Tíminn - 15.11.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.11.1919, Blaðsíða 2
346 TlMINN Við tökum að okkur að gera mælingar á vatni, áætla og byggja rafstöðvar fyrir kaupstaði, hvort heidur með vatns- eða mótor-afli. Sé ekki um vatnsafl að ræða, mælum við með Diesel-mótorum, sem eru olíusparastir allra olíuvéla. Skriíið eftir tilboðum og upplýsingum, sem veitast öllum ókeypis. Ilf. IlafmagiiKféi. íliti Ljóís. Sími 17<> B. Vonarstræti 8- Pósthólf 383. fl. að skiljast ekki svo við þau mál, að sænskan sé ekki orðin skyldunámsgrein í þessum skólum, og öðrum, sem undir tillögur nefnd- arinnar falla. Menn munu sjá, er þeir athuga þetta betur, að það er mikið nauð- synjamál. íslensk menning hefði gott af nánara sambandi við sænska menningu. Svíar eru stærsta norð- urlandaþjóðin. beir eiga glæsileg- asta sögu. Bókmentir þeirra eru fjölskrúðugastar og hafa notið mik- illa ástsælda hér á landi, og þó ekki sem skyldi vegna vankunn- áttu í sænsku. Sveitamenning þeirra og heimilisiðnaður er til fyrirmynd- ar. Svona má lengi telja. En afl þeirra hluta, sem gera skal, er í þessum efnum sænskukunnátta. Ásg. Ásg. JKerkUeg grein. í október-blaði Læknablaðsius stendur eftirfarandi grein og er rit- stjórnargrein. Læknafundurinn og heilbrigðisstjórnin. »það er erfitt að gera sér hug- mynd um, hvað fram fór á lækna- fnndinum viðvíkjandi heilbrigðis- málunum, af umræðuágripinu sem stóð í Lbl. En þeim sem voru á- heyrendur, gat ekki dulist það að héraðslæknar eru mjög svo óá- nægðir með heilbrigðisstjórnina, þótt umræður væru yfirleitt hóg- værar. Kemur það og berlega fram i ályktunum fundarins. Ef tekið er tillit til þess, sem sagt var á fund- inum, þá veröur að skoða flestar þeirra sem nokkurs konar van- traustsyfirlýsingu til landlæknis, »in re#, þótt þær séu varlega orðaðar. Héraðslæknar voru óánægðir með ýmsar embættisveitingar og þóttust beittir órétti. þeir voru og óánægð- ir með ýmsan drátt á málum, sér- staklega þó heilbrigisskýrslum. Héraðslæknar kvarta undan því, að sjá aldrei skýrslur, þótt þeir sendi þær til landlæknis reglulega. Má það og eigi vansalaust heita, ef heilbrigðisskýrslurnar verða eigi gefnar út. Auðvitað trassa margir læknar skýrslurnar, en það er þá landlæknis að ganga eftir þeim. Hann hefir ráð til að ná þeim ef hann vill beita sér. — Það kom og berlega fram á fundinum, að læknar eru yfirleitt þeirrar skoð- unar, að ólag það sem er á heil- brigðisstjórn landsins sé ekki fyrir- komulaginu að kenna, enda var allur meiri þorri þeirra á móti þvi að gera breytingu á því (sbr. till. Sigurj. Jónssonar). í*ví hefir verið hreyft af ýmsum, að óánægja lækna með landlækni stafi sumpart frá bannmálinu, eða eigi rót sína að rekja til þess. Óvíst er, hve út- breidd þessi skoðun er, en áreiðan- lega má fullyrða, að hún er alger- lega röng. Orsakirnar komu skýrt fram á læknafundinum, og þeirra hefir þegar verið getið. Og sökin er sú, að læknastéttin, sem með góðum samtökum og félagsskap hefir nú loksins fengið kjör sin talsvert bætt, hún er sér þess full- meðvitandi, hvaða skyldur hvila á henni í framtíðinni, og vill með fúsum vilja taka þær á sig. Það eru mörg og stór mál fyrir hendi og mörgu að kippa í lag. En þótt einstakir menn vilji gera eitthvað, þá verður litið úr því, vegna áhugaleysisheilbrigðisstjórnarinnar, sem þó að sjálfsögðu ætti að styrkja alla góða viðleitni til þess að bæta heilbrigðismál vor.« þessi grein mun vekja mikla eftirtekt, þá er hún verður al- menningi kunn. En óneitanlega myndi hún verða áhrifameiri, hefðu menn það alment á tilfinningunni, að læknastéttin sé »sér þess fylli- lega meðvitandi, hvaða skyldur hvila á henni í fran>tiðinni« — og nútíðinni mætti bæta við. — En svo er því miður ekki, meðan það er á allra vitorði, að stéttin sem heild mótmælir ekki og reynir ekki að finna ráð gegn þeirri hörmu- legu misnotkun, sem fáir úr henni gera sig seka um með því að láta ómælt vín af hendi. En vitanlega á heilbrigöisstjór*- in líka í því efni mikla og liklega mesta sök. Ritfregu. Magnús Helgason: Uppeidismál. Kostn- aðarmaður: Sig. Kristjánsson. Mörgum kennurum mun bók þessi kærkomin. Kenslumálabók- mentir Islendinga eru enn næsta fáskrúðugar. Þeir sem helst hafa reynt að afla sér þekkingar á þeim sviðum hafa orðið að afla sér fræðslu á erlendum málum. ís- lenskan er þess vegna nokkuð orð- fá enn, bæði um sálarfræðis- og uppeldishugmyndir. Marga kennara, og þar á meðal þann sem þetta ritar, hefir lengi langað til að síra Magnúsi Helga- syni ynnist tími til að rita hina fyrstu uppeldisfræði á íslenska tungu. Menn vissu að hann var óvenjulega vel til þess fallinn, bæði sökum víðtækrar þekkingar og reynslu, en þó einkum sökum þess óvenjulega valds sem hann hefir yfir móðurmálinu. Magnús Helgason er ekki sérlega mikill ný- gervingasmiður. En eðli málsins er runnið honum svo í merg og bein, að honum veitist auðvelt að segja á einföldu hversdagsmáli, það sem flestir aðrir myndu þurfa til saman- rekið nýgervingamál. Bókin er fyrst og fremst ætluð nemendum Kennaraskólans, og starfandi kennurum, en þar að auki löguð svo að hún getur verið handhæg fræðibók handa foreldr- Einar Arnórsson. i. Vegna ýmsra orsaka mun mega telja skylt fyrir Tímann að minn- ast með nokkrum orðum þess manns, sem miljónarfjórðungurinn fékk að lokum til að gera það, sem enginn annar fékst til að gera, þ. e. að verja afglöp og afbrot síngirnisflokksins hér á landi. — Þessi maður er Einar Arnórsson, fyrrum háskólakennari, þingmaður og ráðherra. Atvikin hafa hagað því svo til, að Tíminn hefiir orðið þröskuldur á vegi þessa manns, og átt drjúg- an þátt i, að hans pólitiska íley liggur nú mölbrotið undir »Svörtu- loftum islenskra stjórnmála«, eins og einn af lærisveinum Einars komst að orði í blaðagrein nýlega. Timinn getur með allmiklum rétti lýst vígi á hönd sér, að fornum sið, þar sem Einar liggur nú íall- inn í valinn og munu síðar leidd rök að þvi í þessari grein. Hér skal því að eins bætt við, að á- stæðan til þess, að þessi einkenni- legi maður hefir á svo ungum aldri safnast til hinna dánu og gleymdu, eru hans miklu brestir og ávirðingar. Feigðin bjó í hon- um sjálfum. Einar Arnórsson á einkennilegan og lítið eftirbreytnisverðan feril að baki sér. Hann hefir að sumu leyti verið gæddur talsvert mikluin með- fæddum gáfum. En jafnvel þessir hæfileikar hafa orðið honum að ófarnaði, engu síður en meðfæddir eðlisgallar. Einar hefir verið æðsti valdsmaður landsins um nokkur missiri, en verið hrakinn þaðan aftur með þeim orðstir, að hann' hefir sjálfur tekist á hendur þá vesölustu andlega og siðferðislega áþján, sem til var í landinu. Hann heíir þannig í verki sýnt, að hann viðurkennir það »mat«, sem al- mannarómurinn hafði kveðið upp um verðleika hans. Einar hefir verið löggjafi nokkuð lengur en hann var ráðherra. Nú bauð hann sig ekki fram. Lét þó þau orð berast með fyrverandi samþingis- manni sínum austur, laust fyrir kosnlngar, að hann væri á báðum áttum um framboðið. Má af því sjá, að hann hefir langað, en hins vegar að lokum séð, að þingferill hans allur voru ein óslitin Svörtu- loft, og eigi varð komist hjá að hlej-pa í strand, þótt vonlaust væri um mannbjörg. Það er þá tiigangur þessara eftir- mæla, að skýra í stuttu máli þetta einkennilega strandmál. En þar sem slysinu valda sumpart mis- beittir hæfileikar, sumpart vöntun hæfileika, verður ekki hjá því kom- ist, að minnast á nokkur atriði í æíiferli hans. Það fyrirbrigði er svo sjaldgæft, að sami maður, sem þjóðin lyftir í hinn æðsta trúnað- arsess, velti sér úr hásætinu og velji sér sjálfur sæti yst á óæðsta bekk á Náströnd mannvirðinganna. II. Einar Arnórsson er að ætterni til bóndasonur úr Grímsnesi. Það þótti sneinma bera á því, að pilt- urinn var bókhneigður og minn- ugur. Honum tókst að komast gegnum nám í latínuskólanuna,. og ná prófi í lögfræði við Hafnar- háskóla. Hafði honum gengið nám- ið vel, og það orðið til að gefa honum rangar hugmyndir um alls- herjar gildi sitt. Kendi strax á þeim árum mikilla missmíða á Einari. Annarsvegar allmikið yfir- læti og sjálfsþótti. Hinsvegar kvik- lyndi og kjarkleysi, ef verulega blés á móti. Þegar Einar kom til Reykjavíkur, nýbakaður kandídat, réðist hann til vistar í stjórnar- ráðið, sem undirtylla, en var þar ekki nema þrjá daga, hviklyndið hafði orðið sterkari en framsýnin. Um þetta leyti var gerður bragur um Einar og var þetta upphafið: »F.g trúi á Einar Arnórsson at' einni kvinnu fæddan, Rjóðræðismanna þekkust von, pyrnikrýndan og hæddan. Sté niður i stjórnarráð, stólandi á herrans náð«. í síðari stefjunum lýsir skáldið því, hversu Einar upprís á þriðja degi, »forkláraður« af sinni fyrstu skammvinnu upphefð. Þessi þriggja daga vera Einars í stjórnarráðinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.