Tíminn - 16.08.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.08.1919, Blaðsíða 4
272 TíMINN í II. og III. hefti þ. á. sem nú er að koma út, birtist ritgerð um verslunarmálin eftir Halldór Stefánsson bónda í Hamborg í Fljótsdal. Sýnir hann þar fram á með ljós- um rökum, að Rockdale-álagningin, þ. e. að selja með dagsverði, en skifta ágóðanum um áramót, muni verða ísl. samvinnufálögunum happadrýgst bæði í bráð og lengd. Yerð 2 kr. séu keypt 50 eintök eða fleiri, kr. 2,25 fyrir alt að 50 eintökum. í lausasölu kostar árgangur- inn 3 krónur. — Heftin eru 4 á ári. Afgreiðsla Skólavörðustíg' 25. Sími 749. Bækur og- ritföngf kaupa menu í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar hafa átt þar einna fæst og þrengst miðin. Úr þessu þarf að bæta og kosta meiru til uppeldismála sjómanna hér eftir en hingað til. Sjómanna- skólann þarf að gera svo úr garði, að hann standi í engu að baki erlendum stofnunum af sama tagi, þar sem bestar eru. Er það segin saga, að því germentaðri sem allir skipstjórnarmenn verða andlega og verklega, því betri leiðtogar verða þeír og mundi öll sjómannastéttin draga dám af. En jafnframt er það metnaðarmál lítilli og líttþektri þjóð, að farmenn hennar séu í þessum efnum sem best að heiman búnir. En þar eð sjómannaskólinn mundi aldrei ná til öllu fleiri sjómanna en æðri skólar til borg- aranna yfirleitt, þyrfti að sjá sjó- mannastéttinni fyrir nokkurri sér- fræðslu, bæði bóklegri og verk- legri og mundi það einna hentast með námskeiðum. Mundi engu síður mega koma þeim við með góðum árangri en bændanámsskeið- um. Yrðu verkleg námsskeið vís- ast að vera staðbundin, svo sem tilsögn í meðferð algengujstu hreyfi- véla, seglastjórn og annara tækja sem notuð eru á skipum, að ógleymdri lífsnauðsyninni sem margan sjómann á smærri skip- unum brestur þelcking á, að kunna að notfœra sér áttavitann. Þá ætti að sjálfsögðu þarna að vera sund- kensla og tilsögn um björgun og lífgun. Hinsvegar mætti skiftast á um að halda vekjandi og fræðandi námskeið í hinum ýmsu verstöðv- um, og þá sjálfsagt að velja á hverj- verstu nefskatta (t. d. vörutollinn) og í þeirra herbúðum kom til orða að vinna upp tapið á kolabyrðum landsins (sem aðallega voru til vegna stærri útgerðarmanna) með því að hækka matvöruverðið, þ. e. leggja á kornskatt. Sannast hér sem oftar að flest er á sömu bók lært á bæ ísafoldar. Pó að »Tíminn« vilji létta strit, og bæta afkomu sveitamanna, með því að landsmenn komist á lag með að láta vélar vinna fyrir sig, er vitanlegt, að á sama hátt þarf að bæta meinsemdir annara stétta, og þá ekki síst sjávarmanna. Er nú byrjaður hér í blaðinu ýtarlegur kafli, þar sem sýnt verður fram á þær eðlilegu og óhjákvæmilegu umbætur, sem sjávarmenn þurfa í verk að koma, sumpart með frjáls- um samtökum, sumpart með hjálp landsjóðs og alþingis. Mun svo fara, ef ráða má af byrjuninni, að léttir verða á metunum »hjfseðlar« þeir, sem miljónarfjórðungurinn út- hlutan sjávarmönnum, eigi siður en landbændum. Hinir nýju eigendur Isafoldar, um stað tímann milli vertíða. Yrðu þessi námskeið að sama skapi sniðin eftir þörfum sjávar- síðunnar, eins og bændanámskeið- in eftir þörfum sveitanna. Jafnhliða því sem nú hefir verið talið þyrfti á allan hátt að greiða götu sjálfmentunar sjómanna, yrði það einkum með þessu tvennu, fyrirlestrum og góðum bókasöfnum í hverri verstöð. Þurfa þeir að geta átt aðgang að þessu hvort- tveggja og þá ekki síst í landlegun- um; yrði þá síður hætt við að til þyrfti að grípa ýmsra óyndisúrræða til þess að drepa tímann, svo sem við hefir viljað bera i mörgum verstöðvum undanfarið. Gengi nú alt þetta eftir sem nú hefir nefnt verið, mundi rýmkast svo á andlegum miðum íslenskra sjómanna, að þeir hlytu að færa þaðan drjúgum meiri feng en áður, og er þá fyrir hendi eitt mikilvæg- asta skilyrðið fyrir vaxandi gengi sjávarsíðunnar. Morgunblaðsins, Austurl. o. s. frv. hafa ekki gefið flokki sínum neitt nafn. Verða þeir því til skýringar og hægðarauka nefndir Fáfnismenn fyrst um sinn. Ber það fyrst til, að sömu menn standa framarlega í báðum félögunum, og að takmark Fáfnismanna, og starfsaðferðir voru yfirleitt þær sömu og Morgunblað- ið og ísafold hallast nú að. í þing- inu er flokkur langsaranna (Kær- Ieiksheimilið) þjónustufólk þessara húsbænda. Togarafélag nýtt er hér stofnað. Heitir það »Hængur«. Höfuðstóll 200 þús. krónur. í stjórn þess er m. a. Vigfús Guðmundsson frá Engey. Hafa nú í vor risið upp all-mörg ný félög af þessu tægi og er misjafnt spáð um árangurinn. Erfiðara að græða stórfé á skipi sem kostar hálfa miljón, eins og nú tíðkast, heldur en gömlu ódýru skipunum, sem fyrst voru keypt. Frá alþingi. Stjórnarskifti. Um síðustu helgi kvað Jón Magnússon hafa símað til konungs og beðið um lausn fyrir alt ráðuneytið. Taldi hann að því er blað eitt segir, kringum- stæður svo breyttar, þar sem frið- ur væri á kominn, að samsteypu- stjórn þriggja ílokka ætti eigi leng- ur við. Ymsum getum leiða menn að því hverjir nú muni hafa mesta löngun til að erfa völdin. Lítill vafi er á því að kaupmannaflokk- urinn vildi ná yfirtökum, þó ekki væri nema nokkra mánuði. Hafa þeir þó eiginlega ekki á að skipa nema »Kærleiksheimilinu« og Bjarna frá Vogi, sem þar er talinn liðgengur maður, sökum þess að hann hefir fundið upp vatnráns- kenninguna. Ef Bjarni tæki fjár- málin, Einar umsjá réttvísinnar og B. Kr. atvinnumálin, þá hefði ísa- foldarflokkurinn lagt fram sitt besta. En hætt er við að »sál« kærleikans hafi ekki enn snortið nógu mörg hjörtu, svo að nokkuð muni á skorta um meirihlutann. Fossamálið. Báðar deildir hafa kosið nefnd í málið. Er Þorl. Jóns- son form. í neðrideild. Far glíma þeir Sveinn og Bjarni um vatns- ránið og er spáð dapurlega fyrir ránsfólkinu. Annars skemta margir þingmenn sér við það í frístund- um sínum, að finna upp nýjar »ráðningar« á fossamálinu. Er til- gangur flestra sá að sameina and- stæðurnar, gera bræðing upp úr hvorutveggja. En illa er spáð fyrir þeirri matseld. Önnurhvor skoðun- in verður að sigra. Annaðhvort eiga landeigendur alt vatnið, sem er á þeirra landi, eða þeir eiga ekkert af því. Þar er engin miðl- unarvegur til. G. Sv. kom Einari og Bjarna til liðs við fyrstu uin- ræðu, og var þá svo að heyra sem væri hann vatnsránsmaður. Sumir vilja keyra fram sérleyfislög nú í sumar. En það væri furðu djarft, rétt fyrir kosningar. Fað má þó varla vera minna, en að þjóðin fái að sjá vatnsránsdrauginn al- skapaðan áður en úr er skorið. Baldvin Einarsson aktýgj asmiður. Laugaveg 67. Reykjavík. Sími: 648 A. starfa,r næstkomandi vetur. Fyrirkomulag sama sem að undanförnu. Óskað að um- sóknir séu komnar — að minsta kosti símatilkynning — fyrir miðjan september. Sigtr. Guðlaugsson. K úskiliun er: dökkjarpur hestur 5 vetra, mark: lögg aftan hægra. Sömuleiðis bleikálótt hryssa, 6 —7 vetra, mark: biti aftan hægra. Laugardalshólum 1. ágúst 1919. Ingvar Grimsson. Enn svo sem kunnugt er, hefir meirihlutinn ekki enn lokið störf- um sinum. »Dýr myndi Hafliði allur« má segja um þeirra umsvifa- mikla ónýtisverk. Kosningasýkin. Sumum mönnum finnast allir dagar annaðhvort vera kjördag- ar, eða þá undirbúningur kosn- inga. Þessir menn halda, að »Tím- inn græði eitthvað á öllum óhöpp- um og axarsköftum, sem yfir land- ið dynja. Þeim finst jafnvel drep- sóttin hafa verið einskonar happ- dráttur fyrir blaðið. Eftir því ætti landlæknir að hafa álitið rétt að lofa veikinni að »rasa út« og settur heilbrigðisráðherra að neita að setja L. H. B. í landsnefndina, eins og margir bæði þm. og utan- þingsmenn báðu hann að gera, en hann neitaði, þrátt fyrir sýnda yfirburði mannsins í þeirri raun — alt þetta o. m. fl. ætti að vera gert eða Játið ógert til að gera »Tímann« vinsælan. Sennilega hafa »þrístjórarnir« þá keypt síldina fyrir »Tímann«. Kaupmenn sent Ögmund með y>Fáfnisból« vestur fyrir sitt kæra blað, og fjöldi ónytjunga komist í embætti, alt svo að »Tíminn« gæti vaxið af því að berjast fyrir góðu máli. »Mikil er trú þín kona«. Ritstjóri: Tryggvt Þórhallsson Laufási. Sími 91. Preutsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.