Tíminn - 13.12.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.12.1919, Blaðsíða 1
TIMINN að minsta kosti 80 bloð á ári, kfístar 5 krónur árgangurinn. AFGREWSLA i Reykjavík Laugaveg 17, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. III. ár. Reybjavík, 13. desember 1919. Jrantil Jtorlurálfumtar. Einn af þingmönnunum dönsku heíir skrifað mjög eftirtektarverða grein í eitt af stórböðunum í Kaup- mannaliöfn. Hann víkur þar að framtíð Norðurálfunnar og aðstöðu hennar í samkepninni við aðrar álfur og lönd. Eru þessi höfuðat- riði greinarinnar. Á öldinni sem leið, kom það fyrir i fyrsta sinn að íbúatala Norðurálf- unnar tvöfaldaðist. Þetta gat átt sér stað án pess að það hefði alvarlegar afleiðingar i för með sér, vegna þess að í bjrrjun aldarinnar var mikið land til ónotað í álfunni; í annan stað gat hið ræktaða land geíið miklu meira af sér með stórum bættum aðferðum og loks hafa margar nýjar atvinnugreinar bæst við á öldinni, sem hafa veitt mörgum miljónum nýtt starf, til þess að lifa af. Á hinum sama tíma, hafa þarf- ír einstaklinganna í Norðurálfunni vaxið gríðarlega og þær kröfur sem þeir, að meðaltali gerðu til viðunanlegs lifs. Er svo reiknað út að í lok 18. aldarinnar hafi sveitaheimili, held- ur af stærra tægi, ekki haft nema innan við 500 kr. umsetningu út á við. Þótt krónutalan verði mun hærri þá er henni er breytt í hlut- f'allslegt peningaverð rétt fyrir striðið, þá kemur hún ekki í ná- munda við útreiknaða umsetning svipaðs heimilis út á við árið 1914, sem talin er að hafa verið 12000 kr. Þá eru t. d. reiknaðar kr. 84,25 samtals í árslaun vinnufólks — vinnumanns og stúlku, — kr. 33,80 fyrir allar »kaupstaðar«- vörur t. d. síld, salt, járn og tjöru — kr. 8,32 til smíða og viðgerða o. s. frv. Þá þektist ekki margt af því sem nú er talið til nauðsynja. Vatnsgrautur er aðalfæðan daglega, en lítið eitt af svínakjöti og síld á hátíðum. Fötin eru búin til heima, úr heima unnu efni. Kaffi, te, syk- ur og tóbak þekkist varla og pen- ingum er ekki eytt tii þess að kaupa bækur, blöð og ritföng, eða í skólagjald og skemtanir. — Verð áhalda og áhafnar stóð í svipuðu hlutfalli. Þarfir og eyðsla alls al- mennings í bæjunum var svipuð og þetta, borið saman við það sem nú er. Þessi gríðarlega aukna eyðsla, eða auknu þarfir einstaklinganna i Norðurálfunni, eru miklu þyngri á metunum en tvöföldun íbúatöl- unnar, þá er um það er að ræða, hvort álfan geti borið eða fram- fleytt íbúum sínum. Þeirra vegna varð að sitja landið svo þétt og knýja úr jörðinni svo mikla fram- leiðslu, að það varð nauðsynlegt að flytja að ógurlega mikið af á- burðarefnum. Og til þess að fram- fleyta íbúum sínum, þurfti Norð- urálfan að flytja árlega út til ann- ara álfa vörur, sem voru rúmlega 44 miljarða rnarka virði og það einkum vörur, sem hlutfallslega flestar hendur þurftu að vinna að og borgað var hlutfallslega mest fyrir að vinna. Nú er það því hin brennandi spurning hvort Norðuráljan gelur gert ráð fyrir að halda þessum markaði eftir stríðið. Það er ekki erfitt að sannfærast um að það getur hún ekki. í Asiu eru um það bil helmingi fieiri íbúar en í Norðurálfunni. En fyrir stríðið þurfti Asía ekki að flytja út vörur árlega, nema fyrir 10 miljarða marka, til þess að framfleyta fólki sínu — jafnmikið og Þýskaland eitt. Og það voru nálega eingöngu hráefni — vörur sem tiltölulega lítið þurfti að að vinna. Jafnframt mun óhætt að fullyrða, að Asíumenn yfirleitt komist af með tíu sinnum minni upphæð árlega, til þess að geta lifað. Nú hefir það verið svo, fram að stríðinu, að Asía hefir verið mjög komin upp á Norðurálfuna með allskonar vörur. En hún hefir jafn- framt verið að læra það að standa á eigin fótum. Og á stríðstímun- um hefir stórkostlegt fjármagn flust frá Norðurálfunni til Asíu. Með því fé hafa forvstulöndin eystra, Kína og Japan, losnað úr þeim skuldakreppum, sem þau voru í, upp úr nýafstöðnum styrjölduin og geta nú hert stórkostlega á fram- leiðslunni og notfært sér þá þekk- ingu sem þau hafa og eru að afla sér. Sá tími nálgast óðum, að Asíu- þjóðirnar fari að ná því þroska- stigi, að verða sjálfum sér nógar í þessu tillili. Það er ekkert eðli- legra en að herópið verði: Asía fyrir Asíumenn og að liún vilji hætta að láta Norðurálfuna græða á sér. Útlitið er ekki glæsilegra, þegar litið er vestur á bóginn. Banda- ríkin í Norður-Ameríku eru nýr keppinautur um verksmiðjuvörur á heimsmarkaðinum. Þau eiga heima fyrir nálega alt það sem þau þarfnast af hverskonar hrá- efnum. Um skipulagsgáfu og allar verklegar framkvæmdir standa Bandaríkjamenn öllum þjóðum framar. Fyrir stríðið vantaði Bandaríkin verslunarsambönd út um heiminn, verslunarþekkingu og verslunar- flota. Það er á allra vitorði, með hversu gífurlegum dugnaði Bandaríkja- menn eru nú að bæta úr þessu og sumpart eru búnir að bæta úr þessu. Það þarf engar getur að því að leiða, hversu harður keppi- nautur Bandaríkin munu verða fyrir Norðurálfuna, í framtíðinni. Markaðurinn, sem Norðurálfan hefir haft í Asiu mun smá-þrengj- ast og það óðfluga. Það dregur að því meir og meir, að hver álfan fyrir sig keppir að því, að vera sjálfri sér nóg og þurfa sem minst til annarar að sækja. Það mun hafa mjög alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir Norður- álfuna. Hún mun smátt og smátt fara á mis við það, að geta selt vörur fyrir þessa rúma 44 miljarða marka, sem hún þurfti að selja fyrir striðið til þess að geta fram- fleytt fólki sinu með þörfum þess. Hún verður að sætta sig við, að búa að mestu leyti að sínu* þeim framleiðslumöguleikum sem til eru í henni sjálfri. Með tilliti til þess, að Norður- álfan er meir en helmingi þétt- bygðari en Asía, þarfir fólksins í Norðurálfu svo stórkostlega miklu meiri, en landgæðamunurinn hverf- andi — er það ekki erfitt að spá því hversu erfiða aðstöðu Norður- álfubúar muni eiga i náinni fram- tíð. Út frá þessu verði ríkjastjórnir Einar Arnórsson. XI. (Niöurl.) Þegar leið að veturnóltunum síðustu, fóru að sjást einkennileg fingraför á málgagni miljónar- fjórðungsins. Þar var auðsýnilega kominn nýr »andi« í borðið. Fyrst byrjaði þessi gestur á óbotnandi skömmum um bændastéttina ís- lensku yfirleitt, og hefir þeirra skrifa verið getið í Timanum, — Næst fengu samvinnufélögin á baukinn, og varð þessum nýja spámanni tíðrætt um »okur« í þeim garði. Vilhj. Finsen var enn ritstjóri, en brátt vitnaðist hver skrifaði þannig á ábyrgð hans. Það var fyrverandi ráðherra Einar Arnórsson. Leið nú all- langur tími, að Einar var laun- ritstjóri blaðsins. Er skemst af því að segja, að þá daga voru leiðarar blaðsins lítið annað en staðlausar blekkingar og ósannindi um flesta þá menn, sem á einn eða annan hátt hafa unnið fyrir 85. blað. og einstaklingar að ganga, þá er nú á að fara að reisa við það, sem álfan hefir eytt á stríðsárun- um. + Jón Norðmann pianóleikari. Hann dó í fyrradag. Var búinn að vera mjög veikur í margar vik- ur og berjast við dauðann. Ekki ofmæit að mikill hluti Reykjavík- urbæjar hafi með óþreyju þráð betri fréttir dögum saman. Hann var ekki nema rúmlega tvítugur, fæddur 24. mars 1897, sonur Jóns heit. Norðmanns kaup- manns á Akureyri og konu hans Jórunnar Einarsdóttir frá Hraunum. En þótt hann væri svo ungur, var hann orðinn fjölda manns harla kær og af honum var mik- ils vænst. Hann byrjaði é námi í Menta- skólanum, en hvarf frá því til þess náms, sem hugurinn og hneigðin vísaði á. Hann fór til Þýskalands til þess að fullkomna sig í píanó- spili og dvaldist þar í nokkur ár. Fór þar saman ástundun og hæfi- leikar í besta lagi. Hann varð á stuttum tíma prýðilega vel fær í list sinni, sem kunnugt er hér samvinnustefnuna hér á landi, eða barist á móti stjórnmálaspillingu þeirri, sem sýkt hefir og veiklað þjóðlíkamann á undanförnum ald- arfimtungi. Sig. Sigurðsson ráðu- nautur varð fyrstfyrirþessu eiturgasi ósannindanna. Líklega hefnd fyrir að hafa komið hér á samvinnu, og fyrirmyndar vöruvöndun, í einni tegund búnaðar-framleiðslunnar. Sennilega hefir það hefdur ekki bætt fyrir Sigurði, að hann hefir aldrei sníkt eftir bitlingum sér til handa, eða misnotað þingmanns- stöðuna að fordæmi þeirra, sem gerast braskarar í þinghelginni. Þar næst tók hann til bæna Þing- vallafundarmennina frá í vor og laug upp frá rótum um aðgerðir fundarins og margtugði í blaðinu, þó að hann væri í Tímanum lýstur ósannindamaður að, og stæði varn- arlaus fyrir. Sigurði Jónssyni ráð- herra, Sveini í Firði, JóniáReyni- stað, Guðmundi í Ási, Stefáni í Fagraskógi, Einari á Eyrarlandi og Vigfúsi í Engey sendi laun- ritstjórinn tóninn, með dylgjum, slettum, fúkyrðum og margendur-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.