Tíminn - 17.09.1919, Qupperneq 1
TÍMINN
aó minsta kosti 80
blöð á ári, kostar 5
krónur árgangurinn.
AFGREIÐSLA
í Reykjavík Laugaveg
18, simi 286, út um
land i Laufási, sími 91.
III. *r.
Hikasta M i heími
Bandaríkjamenn eru nú ^orðnir
auðugasta þjóðin undir sólunni.
Ekkert eitt land heiir meiri nátt-
úrugæði heldur en Bandaríkin. Og
engin þjóð hefir unnið með meiri
atorku að því, að beygja náttúru-
öflin undir mannshöndina, heldur
en sú, sem ræður yfir þessu góða
landi. Svo kom stríðið. Og meðan
allar aðrar stórþjóðir heimsins
breyttu eignum sínum og starfs-
afrakstri í sprengikúlur og skot-
færa-reyk — á meðan sátu Banda-
ríkin bjá árum saman og seldu
stríðsþjóðunum kynstrin öll af
flestu því sem þarf til að viðhalda
mannslífi, og til að stytta það.
Hvortveggja var jafn nauðsynlegt
Evrópuþjóðunum eins og þá stóð
á. Og fyr en varði voru Banda-
rikin komin fram úr öllum öðr-
um bæði í framleiðslu, iðnaði og
verslun.
Og samt er eitthvað að líka í
þessu ríka og góða landi. Og þar
gerast mörg þau fyrirbrigði, sem
ískyggileg má telja og síst eftir-
breytnisverð fyrir smærri þjóðir.
Eitt af þeim er það, að kjör
almennings versna að mörgu leyti
að sama skapi og þjóðarauðufinn
og heimsvaldið vex. Bandaríkin
framieiða nú til útflutnings marga
hluti svo ódýra, að aðrar þjóðir
geta varla við þá kept. Eitt af því
eru steinkol, en af því leiðir vitan-
lega aðstöðu-hagræði í margskonar
iðn-framleiðslu. En þrátt fyrir þetta
vex dýrtíðin heima fyrir, og laun
bæði verkamanna og starfsmanna
ríkisins hækka hvergi nærri í hlut-
föllum við vöruverðið innanlands.
— Leyndardómurinn í framsókn
Bandaríkjanna er sá, að þeir sigra
aðrar þjóðir í samkepni um verð-
lag út á við, og auka með því
veldi sitt. En sá skuggi fylgir, að
afkoma miljónanna, sem vinna að
því, að skapa þessi auðæfi, verður
verri með ári hverju. Má segja,
að tvær ástæður valdi hér mestu
um. Fyrst er það, að vinnuaflið í
Bandaríkjunupa er mun ódýrara
en í vesturlöndum Norðurálfu. Far
i landi eru 10 miljónir svertingja,
sem í raun og veru eru ánauðugir
þrælar, nema á pappírnum. Þeir
sæta yfirleitt hinni verstu meðferð,
og eru notaðir eins og Jifandi vinnu-
vélar. Litlu betri eru kjör nýkom-
inna, ómentaðra innflytjenda t. d.
ítala, Serba, Pólverja og Rússa.
Meðan þeir eru mállausir og ó-
kunnugir nota framleiðendur sér
neyð þeirra og láta þá vinna mikið
fyrir lítið kaup. Ódýra starfsaflið
í landinu er þess vegna önnur
Reybjavík, 17. september 1919.
69. Mað.
höfuð-ástæðan lil þess, að fram-
leiðslan gelur í raun og veru verið
ódýr. Hin ásíæðan er vitanlega hin
mikla notkun véla og gott skipu-
lag á vinnubrögðunum. En sam-
hliða ódýru framleiðslunni vex
dýrtíðin heima fyrir. Þar er versl-
uninni um að kenna. Auðmenn-
irnir mynda með sér stór félög til
að halda uppi óeðlilega háu verði
á lífsnauðsynjum. Pað eru hring-
arnir frægu. í Chicago eru t. d.
5 kjötkaupmenn, sem ráða gersam-
lega kjötverðinu bæði i Bandaríkj-
unum og Englandi. Þeir eiga milj-
ónir punda af kjöti í ishiisum í
stórborgunum, en halda því í svo
háu verði, að ekki geta keypt það
nema stórefnaðir menn. Og sama
er sagan um flestar aðrar fæðu-
tegundir og lífsnauðsynjar. Það er
þess vegna ólagið á versluninni,
sem mest tjón gerir Bandaríkja-
þjóðinni. Frjálsa samkepnin er
orðin að kúgunar-samtökum auð-
mannanna. Samvinnu-félagsskapur
er lítill í landinu. Þess vegna fer
sem fer. Vöntun hans er mesta
mein þjóðarinnar.
meiri Iiluta íossanetndar.
I.
Fyrsta atkvæðagreiðslan um
eignarréttinn á vatnsafli fór fram
í neðri deild í gær og lauk með
fullkomnum ósigri meiri hluta
fossanefndarinnar.
Fossanefndin á þingi skilaði ekki
áliti sínu fyr en 12. þ. m., enda
komu ekki öll kurl til grafar frá
meiri hluta milliþinganefndarinnar
fyr en fyrir nokkrum dögum.
Nefndin sá sér ekki fært að af-
greiða nema lítinn hluta málsins.
Kemur meiri hlut hennar fram með
sérleyfislög og tvær þingsályktun-
artillögur: Um rétt ríkisins til
vatnsorku í almenningum og af-
réttum, sem enginn ágreiningur
varð um í milliþinganefndinni og
um að ríkið nemi vatnsorku í Sogi.
Pað er í þessari síðastnefndu
tillögu sem ágreiningsmálið kemur
fram um eignarrétt á vatnsafli.
Meiri hluti þingnefndarinnar
leggur sem sé til:
»Til þess að dómsúrskurður fáist
uin hvort rikið eða einstaklingar
eigi vatnsorku landsins —
að slá eign sinni á alla vatns-
orku í Soginu, alt frá upptökum
þess og þar til er það fellur í Hvítá,
án þess þess að neinar bætur komi
fyrir til einstaklinga eða félaga,
sem talið hafa sér eignarrétt á
henni. Taka þessi skal þó eigi ná
til þess af vatninu, sem býlum
verður metið nauðsynlegt til heim-
ilis og búsþarfa«.
Er þetta mergurinn málsins í
tillögunni, og er alveg rangt hjá
nefndinni, að vera að tala um að
þetta sé gert til þess að fá dóms-
úrskurð. Þegar menn »slá eign sinni
á eitthvað« þá er það ekki gert til
þess að fá dómsúrskurð, heldur til
þess að auðga sig.
En sá sem fyrir því verður, að
eign hans er tekin, hann leitar úr-
skurðar dómstólanna.
Vildi nefndin láta landsstjórnina
fremja þetta verk.
Lýsti forsætisráðherra því yfir
skýrt og skorinort, að hann væri
öldungis ósammála meiri hluta
milliþinganefndarinnar um eignar-
rétt ríkisins á vatni. Það væri eng-
in réttaróvissa um það, að land-
eigendur ættu vatnsréttindin. Kæmi
það því ekki til nokkurra mála að
skipa landsstjórninni að gera það
sem hún áliti beinlínis rangt.
Fjármálaráðherra lýsti hinu
sama yfir.
Sveinn Ólafsson, Sig. Sigurðsson
og Jörundur Brynjólfsson töluðu
og á móti nefndinni. En með til-
lögunni töluðu Gísli Sveinsson og
Bjarni frá Vogi.
Atkvæði féllu svo, að tillaga
nefndarinnar var feld með 16 atkv.
gegn 9.
Þessir greiddu atkvæði á móti:
Benedikt Sveinsson, Björn Stef-
Framtiöaríandiö,
Undarlegt er ísland
ef enginn réttir pess stétt.
Skáldin yrkja oft um framtíðina,
hversu fögur hún muni verða,
hverjum framförum þjóðirnar eigi
að íaka o. s. frv. Er það næsta
þarf verk, því að þaðmiðartií þess
að hvetja menn og gera þá von-
djarfari og fagurt markmið fram-
undan er æ góð hvöt og heilia-
vænleg.
Hér verður brugðið upp annari
mynd og það er enginn skálda-
draumur. Það er myndin af ís-
Iandi eins og ýmsir helstu leiðtogar
þjóðarinnar, sem nú virðast ætla
að sölsa öll völd undir sig, vilja
láta hana verða á næstu árum.
Hafa þær íillögur þeirra komið
fram undanfarið, en enginn hefir
fest trúnað á að reynt yrði í al-
vöru að hrinda í framkvæmd, fyr
en nú síðuslu dagana.
Það verður ljót mynd i augum
þess er þetta ritar, en vafalaust
ánsson, Einar Árnason, Einar Jóns-
son, Hákon Kristófersson, Jörundur
Brynjólfsson, Matthías Ólafsson,
Ólafur Briem, Pétur Jónsson, Pétur
Ottesen, Pétur Þórðarson, Sigurður
Sigurðsson, Stefán Stefánsson, Þor-
steinn Jónsson og Þórarinn Jónsson.
Þessir greiddu atkvæði með:
Bjarni Jónsson, Björn Kristjáns-
son, Einar Anórsson, Gísli Sveins-
son, Jón Jónsson, Magnús Guð-
mundsson, Magnús Pétursson, Sig-
urður Stefánsson og Þorleifur
Jónsson.
Tveir af þessum þingm. tóku
það fram, að þeir greiddu málinu
einungis atkvæði til annarar um-
ræðu, þeir M. G. og Sig. St.
Forsætisráðherra greiddi ekki at-
kvæði, þar eð um var að ræða
áskorun til stjórnarinnár.
Er það eftirtektavert að allir
langsummennirnir greiða atkvæði
með tillögunni til annarar umræðu,
og einungis einn framsóknarflokks-
maður og einn þversummaður.
Með þessari atkvæðagreiðslu má
telja það víst að a. m. k. þetta
þing er algerlega mótfallið kenn-
ingum meiri hluta fossanefndar,
um að svifta einstaklingana eignar-
rétti á vatnsafli.
í raun og veru eru einir sjö
þingmenn í neðri deil^ með tillögu
nefndarinnar, en 19 á móti. Mun
það vera eitthvert almesta fylgis-
leysi, sem meiri hluti milliþinga-
nefndar og meiri hluti þingnefndar
hefir hlotið.
fögur í þeirra manna augum er
hana vilja nú skapa í sinni mynd.
Það er eigi síður nauðsynlegt að
sýna hið illa til varúðar, en að
sýna hið góða til fyrirmyndar.
Framtíðarlandið íslenska, þegar
sumir núverandi þingskörungar
hafa fengið að ráða verður nú
sýnt í sex myndum.
1. mynd.
Vínið inn í landið.
Um það leyti sem ekkert eða sein
ekkert vín er lengur til í sveitum
landsins, um það leyti sem allar
fátækari stéttir landsins hafa sem
alveg hætt að nejda áfengra drykkja,
en fyrirfólkið, fína fólkið, brýlur
landslög og drekkur í laumi, það
áfengi sem læknar selja þvi og
lögreglustjórar loka augunum fyrir
— um það leyti gerast preslur og
læknir af Vesturiandi aðal hvata-
menn þess að víninu verði aftur
veitt inn í landið.
Og ekki nóg með það.
Ríkið er sjálft gert að vínsala.
Fjárhagvandræðum ríkisins á að
bæta úr með ábatavænlegri vínsölu.