Tíminn - 27.09.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.09.1919, Blaðsíða 3
TlMINN 311 &venóareyjar i Skógarstrandarhreppi fást til kaups og áhúOar i far- dögum 1920. Na’nari upplýsingar um jörðina, svo og um verð og borgunarskilmála, fást hjá undirriluðum eiganda, eða herra <S,uém. c3. Æreiéfjörð, blikksmið i tteykjavik. Þeir, sem sinna vilja pessu, gefi sig jram sem fyrst. Gvendareyjum, 20. ágúsi 1919. Suém. Suémunésson. við erlenda menningarstrauma, án þess að glata því andlega verð- mæti, sem haldið hefir lífi í is- lensku þjóðinni á umliðnum öld- Um. Þeir vinna að því að tengja æskulýðinn við sveitina, jafnhliða því að þeir vinna að þroskun hans. Og af þvi að veran á sveitaskóla verður ætíð margfalt ódýrari en jafnlöng dvöl í kaupstað, verða héraðsskólarnir bæði til mikils sparnaðar öllum foreldrum, sem vilja roenta börn sín og þjóðinni i heild sinni. Þessar og margar aðrar ástæður, ættu að knýja þjóðina til að hrinda héraðsskólamálinu í framkvæmd Væri skaplegt að reisa einn skóla á ári, næstu 5—6 árin. Fullvalda. þjóð hefir síst af öllu efni á að að vera fáfróð og rænulaus. En aðferðin ætti jafnan að vera hin sama. Framlög héraðsbúa að vera þriðjungur móti tillagi lands- sjóðs. Þá sést best hverjum er al- vara. Austfirðingar höfðu lagt mik- ið fé i Eiða. Þeir gáfu það með skólanum. Þingeyingar safna í sinn skóla. Einstaklingar, sveitir og sýslufélög leggja saman. Þá leið ætla önnur héruð að fara, bæði Sunnlendingar, Vestfirðingar og Dalamenn. Með því lagi munu héraðsskólarnir vaxa og dafna, þegar þeir styðjast við samhug þeirra sem þeir eiga að starfa fyrir. Kennari. Reykjanesvitinn. Jarðskjálfta- kippir voru hér nokkrir um sið- ustu helgi og snarpastir suður á Reykjanesi. Sprakk aðalvitinn þar og Jjósáhöldin röskuðust svo, að vitinn varð ónothæfur a. m. k. i bili. Hús vitavarðar raskaðist og nokkuð. Járnvili lítill, sem þarna er til varn, er óskemdur. Ritíregn. Timarit isl. samvinnu- félaga. XIII. ár, 2.—3. hefti. Hún er ekki hvað minst þörfin á því, að lagst sé í líma um að greiða úr þjóðhagsmálunum. Það tímaritið sem ber hér uppi einna stærst hlutskifti, er »Tímarit sam- vinnufélaganna«. Ritið glímir við fleiri og fleiri hnúta, eins og sjá má af þessu hefti. Fyrsta greinin er eftir ritstjór- ann um skattfrelsi samvinnufélaga, Ijós og góð rökstuðning um það, hvers vegna kaupfélög hljóta að verða skattfrjáls til lands- og sveitasjóða af allri umsetningu annari en þeirri, sem stafar frá viðskiftum við utanfélagsmenn. Halldór Stefánsson skrifar um pöntunar- og kaupfélagsfyrirkomu- lagið. Kemst að þeirri niðurstöðu, og færir til rök, að verðlagningar- aðferð kaupfélaganna, að selja ineð venjulegu kaupmannsverði, en skifta síðan ágóða, s.é hag- kvæmari, og sjálfsögð lil fram- búðar. Héðinn Valdimarsson skrifar um landsverslun. Rekur í aðaldráttum sögu landsverslunariunar hér á stríðsárunum. Telur galla hennar bg kosti um hverja helstu vöru- tegund um sig. Niðurstaða hans, að landið ætti' að hafa einkasölu í tvennu Iagi, fyrst og fremst á kolum og oliu, vörur þessar séu og lendi í höndum einokunar- hringa að öðrum kosti, að almenn- ingur mundi fá vöruna með heiðar- legri kaupmannsálagningu, en sú á- lagning hins vegar veita um 300 þús. kr. í landssjóð á ári. Þriðja vörutegundin sem höf. mælir með, er tóbak, yrði hún fráskilin kola- og oliuversluninni, og höfð land- inu til tekna. Greinin er hispurs- laust rituð. Páll Jónsson í Einarsnesi á næstu grein. Eru það tillögur til frumvarps um verðhækkunarskatt á jarðeignum til sveita, í 7 grein- um, og athugasemd við hverja grein. — Þykir Páli löggjöfin í skattamálum sem grýttur, blautur og ófrjór jarðvegur, alveg eins og landið. Vill hann að bændur reyn- ist góðir sáðmenn og rækti hvoru- tveggja.j Þá skrifar Jón Gauti Pétursson um fasteignamatslögin, vafalaust merkustu og Ijósustu greinina sera birst hefir um það mál. — Liggur við að það sé hart, ef salt er, að sérprenta þurfi greinar úr tímariti, sem svona mikið leggur til mál- anna, til þess að eiga það nokkum veginn víst að sjálfir þingmenn- irnir lesi. Ritstjórinn á næstu grein, sem heitir »Þrjár athugasemdir«. Til- efni hennar er hugmyndin um stækkun Tímaritsins og þrjár greinarnar á undan. Þá er sagt frá Samvinnuskólan- um siðastliðinn vetur og jafnframt rætt um framtíð hans; grein sem öllum þeim er nauðsyn að lesa, sem hugsa sér að sækja þá menningar- stofnun, enda yfirleitt öllum, vin- um og óvinum þeirrar stofnunar. Loks eru fregnir af aðalfundi sambandsins, sem haldinn var hér í Reykjavík í s. 1. júnímánuði. Tímarit þetta er hvorltveggja í senn, eitt hið uppbyggilegasta og ódýrasta sem út er geíið í landinu, og ætti því að ná mjög mikilli út- breiðslu. Flngiö. Flugvélin hefir nú verið tekin sundur og flugið hætt að þessu sinni. um gjaldendum eftir gjaldþoli þeirra. Þetta hefir í för með sér eftir kenningum hagfræðaiinnar, að skattahundraðsgjaldið hækkar eftir því sem tekjurnar hækka, þar semj gjaldþolið vex örara en tekj- urnar. Maður sem hefir 2000 kr. tekjur á örðugra með að greiða t. d. 200 kr. skatt heldur en annar sem hefir 20000 kr tekjur á með að greiða 2000 kr. skatt. Vitanlega verður að fara varlega í þessar sakir og rannsaka allar kringum- stæður nákvæmlega, en það er viðurkent um allan heim, að þessa stefnu verður skattakerfið að hafa. Ef skattarnir eiga að vera rétt- látir verður að gera mun á eignar- tekjum og atvinnutekjum þannig, að skattarnir sé hærri á tekjum af eign, því að þær eru öruggari, og fara ekki forgörðum þó að maður- inn sýldst, eldist eða deyi. Skatlarnir eiga að hvíla léttast á mönnum, sem hafa fyrir ómög- uin að sjá, bafa orðið f^'rir slys- um eða eru skuldugir. Enn fremur verður að gæta þess að sköltunum sé ekki þannig' hagað, að sami maður greiði tvöfalt gjald af sömu tekjum. Loks verða að vera skýr fyrir- mæli um gjaldendur, gjaldskyldu, gjalddaga og hæð skattsins, inn- heiinlu, álagningu, eftirlit og hegn- ingu fyrir brot. Önnur meginregla jjármálavisind- anna er að skatlarnir séu hagfrœðis- lega réttir Skattarnir verða að vera þannig, að þeir láti þjóðareignina ósnerta, en taki að eins hluta af þeiin hreinu tekjum, sem þjóðinni áskotn- ast,á árinu, hvort heldur sem þær eru af eign eða atvinnu. Með þessu er ekki átt við, að einungis hreinar tekjur skuli vera gjald- skyldar, því að áhrif skaltanna fara eftir hæð þeirra, en ekki að eins eftir gjaldstofninum. En ælíð verður að hafa það hugfast, að hægt er að misbjóða bæði skatt- þoli stétta og allrar þjóðarinnar, og verður því að athuga að skölt- unum sé þannig varið, að þeir gefi af sér meiri hag í höndum rikisins heldur en i höndum einstaklinga. Skattana á að leggja þannig á, að þeir valdi sem minstum usla í framleiðslu, viðskiftum og neyslu og á þetta sérstaklega við tollana. Er því mjög iskyggileg stefna hinna siðari ára hér á landi, að breyta skattastofnunum svo að segja ár- lega, svo að almenningur hefir ekkert ákveðið að byggja á um framlíðarstarfsemi sína. Skaltana skal einnig innheimta á þeim tíma og] á þann hátt, sem ætla má að verði hægast gjaldandanum, og á að taka sem minst fé úr pyngju þjóðarinnar utnfram það sem rennur í ríkissjóð, eða með öðrum orðum, innheimtan á að verða sem ódýrust bæði fyrir ríkið og ein- staklingaua. Priðja meginregla fjármálvisind- anna er að skattarnir séu nœgir og hreifanlegir. Þar sem mælikvarðinn fyrir því, hvað séu nægilegar tekjur fyrir ríkissjóð, fer eftir þeiin gjöldu^i sem hann þarf að standast, verður að gera ábyggilega hámarksáætl- un fyrir því, hve mikils fjár ríkið þurfi við næsta áratuginn, og haga skötlunum eftir því. Breytingar á skattamálunum taka oft langan tíma og eru örðugar viðfangs, og er þvi nauðsynlegt að hafa einn eða fleiri skatta, sem hækka megi ef tekjavant verður, án þess að það valdi glundroða á skattakerfinu. Er réltilega stigbreytilegur tekju- skaltur heppilegastur til þess. Verði ekki undirbúningur skatta- löggjafarinnar bygður á þessum þremur meginreglum fjánnálavis- indanna, sem hér hafa verið tald- ar, yrði ver farið en heima setið. Verkið yrði þá alt ónýtt og yrði vinna það upp aftur þegar í stað. Að undirstaðan sé traust er fyrsta skilyrðið fyrir því að byggingin standi. III. Þegar menn hafa áttað sig undir- stöðuatriðum skattamálanna kemur að því, að skattakeríi verði bygt upp samkvæmt þeim. Fyr meir var því haldið fram, að allar tekjur ríkissjóðs ættu að fást með einum einasta skatti. Nú eru vísindamenn sammála um, að í framkvæd sé lítt hugsanlegt að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.