Tíminn - 06.12.1919, Síða 1

Tíminn - 06.12.1919, Síða 1
TIMINN <að minsta kosti 80 blöð á ári, koslar 5 krónur árgangurinn. AFGREIÐSLA i Regkjavik Laugaveg 17, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. III. ár. Reykjavík, 6. desember 1919. 84. blsð. Seilan nm kaupgjalðið. Hin blóðuga stj'rjöld milli stór- þjóðanna er nú að kalla má á enda kljáð. En í slóð hennar fylgir i iðnaðarlöndunum grimmur innan- landsófriður milli verkamanna og iðnrekanda. Á því sviði hafði lika safnast fyrir ófriðarefni á undan- gengnum áratugum. Báðir aðilar höfðu biðið altýgjaðir — í eins- konar vopnuðum friði — eftir hinni miklu úrslitaglimu milli fjármagnsins og vinnuaflsins. Nú er þessi hildarleikur byrjaður út í löndum. Dýrtíðin og vöru- skorturinn hefir krept að. Kaupið hefir hækkað. Lífsnauðsynjar bafa aftur hækkað í verði, og meir en vegið á móti kaupgjaldinu. En kappleiknum hefir verið haldið áfram lengra og lengra. Og að sama skapi fer ástand heimsins versnandi. Vöruskortur og stöðug hækkun eru aðal vandræðamál al- mennings í öllum löndum. Árið 1917 var sett í Englandi nefnd til að reyna að finna ráð til að skapa frið á iðnaðarsvæð- inu, gera verkbönn og verkföll ó- þörf fyrir báða málsaðila. Og nefndin hefir komið með úrræði, sem gera má sér miklar vonir um. Úrræðið er það, Jað koma á fast- bundnum félagsskap, milli vinnu- veitenda og verkamanna. Ágóði af hverju slíku fyrirtæki skiftist í vissum hlutföllum, og eftir settum reglum, milli allra sem vinna að því. Starfsmenn í hverju slíku fyrirtæki verða með nokkrum hætti meðeigendur. Og þar með ætti að hverfa andstaðan, sem áður var, því að hún var bygð á ótta beggja aðila um, að þeir fengju minna en þeim bæri að réttu af ágóða framleiðslunnar. Hugmynd þessi er nú rædd í merkustu blöðum allra iðnaðar- landa. Og það er hér um bil víst, að í náinni framtíð verður gildi hennar reynt i mörgum löndum. íslendingum má vera það gleði- efni, að einmitt þetta úrræði hefir lengi verið notað hér á landi, og með góðum árangri. Um langan aldur hafa margir íslenskir sjómenn verið ráðnir upp á hlut. þeim hefir oft fylgt sá á- galli, að verslunin hefir ekki verið »frjáls«. Skipseigandi skapað hlut- arverðið. í þeim sveitum, þar sem karlar og konur ráða sig enn í ársvist hjá bændum, fylgir oftlega sú kvöð, að fá ákveðna tölu af kind- arfóðrum. En það er í fylsta skiln- ingi að fá hlutdeild í ágóða. Hvað tekur við? i. Hinn stutti tími sem var til undirbúnings undir kosningarnar veldur miklu um það, að það er sem stendur nálega ómögulegt að segja um, hvað muni taka við um stjórn landsins og um lausn mestu vandamálanna sem liggja fyrir hinu nýkosna þingi. Önnur ástæða til þess að ó- mögulegt er að segja um það með vissu er sú, að þjóðin er ekki búin að ná nógum pólitiskum þroska lil þess að heimta hreinar línur. Hún er ekki búin að átta sig á því til fulls, að hin gamla pólitiska flokkaskifting er dauð. Kjósendurnir eru ekki búnir að velja sér sess, undir hinum nýju kringumstæðum. Afleiðingin af þessu hvorttveggja er sú að kosningarnar hafa verið sérlega óhreinar. Margir hinna ný- kosnu manna eru flokkleysingjar. Kjósendurnir vita ekki hvar þeir muni skipa sér í flokk. Sennilega er það meir að segja svo um suma hina nýkosnu þingmenn, að þeir ráða það ekki við sig til fulls, fyr en þeir koma á þing, hvar þeir muni velja sér sess. Það er þess vegna enginn mað- ur til á þessu landi, sem getur sagt hverjir eða hvaða stefnur munu verða ríkjandi í þinginu á næstu árum. Mun ísland vera eina ríkið i allri Norðurálfu sem hefir náð svo litlum pólitiskum þroska. II. Fyrstu tilraunina að ráða í hvað muni taka við og fyrstu tillöguna um hvað eigi að taka við flytur Einar stjórnmálaritstjóri Arnórs- son í Morgunblaðinu á sunnudag- inn var. Er sú tillaga eftirtekta- verð og merkileg fyrir margra hluta sakir. Hann byrjar á því að slá sam- an í einn flokk tveim af flokkum þeim sem voru á síðastá þingi: þversummönnum oglangsummönn- um. Einar kallar þá nú einu nafni: sjálfstæðismenn. Hefir verið að því vikið áður hér í blaðinu, að til mundi standa sættir og samvinna að einhverju leyti, milli þessara flokksbrota, þrátt fyrir alt sem á undan er gengið. Ummæli Einars munu vera full sönnun þess. Þversum og langsumflokkarnir munu vera að renna saman að miklu leyti. En þvi trúir Tíminn ekki, að allir þversummenn sverjist i fóstbræðra- lag við langsummenn. í>ótt Einar Arnórsson þannig lýsi til hjónabands með þessum tveim heiðurspersónum, og þótt eitt ónefnt blað hér í bænum hafi lýst því yfir að »sjálfstæðismenn- irnir« hafi borið fnllan sigur úr býtum í kosningunum, þá kemst þó Einar að þeirri niðurstöðu, sem er hárrétt, að »sjálfstæðismennirnir« (í hinni nýju hierkingu) séu ekki nógu margir né öflugir til þess að mýnda stjórn. En hann finnur strax ráðið við því meini. Hann stingur þegar upp á því hvernig eigi að fara að því að ná meiri hluta til stjórnarmyndunar: »Sjálfstæðismennirnir« eiga að fá nokkra af heimastjórnarmönn- um í lið með sér til þess að mynda stjórn, þá af þeim sem andvígastir eru Tímanum. III. Það fer víst fleirum svo, eins og ritstjóra Tímans, þá er þeir lesa þessa bollaleggingar stjórn- málaritstjórans, að þeim dettur í hug sagan um það, þegar skratt- inn fór að skapa mann. í þessum bollaleggingum eru svo stórkostlega miklar veilur, og til- lögurnar framsettar af svo mikilli fávisi, að enginn einasti maður á íslandi, af þeim sem fengið hafa mikla mentun, af þeim sem mikið hafa fengist við opinber mál, myndi hafa látið sér detta í hug að framsetja þær á þennan hátt, annar en Einar Arnórsson. Höfuðveilan i tillögunum er sú, að talað er um stjórnarmgndun og sambrœðslu þingmanna úr ólikum flokkum til samvinnu um stjórnar- mgndun, án þess að minnast einn einasta orði á eitt einasta mál- eíni, sem þessir menn eigi að sameinast nm, án þess að minn- ast á hver eigi að vera stefna þessarar samhræðslustjórnar í þeim stórmálnm sem nú ern á dagshrá þjóðarinnar. Það er stjórnmálaritstjóri stærsta blaðsins á íslandi, sem þetta gerir! Án þess að nefna eitt einasta málefni bræðir hann saman þvers- um og langsum-flokkana, þá flokk- ana sem við næstsiðustu kosningar voru andstæðastir allra. Öll siðustu þingár stóðu þeir á öndverðum meiði. Þversumflokkur- inn stóð að núverandi stjórn og studdi bjargráðaráðstafanir hennar, en langsummenn risu þar önd- verðir á móti. Getur vel verið, að nú sé eitt- hvert það mál til sem þessir menn flestir geti sameinað sig um, en stjörnmálaritstjóranum þykir það ekki taka því að nefna það mál. Honum vir^st það aukaatriði, eða er það þannig vaxið að betra er að tala ekki um það opinberlega? Og án þess að nefna nokkurt málefni, eða stefnu, á að fá til láns nokkra af heimastjórnar- mönnum til þess að ná tölunni, nægum meirihluta til stjórnar- myndunar. Einar Arnórsson. ----- (Frh.) VIII. Þess hefir fyr verið getið í þess- ari grein, að Tímaflokkurinn hafi orðið að fjörlesti stjórnmálastarf- semi Einars Arnórssonar. Þar hefir sem sé verið um algerðan stefnu- mun að ræða. Og Einar hefir beðið þar varanlegan ósigur. Til að skilja þetta þarf að horfa lítið eitt til baka í þingsögu íslendinga. Jón Sigurðsson dó skömmu eftir að landið fékk löggjafarþing og fjarforræði. En lærisveinar hans og menn sem höfðu mótast til góðs af sambúðinni við þennan óeigin- gjarna og drenglynda mann, réðu mestu í þinginu fram um alda- mótin 1900. Enginn þeirra var jafnoki Jóns Sigurðssonar. En þeir höfðu yfirleitt einn af hans miklu kostum. Peir misnotuðu ekki þing- valdið á einn eða annan hátt sér til hagsmuna. Þeir voru yfirleitt í- haldssamir menn. En þeir gerðu mjög strangar kröfur um meðferð almenningsfjár og réttlæti í opin- beru lífi, engu síður en í viðbúð einstaklinga. Þessar kröfur voru bergmál af æfistarfi hins miklá foringja. Gott dæmi um þetta er það, að maður eins og Arnljótur Ólafsson, sem kallaður var fésýslu- maður eigi all-litill heima í héraði, gerði lága og afar-sanngjarna þing- fararreikninga, og svo var um samverkamenn hans yfirleitt. Það var eins og þessir menn fyndu til með landssjóði og vildu spara honum sem flest útgjöld. Ben. í Múla, Jón á Gautlöndum, Einar i Nesi, Ben. Sveinsson og Arnljótur Ólafsson voru um alda- mót 1900 horfnir af leikvelli stjóm- málanna. í stað þeirra komu nýir leiðtogar með gerólíkan hugsunar- hátt. Einna fremstir þeirra voru dr. Valtýr Guðmundsson, Þórður Thóroddsen og B. Kr. Þeir voru nútíma-»spekúlantar«. Þeir fluttu siðgæðis-skoðanir »milliliðanna« inn í þingsalinn. Stofnun íslands- banka, þegar átti að leggja niður Landsbankann, og veita dönsku auðmannafélagi alveldi yfir Qár- á

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.