Tíminn - 22.11.1919, Síða 4

Tíminn - 22.11.1919, Síða 4
352 TIMINN Muriið eftir samskoturium til lýðháskólaas ífæreyjum Lyísolarnir á Seyðisfirði. Bifreiðarnar og yegurinn austur. Ritstj. Tíraans átti alveg nýlega tal við ungan bónda úr vesiurhluta Rangárvallasýslu. Sagðist honum svo frá að með vorinu myndu einstakir menn og fleiri í félagi, í þeim hluta sýslunnar afla sér um sex vöruflutningabifreiða og tveggja til þriggja fólksflutningabifreiða. í Árnessýslu er þegar orðið mikið um bifreiðar, sem bæði eru eign einstakra manna og félaga. Og tala þeirra vex áreiðanlega. Er það orðið öldungis auðsæi- legt að það er að verða gersam- leg breyting um flutningana austur. Má búast við að að fáum árum liðnum verði tvíhjóla kerrurnar jafn sjaldsénar á Hellisheiði og klyfjahestarnir eru nú að verða. Og er þetta mikil framför. En það hlýtur að vakna þessu samfara umhugsunin um það, hvað það er hörmulegt að hafa veginn austur í þvi ástandi sem nú er. Þegar aðalflutningatækin austur eru að verða bifreiðar, þá er það með öllu ótækt að hafa vegina i því ástandi sem slitur bílunum á helmingi skemri tíma en sæmilegu vegur myndi gera. Rað er hóflaus eyðsla að spara þá peninga sem þarf til vegabótanna, undir slíkum kringumstæðum. Byggingarfélag hafa nokkrir embættismenn og starfsmenn lands- ins stofnað hér í bænum. Ætla að kaupa lóðir sameiginlega og byggingarefni og standa að með sameiginlegri ábyrgð. Jafnframt mun það vera tilgangurinn, að reisa snotrar og hentugar ibúðir. var djarfastur og ótortryggastur þeirra þremenninganna. En þá strax lék grunur á að Einar vildi eta eplið, þegar Sigurður Eggerz hefði hrist það niður af eik- inni. Var Sigurður Eggerz þá í þeim herbúðum kallaður »þriggja mánaða víxill«. Að þeim tíma liðn- um munu félagar hans hafa þóst viðbúnir að byrja uppskeruhátíð- ina. Saga fyrirvarans er nú orðin þýðingarlaus nema að því leyti sem hún sýnir innræti sumra Sjálf- stæðishöfðingjanna. Öllum heim- ildum ber saman um, að leiðtogar flokksins lögðu fast að S. E. bæði áður en hann fór á konungsfund og síðar símleiðis, að fara með »fyrirvarann« eins og helgan dóm, og slá ekki af svo miklu sem einni kommu til að glata ekki sjálfstæði landsins. Sig. Eggerz stóð við sín eigin orð, og fyrirskipanir flokksins. Var þá einsætt, að flokknum bar að halda málinu til streitu, og gera ekki foringja sinn ómerkan að því sem hann hafði gert í fullu um- Ritstjóri »Tímans« fékk i fyrra kvöld símskeyti frá lyfsalanum á Seyðisfirði, og óskar hann að birt sé eftirfarandi Leiðrétting. »í ritgrein birtri í »Tímanum« 4. nóvember 1919 með fyrirsögn- inni »Að berjast til þrautar«, er getið urn fréttagrein í dagblaðinu »Köbenhavn« hinn 20. júlí í sumar og lyfsalinn á Seyðisfirði talinn höfundur hennar. Eg hefi hvorki ritað grein þessa, né hvatt til þess að hún væri rituð og vísa því frá mér allri ábyrgð á henni«. Mogensen lyfsali. Lyfsalinn hefir á réttu að standa að því leyti að það er ekki Mogen- sen lyfsali á Seyðisfirði sem er höf- undur greinarinnar í blaðinu »Köb- enhavn«. En í sumar vdr hann sjálfur utanlands og stýrði þá Hans Schlesch cand. pharm. lyfja- búðinni í fjarveru hans. Hann er höfundur greinarinnar og er lyf- salinn á Seyðisfirði á þvf tímabili sem greinin er skrifuð. Hann kvaðst og eystra vera fréttaritari danskra blaða. Ritstj. Tímans reiknar sér það ekki til syndar, að hafa ekki þekt nöfnii} á þessum dönsku lyfsölum á Seyðisfirði. En sjálfsagt er að viðurkenna Mogensen lyfsala sak- lausan af þessari grein. boði og á ábyrgð stunðningsmanna sinna. En Einar var ekki á þvi. Hannes Hafstein, sem fyrirvaraþrætan var hafin móti, ræður því að Danir bjóða Einari og Sveini heim, og láta þá keppa um ráðherradóm- inn. Er skemst af því að segja að framan við náðarsól konung- dómsins bráðnaði »þjóðræðis- hjartað« í Einari eins og í ná- vist veitingarvaldsins íslenska 1908. Fyrirvarinn hvarf eins og mjöll á vordegi. En hann hafði lyft Einari upp í þingsætið og afl- að honum stuudar-lýðhylli á ís- landi. En tortíming hins sama fyrirvara lyfti Einari í ráðherra- stólinn og aflaði honum meðaum- kunarblandna velþóknun danskra sérgæðinga. Þegar Einar var kom- inn heim, varð gömlum Sjálfstæð- ismanni þessi vísa af munni: »Fyrirvarans fjölkyngi framar engan tefur. Fví sitt eigið afkvæmi Einar étið hefur.« Einar var nú bæði hataður og fyrirlitinn af miklum hluta fyrver- Ummæli Tímans út af greininni standa því öll óhrakin og yfirfær- ast á hinn setta lyfsala. JF'jrettir*. Tíðin. Farin að harðna tíðin, afspyrnurok á útsunnan um síð- ustu helgi og frost töluvert. Mik- ill ís hefir verið tekinn á Reykja- víkurtjörn þessa viku. Hvítárbakkaskólinn. Sigurður Þórólfsson skólastjóri hefir nú selt jörðina Hvítárbakka með öllum húsum. Kaupverðið mun vera 50 þús. kr. og kaupandi Davíð bóndi Þorsteinsson á Arnbjargarlæk. í*að mun vera tilskilið, að skóla verði þar haldið áfram í líku sniði og hingað til hefir verið. Er umræða um það meðal héraðsmanna, að standa að skólanum í einhverri mynd. — Er þetta átjándi vetur- inn, sem Sigurður rekur skólann. Hefir hann átt við mikla erfiðleika að stríða, sem fellur flestum þeim í skaut, sem að slíku hverfa og hverfur nú frá starfmu út úr neyð, vegna erfiðleika um verkafólk og bilaður á heilsu. Bókmentafélagsbækur eru ný- útkomnar: Er það fyrst fjórða hefti Slcirnis, með aldarminning Jóns skálds Thóroddsens, eftir Sigurð magister Guðmundsson og smágrein um »Mann og konu« andi flokksbræðra sinna, þeim sem höfðu lagt nokkurn trúnað á lög- skýringar-hismi hans. Sýndi sig í verki stefnufestan og heilindin, er hann skapar fyrirvarann til að hindra Heimastjórnarfl. frá að »of- urselja« landið, en tekur síðan við stjórn með stuðningi þeirra, og á þeim grundvelli sem þeir höfðu upprunalega bygt á, en Einar mót- mælt. Einar hafði þannig farið í hriug, gerðist þjónn þeirra sem hann þóttist vilja rísa á móti, en brást algerlega sinum málstað og sinna stuðningsmanna. Með þess- um hætti komst Einar til æðstu valda á íslandi. Og upphaf tignar hans var samboðið áframhaldinu og endalokunum. (Frh.). 500 kr. gjöf barst Landspítala- sjóðnum nýlega frá farþegum á Gullfossi. Tófa var skotin nýlega á Sel- tjarnarnesi og mun vera mjög langt síðan, að slíkt hefir borið við. Bækur og ritföiig’ kaupa menn í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Þakkarorð. Síðastliðið sumar urðum við hjónin fyrir því hörmulega slysi, að sonur okkar 11 ára meiddi sig á byssu, og misti við það sjón á hægra auganu. Eftir ráðleggingu héraðslæknis varð að flytja dreng- inn til augnlæknisins í Reykjavík, i þeirri von, að einhver bót feng- ist á sjóninni. Þegar sveitungar okkar vissu, að þessa gerðist þörf, þá reyndu þeir á allan hátt, að létta okkur byrðina, bæði með fjárframlögum til drengsins og annari margháttaðri hjálp; voru allir þar samtaka, ungir sem gamlir. Við erum þess fullviss, að alt þetta hefir verið gert af einlægum vilja og innilegri alúð og vottum þeim hér með okkar innilegasta þakk- læti, og það er okkar hjartans von og trú, að hann, sem sagt hefir: Það sem þér gerið einum af mín- um minstu bræðrum, það hafið þér mér gert, muni einnig á sín- um tíma segja við hvern og einn af velgjörðamönnum okkar: »Sjúk- ur var eg og þú vitjaðir mín«. Tungukoti á Vatnsnesi 9. nóv. 1919. Ósk Bjarnadóttir. Jón Kristó/ersson. eftir Theódóru Thóroddsen. Þá eru »Endurminningar um Jón Árnason« sömuleiðis eftir frú Theó- dóru og minning Jóns Þorlákssonar eftir ritstjórann. Lengsta greinin er eftir Jóh Helgason, stúdent, og heitir: Færeysk þjóðernisbarátta. — Fornbréfasafnið kemur ekki út að þessu sinni, en í stað þess er nú byrjað á útgáfu á bréfabók Guðbrandar biskups Porlálcssonar. Vegna styrjaldarinnar hefir Dr. Jón ekki getað náð í efni í framhald fornbréfasafnsins. En ýmsir menn sakna þess, að ekki er enn komið efnisyfirlit yfir 10. og 11. bindi safnsins. — Þá er út komið III. bindi, 3. hefti af Lijsing íslands, eftir Þorvald Thóroddsen og IV. bindi, 3. hefíi af Islendingasögu Boga Th. Melsteds. — Loks er V. bindi, 4. hefti af Safni til sögu ís- lands og er þar í upphaf á ræki- legri ritgerð eftir Guðbrand Jóns- son: Dómkirkjan á Hólum í Hjalta- dal. Hefir hann hlotið verðlaun úr sjóði Jóns Sigurðssonar fyrir kafla úr ritgerðinni. Verður hennar getið sérstaklega, þá er hún er öll komin út. AV! Hafið þér gerst kaupandi ða Eimreiðinni? Ritstjóri: Tryggrvi þórhallsaoa Laufási. Simi 91. Preutsmiðjan Gutenberg,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.