Tíminn - 13.12.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.12.1919, Blaðsíða 4
364 T I M I N N gott. Jörð er þó orðin mjög svell- uð og yrði lítill hagi ef snjór drifi. Hinn 5. nóvember andaðist að heimili sínu Fossi á Síðu, Páll Helgason bóndi þar, eftir tæprar viku legu, mjög þjáningarfulla. Að honum er sem kunnugt er, hiun mesti missir; hann var hér í fremstu röð bænda og framúrskarandi vel látinn af öllum sem honum kynt- ust. Páil lieitinn var að eins 42 ára. Fráfall hans kom því eins og skúr úr heiðskiru lofti. Það er því að vonum, að hans sé sárt sakn- að af vandamönnum hans og vin- um, sem voru margir. Sýslufélagið misti Pál heitinn alt of ungan, en eigi dugar að mögla, heldur að sem flestir reyni að ávinna sér jafnmikið traust og hylli sem hann gerði. Bóndi. Bréfspjöld ný, með íslenskum myndum af landslagi og öðru befir Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar gefið út, nálægt 60 tegundir. Eru margar af myndunum prýði- lega góðar. Bækur. Nýkomið er út Jólablað félagsins »Stjarnan í austri«. Rit- stjóri er Sigurður Kristófer Péturs- son, hin prýðilegasta bók eins og áður. — Sömuleiðis ný bók með barnasögum eftir Sigurbjörn Sveins- son kennara, og heitir Geislar. Mun sú bók eins og allar bækur Sigurbjarnar kærkominn gestur á öll barnaheimili. Heiðursminning. 29. okt. síðastl., höfðu þau hjón- in, Kristinn Guðlaugsson og Rakel Jónasdóttir, að Núpi í Dýrafirði, verið 25 ár í hjónabandi. Buðu þau þá til kvöldverðar nálægustu skyldmennum sínum og vinum. Hjúskaparár sín öll hafa þau búið að Núpi, og hefir Kristinn Guðlaugsson mest haft á hendi störf og umönnun sveitarmálefna. Notaði nú sveitin tækifærið, að láta þeim hjónum í Ijósi virðingu og þökk með gjöfum: honum vasa- úr, henni húfuskúfhólk, hvort- tveggja úr gulli, með áletruðum fangamörkum og þakkarorðum. Friðrik hreppstjóri Bjarnason mintist yfir 20 ára samstarfs síns með silfurbrúðgumanum, Björn kennari Guðmundsson talaði fyrir mununum og Guðný húsfr. Guð- mundsdóttir ávarpaði silfurbrúðina. Voru það alt vel valin orð, sem lýstu starfi silfurbrúðhjónanna, byrjuðu í fátækt að íé, en með ríkum áhuga og óeigingjörnum fús- Ieik til manndáða og hjálpar, — og nú orðnu ávaxtasömu til gæfu og þakklátrar viðurkenningar, sem »vill leggja gull sitt að höfði og hjarta vinnendunum«. Síðar um kvöldið gengu nem- endur ungmennaskólans með blys- um heim að bæ silfurbrúðhjón- anna og sungu þar kveðjuerindi frá skólanum. Dýrtíðin er alt af að aukast og verða allar vonir um liið gagn- stæða að engu. í ný-útkomnum hagtíðindum er talið upp smásölu- verð á helstu nauðsynjavöruteg- undum í október 1919. Sést af því að flestar vörutegundir hafa hækk- að á síðasta ársfjórðungi. Og sumar að miklum mun, einkum sykur, kjöt og fiskur. Pví næst segir svo í hagtíðindunum: »Ef verðið á öllum þeim vörum, sem yfirlitið greinir, er talið 100 í júlímánuði 1914, eða rétt áður en stríðið byrj- aði, þá hefir það að meðaltali verið 342 i október 1918, 333 í júlí 1919, en 367 í október 1919. Hafa þá vörur þessar hækkað í verði að meðaltali ..m 267°/o síðan stríðið byrjaði, um 7°/o síðan í fyrrahaust, en um 10% á síðast- liðnum ársfjórðungi«. Konnngskoma. Pað er nú al- mælt að konungur vor og drotn- ing hans muni koma hingað á sumri komanda. Slys það vildi til í Búðardal 9. þ. m. þá er Breiðafjarðarbáturinn Svanur kom þar, að bát hvolfdi á leiðinni í land. Druknaði einn maður og var það Sigurður Sig- urðsson fyrverandi læknir i Dala- héraði,jj tengdafaðir Árna læknis Árnasonar sem þar er nú. Leikhúsið. Leikfélagið hefir und- anfarið leikið N5Társnóttina, við ágæta sókn að vanda. Á morgun byrjar það að leika »Landafræði og ásl« eftir Björnstjerne Björnsson og hefir það leikrit verið leikið ’hér áður fyrir nokkru. Ritstjóri: 1'ryggTl ÞórhallsBon Laufási. Sími 91. Prentsrriiðjac Gutenberg. Kjarkleysið er útskýring á öllum þessum fyrirbrigðum. En að síðustu kemur þó sú vöntun Einars, sem gerir honum mest tjón. Fræðimönnum kemur saman um, að listasmekkur, næm réttlætistilfinning og sannleiksást séu fremur ungir eiginleikar í fórum siðaðra manna. Stundum er eins og móðir náttúra sé óþarflega spar- söm um þær gjafir, er hún býr börn sín úr garði. Einar sýnist, ef athuguð er opinber framkoma hans, hafa verið all-mjög afskiftur um þessa hluti. Ungan, skólageng- inn íslending. sem fordæmir Matthías á gamals aldri, fyrir snildarverk hans, hlýtur að vanta tílfinnanlega gáfu til að meta lista- verk. Sömu vöntunar kennir í fé- lagsmála-hegðun Einars. Fram- koma hans við jarðarför fyrirvar- ans, vaidtaka hans, án meðmæla þingsins, sprenging sjálfstæðis- flokksins, sem hafði trúað honum vel, embættaveitingar hans meðan hann var ráðherra, útgáfa bláu bókarinnar, brugðin heit gagnvart öðrum frambjóðanda Sjálfstjórnar nú við kosningarnar, og þar af leiðandi sprenging þess féiags, end- urtekin vísvitandi ósannindi um pólitiska andstæðinga, og þar á meðal um gamlan lærisvein, sem fremur hefir gert Einari gott en ilt, öll þessi atriði benda í þá átt, að réltlætiskend Einars sé hvergi nærri svo skörp sem skyldi. — Einar vill vafalaust ekki hlynna að framþróun ranglætisins. Engin af staðreyndum þeim, sem tilfærð- ar eru í þessari grein, og sem hér um bil alt er almenningi kunnugt áður, af því að tekin er til með- ferðar framkoma mannsins í opin- berum málum, benda á að svo sé. En þá er skýringin ekki nema ein, sú, sem fyr er að vikið í þessari grein, að móðir náttúra hafi smá- skamtað hinar mýkri og yngri kendir, listasmekk og slcarpa rétt- lætistilfinningu, við það barn, sem fékk miklu meir en í meðallagi af næmi og minnisgáfu. Frá þessu sjónarmiði er Einar að nokkuru leyti eins konar forngripur, fágæt útgáfa frá löngu horfnum tímum. Pað er ef til vill þess vegna, að fornfræða -hneigðir menn munu einna helst hafa mætur á honum. Nú erlokið lýsingu þessa manns. Atburðirnir tala sjálfir. Ályktanir dregnar að eins frá sönnuðum for- sendum. Myndin þykir ef til vill ekki glæsileg. En söguhetjan má kenna sjálfri sér um. Blökkumaður getur ekki kent ljósmyndaranum, þótt andlitsdrættir og hörundsblær á mynd hans verði öðru vísi en af Norðurálfubúa. í þessari mannlýsingu hefir hvorki komist að óbeit eða vel- vild, gremja, meðaumkvun eða aðdáun. Einari hefir verið lýst á sama hátt og nútímamaður myndi lýsa Porvaldi Vatnsfirðingi eða öðrum sögu-»fígúrum« frá löngu liðnum öldum. Og þó kemur þessi mannlýsing við nútímalífinu og það á fleiri en einn veg. Samvinuumenn hafa myndað endurbótaflokk hér á landi. Peir verða að sækja fram með sverðið í annari hendi en plóginn í hinni. Pví að eins verður þeim unt að byggja betra og réttlátara skipu- lag, ef feisknu og maðsmognu stofnunum er rutt úr vegi. En móti þessari heilbrigðu og sjálf- sögðu endurbóta-starfsemi hefir risið upp fámenn en fésterk sveit. Hún hefir tekið Einar í þjónustu sína. Hann á að fá þriggja manna kaup fyrir, að vefja últhéðni að höfði almennings, svo að þjóðin kunni ekki fótum sínum forráð. Samvinnumenn verða að verjast árásum þessa andstæðings, jafn- framt og þeir sækja fram. Til að geta það, verða þeir að skilja eðli hans, styrk hans og veikleika. Af likum og reynsfu mátti draga það, að Einar hlítti eigi um leik- reglur eða »fair play« í blaða- menskunni. Byrjunarbardagaaðferð hans var og sú, að ausa út dag eftir dag rakalausum ósannindum og illyrðum í garð samvinnumanna, víðsvegar um land. Með þeirri bar- dagaaðferð áttu málefnin að gleym- ast í moldryki blekkinga þeirra, sem þyrlað var upp. Glöggur skilningur á Einari mátti hér koma að haldi. Meðan hann mætti ekki mótstöðu, fann ekki almenningsálit landsmanna áfella hann fyrir þessa framkomu, með- an hélt hann upptekinni bardaga- aðferð. Ef hefði átt að hrinda til baka og leiðrétta helminginn af staðleysum hans, myndi Tíminn hafa orðið að eyða til þess mest- öllu sínu rúmi. En blað sem hefir fjölda lífsnauðsynlegra mála á stefnuskrá sinni, getur ekki sætt sig við að eyða að staðaldri miklu afti í nei-kvæða baráttu. Þess vegna hefir þessi mannlýsing líka þá þýðingu, að leiða Einar af villigötum. í Ameríku var það fyrrum míkill siður, að taka kvikmyndir af drykk- hneigðum mönnum, þegar þeir föðmuðu húshorn og Ijóskersstaura í ölvímunni, og sýna þeim síðan myndina er af þeim rann. Pótti þetta gott til viðvörunar. Sama ráði er fylgt hér. Skuggsjá er brugð- ið upp við ásjónu söguhetjunnar. Hún sér sína eigin mynd. Hún veit, að enn eru eklci sýndar nema sumar hliðar. Og eins og innri byggingu Einars er háttað, þá er slík myndasýning öruggasla ráðið til að fá hann til að hegða sér þannig, meðan hann er ritstjóri, að viðunandi sé að eiga við hann orðastað um almenn mál. Grein þessi á því að hafa vinnusparandi óhrif að þ-vi er snertir óþörf deilu- mál við miljónarfjórðunginn. Má gera ráð fyrir, að þegar Einar hefir lokið við að gera sig að píslar- votti, sem mun verða næsta skref hans, verði unt að halda hans »brotlega Adam« í skefjum, með skaplegri fyrirhöfn. Pað er eins konar »vopnaður friður«, sem eigi verður hjá komist. Grein þessi hefir enn fremur þann tilgang að sgna þjóðinni sjálfri í skuggsjá. Hingað til hafa margir menn hér á landi, haldið að alt væri gott og gilt um þjóðmálin, ef oddvitarnir væru nógu fróðir um fornar skræður og lagastafi. Ekki gerðar sömu lcröfur um orðheldni og sannleiksást í félagsmálum, eins og í skiftum manna á milli. Stjórn- málaóheilindin stundum gleymd og fyrirgefin á noltkrum vikum. Pess vegna hafa slíkir menn sem Einar getað verið æðstu valdsmenn hér á landi, svo að skift hefir missirum. Sumir menn eru svo gegnsýrðir af þessum úrkynjunaranda, að þeir áfella meir menn sem víta afglöp- in, heldur en hina sem fremja þau. Og það er næstum huggun að vita, að nokkrir sfikir menn eru til. Það verður þá ekki jafn einmana- legt fyrir þær föllnu hetjur, sem hafa hrapað niður fyrir Svörtu- loftin og sjá kveldhúm hinnar póli- tísku forsælu breiðast yfir »valinn«, neðst í dalnum. Jónas Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.