Tíminn - 27.09.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.09.1919, Blaðsíða 4
312 TIMIN N Heildsala. Smásala. Söðlasmíðabúðin Laugavegi 18 B. Sími 646. Stærst og fjölbreyttast úrval af reiðtýgjum, aktýgjum, og öliu tilheyrandi s.s. allskonar ólum, beislum, töskum o. fl. Klyftöskurnar orðlögðu. Af járnvörum: Beislisstangir, úr járni og nýsilfri, munnjárn, taumalásar, ístöð og allskonar hringjur, einnig svipur, keyri, hestajárn, o. m. fl. — Ennfremur stærri og smærri tjöld úr ágætu efni, vagna-yfirbreiðslur, fisk- ábreiður og hestateppi. Fyrir söðlasmiði: Hnakk- og söðulvirki, plyds, dýnustrigi, hringjur, beislisstangir, istöð, taumalásar,keyri,leð ur.skinno.fi. Sérstaklega er mælt meö spaðahnökkum enskum og íslenskum. Stöðug viðskifti í öllum sýslum landsins. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega. Byrjunarviðskifti verða undantekningarlítið stöðug viðskifti. Söðlasmiðabúðin Laugavegi 18 B. Sími 646. Heildsala. E. Kristjánsson. Smásala. Frá al Alþingi verður væntanlega slitið i dag. Hefir gengið allvel undan síðustu dagana. — N.d. samþykti stjórnarskrána óbreytta frá E.d. Launafrumvarpið samþykti E.d. óbreytt eins og það kom frá N.d. Frumvarpið um húsagerð ríkisins er og orðið að lögum, og eru þar talin þessi hús: Landsspítalinn, íbúðarhús á Hvanneyri, viðbót við geðveikrahælið á Kleppi, skólahús á Eiðuin og húsmæðraskóli á Norðurlandi. Þingsályktunartillagan um rann- sókn skattamála hefir verið sam- þykt í báðum deildum. Tíðin. Norðanátt, þurkar og kuldi þessa dagana. Gefur vel að taka upp úr görðum. Er kartöfluupp- skera með minsta móti. Kjötverð. Bestu vonir munu vera um gott kjötverð i haust, en enn mun of snemt að nefna neina ákveðna upphæð. Kosningar. Búist er við að nýj- ar kosningar fari fram 15. nóvem- ber. Framboðsfrestur verður þá til 18. október. Sbipaferðir. ísland kom loks frá Danmörku 24. þ. m. og flutti mesta fjölda farþega. — G u 11 f o s s er á leiðinni út með mörg hundr- uð hesta. Davíð Östlnnd trúboði, sem mörgum er hér að góðu kunnur, hefir undanfarið starfað fyrir bann- menn í Vesturheimi, eins og menn munu hafa séð af grein, sem hann ritaði hér í blaðið fyrir nokkru. Nú er hann á ferð um Norðurlönd í hinum sömu erindum, ein liður- inn í hinni miklu allsherjarsókn bannmanna, sem stefnir að þvi að »þurka« allan heiminn. Nýjar bækur. Jón J. Aðils, há- skólakennari hefir nú lokið við bók sína, sem vænst hefir verið eftir og heitir: Einokunarverslun Dana á íslandi 1602—1787. Er það stærsta söguritið, sem hann hefir samið, nálega hálft áttunda hundrað síður í Skírnis-broti. Er það harla mikið tilhlökkunarefni að lesa þá bók og verður hennar nánar getið. — Vörslunarráð ís- lands gefur bókina út. Páll E. Ólason byrjar á stóru söguriti sem heitir: Menn og mentir viðskifta-aldarinnar á íslandi, er fyrsta bindið komið út og heitir: Jóu Arason, en bindin munu eiga að verða fjögur eða fimm. Hefir Páll sent heimspekisdeildinni þetta bindi, og hefir hún talið það þess maklegt, að hann hlyti fyrir doktorsnafnbót. Verður Páll fyrsti reglulegur doktor frá háskóla ís- lands, og mun verja ritgerðina í haust. Þessarar bókar verður nán- ar getið. Bókaverslun Guðmundar Gamalíelssonar forleggur. Þá eru nýkomnar á markaðinn smásögur eftir Jóhann Bojer og heita: Ástaraugun. Björg Þ. Blöndal þýðir en Þór. B. Þorláksson gefur út. Verður nánar getið. Bresbnr botnvörpungur rakst nýlega á grunn við Öndverðarnes. Komst aftur á flot, en reyndist þá svo lekur, að ekki var unt að bjarga skipinu. Annar enskur botn- vörpungur bjargaði skipshöfninni. Slátrun er nú að byrja hér í slátrunarhúsunum. Má telja víst að slátrað verði með langminsta móti í haust. Kvibmyndalelbararnir dönsku eru fyrir nokkru komnir aftur til bæjarins, úr ferð um austursýsl- urnar og Borgarfjörð. Eru þeir nú að taka myndir hér í bænum og hafa sæg af fólki í þjónustu sinni. Ken nara vantar í Skógarstrandarfræðsluhér- að. — Umsóknir berist fyr- ir miðjan október. Sími á Breiðabólsstað. Fræðslunefndin. Til bókafélag-a og- bókavina. Undirritaður hefi stofnsett forn- bókaverslun (Antikvariat). Versl- unin er þegar birg af ýmsum bókum, svo sem íslenskum fræði- ritum og skemtisögum. Útl. fræði- og skemtirit eru til á dönsku, norsku, þýsku, sænsku, ensku, frönsku og fleiri málum. Hygg eg að mörgum geti komið vel að ná sér í bók gegnum slíka verslun, og verður reynt að útvega bækur, þó verslunin hafi þær ekki. — Þá verður reynt að útvega ef menn vantar í »verk«, t. d. tíma- rit og dagblöð o. fl., og ættu bóka- söfn að athuga þetta sem fyrst. Um dagblöð er það að segja, að þau eru mörg orðin sjaldséð, þó mun eg geta þar að liði komið.— Bækurnar verða sendar með póst- kröfu. Virðingarfylst Reykjavik 18. sept. 1919. Kr. Kristjánsson bóksali. Ritstjóri: Trygrgrvl í'órhallssoc Laufási. Simi 91. Prentsmifljan Gutenber« fullnægia kröfum þeim, sem gera verður til skatta, með einum ein- um einasta skatti og það því síður, sem þjóðfélagið verður fjöl- breytilegra. í stað hans kemur þá skatlakerfi, ekki einstakir handa- hófskattar, heldur skattar, sem eru valdir og gerðir þannig, að náið samband sé á milli þeirra, er hafi í för með sér, að samanlög áhrif skattanna verði þau, sem megin- reglur fjármálavísindanna krefjast. Skattarnir eru oft lagðir á þannig, að ætlast er til að sá, sem er gjaldskyldur i ríkissjóð að lög- um, fái skattinn endurgreiddan af öðrum og sé þannig að eins kaup- laus innheimtumaðnr ríkisins. Slík- ir skattar eru i daglegu tali nefndir óbeinir, andstætt beinum sköttum, sem hvíla eiga endanlega á þeim sem greiðir þá. I reyndinni verður þetta samt oft öðruvísi, ýmist að óbeinu skattarnir lenda á milli- liðnum eða öðrum, en ætlast er til af löggjöfinni, eða beina skattinum verður velt af þeim, sem er gjaldskyldur yfir á aðra í viðskiftunnm. Það er þvi mikils- varðandi, ef undirstaða skatta- kerfisins á að standa óhögguð, að skattarnir séu valdir og lagðir þannig á í upphafi, að þeir komi til að hvíla á þeim mönnum, sem ætlast er til að beri þá. Fjármála- vísindin eru komin langt í þessari grein og verður að nytfæra sér það við undirbúninginn. Þar sem náið samband hlýtur að verða milli skattamála ríkisins og sveita og bæjarfélaga, verður að taka til athugunar með hvaða sköttum ríkið eigi að ná sínum tekjum, og hvaða skattar skuli eftirlátnir bæja og sveitafélögum. Val skattana, bæði til ríkissjóðs og bæjarsjóðs eða sveitarsjóðs, ferfyrst og fremst eftir því hvaða skatta- form muni best fullnægja undir- stöðureglunum. Til þess að hægt sé nokkuð að vita um það, þarf nákvæma rannsókn á sögu skatt- aona innanlands og utan og tölu- skýslur um þá, svo að hægt sé að fá yfirlit um ástand skattamálanna eins og það er, hefir verið og framþróun þeirra. Þá þarf að afla sér gildandi laga og nefndarálita frá útlöndum til samanburðar. Þó að menn séu ásáttir um und- I irstöðu skattakerfisins, getur borið í milli um hvaða skattaform full- nægi henni best, og það sem gildir fyrir eitt land, þarf ekki að gilda fyrir annað. Að sjálfsögðu er fyrst tekið alt það, sem þjóðinni sjálfri hefir reynst vel. íslendingar eru þó svo langt á eftir tímanum í skattamálum, skattar þeir sem nú gilda svo ófullnægjandi og rang- látir á ýmsum sviðum, að eigi lag að komast á fjármál landsins, þá verður að miklu leyti að fara eftir erlendri reynslu, en laga hana eftir kringumstæðum hér. Mnn það sýna sig við nánari rann- sókn, að ein aðalleið muni vera til að fá hentugt skattakerfi fyrir landið.— Um alla þá rannsókn, sem að framan hefir verið skýrt frá, má segja, að hún sé aðallega eða ein- göngu fræðilegs eðlis, sem fá megi fróðleik um úr bókum. Þingmönn- unum Einari Arnórssyni og Magn- úsi Péturssyni hefir ratast satt af munni um þessa hlið rannsóknar skattamálanna, að svo sé guði fyrir þakkandi, að til séu prentsmiðjur, bækur, póstsamband og símasam- band, þó að fleiri muni renna grun í það en þeir. Aftur á móti er óvíst um, hvernig mönnum gengi héðan að heiman, að útvega þau fræðilegu gögn, sem lil þurfa. Það gæti sókst seint fyrir stjórnarskrifstofunni í Kaupmanna- höfn, og valið mundi vera af mönnum, sem ókunnugir eru hér á landi. Það mun vera meira en ár síðan, að beðið var pm að senda hingað öll nauðsynleg gögn viðvíkjandi skattamálunum, en ekkert mun hafa komið enn nema hrafl af dönskum lögum. Fossa- nefndin sáluga mun hafa aflað sér flestra sinna, gagna i utanförinni, og vantaði bana þó mikilsvarðandi gögn um þau mál. Það er því ó- líklegt, að fást mundu i tæka tíð þau gögn, sem á þyrfti að halda, nema nefndartrennirnir, einn eða fleiri, sæktu þau sjálfir til útlanda, þrátt fyrir það, að bækurnar eru til. Og þó er þetta einungis hin fræðilega hlið málsins. (Fru.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.