Tíminn - 13.12.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.12.1919, Blaðsíða 3
TtMINN 363 Samkvæmt bréfi Stjórnarráðs íslands, dags. 29. nóv. 1919, tek eg að mér að kenna akstur og meðferð bifreiða í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu, nú fyrst um sinn. Þeir sem hafa hugsgð sér að læra á bif- reið, þeir tali við mig sem fyrst. Borgarnesi, 7. des. 1919. Virðingarfylst. Magriús Jónasson bifreiðastjóri. Ósæmilegur fréttaburður. Mbl. heíir nýlega flutt þá frétt, athugasemdalaust, að setulið Banda- manna í Rinarlöndum hafi gert sig sekt i margskonar óhæfuverkum morðum, ránum o. s. frv. gagn- vart íbúum landsins. En 12. okt. s. 1. sendi frétta- stofa í Mainz gangólíka frásögn til annara landa. Yfirforingi setuliðs- ins í Rínarlöndum, Mangin hers- höfðingi lagði þá niður völdin og tók við herstjórn annarstaðar. En við broltför hans, segir fréttastof- an, sýndu fjölmargir málsmetandi menn úr Rinarlöndum honum al- úð og vinsemdarhug. Dr. Kulb, borgarstjóri í Mainz lýsti því yfir, í viðurvist allra bæjarfulltrúanna, að borgarbúar sæu eftir að hann færi. Hann sagði að hershöfðing- inn hefði borið staka umhyggju fyrir velferð íbúanna í þeim hér- uðum, þar sem setuliðið er, og tekist fljótt og vel að eyða þeirri hræðslu og tortrygni, sem eðlilega hefði fylt hug íbúanna, er þeir vissu að óvinaher átti að setjast að í landinu. Sennilega sjá flestir, að eigi myndi sá herforingi sem fremdi rán og níðingsverk í héruðum þeim, sem hann á að gæta, fá slíkan vitnisburði sem borgarstjórinn í Mainz gaf hinuin franska hershöfð- ingja við burtför hans. N. Til velgjövðamanna. Mitt hjartans innilegasta þakk- læti, sendi eg öllum þeim, er af miklu göfuglyndi og mannkærleika auðsýndu mér svo fljótlega hjálp, með stórum og hagkvæmum gjöf- um, þá er eg varð fyrir tjóni af eldsvoða er vildi til hjá mér þann 29. sept. s. 1. Hið sama þakklæti færi eg fyrir viturlega og atorku- sama framgöngu, þeirra er eldinn slöktu, svo hann ekki gerði meira tjón en varð. Síðast en ekki síst, þakka eg mínum kæru nágrönn- um fyrir alla aðra hjálp og aðstoð, er að þessu laut. Algóður guð blessi efni þeirra, er þessi orð eru stíluð til, og launi þeim fyrir mig, þegar hann sér þeim best henta. Hofsstöðum í Stafholtstungum í desember 1919. Árni Porsteinsson. við verð og næringargildi annara fæðutegunda úr dýraríkinu, og er hverjum innan handar að afla sér upplýsinga um það. En hér fer, sem ávalt, verðið eftir því, hvort eftirspurn er meiri en framboð. í síðari greininni er höfð önnur aðferð, að vega að bændum. Þar er verið að sýna fram á hve ó- eðlilegt sé, að bændur haldi á nokkurn hátt hóp með verkamönn- um (sem blaðið kaflar jafnaðar- menn). Þar er jafnvel óbeinlínis verið að benda verkamönnum á möguleika, að gera verkfall í sveit- um. Sem atvinnurekendur og verka- menn, standa þessir flokkar and- stætt, en það er annað, sem dreg- ur alla greinda og hugsandi menn úr þessum flokkum saman, það er að reyna að verjast auðvaldinu. Að fá rétt verð fyrir afurðir sinar og samkaup á útlendum vörum, til að forðast hina þungu skatta kaupmanna. Þetta veit greinarhöf. ofboð vel og vill því líka reyna- að einangra bændur frá þessum fjölmennasta flokki. Eg hefi nú að eins vikið að aðal-efninu í nefndum greinum. Slík skrif sem þessi í Morgunbl. geta ekki komið nema frá ódrengj- um. Það hlýtur að fara hrollur um hvern þjóðrækinn mann, að hugsa til þess, ef það skyldi eiga sér stað, að maður, sem vinnur þannig að sundrung þjóðarinnar, hefði verið hátt settur embættismaður og væri við embætti enn, og væru slikir menn betur strikaðir út úr þjóð- félaginu. Ólafsey 15. nóv. 1919. Ólafur Jóhannsson. AY! Haflð þér gerst kaupandi að Eimreiðinni? legt er til að halda minningu hans alllengi á lofti. Svo vildi til að einn af fram- bjóðendunum til þings, var læri- sveinn Einars að fornu fari, Ei- rikur útibússtjóri frá Hæli. Hann er svo vinsæll maður í sínu kjör- dæmi, að hann fékk uin 90% af öllum greiddum atkvæðum á kjör- degi, og er það meira fylgi en dærni munu til við kosning hér á landi, sem verið hefir jafn fjölsótt. Vinsældir þessar bera vott um traust og álit mannsins þar sem hann er þektastur, enda heíir honum ekki verið fundið til álös- unar í opinberri framkomu, nema ef vera skyldi það, að hann er grunaður um að hafa eilt sinn lagt Einari Arnórssyni liðsyrði við al- þingiskosningar i Árnessýslu. Flest- ir kennarar eru svo skapi farnir að þeir finna ósjálfráða löngun til að greiða götu lærisveina sinna, og gleðjast af velgengi þeirra. En Ein- ari fór öðruvísi. Hann ofsótti Ei- rík meir en nokkurn annan fram- bjóðanda, taldi hann m. a. rogast með drápsklyfjar af loforðum — til að svíkja, fullyrti og spann rangmæli um, að Eiríkur væri í stjórn tveggja fossafélaga. En Eirik- ur er í stjórn einkis slíks félags. Aftur mun Sv. Björnsson sem Ein- ar studdi mest til þings í Rvik vera lögráðamaður íslands-félags- ins og y>hálfrar-gáttar<í. maður í ofanálag. En um það þagði Ein- ar Arnórsson. Þannig er þá blaðamenskuferill þessa einkennilega mans. Vænti eg að lesendum Tímans þyki mjög fara að málefnum, þó að sá flokk- ur sem mest verður fyrir þvílíkum »hernaði«, neyðist til að gera sér- stakar varnar-ráðstafanir til að hleypa ekki svo óriddaralegum andstæðingi langt inn i lönd sín. XII. Lesendur Timans hafa nú nokkra útsýni yfir part af all-kyndugri mannsæfi. Má nú draga þá þætti saman. Bókagerð Einars sýnir, að hann hefir minni í besta lagi og greind til að lýsa formshlið mála. Hann er afkastamaður á þessu sviði, en þykir ekki vandvirkur nema í meðallagi. Gæfa hans hefði verið að koma aldrei til muna ut úr beimi lögfræðisbókanna. Eu bann hefir sjálfur valið sér annað hlutskifti, hvert öðru vandameira. Fyrst sein þingmaður og ráðherra, og síðan sem blaðstjóri. Þar hafa gáfur hans, eins og reynslan hefir sýnt, alls ekki notið sín. Jafnvel smáþjóð hefir meira líf og fjör en svo að hún geti til lengdar lifað á tómum dauðum lögskýringum. Sterkasti þátturin'n, hreyfiaflið í söguhetjunni, er sjálfsást hans, sem kemur fram í nærsýnu og forneskjulegu nurli. — Á stú- dentsárunum vill hann ekki hjálpa námsbróður sínum um einfalda lögskýringu nema íýrir gjald. Og maður honum þaulkunnugur aum- kvar hann litlu sjðarjfyrir að hal'a ekki grætt grænan eyri á þriggja daga verunni í stjórnarráðinu. Hann vann það síðar til ráðherra- launa og eftirlauna að taka við ráðherraembœtiinu frá konungs- valdinu en ekki þinginii, þó að sér- þekking hans hefði átt að geta sagt honum, að sú framkoma hæfði JFVöttiif. Tíðin. Besta tíð enn. Austan- fjalls óvíða farið að hýsa lömb. Frostleysur og úrkomulítið. Nefndir hefir fjármálastjórnin skipað samkvæmt ályktun síðasta þings, skattanefnd: Magnús Guð- mundsson skrifstofustjóra, Þorstein Þorsteinsson hagstofustjóra og Héðin Valdimarsson skrifstofu- stjóra — og jarðamatsnefnd: Pétur Jónsson frá Gautlöndum, Ágúst Helgason frá Birtingaholti, Magnús Gíslason lögfræðing frá Búðum, Guðjón Guðlaugsson frá Ljúfu- stöðum og Hjört Snorrason frá Arnarholti. Fréttapistill al: Síðu 1919. Héðan fátt nýtt að segja. Við Síðu- búar megum venja okkur við að vera án simasambands, eða annara greiðra samgangna. Tvö undan- farin sumur höfum við þó getað látið óskabarnið okkar Skafttelling færa okkur mest allar vörur, er við þurfum að kaupa, hingað að Skaftárós, og siðastliðið sumar var nærri öll ull héðan undirbúin hér til útflutnings og hún send beina leið héðan til Reykjavíkur. Skaft- fellingur kom fjórum sinnum að Skaftárós í vor og sumar og gekk mjög vel að fá hann afgreiddan í þrjú skiftin. í fyrsta skifti, um mán- aðarmótin mars og apríl, náðist ekki nema hálfur farmurinn, fyrir það að veður breyttist snögglega, en það sem náðist þá var til ómet- anlegs gagns fyrir þessi afskektu héruð, þá svört af sandi og ösku; þá ferð var báturinn aðallega með síld og rúgmjöl til fóðurs. Sum- arið var hér hagstætt og heyjaðist vel, þar sem sandurinn var ekki mjög mikill. Haustið, og það sem af vetrinum er, hefir einnig verið betur Sturlunga-aldar manni, en ríkisréttarfræðingi á 20. öldinni. Hann tekur eftirlaun ofan á laun, sækir fast bitlingaveiði í þinginu, og endar svo með þvi að ganga á mála hjá kaupmönnum, vitanlega gerandi ráð fyrir að sitja á hæstu eftirlaunum ætilangt. Á þessu þrönga sviði i'jármáj- anna, er viðieitnin föst og ákveðin. Ekkert hik eða fáhn. En í stjórn- málunuin er festan minni. Kvik- Ijmdið við fyrstu störfin hér, hringl milli flokka, frámunalegt kjarkleysi í viðskiftunum við B. Ivr. bæöi í gjaldkeramálinu, lóðakanpunum, og um afsetningu B. Kr. Undan- hald á þingi um vatnsránið, þegar mótstöðu varð vart. Hins sama gætir nú í rilstjórri hans. Fyrstu dagana er hann lang-ósvifnasíur og minst sannorður um inenn og málefni. Þegar nafn hans kemur á blaðið, batnar hann töluvert. Og þegar Timinn byrjar að láta hann kenna nokkurra óþæginda, vegna fyrri frainmistöðu sinnar, þá er búið að lækka stórum risið á strákskap hans, í bili a. m. k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.