Tíminn - 24.12.1919, Qupperneq 1

Tíminn - 24.12.1919, Qupperneq 1
TIMINN að minsla kosíi 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. AFGREWSLA i Regkjavik Laugaveg 17, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. III. ár. Reykjavík, 24. desember 1919. 87. blað. V Líf af lífi Gruðs. Jólaræða eftir Dr. Christian Geyer prest í Niirnberg. »1 pví birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefir sent sinn eingetinn son i heiminn til þess að vér skyld- um lifa fyrir hann«. I. Jóh. 4, 9. Einhver fyrsta jólaminning mín frá æskuárunum er um stóra mynd af fæðing Jesú. Barnið lá í jötunni. María og Jósef krupu fyrir fram- an hana og að baki þeim stóðu uxi og asni. Til annarar hliðar voru hirðarnir að koma inn og litu í jötuna með lotningu. Á þeim stað á myndinni, þar sem sýnd var jatan og barnið, var eins og komið fyrir ósýnilegu ljósi að baki til. Það skein í gegnum hið þunna léreft myndarinnar og olli því, að skinandi birta ljómaði um barnið. Af barninu féll Ijósið á Maríu, Jósef og hirðana og líka á dýrin. — Faðir minn hélt á myndinni. I*egar við börnin vorum búin að horfa á jólatréð og skunduðum til þess að fá jólagjafirnar, þá sagði hann: »GIeymið ekki þessari jóla- mynd«. — Hún hefir æ síðan verið mér lifandi jólaprédikun. Eftir jólin var myndÍD látin af- síðis. Við rákumst stundum á hana, börnin, þegar við vorum að leita að einhverju. En við venjulega dagsbirtu ætluðum við varla að þekkja hana aftur. Það var enginn ljómi yfir Iitunum. Það var engin birta yfir fólkinu. En þegar jólin komu á ný, varð myndin aftur eins og áður. Ljósið skein aftur á bak við bamið. Alt varð aftur jafn skínandi bjart og á fyrri jóla- kvöldum. þetta, sem kom fyrir okkur bömin um þessa mynd, þetta sama kemur fyrir okkur fullorðna fólkið um jólin. Hversdagslega virðist oss hér vera um að ræða mjög al- gengan atburð. Barn fætt í mikilli fátækt, undir tilkomulitlum kring- umstæðum, og engin' stórmenni standa við jötuna. — En á jólum lýsir dásamlegur geislabaugur um barnið I jötunni, og við fáum ná- lega ofbirtu í augun af litum og dýrð. Og það fer oss svo sömu- leiðis, að Ijósið staðnæmist elcki á barninu einu, það ljótnar af því á alla hluti og alla menn í kring- um okkur, og um alla liðna tíð. Því að eins og sólarljósið hefir þann eiginleika, að gera þá hluti bjarta, sem móttækilegir eru fyrir ljós, brotna á þeim, kastast af þeim og bera birtu á aðra — þannig er því og varið um hina dásam- Iegu birtu, sem ljómar frá fæðing Jesú Krists, hún lýsir þá sem eru lærisveinar hans og lætur þá bera birtu frá sér. »í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefir sent sinn eingetinn son í heiminn* — nú Ijómar birtan um barnið; »til þess að vér skyldum lifa fyrir hann« — nú fellur birtan á oss. I. Sá maður einn kann til fulls að meta dýrð dagsljóssins, sem lifað hefir ógnir langrar nætur. Sá mað- ur tekur með þakklátustu hjarta á móti boðskapnum um kærleiks- ríkan Guð, sem hefir þráð það að finna hann, sem hefir dauð- þyrstur leitað hans að baki nátl- úruöflunum. Þeir sem langa æfi hafa verið eftirlætisgoð hamingj- unnar og hafa öðlast flest þau gæði sem lífið hefir að bjóða, finna sjaldnast til þess til fulls hversu mikils þeir hafa orðið að- njótandi. Hinir sem hafa farið á mis við þau gæði finna það, hversu dýrmæt þau eru. Það er lærdóm- ur styrjaldanna, að mennirnir læra að meta blessun friðarins. Fað er árangur mikilla veikinda, að við þá fyrst skiljum blessun heilbrigð- innar. Þeim ykkar, sem staðið hafið máttvana gagnvart ráðgátum lífsins, sem reynt hafið það, að komast burt frá Guði og þá fundið helkulda hins alveg einmana manns — þarf eg ekki að segja frá líðan þeirra, sem ávalt eru að leita án þess að finna. Þið vitið hvað það er að vera að leita út um geim- inn að auga, en sjá ekkert annað en hola augnatótt. Þið vitið hvað það er, að hrópa út í víðáttuna, og vænta svars frá rödd, sem vilji við okkur kannast, en heyra ekki annað en bergmál eigin raddar. Eg ætla ekki að tala um hina dimmu stigu vonleysisins, heldur að lita inn í þær sálir, sem drepa dyr og bíða eftir því hvort ekki verði lokið upp. Fyrst eru dyr náttúrunnar. Við sjáum ekki einungis baráltu í nátt úrunni, óskiljanlega tilviljun og blinda nauðsyn, heldur og náttúru- lög, tilgang, framþróun og líf. Ef við létum okkur það nægja, að Ieita að veraldarhöfundinum, að anda sem stjórnaði heiminum og setti honum lög — þá myndu þessar dyr opnast. En við erum að leita að anda sem elski oss. Á stundum þegar hin fagra hlið náttúrunnar snýr að okkur, finst okkur að við geta fundið kærleika guðs í náttúrunni. En þá er við sjáum skellingar hinnar sömu nátt- úru, þá komum við ekki auga á kærleikann, þá hljótum við að skjálfa fyrir hinni óttalegu hátign. Sál vor fær í náttúrunni einungis óljósan grun um það, að einhvers- staðar langt að baki sé hin óum- ræðilega elska, en hún fær hana ekki höndum gripið. Náttúran gef- ur einungis táknmyndir um kær- Ieika Guðs. Hin sígrænu tré, sem við sækjum út í skógana um há- veturinn, til þess að hafa þau inni í stofunni hjá okkur á jólanóttinni, eru eins og spádómur um nýtt líf með nýju vori — þannig muni sálu okkar ætlað líf og eilift vor. Táknmyndir gefur náttúran, sem við getum heimfært upp á kær- leika Guðs. En hitt er skilningi okkar ofar og beint í gegn honum, að við sjáum í. henni kærleika Guðs og ekkert annað en kærleika Guðs. Þá er sál vor knýr á hurð náttúrunnar og spyr um kærleika Guðs — þá verður ekki opnað. Við leitum að öðrum dyrum — í mannlífínu, í okkar eigin lífi. Er reynsla ykkar hin sama og reynsla mín? Dásamlega rekur einn við- burðurinn annan, löng og óslitin keðja orsaka og afleiðinga. Og þá er við íhugum, hvað því hefir valdið að við erum hér, erum þeir sem við erum og vinnum þau störf sem við vinnum, þá er það ekki einungis að við rennum grun í, heldur komum við berlega auga á fasta hönd sem stýrt hefir rás viðburðanna. Aðrir eru þeir sem krefjast kraftaverka. Þeir trúa þá fyrst á guðlega handleiðslu, er þeim finst Guð rjúfa náttúrulögin, eða taka á einhvern undursam- legan hátt í taumana í lífi þeirra. Eg hefi ekki lifað slíkt, enda ekki óskað þess, því að mér er það óumræðilegt kraftaverk að Guð hefir með þúsundum náttúrlegra viðburða látið líf mitt verða eins og það er orðið. Náttúran sýnir okkur hina fyrstu flöktandi geisla hins þráða Ijóss. Lifsferill okkar er eins og morgunroði sem boðar komu sólarinnar. En ský, og þoka draga úr birtu dagrenningarinnar. Ljós og skuggi berjast um völdin I lífi okkar. Þau augnablík koma er við hrópum fullum hálsi: »Nú rennur heiður dagur« — en á eftir komu önnur, þá er okkur virtisl það vafasamt hvort sólin myndi bera sigur úr býtum. Sjá — þess vegna prédikum við ekki í dag um náttúruna og ekki um lífsreynslu okkar, heldur nem- um við staðar við jötuna, þar sem hinn nýfæddi Jesús Kristur liggur og segjum: Hér er það vafalaust, hér hefir það vissulega borið við, þetta, sem sál okkar þráir. Hér hefir kærleiki Guðs opinberást. Sá lífsferill, það líf, sem varð fram- hald fæðingar hans, var hið hrein- asta, göfgasta og fullkomnasta líf. Sérhvert líf sem á jörðu fæðist, búið hæfileikum til ákveðins starfs, er opinberun Guðs og gjöf Guðs, en líf Jesú er það í sérstökum og æðri skilningi. Líf hans er hin dýrmætasta og fullkomnasta gjöf. II. Ef það er leyfilegt að draga á- lyktun af stærð gjafarinnar um hugarfar gjafarans, þá er fæðing Jesú vottur og trygging óumræði- legrar og óendanlegrar elsku. Við getum hugsað okkur það um marga merka menn sögunnar, að þeir hefðu ekki verið til. En ef við hugsuðum okkur að engin jólanótt hefði verið til, að Jesús hefði ekki komið í heiminn, og hversu mann- kynssagan hefði þá orðið — þá væri það sorgleg sjón sem yrði fyrir auganu. Þá hefði enginn Jó- hannes orðið til, enginn Páll, eng- inn Ágústínus, enginn Lúter. Væri nafn Jesú Krists í burtu máð úr bók sögunnar, þá væru um Ieið slökt hin skærustu ljós sem lýst hafa mönnunum, þá myndi myrkr- ið hvíla yfir veröldinni og svarta- þoka yfir öllum lýð. Við færum bæði á mis við hina göfgustu hugg- un og hina dýrustu prýði sem lífið á til, því að við getum vart nefnt neitt af þeim gæðum, sem lífið hefir að bjóða, sem ekki standa í einhverju sambandi við Jesúm Krist, og fá ekki frá honum lit og innihald. Við undrumst það hverjir og hversu margir taka þátt í jólahá- tíðinni, margir, sem annars hafa ekkert um Jesúm Krist hugsað alt árið, sem annars nefna trauðla nafn hans, sem ekkert þykjast annars eiga með honum sameigin- legt. Þessi almenna hátíðaþátttaka er vottur um djúpa tilfinningu í sál okkar um það, að fæðing Jesú sé viðburður, sem komi hverjum einasta ákaflega mikið við. Þá er nú allir halda jól í dag, allir sem einhverja fregn hafa um Jesúm, menn allra stétta og á öllum aldri, óteljandi þjóða og tungumála -- sannarlega er það eins og mikil- fengleg og almenn pílagrímsför, til leyndardómsfullrar lífsins upp- sprettu, þangað sem allir geta svöl- un sótt og lífsþrótt. Og ef við nú spyrjum og Jeitum svars inst inni i hjarta okkar, hvaða tilfinningar það eru sem þá vilja vakna og verða lifandi — sjá, Jóhannes, lærisveininn sem Jesús elskaði, leggur okkur orðin á varir: »í því birtist kærleikur Guðs meðal vor

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.