Tíminn - 06.12.1919, Blaðsíða 4
f
360
TIMIN N
Einar hefir numið tign úr tindun-
um, en Guðmundur úr fossum
afl. —
Húseigendurnir eiga heiður skil-
inn fyrir það hve mikinn hug þeir
hafa á að skreyta hus sitt, og ekki
síður fyrir það, að þeir hafa stutt
efnilegan mann fyrstu sporin
á braut listarinnar. Vinnan, sem
þeir hafa veitt, hefir mótað Guð-
mund. Það er glögg framför frá
fyrstu myndunum til hinna siðari.
Það er ekki hið mikilsverðasta,
að þessar myndir eru til orðnar,
heldur hitt, að fram er kominn
efnilegur, ungur listamaður, sem
útlit er fyrir, að verði sjálfum sér
og þjóð sinni til rnikils sóma.
Ásg. Ásg.
Þakkarorð.
Innilegt þakklæti votta eg öllum
þeim, bæði fjær og nær, er sýndu
mér hluttekningu og hjálpsemi í
veikindum konn minnar síðast-
liðið sumar. Sérstaklega til eg mér
skylt að þakka hjónunum á Hvíts-
stöðum, þeim Illuga Björnssyni og
Guðmundínu Sigurðardóttir, sem
á allan hátt reyndust mér og
heimili mínu mjög vel, bæði í
einu og öðru.
Bið eg góðan guð að launa öllu
þessu fólki, er því liggur mest á.
Háhóli 29. nóv. 1919.
Guðmundur Sigurðsson.
Danðki sendiherrann kom al-
kominn með fjölskyldu sína, með
Islandi á sunnudaginn var.
Forsætisráðherra er sagður
væntanlegur heim með Botníu um
miðjan mánuðinn.
Kötlusj ódur.
Frá Hlutafélaginu Framtíðin á
Seyðisfirði .... 1000.00 kr.
Frá Þórarni Árna-
syni i Herdísarvík . 100.00 —
Frá Sigurði Ólafs-
syni í Kaldaðarnesi . 200.00 —
Frá Guðmundi P.
Ásmundss. Storfossen
í Noregi............. 75.00 —
Frá Sláturfélagi A.-
Húnavatnssýslu . . 1000.00 —
Samtals 2375.00 kr.
Áður innkomið, sbr.
skilagrein .... 28019.69 —
Alls 30394.69 kr,
Er nú þessum samskotum lokið.
Reykjavík 1. des. 1919.
Einar Helgason.
Fréttir.
Tíðiu er enn hin besta, frost-
leysur og hagleysur.
Jólagjöfin III, er komin út á
forlag Steindórs Gunnarssonar
prentsmiðjustjóra, snotur bók að
öllum frágangi og verður mörgum
til ánægju.
1. de8. var skólum Iokað og
fánar dregnir á stöng hér í bæn-
um í minningu fullveldisins.
Verðlann úr sjóði Kristjáns kon-
ungs niunda, hafa þeir fengið að
þessu sinni: Magnús bóndi Frið-
riksson á Staðarfelli í Dalasýslu
og Magnús bóndi Sigurðsson í
Hvammi undir Eyjafjöllum.
201 ferð. Aasberg skipstjóri á
»íslandi« er flestum þeim íslend-
ingum kunnur, sem eitthvað hafa
ferðast að ráði á sjó, og mun
elskaður og virtur af þeim öllum.
Pað var 201. ferðin sem hann fer
milli íslands og Danmerkur, sem
hann fór nú með íslandi síðast
og auk þess hefir hann farið marg-
ar ferðir milli íslands og Vestur-
heims. Hefir skipi hans aldrei
hlekst á.
Börnin frá Austurríki. Stjórnar-
ráðið skipaði níu manna nefnd til
þess að gera nauðsynlegar ráð-
stafanir til að koma börnunum
fyrir. Eru í henni: Kristján Jóns-
son dómstjóri, formaður, Knútur
Zimsen borgarstjóri, ritari, Thor
Jensen stórkaupmaður, Sighvatur
Bjarnason bankastjóri, L. Kaaber
bankastjóri, Halldór Hansen læknir,
frú Kristín Jacobson, Ingibjörg H.
Bjarnason skólastjóri og Inga L.
Lárusdóttir ritstjóri. Nefndin skor-
ar á menn »að skjóta saman fé
til fararkostnaðar, fatnaðar og
annara útgjalda, sem leiði af flutn-
ingi barnanna hingað«. — Tilboð
munu vera komin til nefndar-
innar um að taka um 150 börn
og var gengið út frá því, að þau
væru á aldrinum 3—8 ára flest.
Nú hefir frést, að börnin séu flest
eldri en 10—14 ára og að þau
muni eiga að fara aftur eftir tveggja
ára dvöl, eða svo. Búið er að
skjóta saman um 11 þúsund krón-
um í þessu skyni.
Veikindi eru mikil í Reykjavík
um þessar mundir. Taugaveiki
stingur sér niður allvíða og er
sumstaðar mjög illkynjuð. Kíghósti
er dálítið að breiðast út og er
sömuleiðis á Akureyri. Ritar Guðm.
Hannesson hvatningar- og leið-
beiningarorð til manna um að
verjast því að hann breiðist út
um landið. Loks hefir borið tölu-
vert á skarlatssótt upp á síðkastið.
Hefir kvennaskólanum t. d. verið
Tapast hefir á veginum frá
Galtárholti í Mýrasýslu snemma í
júlí brúnn foli tveggja vetra, mark:
biti aftan hægra, tvær fjaðrir aftan
vinstra; brennimark: D. I. á fram-
fótarhófum.
Finnandi láti mig vita.
Olafur Br. Gunnlaugsson
Vííilsdal. Dalasýslu.
lokað í vikutíma til varúðar og
til þess að sótthreinsa húsið, þar
eð nokkur skarlatssóttar tilfelli
komu þar fram samtímis. En veik-
in er sögð mjög væg og hefir eng-
inn dáið úr henni.
Sjaldgæft slys bar við hér í
bænum mánudaginn 24. þ. m.
Eru mörg hús í smíðum í Skóla-
vörðuholtinu og höfðu verið reistir
gaflar á einu þeirra á laugardag-
inn 32. En á mánudagsmorguninn
var hér ofsastormur og þoldi vegg-
urinn ekki, enda var hann hlað-
inn úr holsteini. Féll nokkur hluti
veggjarins niður og varð einn
verkamaður undir og beið þegar
bana. Hann hét Sveinn Sveinsson,
bróðir Ólafs heitins Sveinssonar
gullsmiðs hér i bæ.
Bruni. Um síðustu helgi brann
verslunarhús í Ólafsvík, sem Garð-
ar Gíslason stórkaupmaður átti.
Er óvíst um uppkomu eldsins.
Sextug8afmæli á Einar H. Kvar-
an skáld í dag.
AV! Hafið þér gerst kaupandi
að Eimreiðinni?
Ritstjóri:
Tryggyi PórhBUsgoB
Laufási. Simi 91.
Prentsmiöjan Gntenberg.
sóttu ritstjórnar. Lét hann þá vatnið
fara sömu Ieið og fyrirvarann.
Að lokum brosti hamingjusólin
við Einari. Miljónafjórðungurinn
tók hann í sátt, og byrjaði hann
nú vegsemd sina með því að fylla
Mbl. með ósannindum og blekk-
ingum um alla þá menn í land-
inu, sem ástæða var til að halda
að beittu sér á móti kjötkatla-
stefnunni. Eins og að likindum
ræður fengu Tímans menn obbann
af þessari óírægilegu uppskeru.
Verður vikið að þeirri hlið í loka-
þáttum þessarar greinar.
Einar var í fyrstu launritstjóri
blaðsins, en um síðir kom þó þar,
að nafn hans tók að standa á því.
En í stað þess að vera aðalritsljóri,
var nafni hans tylt með smáletri,
undir nafn Finsens þess, sem
minstur var fyrir sér af öllum
gömlu ritstjórunum. Þótti þá lítið
leggjast fyrir Einar, er hann hafði
ekki meiri metnað, en að sætta sig
við að vera undirtylla gamla
Morgunblaðs ritstjórans.
Með þessari ráðabreytni hefði
Einar brugðist sjálfum sér á eftir-
minnilegan hátt. Hans fyrsta verk,
næst því að ófrægja Tímans menn,
var að bregðast trausti þeirra
manna, sem hann átti að vinna
fyrir, og eyðileggja með einu hand-
taki það sem yfirmenn hans höfðu
verið að byggja upp á mörgum
missirum.
X.
Svo sem kunnugt er höfðu
margir helstu menn úr Heima-
stjórnar og Sjálfstæðisflokknum
brætt sig saman og myndað félag
það er þeir nefndu Sjálfstjórn.
Mbl. mátti að vissu Ieyti álítast
málgagn þessa félags. Rétt um
þetta leyti hafði félag þetta tilnefnt
sem frambjóðendur sína þá Jón
Magnússon og Svein Björnsson.
Það vár vitanlega skylda Einars
að styðja báða þessa menn. En í
stað þess var auðséð að allur hans
hugur var á að koma að almesta
andstæðingi annars þeirra, Möller
ritstjóra, sem allir vissu að upp-
runalega bauð sig fram fyrst og
fremst i því augnamiði að fella
Jón. Eftir kosningarnar kom í
ljós að fjölmargir af vinum Sveins
höfðu fylgt Einari að þessu máli.
Þarf síst að undra þó að fylgis-
menn Jóns kynnu því illa. Er
það skemst frá að segja, að Einari
tókst á hálfum mánuði að sprengja
Sjálfstjórn, svo að hún er ekki
líkleg til að bera sitt bar framar.
Sömuleiðis eru margir af helstu
eigendum blaðsins honum afar
reiðir, og mun hann þar eiga
kaldra griða að vænta. í þriðja
lagi hefir öll þessi lævísi orðið
Sveini Björnssyni til hins mesta
ófarnaðar, því sennilegt er að
þingmenn Heimastjórnarinnar taki
upp þykkjuna fyrir foringja sinn,
engu síður en flokksmenn utan
þings. Hefir Einar með þessum
hætti komið inn klofningi hinum
mesta, bæði meðal húsbænda sinna,
blaðeigandanna, og gert Sjálfstjórn
óverkfæra um ófyrirsjáanlegan
tíma. Mun það flestra manna mál,
sem til þekkja hér á landi, að fáir
menn hafi frá því að sögur hófust,
haft jafn dásamlegt lag á eins og
Einar að gera alt að engu, sem
honum er fengið í hendur.
Það er ofboð sennileg sú saga,
sem gengur nú um bæinn síðustu
dagana, að húsbændur Einars
muni ætla að gefa honum langt
frí, æfilangt meir að segja, og að
hann muni nú mest langa íil þess
að komast aftur í sinn gamla sess,
bæði á Iaun og eftirlaun. Væntan-
lega hefir hann Iíka trygt sér eftir-
laun frá eigendum Morgunblaðsins.
í næsta kafla verður sýnt fram á
hvers vegna byrjunarafskifti Einars
af stefnu og starfi Tímans, gerðu
óhjákvæmilegt, að venja hann af
mesta stráksskapnum og ósvífn-
inni, með því að veita honura
nokkra innsýn í sinn eigin barm.
(Frh.)
Hæstiréttur. Verið er að breyta
efri hæð hegningarhússins, enda
á hinn nýji hæstiréttur að setjast
þar að. Hafa nú þeir Lárus H.
Bjarnason prófessor og Páll Ein-
arsson borgarstjóri á Akureyri ver-
ið skipaðir hæstaréttardómarar á-
samt dómurunum í yfirrétti og
Björn Þórðarson aðstoðarmaður
verður hæstaréttarritari.