum að halda sínum skjallega rétti, en heldur ekki meiru. Gerum Lands- bankann að sannarlegum Pjóð- banka, og eílum hann til að geta borið ægishjálm yfir öllum peninga- stofnunum hér á landi. Siðspilling gamla bankaráðsins verður best friðþægð með þvi, ef gullið frá bankanum er lagt til almennings- heilla, en vinnan gerð fyrir gott málefni en ekki til fjár. Sé þannig tekið á málinu mætti hið versta frumhlaup snúast til þjóðhappa. En eigi verður fyrir það minni sök þeirra, sem reynt hafa að leiða þjóð sína út á slysabrautina, þó að þeir verði fyrir því happi, að aðrir menn bera vit fyrir þeim. Johannes E. Böggild, heitir trúnaðarmaður dönsku stjórnarinn- ar sem sendur hefir verið hingað heim. Kom hann með Botniu nú í vikunni. Um sjávarútveg. ii. í upphafi greinar þessarar var getið þeirrar staðreyndar, að vel- megun sjávarsíðufólks hefði eigi farið fram að sama skapi og afla- brögðunum. Fiskimiðin væru afla- sæl, sjómannastéttin ótrauð, og hlyti þvi ólag þetta að ejga rót sína í ríkjandi skipulagi um út- gerðina sjálfa, afurðasöluna og verslunina yfirleitt. Er það segin saga, að hér sé mikil þörf endurbóta, þar eð um annan aðalatvinnuveginn er að ræða og afkoma annarar fjölmenn- ustu stéttarinnar i landinu. Pess skal þegar getið, að þótt skipulagságallarnir ráði hér mestu um, og þá galla megi heimfæra undir sjálfskaparvíti, þá er þó margt það .óunnið af hálfu hins opinbera, er koma mætti sjávar- síðufólki til bjargar, og úr því sem kornið er, réttir hér aldrei við fyr en þing og stjórn beitist fyrir mörgum og mikilvægum umbótum er geri því hægara fyrir og stuðli áð því, að á komist meira jafn- vægi en orðið er innan þessa at- vinnuvegar. Verður i grein þessari fyrst talið ýmislegt það, er kemur til kasta hins opinbera í þessu efni, en síðan vikið að hinu, sem sjávar- síðufólkið sjálft verður að láta til sín taka. III. Fá mið og þröng. Einn er sá sjór sem allir menn og allar stéttir verða að sækja, en það er sjór þekkingarinnar. Farn- ast hverjum mjög í hlutfalli við það, hversu hann hefir að sér lagt í því veri. % Sjómannastéttin íslenska hefir ekki sótt þennan sjó hlutfallslega lakar en aðrar stéttir, en hún mun þjóðlífsins ílutt úr sveitinni í út- gerðarþorgin. Um þetta er barist nú í þinginu. Peir sem vilja færa styrkinn til Bún.fél. ísl. niður úr 200 þús. á ári, eru að leggja lóð í skálina móti viðhaldi þjóðernisins og tung- unnar. Varla geta hugsast meiri ósannindi en þau, sem áðurnefnd blöð Hytja í sambandi við árás- irnar á Bún.fél. styrkinn, n. I. það að »Tíminn« vilji íþyngja sjávar- fólki með sköttum og skyldum til að hlífa öðrum atvinnurekendum. Pessir fáfræðingar vita ekki að »Timinn« hefir á stefnuskrá sinni það höfuðákvæði í skattamálum, að auka beina skatta, en minka óbeina skatta. Pessi breyting, að aíla landsjóði fremur tekna með álagningu á miklar eignir og tekj- ur, en minka nefskattana (t. d. sykurtoll og vörutoll) er mest til hagsbóta almenningi við sjó. Á þeim, en ekki landbœndum, koma nefskattarnir þyngst niður. Stefnan í »Kærleiksheimilinu« og þess blöðum er gagnstæð þessu. Peir vilja og hafa sumpart fundið upp isma, að bœndum sé gert auðveld- ara, að stunda atvinnu sina. — Hagfróðir menn munu álíta þessa nýju skýringu á socialisma nýstár- lega, og ekki ósennilegt, að hún þyki bera vott bæði um skarpa greind, og víðtæka þekkingu höf. á því efni, sem hann fæst við. — Par næst kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að búnaðarskólakenn- ararnir á Hólum og Hvanneyri geti afkastað öllu sem gera þarf fyrir landbúnaðinn. Fyrir laun, sem eru lægri en nokkrum búðarpilti i Rvík eru boðin, eiga þessir menn, í ofan á lag á kenslustörfin, að vera sér- fræðingar í vélum, ferðast um önnur lönd á sinn kostnað, leita að fyrirmyndum, gera á sinn kostn- að tilraunir hér heima og fá vél- unum breytt eftir ísl. þörfum. Þeir eiga samhliða kenslunni, að vera á vetrarferðam út um alt land, til að fræða og hvetja bændur og búalið. Þeir eiga að stjórna áveitu- fyrirtækjum út um alt land, sam- hliða því, að þeir stunda bú sín (til að geta lifað af svo lágum launum, þurfa þeir að vera alt sumarið að búi sínu) og gera allar þær tilraunir, sem gera þarf í bún- aðarins þágu!! Getur hugsast meiri fásinna, heldur en slíkar uppástungur? Er svo bráðnauðsynlegt að drepa ísl. landbúnað, að verja þurfi miljónar- fjórðung til að útbreiða svona kenningar? Hvað finst bændum? Afstaða Fáfnistnálgagnanna til búnaðarframfaranna er augljós. Þar er um blinda mótstöðu að ræða. Fáránlegar lillögur eins og sú að vilja engan stuðning veita þessum atvinnuvegi, nema hinn litla tilkostnað við bændaskólana, eiga að hylja hið sanna hugarfar. Þessi menn vilja troða sveitalífið og sveitamenninguna undir fótum, byggja yfirráð sín á niðurlægingu annara. Nú er landbúnaðurinn í hættu. Takist ekki að fá, á næstu árum vélar til að slétta túnin og sumar engjar, til að gera vega- gerð hraðvirkari og ódýrari, til að flytja þungavöru til og frá kaup- túnunum o. m. Jfl. þá verða fyr en varir tómir einyrkjar í heilum héruðum hér á landi. Þungamiðja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.