Tíminn - 27.09.1919, Blaðsíða 1
TIMINN
að minsta kosli 80
blöð á ári, kostar 5
krónur árgangurinn.
AFGREIDSLA
i Reykjavik Laugaveg
18, sími 286, út um
land i Laufási, sími 91.
III. ár.
ReyijaYÍk, 27. september 1919.
£ýðháskóli i fxreyjum.
Knútur Berlín hefir fengið nýtt
verkefni. Hann getur ekki lengur
ritað á móti fullveldi íslands. Það
er nú alviðurkent. Nú er hann
byrjaður að rita á móti frelsis-
baráttu Færeyinga. Birtist löng rit-
gerð um það í nýkomnu dönsku
tímariti.
Ganga þar aftur sömu ummæli
og hann hafði áður um ísland.
Það er einhver gleggsti vottur-
inn um að þjóðernis og frelsisbar-
áttan er orðin verulega sterk í
Færeyjum, þetta, að Knútur Berlín
er farinn að líta hana hornauga
og vara við henni. Fiestir Islend-
ingar munu vona það að hann
beri jafnan árangur úr býtum í
þeirri baráttu og í baráttunni við
okkur.
Jafnhliða senda helstu menn
Færeyinga það ávarp um öll
Norðurlönd, sem birt var í næst-
síðasta blaði »Tímans« og heita á
frændþjóðirnar um styrk í baráltu
þeirra, styrk til þess að koma upp
öflugri mentastofnun í Færeyjum,
stofnun sem geti orðið hinn heil-
brigði grundvöllur undir andleg-
um og verklegum framförum i
eyjunum, grundvöllur undir sjálf-
stæði þeirra sem viðurkendrar
sérstakrar þjóðar.
Það mun reynast SVO að við
Islendingar teljum okkur það bæði
ljúft og skylt að leggja okkar
skerf til þessa máls. Við höfum
og sérstakt tilefni til að bregðast
vel við, þar eð við höfum þegar
náð því marki, sem enn er svo
Qarri okkar fámennu frændþjóð.
Það liggur á alla lund næst okk-
ur íslendingum að bregðast vel
við þessu.
Samskotalistar verða nú sendir
út um land alt á næstunni. »Tím-
inn« vill mælast til þess að þeir
menn sem fá listana senda, bregð-
ist vel við og taki fúslega á sig
það ómak sem þetta krefst. Og
»Tíminn« leyfir sér að skora á
almenning að taka vel beiðnum
þeirra manna sem flytja. Væri
ánægjulegt að tillög kæmu frá sem
flestum, þótt ékki verði hár skerf-
ur frá hverjum einum.
Tillögin eru menn svo 'beðnir
að senda til einhvers, eins af
þrem ritstjórum, sem hafa undir-
ritað ávarpið.
Væri æskilegt að menn sendu
listann aftur með desemberpósti,
eða í síðasta lagi með fyrsta
pósti á næsta ári.
Kjör presta,
Launamálið er afgreitt frá þing-
inu. Efri deild samþykti frumvarp-
ið óbreytt, eins og það kom frá
neðri deild.
Hefir það æ verið svo, að prest-
arnir hafa verið lægst launaðir
allra embættismanna og er svo
enn. Munurinn virðist nú hlatfalls-
lega enn meiri en áður, einkum
þá er borið er saman við læknana.
Hér skal nú ekki vikið að þess-
ari hlið málsins, enda verður þessu
ekki um þokað fyrst um sinn,
hversu óeðlilegt sem það er. Hér
skal vikið að tveim atriðum öðr-
um, sem mjög mættu verða til
þess að bæta kjör presta, því sam-
hliða orðið til þess að hlynna að
prestsetrunum og til þess beinlínis
að auðga landið sjálft.
1. Fyrra atriðið er um lán til
íbúðarhúsa á prestsetrum. Liggja
hjá ritstjóra þessa blaðs, greinar
um það mál, ein mjög ítarleg og
löng, en þær hafa því miður ekki
komist að enn vegna þrengsla. En
kjörin eru alveg afskaplega slæm
sem prestum eru boðin i þessu
efni.
Er það fyrst, sem auðvitað er,
að hámark lánsupphæðar, sem
miðað var við peningagildi fyrir
stríðið, er orðið Iangt fyrir neðan
það sem boðlegt getur heitið.
En aðalatriðið er hitt, að kjörin
eru að öðru leyti nálega beinn
fjárdráttur af hálfu hins opinbera,
gagnvart prestunum.
Fyrst og fremst verður prestur-
inn að leggja mikið úr sjálfs sín
vasa til byggingarinnar, sem fyrir
stríðið gat verið frá lji—kostn-
aðar, en stundum minna. Hann fær
lán hjá hinu opinbera fyrir hinu.
Þetta lán ávaxtar hann og afborg-
ar, þangað til það er búið — sitji
hann jörðina nógu Jengi til þess —
borgar alla vátrygging af húsinu
árlega, alveg eins og það væri
hans eign, borgar auk þess ákveð-
ið fyrningargjald af húsinu og
sleppur svo eftir alt saman ekki
burt, án þess að borga fult álag á
húsið.
Verður það að teljast vafasamt,
að »privat«manni liðist að beitá
slíkum tökum við leiguliða sinn.
Enda er nú svo komið, að engum
presti dettur i hug að reisa hús
og hlíta þessum kjörum. Þeir sækja
heldur um annað kall, þótt það
kosti mikið að flytja sig. Og svo
fellur prestsetrið í niðurnýðslu.
Þingið er farið að viðurkenna
það í verkinu, að þetta sé óverj-
andi framkoma við prestana. Á
fjárlögunum sem nú er verið að
samþykkja, munu að minsta kosti
tveir prestar fá fjárstyrk til húsa-
bygginga.
Þingið, sem væntanlega kemur
saman í vetur, þarf endilega að
laga lögin um íbúðarhúsabygging
á prestssetrum. Það mun vera ekki
óvíða, að ekkert undanfæri er að
húsa staðina að nýju. Hefir verið.
dregið einungis vegna dýrtíðarinn-
ar og ókjaranna.
Liggur það i augum uppi, hvað
það er bæði ranglátt og ósæmilegt
af landsins hálfu, að fara svo með
leiguliða sína og starfsmenn, auk
þess sem það er til hinnar mestu
vanvirðu, að prestsetrin verði einna
verst húsuðu jarðirnar i sveitinni.
Lánshámarkið þarf að hækka,
a. m. k. í hlutfalli við verðfall pen-
inganna og kjörin þarf að bæta;
fyrningarsjóðsgjaldið og álagsskyld-
an getur í rauninni ekki samein-
ast. En út í einstök atriði þessa
máls skal ekki farið. Hlutaðeig-
endur munu að sjálfsögðu beita
kirkjustjórninni fyrir sig um það.
2. Síðara atriðið eru um heima-
tekjur presta. Eftirgjald eftir prest-
setrin, prestsmata og önnur hlunn-
indi, eru prestum metin til heima-
tekna og er sú upphæð dregin frá
launum þeirra. Ein undanþága er
til frá þessu. Síra Eggert Pálsson
á Breiðabólsstað hefir heimild á
fjárlögunum til þess að verja vissri
upphæð heimateknanna árlega til
jarðabóta á jörðinni.
Þessi undantekning ætti að verða
að reglu. Þ. e. prestum ætti ekki
að vera það skylt að vinna jarða-
bætur, eða annað slíkt fyrir heima-
tekjurnar, en þeir ættu að eiga
kost á því að gera það, að ein-
hverju eða öllu leyti.
Auðfundið væri gott fyrirkomu-
lag um að meta jarðabæturnar og
um eftirlit með því að þær væru
haganlega gerðar, og svo væri jörð-
in virt upp, á t. d. 10 ára fresti,
eins og lög mæla fyrir um nú.
Með þessu móti ættu prestar
kost á að fá launin goldin að fullu
úr landssjóði, gegn því að gera
þær jarðabætur sem metnar yrðu
jafngildi heimateknanna.
Það sem ynnist með þessu væri
harla margt:
a. Þeir sem á annað borð trúa
á framtíð landsins, og á það, að
það sé arður að því að rækta býl-
in — þeir sjá að það er beinn
gróðavegur fyrir landið sjálft að
stofna þannig til umbóta á jörðum
sínum fyrir afgjald þeirra.
b. Þetta myndi prestum mjög
kœrkomið. a. m. k. þeim úr hópn-
um sem eitthvað vilja gera. Margir
prestar hafa unnið stórvirki á
jörðum sínum og verða svo að
72. bUð.
hröklast burt með alt sitt. Er það
réttlátt?
c. Þetta myndi gera dálítið meiri
mun á prestaköllunum en nú er og
munu flestir sammála um, að það
væri til bóta.
d. . Þetta myndi verða til þess
að reisa við staðina. En það mun
nú ekki óvíða, að minni jarðabæt-
ur eru gerðar á prestssetrum, en
öðrum jörðum í sveitinni og er
það meðfram að kenna þeim leigu-
mála sem presturinn býr við. En
prestsetrin eru oft þær jarðirnar,
sem best tækju við umbótum, þær
jarðirnar, sem hafa verið höfuðból
og inega ekki hœtla að vera höf-
uðból.
Að lokum skal þess getið, að sá
er þetta ritar, er þeirrar skoðunar,
að slík kjör sem þessi, ætti lands-
sjóður að bjóða öllum leiguliðum
sínum, en nú munu skólastjórar
bændaskólanna einir, búa við þau
kjör — og að það yrði landinu til
stórgróða beinlínis, um leið og það
gerði þeim einstaklingum gagn, sem
hlut eiga að máli og ýtti undir þá
um að fremja þau verk, sem gefa
bestan arð.
Héradsskólar.
Þetta nafn mun hafa vqrið fyrst
notað í »ÞjóðóIfi« í vor um skóla
þann, sem Sunnlendingar vilja
reisa í Árnes- eða Rangárvallasýslu.
Nafnið er einkar hentugt, látlaust
og skýrt. Það hefir algerlega vant-
að gott orð til að tákna sveitaskóla
þá fyrir unga menn og konur,
sem þjóðin vill nú láta reisa. Skóli
síra Sigtryggs og Eiðaskólinn nú-
verandi eru fyrstir af því tægi,! og
vantar þó það á. að sýslan eða
landið kaupi Núpsskólann.
Menn eru ekki komnir að fastri
niðurstöðu um barnafræðsluna í
sveitum. Sumir hyggja að heim-
ilin geti annast um alla fræðslu
barna fram á fermingaraldur. Þá
eigi að taka við skólaskylda. Aðrir
treysta á farskólana, eða vilja reisa
heimavistarskóla fyrir börn 10—14
ára. Meðan svo er ástatt um álit
manna á skólagöngu barna, er síst
að furða þó að hik sé á fram-
kvæmdum í þvi efni. Það er full-
komlega réttmætt. Það er ekki
hyggilegl að byrja á vírki, sem
ekki er búið að undirbúa á skyn-
samlegan hátt. >
Gagnstætt barnafræðslunni, eru
flestir þeir sem hugsa um uppeldi
hér á landi sammála um það, að
unglingafræðslan sé nauðsynleg.
Það er þess vegna mjög sennilegt